Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 LIFEYRIR LANDSMANNA MORGUNBLAÐIÐ orka skerðist um helming eða meira, sjúkra- og slysatryggingu sem tryggir dagpeninga í allt að þijú ár og eingreiðslu sem örorku- bætur við varanlega örorku ef hún er metin 40% eða meira og loks er hægt að kaupa ævilífeyristrygg- ingu. Hún tryggir mánaðarlegar tekjur til æviloka, til dæmis eftir að inneign sjóðsfélaga í ALVÍB er búin. Samkvæmt upplýsingum ALVÍB höfðar afkomutrygging sérstaklega til þeirra sem ekki eiga þokkaleg örorkuréttindi í sameignarlífeyris- sjóði, en sjúkra- og slysatrygging er fremur viðbót. Konur greiða hærri iðgjöld en karlar, enda lifa þær að jafnaði lengur. Afkomutrygging miðast við að mánaðarlegar bótagreiðslur til allt að 65 ára aldurs séu 75% af tekj- um. 32 ára karl með 120 þúsund króna mánaðartekjur greiðir nú 1.672 kr. í iðgjald mánaðarlega, en jafngömul kona með sömu tekjur greiðir 2.548 krónur. Ef tekið er sambærilegt dæmi um sjúkra- og slysatryggingu, þ.e. 32 ára einstaklingur með 120 þús- und kr. mánaðartekjur, þá er mán- aðarlegt iðgjald 1.343 og skiptir þar ekki máli hvors kyns einstakl- ingur er. Vikulegar bætur eru 22.500 krónur, en eingreiðsla vegna varanlegrar örorku 4,5 milljónir. Iðgjaldstrygging tryggir að áframhald verði á lífeyrissparnaði í ALVÍB þrátt fyrir verulega tekju- skerðingu af völdum sjúkdóms eða slyss. Ef enn er tekið dæmi af 32 ára kaupanda tryggingar með 120 þúsund króna mánaðartekjur, þá er iðgjald karls 200 kr. og konu 305 kr. og tryggja þau þar með 10.800 kr. iðgjald á mánuði. Ævilífeyristryggingar eru sniðn- ar að áætlun hvers sjóðsfélaga. Ef sjóðsfélagi hyggst taka séreign sína út fram til 80 ára aldurs, þá kaup- ir hann ævilífeyristryggingu, sem tekur við þegar inneign þrýtur. Ef enn er miðað við 32 ára einstakling með 120 þúsund kr. mánaðartekj- ur, þá greiðir karl 1.890 krónur á mánuði og kona 2.807 kr. á mán- uði í iðgjald. Þar með tryggja þau sér 50 þúsund kr. lífeyri á mánuði frá 80 ára aldri og til æviloka. Þýsk og bresk tryggingavernd éreignasjóðir og al- mennir lífeyrissjóð- ir eru ekki einu kostirnir sem fólk hefur haft undan- farin ár til að leggja til hliðar fyrir efri árin. Ýmiss konar tryggingavernd hefur rutt sér til rúms. Hingað tii hefur þekkst líftrygging, þar sem menn tryggja sig fyrir ákveðna upphæð, en iðgjöldin renna til tryggingafé- lagsins ef menn lifa fram yfir trygg- ingatíma. Þær tryggingar, sem nú hasla sér völl, sameina reglubund- inn sparnað og tryggingu, þ.e. líf- tryggingaiðgjöld mynda séreign. Þar má nefna, að þýska líftrygg- ingaféiagið Allianz hefur boðið upp á lífeyris- og iíftryggingar hér á landi í einum pakka. Þá greiða menn fasta upphæð á mánuði, líkt og til séreignasjóðanna. Þeir verða í upphafi að skuldbinda sig til 12 ára hið skemmsta og er líftrygging ótjúfanlegur þáttur frá sjóðnum. Menn eru líftryggðir frá upphafi, en líftryggingarfjárhæðin hækkar í hlutfalli við inngreidd iðgjöld allt til loka samningstímans. Þá er inneign- in öll greidd út. Þannig eru ávöxtuð iðgjöld vegna líftryggingarinnar í raun afturkræf og nýtast beint á efri árum, endist mönnum líf og heilsa, en ella hafa þeir tryggt fjöl- skyldu sinni iífeyri að sér gengnum. Samkvæmt upplýsingum Allianz lítur dæmi um einstakling, sem greiðir 15 þúsund krónur á mánuði frá 30 ára aldri til 