Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 59
 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 59 BREF TIL BLAÐSINS Hvar endar hin sífellda skerðing til handa ör- yrkjum þessa lands? Frá Rannveigu Á. Guðmundsdóttur TILEFNI þessarar greinar er að vekja athygli á frumvarpi sem lagt hefur verið fram á Alþingi og varð- ar breytingu á lögum um erfðafjár- skatt. Mikil ástæða er til að frumvarp þetta nái fram að ganga og langar mig að útskýra hvers vegna með því að leggja hér fram raunveru- legt dæmi: Mæðgur hafa búið saman alla | ævi (í þessu tilviki rúm 50 ár) og 1 haldið heimili saman frá því að dóttirin varð stálpuð. Dóttirin er 75% öryrki, eignalaus og einka- barn. Hún hefur verið öryrki lang- mestan þann hluta ævi sinnar, sem annað fullfrískt fólk aflar tekna og kemur sér áfram í lífinu og hefur því aldrei haft tækifæri til | að eignast sína eigin íbúð. Þær mæðgur hafa hjálpast að í gegnum árin við að greiða reikninga, kaupa | sameiginlega inn til heimilisins eða m.ö.o. lagt saman fram fjármuni til sameiginlegs heimilishalds. Þar að auki hefur dóttirin séð um móð- ur sína í fjölda ára í elli hennar og veikindum. En að því kom að gamla konan varð að fara á elli- heimili og dóttirin varð ein eftir í íbúðinni, sem er þinglýst eign j gömlu konunnar. <| Dóttirin er með örorkubætur frá a Tryggingastofnun ríkisins á bilinu “ 50-60 þús. á mánuði og er með eins háar bætur og hún mögulega á kost á. Þama stóð hún allt í einu ein með rekstur íbúðarinnar á sín- um herðum og er það augljóslega þungur baggi fyrir svo lágt launaða manneskju. Til að eiga möguleika á að borga i reikningana og eiga fyrir mat virð- ** ist eina lausnin í málinu vera sú 4 að selja íbúðina, sem er of stór | fyrir eina manneskju og að auki Nokkur orðum erfða- fjárskatt of dýr í rekstri, og kaupa aðra minni. Til að þetta geti gerst þarf dóttir- in að fá íbúðina greidda sem fyrir- framgreiddan arf (því aðstæður gömlu konunnar bjóða ekki upp á að hún standi sjálf í íbúðakaupum og dóttirin yrði að sjá um þau mál) og myndi þar af leiðandi þurfa að greiða erfðafjárskatt. Hún þarf sem sagt í raun og veru að greiða erfðaíjárskatt af íbúð sem hefur verið hennar heimili nær alla ævi. í annan stað, ef íbúðin væri ekki seld og gamla konan myndi falla frá, þyrfti dóttirin einnig að greiða erfðafjárskatt sem er gróft reiknað- ur u.þ.b. 10% af fasteignamatsverði íbúðarinnar. Munið að hér er um að ræða konu, sem er eignalaus sjálf og með lágmarkstekjur eins og áður er getið. Spurningin er því í fyrsta lagi hvemig í ósköpunum hún eigi að standa skil á þessum peningum og í öðru lagi hvar sanngirnin sé í þessu máli. Þegar lög um erfðafjárskatt voru skoðuð kom nokkuð mjög athyglisvert í ljós. Hjón og sambýl- isfólk nýtur þeirra réttinda að þurfa ekki að greiða erfðafjárskatt af arfi eftir hvort annað, sbr. 1. mgr. 4. gr. laga um erfðafjárskatt nr. 83/1984 og því er von að mað- ur furði sig á hvers vegna réttlátt sé að fólk, sem ástatt er fyrir eins og konunni hér að ofan, þurfi að greiða skatt af arfi eftir foreldri, sem hefur verið sambýlingur ör- yrkjans í áratugi. Hver eru rökin? Skilgreining óvígðrar sambúðar hljóðar svo skv. 100. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum og fl.: „ ... hafa búið saman í að minnsta kosti tvö ár eða búið sam- an skemmri tíma og annaðhvort eignast barn eða konan er þunguð af völdum karlsins ... “ Hér er m.ö.o. tvö ár í óvígðri sambúð nóg til að öðlast niðurfellingu erfðafjár- skatts, en margir áratugir eru ekki nóg í tilviki ofangreindra mæðgna! Vegna þess óréttlætis sem hér er að mínu mati fyrir hendi, nýtur dóttirin engra réttinda þrátt fyrir sameiginlegt heimilishald í rúm- lega þijátíu ár. Framkvæmd þessa máls er augljóslega mjög óeðlileg. En nú hefur sem sagt verið lagt fram frumvarp um að breyting verði á þessum ósanngjörnu lögum. Breytingin er fólgin í því að félags- málaráðherra geti veitt undanþágu frá greiðslu erfðaíjárskatts ef svo stendur á sem í frumvarpinu grein- ir. Slíkt heimildarákvæði myndi kosta ríkissjóð lítið sem