Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ LÍFEYRIR LANDSMAIMNA Reglubundinn sparnaöur og tryggingar aö auki Séreignasjóðir, líf- og lífeyris- tryggingar ___________Eftir að núverandi kerfí almennra ________lífeyrissjóða var komið á var greiðsla iðgjalda til þeirra algengasta form ________lífeyrissparnaðar. Það er enn svo, en séreignasjóðum hefur vaxið fískur um hrygg ____________hin síðari ár. í grein Ragnhildar Sverrisdóttur og Egils Olafssonar er _______vöxtur þeirra og viðgangur rakinn og jafnframt fjallað um þá möguleika sem ______vátryggingafélög bjóða þeim sem vilja treysta hag sinn í ellinni. F lestir lífeyrissjóðir landsmanna eru samtryggingar- sjóðir. Inneign í þeim erfist ekki, en þeir tryggja sjóðs- félögum ellilífeyri til æviloka og mökum þeirra og börnum lífeyri, falli sjóðsfélagar frá. Nokkur stétt- arfélög reka þó séreignasjóði, þar sem iðgjöld sjóðsfélaga mynda sér- eign, sem greidd er út þegar sjóðs- félagi hefur náð ákveðnum aldri. Meginreglan er sú, að inneign er ekki greidd út fyrr en sjóðsfélagi hefur náð 60 ára aldri og hún er jafnframt greidd á skemmst tíu árum. Þá stendur sjóðsfélögum til boða að kaupa örorkulífeyristrygg- ingu og lífeyristryggingu, sem veit- ir þeim rétt til lífeyris til æviloka, eftir að séreign þeirra í sjóðunum er upp urin. Ella geta þeir horft fram á að inneign þeirra sé búin þegar þeir eru 70-75 ára og þeir hafi engar tekjur í ellinni umfram lífeyri almannatrygginga. Verð- bréfafyrirtæki reka séreignasjóði, sem eru mjög svipaðir þessum sjóð- um að uppbyggingu og bjóða sjóðs- félögum sínum jafnframt að kaupa ýmsar tryggingar. Þá er ótalinn sá kostur, að kaupa sérstakar söfnun- arlíftryggingar sem erlend trygg- ingafyrirtæki bjóða, en slíkir mögu- leikar lúta nokkuð öðrum reglum en séreignasjóðirnir. Skylda til greiðslu 10% af heild- arlaunum í lífeyrisiðgjald var lögð á sjálfstætt starfandi einstaklinga árið 1980 og voru þeir þar með komnir í hóp almennra launþega og atvinnurekenda að þessu leyti. Þar sem sjálfstætt, starfandi ein- staklingar áttu ekki aðild að ákveðnum sjóðum tóku margir þeirra þann kost að greiða í sér- eignasjóði. Þær raddir heyrðust sem stundum fyrr að forsjárhyggja lög- gjafans væri allt of mikil, en Ijöl- mörg dæmi var hins vegar hægt að nefna um menn, sem spöruðu ekki til elliáranna þar sem þeim var það ekki skylt. Þessir menn höfðu svo ekki að neinu að hverfa í ell- inni nema lífeyri almannatrygg- inga. Núna heyrast þær raddir hins vegar, hvort ekki sé nóg að gert með því að skylda menn til greiðslu 10% iðgjaids af heildarlaunum, þótt löggjafinn tiigreini ekki jafnframt hvernig því iðgjaldi skuli varið, þ.e. til hvaða sjóða skuli greitt. Örorkutrygging skylda í árslok 1995 voru séreignasjóð- ir, þ.e. bæði sjóðir sem bundnir voru við ákveðnar starfsstéttir og sjóðir verðbréfafyrirtækja, tólf tals- ins. Hrein eign til greiðslu lífeyris var rúmlega 9,1 milljarður króna. Alls voru lífeyrissjóðir landsmanna 75 á þessum tíma og hrein eign til greiðslu lífeyris 262,6 milljarðar og hlutur séreignasjóðanna því tæp 3,5%. Um tugur séreignasjóða stéttar- félaga er nú starfandi, þar á meðal Lífeyrissjóður tannlækna, Félags ísienskra hljómlistarmanna og fleiri. Sá elsti þeirra er Lífeyrissjóð- ur tæknifræðinga, sem hefur verið starfræktur í þtjátíu ár og er eign sjóðsfélaga nú 2,6 milljarðar. Sjóðs- félagar, sem eru um 1.100, eiga hver sinn söfnunarreikning, sem iðgjald þeirra er lagt inn á. Sú inni- stæða myndar svo séreign, sem sjóðsfélagar geta byijað að taka út þegar þeir eru sextugir, á ekki færri en tíu árum. Þá rennur hluti af framlagi sjóðsfélaga til greiðslu iðgjalds vegna örorkutryggingar og er öllum sjóðsfélögum skylt að kaupa þá tryggingu. Örorkugreiðsl- ur vegna 100% örorku miðast við að sjóðsfélagi njóti 75% þeirra launa, sem hann hefur haft að meðaltali síðustu fimm ár, eða síð- ustu þijú ár ef sá samanburður