65 ára aldurs, þannig út að í upphafi er hann líf- tryggður fyrir tæpar níu milljónir og fer sú tala stighækkandi. Við 65 ára aldur getur hann tekið inn- eign sína, 20,6 milljónir króna, út í einu lagi. Iðgjöld lífeyristrygginga mynda séreign sem greidd er út i einu lagi Lágmarkssamningstími Allianz er 12 ár, en hámark 40 ár. Hægt er að segja tryggingunni upp hve- nær sem er, en það hefur þó í för með sér þann ókost að kostnaður vegna samningsgerðar er dreginn frá innistæðunni. Hins vegar getur fólk tekið þann kostinn að seinka greiðslum tímabundið eða stöðva þær og geyma höfuðstólinn þar til samningurinn rennur út. Rúmlega 1.100 íslendingar taka þátt í lífeyris- og líftryggingu All- ianz. Sparnaður innan vébanda All- ianz fellur ekki undir skilyrði lífeyr- issjóða samkvæmt íslenskum lög- um. Þar með eru iðgjöld ekki undan- þegin staðgreiðslu, en ekki er reikn- aður tekjuskattur af inneigninni þegar hún er greidd út. Guðjón Kristbergsson framkvæmdastjóri segir að þar sem tvísköttunarsamn- ingur sé í gildi milli íslands og Þýskalands verði íslenskur trygg- ingataki ekki skattlagður í báðum löndum. Umsýsla og ávöxtun ið- gjalda eigi sér stað í Þýskalandi, en íjármagnstekjuskattur sé ekki lagður þar á, nemi lengd líftrygg- ingasamnings meira en 12 árum, eða lágmarkstíma Aliianz. Guðjón segir Allianz hafa fengið álit tveggja lögfræðinga hér á landi vegna hugsanlegs fjármagnstekju- skatts og séu þeir báðir á sama máli um þýsku reglurnar, en ríkis- skattstjóri hafi ekki staðfest sinn skilning á málinu. Sex vátryggingamiölar liianz er með sölu- umboð hér á landi, en frá því að samn- ingurinn um Evr- ópska efnahags- svæðið gekk í gildi hafa erlend tryggingafélög mátt starfa á íslandi, að því tilskyldu að löggiltir tryggingamiðlarar annist milligöngu þar um. Nú starfa hér sex vátryggingamiðlarar sem koma á viðskiptum Islendinga og erlendra tryggingafyrirtækj a. Árni Reynisson varð fyrstur til að opna tryggingamiðlun af þessu tagi, árið 1995 og rekur Líftrygg- ingamiðlunina Hagal. Hann segir að hlutverk miðlara sé að veita hlut- lausa ráðgjöf um þá möguleika sem bjóðast. Hér á landi eru tvö bresk tryggingafyrirtæki virk, Friends Provident og Sun Life. Tryggingar þeirra byggja á uppsöfnun lífeyris- réttinda, sem myndar séreign. Árni sagði algengt að fólk greiddi t.d. 10 þúsund krónur á mánuði og væri þá líf- og örorkutryggt fyrir 3-4 milljónir, en uppsöfnuð og ávöxtuð iðgjöld væru greidd út að samningstíma loknum. Samnings- tíminn er misjafn, að vali hvers og eins, en fólk á aldrinum 35-40 ára semur oftast til lengri tíma, allt að 35 ára. Lágmarkstími er 10 ár. Bresku tryggingaféiögin Friends Provident og Sun Life eru í hópi stærstu og elstu tryggingafélaga Bretlands og sagði Árni að sjóðir hvors félags um sig væru um 1.500 milljarðar króna. Tryggingafélögin sjá um ávöxtun lífeyrissjóða í Bret- landi og hver tryggingataki getur valið um mismunandi leiðir til ávöxtunar. „Iðgjöldin eru greidd í breskum pundum, en ávöxtuð í ýmsum gjaldmiðlum. Þegar trygg- ingataki fær greitt út getur hann fengið inneign sína j hvaða gjald- miðli sem er. Búi íslendingur til dæmis á Spáni, þegar hann ákveður að nálgast inneign sína, þá getur hann fengið hana greidda í peset- um.