Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 49 MARÍA FRIÐFINNSDÓTTIR + María Frið- finnsdóttir var fædd í Hafnarfirði 9. júní 1929. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 13. apríl síðastliðinn. Foreldrar Maríu voru Steinþóra Sig- ríður Einarsdóttir og Friðfinnur Guð- mundsson. Systur Maríu voru Sigríð- ur Friðfinnsdóttir fædd 27. ágúst 1923, látin, og Guð- björg Friðfinns- dóttir, fædd 4. marz 1926. María giftist Ögmundi Jóns- syni, fæddur 9. ág- úst 1917, látinn. Börn þeirra: Guð- björg Ögmunds- dóttir, fædd 4. maí 1951, og Jón Finnur Ögmundsson, fædd- ur 29. maí 1955, kvæntur Kristínu Valsdóttur. Börn þeirra eru Valur Kristinn Jónsson, fæddur 14. október 1984, og Maria Klara Jónsdóttir, fædd 15. apríl 1989. Útför Maríu fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15. Kveðja frá tengdadóttur Nú er sál þín rós í rósagarð Guðs kysst af englunum döggvið af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti. (Ragnh. Ófeigsd.) Elsku María. Þakka þér fyrir að hafa alltaf verið til staðar. Þakka þér fyrir ástúð þína og umhyggju í okkar garð. Eg kveð þig með söknuði. Kristín. Amma María er dáin. Af hveiju, af hveiju þurfti hún að fara svona snemma til Guðs? Við sem áttum eftir að gera svo margt saman. Okkur langar að kveðja hana og þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með henni. Hún var alltaf svo góð við okkur og vildi allt fyrir okkur gera. Hjálpaði okkur við heimanámið og las fyrir okkur. Fór með okkur í göngu, sund og hjólaferðir. Og hún bakaði bestu pönnukökur í heimi. Og alltaf máttum við sofa heima hjá ömmu Maríu. Það verður skrítið lífið án ömmu Maríu. Skrítið að labba heim úr skólanum og sjá hana ekki sitjandi í garðstofunni sinni og veifa til okkar er við löbb- um framhjá. Við vitum að nú líður henni vel af því að nú er hún kom- in til Guðs. Vitum að hún mun allt- af fylgjast með okkur og passa okkur. Elsku amma María, við munum alltaf sakna þín. Leiddu mína litlu hendi, ljúfí Jesú þér ég sendi bæn frá mínu bijósti sjáðu blíði Jesús að mér gáðu. (Ásmundur Ein.) SIGRIÐUR ANNA STEFÁNSDÓTTIR + Sigríður Anna Stefánsdóttir fæddist á Skúfs- stöðum í Hjaltadal 7. desember 1911. Hún lést á dvalar- heimilinu Dalbæ á Dalvík 14. janúar sl. Anna var elst átta barna ly'ónanna Rannveigar Jóns- dóttur og Stefáns Rögnvaldssonar. Eftirlifandi eru fimm systkinanna. Árið 1945 giftist Anna Gunnlaugi Tryggva Kristinssyni, f. 21. október 1916, d. 30. desember 1975, frá Hjalla á Dalvík og bjuggu þau lengst af á Karls- braut 24. Einkadóttir þeirra er Jóhanna, f. 28. desember 1944. Útför Önnu fór fram frá Dalvíkurkirkju 24. janúar sl. Kær mágkona hefur kvatt, sjúk- dómsstríðinu er lokið. Kynni okkar eru orðin löng, hafa staðið í meira en hálfa öld. Fundum okkar bar fyrst saman er ég var barn að aldri og hún kom inn í okkar fjölskyldu sem eiginkona elsta bróður míns, Gunnlaugs. Hún reyndist mér strax vel og bar aldrei skugga á okkar kynni. Minningar streyma fram, allar á einn veg. Það var þessi mikla um- hyggjusemi og góðvild í annarra garð, sem einkenndi Önnu. Alltaf yar munað eftir afmælisdögum eða öðrum tilefnum, nú síðast fyrir jólin er hún var þrotin að kröftum og gat ekki skrifað, bað hún um að við fengjum jólakveðju í útvarpið. Anna var mjög gestrisin. Hún var flink í matartilbúningi og kom það oft á óvart hvernig hún gat útbúið veisluborð af litlum efnum. Þegar samgöngur við Ólafsfjörð breyttust til hins betra með tilkomu ganga gegnum Ólafs- ijarðarmúiann var það henni mikið ánægju- efni að fá vini og kunn- ingja í kaffísopa, bæði frá Ólafsfirði og Siglu- firði, en á Siglufirði hafði Anna einmitt starfað alllengi. Þau hjón Gunnlaug- ur og Anna voru sam- hent um að búa þeim fallegt og snyrtilegt heimili. Gunnlaugur var fyrst á sjónum, en stundaði seinni árin verkamannavinnu. Hann var dagfarsprúður maður, léttur í lund og hugsaði vel um að afla fyr- ir heimilið. Anna fór ekki varhluta af sorg- inni. Auk þess að missa eiginmann- inn á sextugasta aldursári, missti hún tvo bræður sína í sama sjóslys- inu 1963 og nokkrum árum seinna ungan systurson sem fórst af slys- förum og var þeim hjónum afar kær. En Anna var trúuð kona og æðraðist ekki. Eftir andlát Gunn- laugs bjó hún áfram með dóttur sinni og nú tók hún bræður sína í fæði til að afla sér tekna: Mikla TöuunfflÐ owm A0 sjfl um tMINMWM JIÖTÍL ÖOK HÍÍTHUÍIÍIIÍT • (flf{ Upplýsingar i s: 551 1247 MIIMNIIMGAR Við þökkum elsku Ömmu Maríu fyrir allt. Guð blessi minningu hennar. Valur og María Klara. Við