Morgunblaðið - 22.04.1997, Side 58

Morgunblaðið - 22.04.1997, Side 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Tommi og Jenni Ferdinand Smáfólk Vertu ekki leiður .. .égnæí eina handa þér á morgun ... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sírni 569 1100 • Símbréf 5691329 Hrossaræktarráðu- nautur kvaddur Frá Davíð Pétursyni: HROSSARÆKTARSAMBAND Vesturlands og vinir Þorkels Bjarna- sonar héldu fyrir nokkru kveðjuhóf að Brún í Bæjarsveit en Þorkell er nú hættur störfum sem hrossa- ræktarráðunautur eftir 35 ára starf. Margur hefði viljað að hann hefði ekki sagt starfinu lausu fyrr en eftir 2 ár þegar aldurshámarki væri náð. Bjami Marinósson, formaður Hrossaræktar- sambands Vesturlands, setti samkomuna en gaf síðan Skúla Kristjónssyni í Svignaskarði orðið en hann ávarpaði Þorkel fyr- ir hönd ijolmargra vina í Borgarfirði. í máli Skúla kom fram að samskipti Þorkeis við Borgfirðinga hófust þegar hann kom til náms á Hvanneyri haustið 1951 en hann kom ekki einn því hann hafði með sér tvo hesta og var fyrsti nemandi Bændaskólans á Hvanneyri sem tamdi og þjálfaði hross í frístundum sínum. Þetta var undanfari kennslu í hrossarækt við Bændaskólann því hestamannafélag nemenda skólans var stofnað 1954 og hefur starfað síðan af miklum krafti, fyrstu árin undir styrkri stjórn eldhugans Gunn- ars Bjarnasonar, kennara og hrossa- ræktarráðunauts. Þorkell varð búfræðikandídat frá Hvanneyri vorið 1953 og fór þá þeg- ar að búa með föður sínum Bjarna Bjamasyni, skólastjóra á Laugar- vatni. En þar hefur heimili hans ver- ið allar götur síðan. Skúli réðst til þeirra feðga eftir útskrift sína úr bændadeild á Hvann- eyri vorið 1954 og kynntist því af eigin raun hinu ágæta heimili á Laug- arvatni, keppnismanninum Bjama Bjamasyni og störfum hans í hrossa- rækt. En nöfn þeirra feðga em og verða skráð stómm störfum í hrossa- rækt á íslandi. Þorkell tók við störfum Gunnars Bjarnasonar sem hrossaræktarráðu- nautur 1961 og hefur verið gott samstarf undir hans forystu í hrossa- rækt. Hans starf einkenndist af festu og sanngirni. Fastur liður og árlegt tilhlökkun- arefni hestamanna í Borgarfirði var hestamyndakvöld á Brún, flest árin sem Þorkell hefur verið hrossarækt- arráðunautur. Fyrstu áratugina á vegum Kvenfélagsins 19. júní en síðustu árin á vegum hrossaræktar- sambandsins með veitingum frá kvenfélaginu eins og nú. A þessum myndakvöldum hefur Þorkell farið á kostum svo eftirminnilegt er. Að endingu afhenti Skúli Þorkeli fagran veggplatta sem búin var til af listakonunni Elísabetu Haralds- dóttur á Hvanneyri. A plattanum var mynd af Skessuhorni og ríðandi manni sem átti að tákna upphafíð að veru hans í Borgarfirði og sam- starfi hans við Borgfírðinga og síðan var letrað: „Þorkell Bjarnason. Við þökkum þér kærlega fyrir gott sam- starf á liðnum árum. Borgfirðingar." Að lokum sleit Bjarni Marinósson hófinu og þakkaði kvenfélaginu ágætar veitingar og óskaði Þorkeli allra heilla. Menn vonast eftir áfram- haldandi heimsóknum hans í Borgar- fjörð þótt hrossaræktarráðunautstit- illinn sé ekki með í farteskinu. DAVÍÐ PÉTURSSON, Grund í Skorradal. Morgunblaðið/Davíð Pétursson SKÚLI Kristjónsson, Þorkell Bjarnason og Bjarni Marinósson. Á tóbaksekrunni Frá Jóni K. Guðbergssyni: MIKIÐ er nú gott að eiga menning- arstofnun sem vakir yfír andlegri og siðferðilegri velferð þegnanna og sér þeim fyrir nauðsynlegri fræðslu um þau efni sem mestu skipta. Sjón- varpið okkar allra mataði okkur á upplýsingum um stórkostlegan hug- sjónamann suður í Frans sem ann sér tæpast svefns eða matar vegna áhugans á að efla fagurt mannlíf með því að breyta vínberjalegi í fíkni- og vímuefnið ethylalkohól, öðru nafni áfengi. Að vísu fórst fyrir að geta þess í þættinum að þetta prýðisefni veldur ótímabærum dauða hálfrar milljónar manna á ári hveiju í Vestur-Evrópu einni, en það skiptir auðvitað engu máli. Aðalatriðið er að eiga sér hug- sjón - og ekki skaðar að hagnast örlítið á henni. Og nú bíður þjóðin í ofvæni eftir því að fá fræðsluþátt af tóbaksekr- um heimsins. væntanlega eru ein- hverjir íslendingar svo miklir hug- sjóna- og framkvæmdamenn að hafa komið sér fyrir einhvers staðar á heimskringlunni við ræktun þeirrar ágætisplöntu sem tóbak er unnið úr. Sjálfsagt mætti fá einhveija góða reykingamenn til að bera saman mismunandi tegundir tóbaks. Slíkt ætti ekki að vefjast fyrir hugsjóna- fólki þó að nú hafi einn framleiðand- inn í Ameríku játað með sárri blygð- an að efnið sé ávanabindandi fíkni- efni og boðið fram fé fyrir tjónið sem það hefur valdið. Þó að áfengi hafi að vísu vinning- inn, þar sem það er ekki einungis ávana- og fíkniefni heldur vímuefni þar að auki, má menningarstofnun- in helst ekki láta undir höfuð leggj- ast að kynna fávísri þjóðinni tóbaks- gerð og þá menningu sem henni fylgir. Skilaboðin um gæði hvors tveggja, áfengis og tóbaks, bærust þá börnum og unglingum beint í æð. Væri ekki ástæða til að hrópa húrra fyrir slíku forvarnarstarfi? JÓN K. GUÐBERGSSON, Máshólum 6, Reykjavík. MOBGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: MBL@CENTRUM.IS / Áskriftargjald 1.700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.