“ Ekki borgar sig að hætta inn- greiðslum eftir örfá ár og taka inn- eign sína þá út. „Það eru afföll af inneign fyrstu fimm árin, en eftir það eru menn í plús, enda greiða tryggingafélögin bónusa reglulega, sem hvata til að halda söfnun áfram. Fólk fylgist vel með inneign sinni og áttar sig á gildi þess að rýra peningana ekki með því að taka þá fljótt út.“ Flestir spara bara Islenska vátryggingamiðlunin býður einnig upp á uppsöfnun líf- eyris og líftryggingar hjá Friends Provident og Sun Life, en þessi tryggingafyrirtæki hafa sýnt mest- an áhuga á að komast inn á íslensk- an markað og íslensku miðlararnir að sama skapi haft mestan hug á að miðla tryggingum þeirra. „Bresk tryggingafélög mega íjárfesta hvar sem er og þau eru mjög örugg, enda ábyrgist ríkissjóður 90% þess lífeyris sem þau ávaxta,“ segir Karl Jónsson hjá íslensku vátrygg- ingamiðluninni. „Menn geta annað hvort safnað inn á séreignarreikn- ing, eða safnað og bætt við líftrygg- ingu. Þá er hægt að kaupa trygg- ingu vegna iðgjaldagreiðslu, ef menn veikjast til dæmis og geta ekki staðið skil á þeim og þeir geta tryggt sig gegn ákveðnum sjúk- dómum. Um 70% viðskiptavina okk- ar nýta sér sparnaðinn, en um 30% kaupa tryggingar að auki.“ Inneign hjá bresku tryggingafé- lögunum erfist eins og hjá íslensk- um séreignasjóðum, en er greidd út í einu lagi. „Sparnaður hjá trygg- ingafélögunum er mjög hagkvæmur ef menn spara í a.m.k. tíu ár,“ seg- ir Karl. „Raunávöxtun sjóðanna undanfarin 10 ár er á bilinu 12-15%. Margir skipta iðgjaldi sínu niður á allt að fimm tryggingaskírteini og eiga þá auðveldara með að leysa hluta inneignar sinnar út. Lág- marksiðgjald er 25 pund á mánuði, eða um 2.900 krónur." Annað form sparnaðar, sem ís- lenska vátryggingamiðlunin býður, er hjá evrópska tryggingafélaginu Wintertur. Þá greiða menn að lág- marki eina milljón króna og er hún bundin í tíu ár. Ef þeir taka pening- ana út þá eru afföllin 3% fyrstu tvö árin og 2% næstu tvö. Falli sjóðsfé- lagi frá fær erfingi inneign hans greidda án þess að greiða innlausn- argjald. Karl Jónsson segir þá, sem hingað til hafi lagt háar fjárhæðir í verðbréf, vera að átta sig á þessu sparnaðarformi, enda hafi meðal- raunávöxtun í sjóðnum verið 18,3% frá september 1994. Ekki liggja fyrir uppiýsingar um hve margir íslendingar hafa samið við erlend tryggingafyrirtæki um uppsöfnun lífeyrisréttinda, en miðl- arar leiða að því líkum að þeir séu nokkur þúsund. Aukin áhersla á líftryggingar Það er hér sem í nágrannalöndum að æ meiri áhersla er lögð á ýmis konar tryggingavernd. Bankar hafa líkt og aðrir áttað sig á þessari þróun og sótt inn á tryggingamark- aðinn. Þegar Landsbanki Islands keypti helmings hlut Eignarhaldsfé- lags Brunabótafélagsins í Vátrygg- ingafélagi íslands á dögunum kom skýrt fram, að bankinn hyggst með kaupunum tryggja sér aðild að vax- andi lífeyris- og líftryggingamark- aði og hafði verið unnið að því svo mánuðum skipti innan bankans að kanna hvernig hann gæti tekið þátt í slíku. Þá hefur jafnframt komið fram, að fljótlega muni Landsbank- inn kynna tryggingatengd sparnað- arform. Landsbankinn hefur þó áður tek- ið þátt í baráttunni um lífeyris- sparnað landsmanna, því verðbréfa- fyrirtæki bankans, Landsbréf, rek- ur íslenska lífeyrissjóðinn og hefur boðið sjóðsfélögum þar upp á líf- tryggingu og slysa- og sjúkratrygg- ingu í samstarfi við VÍS. Vátrygg- ingarfélag íslands, sem Landsbank- inn á nú helmings