Morgunblaðið - 22.04.1997, Page 33

Morgunblaðið - 22.04.1997, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 33 við miðilinn systur þína, Jónu Rúnu Kvaran, að þú hafir alltaf verið á diskótekum heima og eitthvað slíkt. Hafa þessar ásakanir skaðað þig hér? „Nei, alls ekki. Fólk gerir sér líka dagamun hér. Slíkt var heldur ekkert með í myndinni eftir að við Halim fórum að búa saman heima. Við vorum ekkert að skemmta okkur. Ég fór aldrei neitt nema með leyfi hans. Það má segja að ég hafi verið ambátt. Á þessum tíu árum var ég stanslaust brotin niður andlega og minn eigin vilji náði aldrei fram að ganga. Ég gekk inn í það hlutverk. Var orðin svo brotin og hálfsinnulaus. Ég var alla daga undir andlegu og líkam- legu ofbeldi. Ég gat aldrei vitað í hvers konar skapi Halim kæmi heim. Hvort hann var glaður eða ánægður eða hvort honum leið illa og skeytti þá skapi sínu á okkur mæðgum og beitti hnefum. Stelp- urnar voru kannski farnar inn í herbergi að dunda sér eftir góða máltíð, ég settist niður með pijóna og hann með bók eða að hlusta á tyrkneska stöð gegn um BBC, þeg- ar hann fór allt í einu að útlista fyrir mér í smáatriðum hvernig hann langaði til að limlesta mig og afskræma. Ég sat með tárin í augunum. Ég fékk engar útskýr- ingar, bara: Opnaðu ekki munninn, þú veist vel hvernig þú hagar þér og hvað þú átt skilið. Ég var orðin síhrædd og sinnulaus. Átti mjög erfitt með að einbeita mér. Ef ég þurfti að einbeita mér til að hjálpa stelpunum að lesa kom það út í ógleði og andlegri og líkamlegri vanlíðan. Þreytan var orðin svo mikil.“ Síðan hefurðu svo alltaf verið undir streituálagi eftir að þú misst- ir frá þér telpurnar. Hefurðu náð þér eitthvað? „Ég er auðvitað laus undan ofbeldi hans. En hefi út af þessu öllu verið undir stöðugri streitu, sem hefur farið mjög illa með mig. Heilsan hefur gefið sig og ýmislegt farið úrskeiðis, eins og að skammatímaminnið hefur sljóvgast mikið. Þetta endalausa áreiti hefur þau áhrif. Það er eins og hermaður sem er alltaf á víglín- unni. Bænin hefur hjálpað mér óskaplega mikið. Líka bænir ann- arra heima á íslandi. Móðir mín var mér líka óskaplegur stuðning- ur, en hún dó 7. janúar sl., 73ja ára gömul. Við hana gat ég alltaf talað. Hún stappaði í mig stálinu. Fékk mig til að líta björtum augum fram á veginn. Hún hafði svo mikla lífsreynslu og við vorum nánari en mæðgur. Hún var jafnframt mín besta vinkona. Hún sagði alltaf „upp með pijónana, Sophia, komdu þér upp úr þessu þunglyndi." Ég missti því óskaplega mikið við frá- fall hennar. Ég hugsa til hennar á hveijum degi. Hefi mynd af henni hér hjá mér og tala við hana.“ Þær hafa ekki gleymt Muna stelpurnar, Dagbjört og Rúna, ekki eftir henni þó þær væru ungar þegar þær fóru. „Jú, þegar við hittumst í desember sl. á hótelinu voru þeim sýndar í við- urvist nærstaddra myndir úr 70 ára afmæli mömmu. Þær þekktu alla á myndinni, sem á voru auk hennar systkini mín og börn þeirra. Þær voru svo tengdar ömmu sinni. Við bjuggum hvor á sinni hæðinni í sama húsi og inn- angengt milli hæða. Hinsta ósk mömmu var að fá að sjá þær áður en hún hyrfi af þessari jörðu. Því miður varð það ekki.