Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 41
t MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 41 í I J I i i i i i i i J] i < I 4 4 4 4 4 4 i í i i i AÐSENDAR GREINAR Páll Skúlason - okkar maður! MIÐVIKUDAG- INN 23. apríl verður gengið til síðari um- ferðar í rektorskjöri við Háskóla íslands. í fyrri umferðinni varð Páll Skúlason efstur en þar sem enginn fékk hreinan meirihiuta þarf að kjósa nú á milli hans og Jóns Torfa Jónas- sonar, sem lenti í öðru sæti. Embætti háskólarekstors er geysilega mikilvægt fyrir háskólasamfé- lagið. Rektor er æðsti yfirmaður skólans, hann er sameiningar- tákn hans, fulltrúi út á við og baráttumað- ur fyrir auknum íjár- veitingum. Það skipt- ir því miklu máli hver gegnir þessu emb- ætti. Við teljum að Páll Skúlason hafi allt það til brunns að bera sem prýða megi góðan rektor; hann er virtur fræðimaður á alþjóðavettvangi en um leið hefur honum tekist að færa fræði- grein sína, heim- speki, til almennings á íslandi. Hann er margreyndur stjórn- andi, hefur gegnt embætti deilda- forseta heimspekideildar lengur en nokkur starfandi prófessor við Við teljum það mikilvægt, segja greinarhöfundar, að háskólarektor hafi Jónína H. Hermannsdóttir Páll Magnússon Krislján Guy Burgess Kjartan Örn Ólafsson Við teljum að það sé mikilvægt að háskólarektor hafi reynslu af stjórnun, sé röggsamur og hug- myndaríkur og sé glæsilegur full- trúi Háskólans út á við. Þess vegna kjósum við Pál Skúlason sem rektor Háskóla íslands. Höfundar eru nemar við Háskóla íslands. Kjósum Pál Skúlason sem rektor að fá fólk til að vinna með sér. Páll hefur sett fram ýmsar at- hyglisverðar hugmyndir í kosn- ingabaráttunni. Umfram allt vill hann efla Háskóla íslands sem rannsóknar- og fræðasetur, gera stjórnsýsluna einfaldari og skil- virkari og leita leiða til að bæta kjör starfsmanna. Páll vill styrkja háskólasamfélagið, meðal annars með því að koma á fót aðstöðu Guðrún Jónas Kvaran Hallgrímsson piöf Ásta Valdimar Olafsdóttir K. Jónsson VIÐ undirrituð höfum ákveðið að styðja Pál Skúlason í kjöri til rektors Há- skóla Islands mið- vikudaginn 23. apríl. Við teljum að Páll hafi kosti til að bera sem munu nýtast há- skólanum afar vel við núverandi aðstæður. Hann hefur mikla yfirsýn og er frábær ræðumaður. Hann hefur skrifað vinsæl- ar bækur sem höfða jafnt til fræðimanna sem almennings. Páll yrði öflugur talsmað- ur þess að efla menntun og fræða- starf í landinu og myndi byggja brú frá háskólanum til þjóð- lífsins. Þetta er meg- inforsenda þess að takast megi að vekja stjórnvöld til dáða um málefni háskólans og afia fjárveitinga til hans. Páll hefur mikla reynslu af stjórnun. Hann hefur þrisvar sinnum verið forseti heimspekideildar og hefur því setið lengi í háskólaráði. Hann er þaulkunnugur inn- viðum háskólans og hefur góð tengsl við starfsfólkið. Páll hefur líka mikla stjórnunarreynslu af öðrum vettvangi, til dæmis sem stjórnarformaður Siðfræðistofnun- ar. Stjórnunarstíll Páls einkennist af yfirvegun, snerpu og réttsýni. Hann starfar fyrir opnum tjöldum og leitar samráðs við þá sem mál- in varða. Hann greinir aðalatriði frá aukatriðum og er skjótur til ákvarðana þegar það á við. Páll er mannasættir og honum er lagið Við hvetjum stúdenta, segja greinar- höfundar, til að nota kosningarétt sinn. fyrir félagsstarfsemi og veitinga- rekstur í samvinnu við reykvísk fyrirtæki. Einnig hefur hann mótað hugmyndir um aukið jafnrétti kynjanna í háskólanum. Páll hefur alla tíð átt mjög gott samstarf við stúdenta. Sem for- maður kennslumálanefndar há- skólans hefur hann virkjað stúd- enta og starfsmenn til að vinna tillögur um bætta námsaðstöðu og kennsluhætti. í því skyni telur