er sjóðsfélaga hagstæðari. Örorkulífeyrir er greiddur til 65 ára aldurs, en þá fellur hann niður og sjóðsfélagi tekur út séreign sína. Aðrar bætur, sem öryrkinn nýtur, skerða örorkulífeyri frá lífeyris- sjóðnum, en samtais fær hann ávallt 75% af fyrri launum. Lífeyrissjóður tæknifræðinga hefur staðið undir skuldbindingum sínum um greiðslu örorkulífeyris, enda hlutfall örorku- greiðslna hjá sjóðnum lágt. Lífeyrissjóður tæknifræðinga hefur undanfarin tvö ár boðið sjóðs- félögum að kaupa svokallaða ævi- tryggingu, sem tryggir þeim lífeyri eftir að séreign þeirra er upp urin. Sá möguleiki er hins vegar lítið nýttur af sjóðsfélögum. Séreignasjóðir greiða ekki maka- lífeyri og barnalífeyri og þar er Lífeyrissjóður tæknifræðinga engin undantekning. Hins vegar erfist inneign sjóðsfélaga og fær eftirlif- andi maki hana greidda út á skemmst tíu árum og börn fá hana greidda á sama tíma, eða til 20 ára aldurs, hvort sem er lengra. Þó er heimilt að greiða inneign út á skemmri tíma til erfingja, ef upp- hæð hennar er lág. Gœta vel að inneigninni Bergsteinn Gunnarsson, stjórn- arformaður Lífeyrissjóðs tækni- fræðinga, sagði að reynslan væri sú að menn gættu mjög vel að inn- eign sinni í sjóðnum og tækju hana fremur út á lengri tíma en skemmri. Sjóðsféiagar fengju sent yfirlit yfir inneign sína þrisvar á ári og væri sú inneign framreiknuð miðað við annars vegar 3% og hins vegar 5% raunávöxtun. Þannig gætu menn áttað sig mjög vel á hvaða greiðsl- um þeir ættu von á. Hann kvaðst ekki þekkja dæmi þess að sjóðsfé- Ellilífeyrir IViðkomandii greiðir 10% af heildarlaunum sínum í séreignasjóð. Sjóðsfélagi, Samtals, Samtals, mánaðarlaun kr. á mán. kr. á ári Kr. 70.000 7.000 84.000 100.000 10.000 120.000 200.000 20.000 240.000 Greiðslur í séreignasjóð eru varðveittar sem peningaupphæð í eigu viðkomandi. í þessu dæmi sem hér er sett upp greiðir viðkomandi í séreignasjóð frá 20 ára aldri til 60 ára, eða í 40 ár og reiknað er með 3% ávöxtun á ári. Ef greitt er skemur verða allar tölur lægri sem því nemur. Sjóðsfélagi, Samtals, mánaðarlaun kr. á ári kr. 70.000 84.000 100.000 120.000 200.000 240.000 Ávöxtun Reiknuð upphæð á ári eftir 40 ár 3,00% kr. 6.333.706 3,00% 9.048.151 3,00% 18.096.302 Uppsöfnuð eign í séreignasjóði 3I Hlutverk séreignasjóðanna er að varðveita og ávaxta lífeyris- greiðslurnar og gæta að inneign hvers og eins. Þeir ávaxta fé -------1 sitt m.a. með kaupum á skuldabréfum ríkis, sveitarfélaga, fjármálastofnana og fyrirtækja, auk kaupa á hlutabréfum. Séreignarsjóðir Fjöldi Eign, Rekstrar- verðbréfafyrirtækja félaga milljónir kr. aðili Frjálsi lífeyrissjóðurinn 3.410 3.600 Fjárvangur Almennur lífeyrissjóður VÍB 4.811 2.400 VÍB íslenski lífeyrissjóðurinn 1.436 725 Landsbréf Eining 988 Kaupþing I Sjóðsfélagi tekur út eign sína frá 60 ára aldri og hann velur sjálfur hvað hann vill fá hana greidda úr á löngum tíma, J skemmst 10 árum. í dæmunum hér er gert ráð fyrir 15 árum. Sjóðsfélagi, Reiknuð upphæð Avöxtun Lífeyrir, kr. mánaðarlaun eftir 47 ár á ári á mán. í 15 ár kr. 70.000 kr. 6.333.706 3,00% 45.000 100.000 9.048.151 3,00% 64.000 200.000 18.096.302 3,00% 127.000 Örorkulífeyrir 5| Boðið er upp á sérstakar tryggingar. Hjá sumum séreigna- sjóðum er slík trygging skylda. Inneign er greidd út ef -------1 sjóðsfélagi þarf að hætta störfum vegna heilsubrests. Makalífeyrir 6| Inneign sjóðsfélaga erfist og er greidd út á 10 árum. Sjóðsfélögum stendur einnig til boða að _______I kaupa líftryggingar. Barnalífeyrir 7lnneign sjóðsfélaga erfist og er greidd út á 10 árum, eða á þeim árum sem vantar ______ upp á 18 ára aldur barnsins. Almannatryggingar Greiðsiur úr séreignasjóðum jafnast á við lífeyri almennra lífeyrissjóða. Lífeyrisgreiðslur almannatrygginga skerðast fari greiðslur yfir ákveðin mörk. Tekjuskattur Allar greiðslur úr séreignasjóðum eru tekjuskattskyldar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.