“ Svo þessi höfnun á móður sinni í símtali í sjónvarpsþættinum er ekki af því að þær hafi gleymt ykkur? „Þennan klukkutíma sem við fengum að vera sem næst ein- ar meðan ég hitti þær síðast á hótelinu, viðstaddir aðeins Qarri, þá héldu þær báðar í hendurnar á mér næstum allan tímann. Þann- ig að þær vildu snertingu. Þær töluðu við mig í hálfum hljóðum, svo ekki heyrðist. Báðu auðvitað um að ég segði ekki hvað okkur fór á milli. Ég hefi einu sinni þurft að bijóta trúnað þeirra og þær SEX ÁRA BARÁTTA SOPHIU HANSEN DAGBJÖRT Vesile og Rúna Aysegul. Myndin er frá 1992 enda hafa hvorki tyrknesk né íslensk blöð fengið að taka myndir af þeim siðan. Móðir ársins 1997 SOPHIU Hansen var nýlega boð- ið að hitta tyrklandsdeild alþjóð- legra kvennasamtaka í Istanbúl, sem hafði valið hana „móður ársins 1997“ og skyldi útnefnd- ing fara fram á sérstökum há- degisverðarfundi 10. maí. Sophia vissi ekki nöfn þessara kvenna og vísaði til Mine Ozbec, aðstoð- arkonu þáttagerðarmannsins Ugurs Dunbars. En formaður téðra kvennasamtaka er tengda- móðir hans og eiginkona hans virk félagskona. Ozbec upplýsti að konurnar væru á kvennaráð- stefnu í Ankara og ekki hægt að ná símasambandi við þær í bráð. Ekki kvaðst hún af örygg- isástæðum geta gefið upp nöfn þessara kvenna né símanúmer, svo hringja mætti frá íslandi, en lofaði að biðja þær vinsamlegast um að hringja og gefa nánari upplýsingar. Þetta munu vera samtök tyrkneskra kvenna, sem stofnuð voru fyrir 3 árum, og hyggjast nú í fyrsta sinn útnefna móður ársins. Höfðu þær valið Sophiu þennan titil eftir að hafa kynnst henni og máli hennar og dætra hennar í nýlegum sjón- varpsþáttum. fengu fyrir þvílíka refsingu að þær héldu að þær mundu ekki lifa það af. Þetta var 2. maí 1992, þegar þær voru búnar að vera hjá mér í 7 tíma á Holiday Inn hótelinu og faðir þeirra sótti þær. Þá urðu þær fyrir rosalegum misþyrmingum." Hvað hefur hún fyrir sér í því? „Hálfum mánuði seinna átti ég að fá að hafa þær 7 tíma, sem urðu aldrei nema þrír tímar með eilífum truflunum frá Halim á meðan. Þá sagði Dagbjört mér frá þessu. Mamma, sagði hún, ég verð að fá að segja frá því í hve mik- illi lífshættu við erum að hitta þig. Þú verður að bjarga okkur frá þessu, því við vitum ekki hvort við lifum þetta af. Halim hafði byijað að slá þær með annarri hendi meðan þær sátu aftur í bíln- um. Svo fór hann með þær upp í þetta verslunarhúsnæði sitt og misþyrmdi þeim báðum. Þá héldu þær að þetta væri búið og fóru heim með pabba sínum. Þar voru afi þeirra og amma stödd og hún barði þær líka. Þær sögðu, þú verður, mamma, að bjarga okkur úr þessu helvíti til íslands. Nei, þær eru ekki búnar að gleyma,“ segir Sophia af sannfæringu. Var það þá að þú braust trúnað á þeim, að sögn Halims? „Já, ég varð að segja frá þessu. Málið hreyfðist ekki úr stað og ég vildi sýna dómaranum í undirrétti hve alvarlegir hlutir væru að gerast. Hann gjörsamlega hundsaði það.“ Hvaða vonir gerirðu þér þegar þær verða fullveðja 18 ára um að þær geti nokkuð aðhafst? „Ég er voðalega hrædd um að ef þetta leysist ekki á þessum tíma að fað- ir þeirra sleppi aldrei af þeim hendinni. Ég hefi ekki trú á því þó hann segi að þær geti gert það sem þær vilja þegar þær verða 18 ára. Hann er það mikill harð- stjóri og stjórnsamur að hann sleppir aldrei hendinni af því sem hann segist eiga, svo ég hefi ekki trú á því að þær geti frekar um fijálst höfuð strokið 18 ára en þær gera í dag. Það var það sama þegar við vorum saman. Ég er mjög hrædd um að hann reyni að gifta þær til að gera þetta ennþá erfiðara. Ég get ekki séð nein merki um væntumþykju hjá hon- um.“ Samband á næstu 2 árum Þín von og framtíðarhorfur fel- ast þá í því að þið náið þeim út á þessum tveimur árum eða hvað? „Já, fyrst og fremst að ég fái að umgangast þær á eðlilegan hátt, eins og ég á rétt á. Að ég fái að vera með dætrum mínum í friði þann tíma sem mér er ætlaður, svo ég geti komist að því hvar þær eru staddar í dag. Ég á rétt á því í tvo mánuði á ári samkvæmt úr- skurði undirréttar og nú staðfest af hæstarétti. Svo ég geti komist að því hvernig líf þeirra hefur verið síðustu sex árin sem ég hefi algerlega misst af þeim, hvað þær hafa gengið í gegnum og hvað þær raunverulega vilja sjálfar. Á