hlut í, á Fjárvang hf., sem rekur Fijálsa lífeyrissjóð- inn. Landsbankinn er ekki einn um að hugsa sér til hreyfings í lífeyris- og líftryggingamálum, því Spari- sjóðirnir keyptu Búnaðarbankann út út Kaupþingi í byrjun síðasta árs, er bankinn ákvað að einbeita sér að uppbyggingu eigin verð- bréfadeildar, sem nú rekur m.a. Séreignalífeyrissjóðinn. í desember í fyrra keyptu síðan Sparisjóðirnir og Kaupþing Alþjóða líftrygginga- félagið, en lífeyrissjóðurinn Eining, sem rekinn er af Kaupþingi, hefur boðið sjóðsfélögum sínum trygging- ar í samvinnu við það tryggingafé- lag. Þegar kaupin á Alþjóða líftrygg- ingarfélaginu voru kunngjörð sagði Sigurður Einarsson, aðstoðarfor- stjóri Kaupþings, að rekstur verð- bréfafyrirtækis eins og Kaupþings og líftryggingafélaga væri í raun nátengdur og lögð yrði áhersla á samtengingu langtímasparnaðar og líftrygginga. „Þó líftryggingamark- aðurinn sé tiltölulega lítill hér á landi enn sem komið er, borinn saman við markaðinn í nágranna- löndunum, þá er þetta kannski sá markaður sem mun vaxa hvað hrað- ast á næstu árum,“ sagði Sigurður. Skattaleg meðferð reiddur er tekju- skattur af greiðsl- um úr séreigna- sjóðum, sem eru fullgildir lífeyris- sjóðir, líkt og af tekjum úr almennum lífeyrissjóð- um. Iðgjöld í sjóðina eru undanþeg- in staðgreiðslu og því er tekjuskatt- urinn tekinn af við útborgun úr sjóðunum. Ekki er greiddur eigna- skattur af inneign i séreignasjóðum og ekki fjármagnstekjuskattur af vaxtatekjunum. Þar sem sömu reglum fer um skattlagningu greiðslu úr séreigna- sjóðum og greiðslu úr almennum lífeyrissjóðum þá gilda jafnframt sömu reglur um samspil þeirra tekna og ellilífeyris almannatrygg- inga. Þannig skerðist lífeyrir frá Tryggingastofnun í hiutfalli við líf- eyrisgreiðslur séreignasjóðsins tii sjóðsfélaga. Þeir sem kaupa sér líftryggingar, sem eru greiddar út með ein- greiðslu eftir að samningstíma lýk- ur, greiða ekki tekjuskatt af ein- greiðslunni. Það byggist á því, að þar sem ekki er um samþykkta líf- eyrissjóði að ræða eru iðgjöldin ekki undanþegin staðgreiðslu. Þau eru greidd af ráðstöfunartekjum eftir skatta og því er eingreiðslan ekki tekjuskattskyld. Ef hún væri það væri um tvísköttun að ræða. Vátryggingamiðlarar hafa fengið skilning sinn á skattalegri meðferð inneignar hjá erlendu tryggingafé- lögunum staðfestan hjá embætti ríkisskattstjóra. í bréfi, sem emb- ættið sendi frá sér i apríl í fyrra kemur fram, að inneignin sé eignar- skattsfijáls og útborgun hennar tekjuskattsfijáls. Eignaaukinn sem af útborgun líftryggingafjár stafi teljist ekki til skattskyldra tekna. Eingreiðslur líftryggingafélag- anna hafa ekki áhrif til lækkunar tekjutryggingar almannatrygginga, enda miðast skerðing hennar við að viðkomandi hafi skattskyldar tekjur yfir frítekjumarki. Þetta þýð- ir þó ekki, að þeir sem eigi inneign hjá líftryggingarfélögum fái óskerta tekjutrygginu, því uppsöfn- uð réttindi þeirra eru viðbót við lög- bundinn lífeyrissparnað. Eingreiðsl- ur frá tryggingafélögunum koma í raun lífeyri úr fullgildum lífeyris- sjóðum ekki við, en sá lífeyrir skerð- ir hins vegar tekjutrygginguna fari hann yfir ákveðin mörk. Þótt skattayfirvöld hafi staðfest að hvorki leggist eignarskattur á inneign né komi tekjuskattur á ein- greiðsluna, þá hefur ekki verið tek- ið af skarið um hugsanlegan