fráfall Maríu Friðfinnsdóttur nem ég staðar til að kveðja og þakka, þakka góð og göfug kynni. María var mikilhæf kona. Þann tíma, sem við störfuðum saman, urðu mannkostir hennar mér æ ljósari. Hún var bráðgreind, yfir- veguð, hjartahlý og hjálpsöm. At- hafnasöm var hún, vel verki farin og drífandi. Allt lék henni í hönd- um, enda var hún eftirsótt til starfa, víkingur að dugnaði. í sjónarmiðum var hún ákveðin, föst fyrir og glögg. Allar línur voru hreindregnar hjá henni og kringum hana var engin lognmolla eða hálf- gildings sjónarmið, hún var einlæg og heilsteypt í öllu. Ætíð var hún fús að skoða viðhorf annarra. Þann- ig gátum við jafnan rætt hvað sem var opinskátt og einlægt, þó okkur kynni að greina á í sjónarmiðum. Einn meginburðarásinn í lífí hennar var trúin, hún var sterktrúuð. María var mikil móðir. Ekki sleppti hún hendinni af börnunum sínum, þó hún yrði einstæð, heldur barðist og vann til að geta tryggt þeim skólagöngu og framtíðar- grundvöll á að standa. Enda eru þau vel heppnuð og farsæl. Hún gaf þeim allar hinar bestu dyggðir í veganesti út í lífið. En nú er hún horfin, og blessuð sé minning henn- ar. Kæra Guðbjörg og nafni minn, Jón Finnur. Þið eigið alla samúð okkar hjónanna við fráfall ástkærr- ar móður ykkar. Guð styrki ykkur og blessi. Hlý samúð er einnig send öllum öðrum ástvinum, ættingjum og vinum hennar. í ljóma ljúfra minninga lítum við fram til endur- fundanna á landi lifenda. Sólveig, Jón Hjörleifur Jónsson. umhyggju sýndi Anna öldruðum foreldrum sínum og taldi ekki eftir sér að hlúa að þeim. Anna gekk í kvennadeild Slysa- varnafélagsins á Dalvík og starfaði þar ötullega. Anna flutti ung með foreldrum sínum í Skeggstaði í Svarfaðardal, en þaðan var faðir hennar ættaður. Síðan lá leiðin til Dalvíkur, þar sem hún bjó alla tíð síðan. Hún fór snemma að heiman að vinna fyrir sér og var komin í vinnumennsku innan við fermingu á Hrafnsstöðum í sömu sveit. Önnu verður sárt saknað er við fjölskylda mín komum norður næst en það var frá fyrstu tíð fastur lið- ur _að gista hjá þeim hjónum. Á kveðjustund er okkur öllum efst í huga þakklæti fyrir allar góð- ar stundir. Ég vil einnig þakka henni hlýhug og góðvild við aldraða móður mína, sem var orðin ekkja þegar þær kynntust. Eg bið Önnu Guðs blessunar í nýjum heimkynnum og bið Guð að styrkja Jóhönnu á komandi tímum. Elín S. Kristinsdóttir. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN GUNNLAUGSSON læknlr, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Seltjarnarnesskirkju miðvikudaginn 30. apríl kl. 15.00. Karen Oktavia Kaldalóns Jónsdóttir, Henrik Friis, Þorbjörg Kaldalóns Jónsdóttir Balys, Elsa Kirstín Kaldalóns Jónsdóttir, Sólveig Kaldalóns Jónsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Sigvaldi Kaldalóns Jónsson, Margrét Kaldalóns Jónsdóttir, Þórhallur Kaldalóns Jónsson, Eggert Stefán Kaldalóns Jónsson, Helge Grane Madsen, Guðrún H. Brynleifsdóttir, Helga Kristinsdóttir, barna- og barnabarnabörn. Gunnþóra Ólafsdóttir, Berglind Gunnarsdóttir, t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, VILBORG SIGURRÓS ÞÓRÐARDÓTTIR, Kambsvegi 17, lést á Sjúkrahúsi Reykjavikur laugardaginn 19. apríi sl. Dóra S. Jónsdóttir, Magnús Magnússon, Edda Björg Jónsdóttir, Jón Ingi Sigurmundsson, Ragna Kristln Jónsdóttir, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. t Elskulegur sambýlismaður minn, sonur, faðir og fósturfaðir, JÓHANNES ÞÓR JÓNSSON, Hraunbæ 162, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 17. apríl. Sæunn Guðrún Guðmundsdóttir, Sigurveig Jóhannesdóttir, Helga Sólveig Jóhannesdóttir, Jóhanna Steinunn Jóhannesdóttir, Jón Ólafur Jóhannesson, Gunnhildur Ásta Gunnarsdóttir, Guðrún Rósa Gunnarsdóttir, Elberg Þorvaldsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÞÓRÐUR M. KRISTENSEN, Bogahlíð 22, lést á Kumbaravogi laugardaginn 19. apríl. Kristín Eiríksdóttir, Kristján Þórðarson, Ásdís Þórðardóttir, Eliert Karlsson, Anna Marfa Þórðardóttir, og barnabörn. - t t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTA ÁGÚSTSDÓTTIR, sem andaðist á Reykjalundi 12. aprll, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 22. apríl kl. 13.30. Þeir sem vildu heiðra minningu hennar eru beðnir að láta Oddssjóð á Reykjalundi njóta minningargjafa (sími 566 6200). (ris Ástmundsdóttir, Ástmundur Agnar Norland, Guðlaug Ástmundsdóttir, Níels Indriðason, Björn Ástmundsson, Guðmunda Arnórsdóttir, Ásta I. Ástmundsdóttir, Örn Sigurðsson, börn og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.