þennan umgengnisrétt sem hæsti- réttur dæmdi mér mun reyna í fyrsta skipti í júlí í sumar. Þá mun ég að vera hér til taks í Tyrk- landi." Ört vaxandi samúð í Istanbúl fór ekki á milli mála að þrír sjónvarpsþættir, tveir af hinum geysivinsælu þáttum- AR- ENA sjónvarpsins og klukkutíma umræðuþáttur með Sophiu í ATV sjónvarpstöðinni hafa kynnt mál Sophiu Hansen og dætra hennar og vakið almenna samúð, a.m.k. meðal allra sem fylgjast með. Blöðin höfðu tekið upp málið og birt ítarlegar greinar með mynd- um af Sophiu, Halim A1 og dætr- um þeirra tveimur. Þó voru það allt gamlar myndir af telpunum frá 1992, enda leyfði faðir þeirra Tyrkjum ekki frekar en blaða- manni Mbl. að mynda þær. Ég skoðaði bunka af blöðum með slík- um greinum, mörgum á forsíðu, með uppörvandi fyrirsögnum, svo sem í Hurryet: íslenska móðirin stendur ekki ein. í blaðinu Sabah er snuprað fyrir framkomuna við hana undir fyrirsögninni: Gjör- samlega brútal framkoma. Og í Zam, blaði öfgafullra múslima að mér skilst, fyrirsögnin: Faðirinn í fangelsi. í einu blaðinu eru birtir dálkar af lesendabréfum sem lýsa samúð með málstað Sophiu. Það er greinilegt að trúarbrögðin leika þar ekkert aðalhlutverk, enda eru 80-90% Tyrkja múslimar. Að sjálfsögðu verður að átta sig á að þetta er 60 milljóna manna þjóð og stór hluti of fátækur til að hugsa um annað en að hafa í sig. Fyrsti þjónn sem ég spurði hvort hann hefði séð þáttinn, svaraði: Já, en dæturnar vilja ekki vera hjá móðurinni. Þær sögðu það! Annars staðar, svo sem meðal fólks á kvikmyndahátíð í Istanb- úl, voru menn hneykslaðir á með- ferð málsins. Og Mine Ozbec, að- stoðarmaður Arena þáttastjórans, sagði mér að viðbrögðin hefðu streymt inn hvaðan æva að af land- inu, allir haft samúð með Sophiu. í einu blaðinu segir undir fyrir- söginni „Ciller lofar móðurinni hjálp!“ að utanríkisráðherra Is- lands hafi í Brussel leitað til Ciller utanríkisráðherra, sem þarna læt- ur hafa eftir sér: Ég er líka móðir og stend við bakið á íslensku móð- urinni. Að sjálfsögðu geta stjórn- völd í Tyrklandi ekki fremur en hér tekið fram fyrir hendur dóm- stóla. En slík yfirlýsing hlýtur að vera uppörvandi í framhaldinu, við að tryggja Sophiu þann umgengn- isrétt sem henni var dæmdur. Og Halldór Ásgrímsson hefur lýst yfir aðstoð íslenskra stjómvalda. Sjálf segir Sophia mjög uppörv- andi að finna þessa samúð streyma til sín. „Samúðin með mér hefur aukist, vegna þess að ég hefi gefið kost á mér í tyrkneska fjölmiðla, sem ég gerði lítið undanfarin ár af öryggisástæðum meðan öfga- hóparnir hrópuðu sem hæst. Þá lét ég lítið á mér bera. En svo fannst Hasip lögfræðingi mínum Halim vera búinn að sverta mannorð mitt meira en nóg, og tími kominn til þess að ég segði hvernig mér líður og hvað ég hefi gengið í gegnum. Fjölmiðlarnir höfðu oft hringt í lögfræðinginn. Um leið og ég fékk grænt ljós fékk ég þessa þijá frá- bæru þætti í sjónvarpinu og síðan í öllum blöðum. Það hefur orðið til þess að ég fer ekki svo út á götu að einn eða fleiri gefi sig að mér og lýsi yfir stuðningi við mig og hryggð sinni yfir málsmeðferðinni. Ég megi alls ekki gefast upp, tyrk- neska þjóðin standi með mér. Það ætla ég heldur ekki að gera,“ seg- ir þessi ódeiga móðir í lokin. Toppurinn í eldunartækjum Blomberg Excellent fyrir þá sem vilja aðeins það besta! OFIMAR: 15 geröir í hvítu, svörtu, stáli eöa spegiláfenö, fjölkerfa eöa al-kerfa meö Pyrolyse eöa Katalyse hreinsikenfum. HELLUBORÐ 16 geröir, meö háhitahellum eöa hinum byltingankenndu, nýju Spansuöuhellum, sem nota segulorku til eldunan. /*/* Einar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 - Sími 562 2901 og 562 2900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.