fjár- magnstekjuskatt. Vátrygginga- miðlarar, sem selja tryggingar breskra fyrirtækja, vísa til tvís- köttunarsamnings milli Bretlands og íslands varðandi hugsanlega álagningu fjármagnstekjuskatts, líkt og fulltrúi Allianz gerir. Þeir benda á, að sjóðirnir í Bretlandi greiði 12-14% fjármagnstekjuskatt og uppgefin ávöxtun þeirra sé að frádregnum þeim skatti. Því sé þeg- ar búið að greiða fjármagnstekju- skatt í Bretlandi og óeðlilegt ef hann væri innheimtur hér á landi. Hins vegar hafi enn ekki reynt á slíkt og embætti ríkisskattstjóra hafi ekki tekið afstöðu til málsins. íslensk vátryggingafyrirtæki hafa gert athugasemdir við, að skylt sé að greiða stimpilgjald af vátrygg- ingarsamningum hér á landi, sam- kvæmt 30. grein laga 36/1978 um stimpilgjald, en hins vegar þurfi þeir, sem skipti við erlend trygg- ingafyrirtæki í gegnum vátiygg- ingamiðlara, ekki að greiða slíkt gjald. Þar með sé fyrirtækjum á sama markaði mismunað. Reglugerð um stimpilgjald er nú í endurskoðun hjá fjármálaráðu- neytinu og þar með þetta ákvæði. Dómur sjálfstœðum atvinnurekendum ívil Skattalegt hagræði skiptir tölu- verðu um vöxt og viðgang séreigna- sjóðanna. í desember á síðasta ári felldi Hæstiréttur dóm, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að atvinnurekendaframlag manns í eigin lífeyrissjóð félli undir rekstr- arkostnað, sem heimilt væri að gjaldfæra. Héraðsdómur hafði kom- ist að þeirri sömu niðurstöðu ári áður. í dómi Hæstaréttar segir, að það sé meginregla í skattarétti að öll gjöld sem fari í að afla tekna, tryggja þær og halda þeim við komi til frádráttar frá tekjum af atvinnu- rekstri eða sjáifstæðri starfsemi. Allar undantekningar frá þessu þurfi að vera skýrar og ótvíræðar. I lögunum sé að þessu leyti enginn munur gerður á fyrirtækjum eftir rekstrarformi þeirra. Þá beri að hafa í huga, að umræddum manni hafi verið skylt að greiða iðgjöld í lífeyrissjóð af tekjum sínum og telj- ist slík skylduframlög atvinnurek- enda til rekstrarkostnaðar. Áður en þessi dómur féli höfðu skattayfirvöld neitað að heimila sjálfstæðum atvinnurekendum að færa iðgjöld sín sem rekstrarkostn- að, þrátt fyrir að þeir væru skyldug- ir til að greiða í lífeyrissjóði eins og allir aðrir. Samkvæmt upplýs- ingum frá séreignasjóðum hafði þessi dómur þau áhrif að menn sem vinna við eigin fyrirtæki eða reka sjálfstæða starfsemi gátu í mörgum tilfellum aukið við sparnað sinn. Tekjuteng- ing lifeyris í TÖFLU með grein um lífeyrissjóði í Morgunblaðinu á sunnudag var ranglega tilgreint að grunnlífeyrir almannatrygginga, sem nú er 13.640 kr., væri ávallt óbreyttur. Eins og kom fram í greininni þá skerðist grunnlífeyrir ef einstakl- ingur fer yfir viss tekjumörk og helmingur fjármagnstekna skerðir einnig bætur. 30% þeirra tekna, sem eru umfram tekjumörkin, skerða ellilífeyri. Hann byijar að skerðast ef tekjur einstaklings eða hjóna hvors um sig eru hærri en að meðal- tali tæpar 70 þúsund krónur og fellur alveg niður ef mánaðartekjur einstaklings ná að meðaltali um 115 þúsund krónum. Hjá hjónum, sem bæði eru með 90% af grunnlífeyri, fellur hann niður þegar hvort hjóna um sig er með rúmar 110 þús. kr. á mánuði. Á morgun, miðvikudag, er fjallað um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna, starfsmanna sveitar- __________félaga og banka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.