ekkert þar sem dæmi um ofangreint eru án efa færri en fleiri. Óþarft er að tíunda að þetta mál skiptir þá, sem hlut eiga að máli, afar miklu. Með framlagningu þessa frum- varps er þó aðeins hálfur sigur unninn, því enn er eftir að koma þessu máli i gegnum þingið og stutt er til þinghlés. Með von að fleiri sýni þessu máli áhuga og stuðning. RANNVEIG ÁSA GUÐMUNDSDÓTTIR, Keilugranda 6, Reykjavík. Frá Samtökunum Lífsvog: ÞAÐ er nokkuð sérstakt að heyra stjórnmálamenn hrósa velferðar- kerfinu á sama tíma og sama kerfi býður hluta fólks að lifa langt undir fátæktarmörkum. Hafa menn gjör- samlega misst sjónir á íslenskum raunveruleika? Fagrar lofræður inni- halda allajafna loforð um að standa vörð um þá er minna mega sín. Hvar eru þau loforð nú, er reglugerð- ir á færibandi frá mánuði til mánað- ar, líta dagsins ljós? Skera niður barnalífeyri þennan mánuð og heim- ilisuppbót hinn, rukka síðan afnota- gjöld ríkissjónvarps þann þriðja. Skattlagning og tekjutenging ör- orkubóta er síðan komin í slíka reg- inflækju, að varla verður leyst úr nema leggja niður núverandi kerfí í heild. Stofnun sú er sífellt skerðir greiðslur öryrkja, auglýsir á sama tíma eftir kynningarfulltrúa. Hvern- ig væri að reyna að minnka yfir- stjórn hjá Tryggingastofnun ríkis- ins? Er til dæmis þörf á sérstökum forstjóra, um fram tryggingayfir- lækni? Til hvers í ósköpunum þarf Tryggingaráð á launum, er þarf þó að kveða sér til aðstoðar fagmenn við úrlausn mála, með tilheyrandi aukakostnaði? Hvað kostar það stofnunina að gefa út Trygginga- handbókina, með hinum sífelldu breytingum, er setning reglugerða sí og æ útheimta. Þarf ríkisrekin þjónusta ekki að aðlaga sig kröfum nútímans, eða getur það verið að hér sé að finna helminginn af hinni heilögu kú heilbrigðiskerfisins, þar sem engu er hægt að breyta, hvað þá að taka til endurskoðunar, þótt ef til vill mætti spara stórar flárhæð- ir, með endurskipulagningu og markvissri stjórnun. Það hlýtur að vera markmið stjórnvalda með greiðslu örorkubóta, að sá hinn sami einstaklingur geti náð að framfleyta sjálfum sér af bótum þessum. Tekju- tengingu örorkubóta teljum við vera brot á mannréttindum, því maki og fjölskylda á ekki að gjalda tilkomu örorku, með einum eða öðrum hætti. Ef stjórnmálamenn hafa ekki kjark og þor til þess að taka á þessum málum af einurð og festu, þarf að skipta um íslenska stjórnmálamenn. Patentlausnir leysa ekkert nú fremur en endranær og finna þarf staðal þann í velferðarmálum er þjóðin vill bjóða þegnum sínum. Það er ekki fært siðmenntaðri þjóð að bjóða þeim, er bera nú þegar skarðan hlut frá borði, enn frekari skerðingu. Vonandi er að hin íslenska þjóðkirkja láti sig mál þessi varða, fyrr en síðar. Það er í raun með ólíkindum að þau okkar er byggja þetta velferðarsamfélag, og eiga heilsuna í lagi, geti horft þegjandi og hljóðalaust á niðurbrot mannvirðingar, er felst í skertum kjörum öryrkja og aldraðra. Með von um breyttar áherslur. F.h. Samtakanna Lífsvog. GUÐRÚN MARÍA ÓSKARSDÓTTIR, form., ÁSDÍS FRÍMANNSDÓTTIR, varaform., SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR, stjórnarmaður. 4 I ( « í i ( ( ( ( < ( r c Kraftmikil lítil slípivél, 1.5 hp bandstærð 100 x 1220, fáanlegar 220 v & 380 v. Aukabúnaður Verð kr. N 34.900 m. vsk.y Öflug 5hp 380v slípivél, bandastærð 75 x 2000. Verð kr. 79.900 m. vsk. Aukabúnaður fáanlegur, sogkerfi Verð kr. 38.800 m. vsk. Slípivörur & verkfæri hf. c 230mm bandsög, prófílsögun 230 x 450 mm, rör 230 mm, sjálfvirk niðurfærsla og skerhraði stillanlegur, kælikerfi, gráðusögun og hraðfærsla á skrúfstykki. Verð kr. N 333.000 m. vsk.y í Verð kr. 178.000 m.vsk.^ 180 mm bandsög, prófílsögun 180 x 300 mm, rör 180 mm sjálfvirk niðurfærsla og skerhraði stillanlegur, kælikerfi, gráðusögun og hraðfærsla á skrúfstykki. NÝJAR 0 G SPENNANDI GERÐIR KOMNAR STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN DOMUS MEDICA - SÍMI 551 8519 KRINGLUNNI - SÍMI 568 9212 Toppskórinn mn INGÓI FSTÍIBR VIÐ INGOLFSTORG SlMI 552 1212 ( I (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.