Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Tommi og Jenni Ferdinand Smáfólk Vertu ekki leiður .. .égnæí eina handa þér á morgun ... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sírni 569 1100 • Símbréf 5691329 Hrossaræktarráðu- nautur kvaddur Frá Davíð Pétursyni: HROSSARÆKTARSAMBAND Vesturlands og vinir Þorkels Bjarna- sonar héldu fyrir nokkru kveðjuhóf að Brún í Bæjarsveit en Þorkell er nú hættur störfum sem hrossa- ræktarráðunautur eftir 35 ára starf. Margur hefði viljað að hann hefði ekki sagt starfinu lausu fyrr en eftir 2 ár þegar aldurshámarki væri náð. Bjami Marinósson, formaður Hrossaræktar- sambands Vesturlands, setti samkomuna en gaf síðan Skúla Kristjónssyni í Svignaskarði orðið en hann ávarpaði Þorkel fyr- ir hönd ijolmargra vina í Borgarfirði. í máli Skúla kom fram að samskipti Þorkeis við Borgfirðinga hófust þegar hann kom til náms á Hvanneyri haustið 1951 en hann kom ekki einn því hann hafði með sér tvo hesta og var fyrsti nemandi Bændaskólans á Hvanneyri sem tamdi og þjálfaði hross í frístundum sínum. Þetta var undanfari kennslu í hrossarækt við Bændaskólann því hestamannafélag nemenda skólans var stofnað 1954 og hefur starfað síðan af miklum krafti, fyrstu árin undir styrkri stjórn eldhugans Gunn- ars Bjarnasonar, kennara og hrossa- ræktarráðunauts. Þorkell varð búfræðikandídat frá Hvanneyri vorið 1953 og fór þá þeg- ar að búa með föður sínum Bjarna Bjamasyni, skólastjóra á Laugar- vatni. En þar hefur heimili hans ver- ið allar götur síðan. Skúli réðst til þeirra feðga eftir útskrift sína úr bændadeild á Hvann- eyri vorið 1954 og kynntist því af eigin raun hinu ágæta heimili á Laug- arvatni, keppnismanninum Bjama Bjamasyni og störfum hans í hrossa- rækt. En nöfn þeirra feðga em og verða skráð stómm störfum í hrossa- rækt á íslandi. Þorkell tók við störfum Gunnars Bjarnasonar sem hrossaræktarráðu- nautur 1961 og hefur verið gott samstarf undir hans forystu í hrossa- rækt. Hans starf einkenndist af festu og sanngirni. Fastur liður og árlegt tilhlökkun- arefni hestamanna í Borgarfirði var hestamyndakvöld á Brún, flest árin sem Þorkell hefur verið hrossarækt- arráðunautur. Fyrstu áratugina á vegum Kvenfélagsins 19. júní en síðustu árin á vegum hrossaræktar- sambandsins með veitingum frá kvenfélaginu eins og nú. A þessum myndakvöldum hefur Þorkell farið á kostum svo eftirminnilegt er. Að endingu afhenti Skúli Þorkeli fagran veggplatta sem búin var til af listakonunni Elísabetu Haralds- dóttur á Hvanneyri. A plattanum var mynd af Skessuhorni og ríðandi manni sem átti að tákna upphafíð að veru hans í Borgarfirði og sam- starfi hans við Borgfírðinga og síðan var letrað: „Þorkell Bjarnason. Við þökkum þér kærlega fyrir gott sam- starf á liðnum árum. Borgfirðingar." Að lokum sleit Bjarni Marinósson hófinu og þakkaði kvenfélaginu ágætar veitingar og óskaði Þorkeli allra heilla. Menn vonast eftir áfram- haldandi heimsóknum hans í Borgar- fjörð þótt hrossaræktarráðunautstit- illinn sé ekki með í farteskinu. DAVÍÐ PÉTURSSON, Grund í Skorradal. Morgunblaðið/Davíð Pétursson SKÚLI Kristjónsson, Þorkell Bjarnason og Bjarni Marinósson. Á tóbaksekrunni Frá Jóni K. Guðbergssyni: MIKIÐ er nú gott að eiga menning- arstofnun sem vakir yfír andlegri og siðferðilegri velferð þegnanna og sér þeim fyrir nauðsynlegri fræðslu um þau efni sem mestu skipta. Sjón- varpið okkar allra mataði okkur á upplýsingum um stórkostlegan hug- sjónamann suður í Frans sem ann sér tæpast svefns eða matar vegna áhugans á að efla fagurt mannlíf með því að breyta vínberjalegi í fíkni- og vímuefnið ethylalkohól, öðru nafni áfengi. Að vísu fórst fyrir að geta þess í þættinum að þetta prýðisefni veldur ótímabærum dauða hálfrar milljónar manna á ári hveiju í Vestur-Evrópu einni, en það skiptir auðvitað engu máli. Aðalatriðið er að eiga sér hug- sjón - og ekki skaðar að hagnast örlítið á henni. Og nú bíður þjóðin í ofvæni eftir því að fá fræðsluþátt af tóbaksekr- um heimsins. væntanlega eru ein- hverjir íslendingar svo miklir hug- sjóna- og framkvæmdamenn að hafa komið sér fyrir einhvers staðar á heimskringlunni við ræktun þeirrar ágætisplöntu sem tóbak er unnið úr. Sjálfsagt mætti fá einhveija góða reykingamenn til að bera saman mismunandi tegundir tóbaks. Slíkt ætti ekki að vefjast fyrir hugsjóna- fólki þó að nú hafi einn framleiðand- inn í Ameríku játað með sárri blygð- an að efnið sé ávanabindandi fíkni- efni og boðið fram fé fyrir tjónið sem það hefur valdið. Þó að áfengi hafi að vísu vinning- inn, þar sem það er ekki einungis ávana- og fíkniefni heldur vímuefni þar að auki, má menningarstofnun- in helst ekki láta undir höfuð leggj- ast að kynna fávísri þjóðinni tóbaks- gerð og þá menningu sem henni fylgir. Skilaboðin um gæði hvors tveggja, áfengis og tóbaks, bærust þá börnum og unglingum beint í æð. Væri ekki ástæða til að hrópa húrra fyrir slíku forvarnarstarfi? JÓN K. GUÐBERGSSON, Máshólum 6, Reykjavík. MOBGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: MBL@CENTRUM.IS / Áskriftargjald 1.700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.