hann hvað mikilvægast að efla starfsemi Þjóðarbókhlöðunnar, en hann hefur jafnan látið sig málefni hennar miklu varða. Á farsælum starfsferli við há- skólann hefur Páll Skúlason sýnt að hann er hugmyndaríkur fram- kvæmdamaður sem hefur jafnan heildarhagsmuni stofnunarinnar í fyrirrúmi. Við erum sannfærð um að sem rektor muni hann fylkja háskólamönnum um hugsjónir vís- inda og menntunar til eflingar fyr- ir þjóðlífið allt. Við hvetjum stúdenta og starfs- fólk háskólans til að nota kosn- ingarétt sinn og veita Páli Skúla- syni brautargengi í kosningunum á morgun. Guðrún er forstöðumaður Orðabókar Háskólans, Jónas er prófessorí læknisfræði, Ólöf Ásta er námstjóri í ijósmóðurfræði, Valdimar er prófessor í vélaverkfræði. reynslu af stjórnun. deildina og hefur með stjórnunar- störfum sínum áunnið sé mikla virðingu og traust innan Háskólans sem utan. Verkefni rektors á næstu árum eru ærin. Háskólinn hefur nú um margra ára skeið búið við allt of þröngan ijárhag. Þetta hefur komið niður á gæðum kennslunn- ar og skólans í heild. Þessi skort- ur á fjárveitingum til skólans end- urspeglar skilningsleysi á gildi menntunar fyrir íslenskt samfé- lag. Háskólinn verður stöðugt að minna á sig og kynna þær rann- sóknir sem þar eru unnar í þágu þjóðarinnar allrar. Háskólarektor á að vera í fararbroddi í slíku kynningarstarfi. Uppbygging framhaldsnáms við Háskólann er eitt mikilvæg- asta verkefnið sem bíður rektors. Páll Skúlason hefur í störfum sín- um innan heimspekiskorar og heimspekideildar staðið að upp- byggingu framhaldsnáms með öflugum hætti. Það er mikilvægt að rektor hafi frumkvæði í þeirri uPPbyggingu framhaldsnáms sem þarf að eiga sér stað í Háskólanum á næstu misserum og árum. Páll hefur sett fram mjög at- hyglisverðar hugmyndir um upp- byggingu félagsaðstöðu nemenda og kennara á háskólasvæðinu. Þar væri að finna ýmsar þjónustu- stofnanir fyrir stúdenta, mötu- neyti, veitingastaði og verslanir auk íþróttaaðstöðu. Slíkar hug- myndir eru mjög í anda þess sem Félagsstofnun stúdenta hefur haft áhuga á að hrinda í framkvæmd. Það er ljóst að lengi hefur vantað slíka aðstöðu. Páll hefur bent á að þarna er kjörið samstarfsverk- efni Háskólans, Félagsstofnunar og fyrirtækja. SIEMENS Eldavélar Siemens eldunartæki hafa verið fastagestirá íslenskum heimilum í um 70 ár, - ávallt traust, notadrjúg, falleg og búin nýjustu tækni. Hvort sem þig vantar einfalda eldavél með fjórum venjulegum hellum eða glæsilegan fjölvirkan bakstursofn og keramík-helluborð með snertitökkum, þá er Siemens lausnarorðið. Siemens tækin þrá að komast í eldhúsið þitt og dekra við heimilisfólkið því að Siemens á heima hjá þér! lilboðsvika I. -.1 j ' t ^ Við bjóðum þessa vikuna öll Siemens eldunartæki á lækkuðu verði. Gríptu gæsina meðan hún gefst! SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 5113000 UMBOÐSMENN OKKAR ERU: •Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs •Borgarnes: Glitnir •Snæfellsbær: Blómsturvellir •Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson •Stykkishólmur: Skipavík •Búðardalur: Ásubúð • ísafjörður: Pólljnn •Hvammstangi: Skjanni •Sauðárkrókur: Rafsjá • Siglufjörður: Torgið •Akureyri: Ljósgjafinn •Húsavík: Öryggi *Vopnafjörður: Rafmagnsv. Árna M. *Neskaupstaður: Rafalda •Reyðarfjörður: Rafvélaverkst. Árna E •Egilsstaðir: Sveinn Guðmundsson •Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson »Höfn í Hornafirði: Króm og hvítt • Vík í Mýrdal: Klakkur •Vestmannaeyjar:Tréverk •Hvolsvöllur:Rafmagnsverkst. KR •Hella: Gilsá *Selfoss:Árvirkinn • Grindavík: Rafborg •Garöur: Raftækjav. Sig. Ingvarss. •Keflavík: Ljósboginn •Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.