Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 MORGUNBLADIÐ : FRÉTTIR Sj ó vá-Almennar með 320 milljóna hagnað Hagnaðurinn j ókst um liðlega fimmtung HAGNAÐUR Sjóvár-Almennra trygginga hf. nam alls 320 milljónum króna eftir skatta á árinu 1996, en árið áður nam hagnaðurinn 265 milljónum. Markaðurinn var hagstæður félag- inu á margan hátt á síðasta ári sem kemur m.a. fram í mikilli fjölgun skírteina í flestum greinum, bæði á sviði atvinnurekstrar- og einkatrygginga, þrátt fyrir aukna samkeppni á vátryggingamarkaðnum, að því er fram kemur í frétt frá félaginu. Bókfærð iðgjöld námu 3.790 milljónum og hækkuðu um 5,4% milli ára. Eigin iðgjöld námu 2.725 milljónum en þau voru 2.602 millj. árið áður. Sjóvá-Almennar lækkuðu á seinni hluta ársins iðgjöld í ökutækjatrygging- um verulega. í ökutækjatryggingum jukust bókfærð iðgjöld aðeins um 3% þrátt fyrir að skírteinum hafi fjölgað um 8%. Viðskiptavinum i Stofni voru endurgreiddar 44 milljónir af iðgjöldum sínum vegna góðrar afkomu árið 1996. Bókfærð tjón námu 2.560 milljónum og hækkuðu um 5,8% milli ára. Eigin tjón námu 2.426 milljónum en þau voru 2.304 millj. árið áður. Hlutfall hreins rekstrarkostnaðar af eigin iðgjöldum var 21,9% en var 21,2% árið áður. Fjármagnstekjur voru 861 milljón en voru 753 milljónir árið áður og hækkuðu um 14,5% á milli ára. Eigið fé hækkaði um 2 milli ára Hlutafé var í árslok 443 milljónir, en hluthafar í félaginu voru 458 talsins. Eigið fé félagsins nam 1.853 milljónum og hækk- aði um 22% milli ára. Eiginfjárhlutfall í árslok 1996 var 15%. í frétt félagsins segir ennfremur að horfur séu á því að afkoma á yfirstandandi ári verði lakari en í fyrra. Það er í senn rakið til lægri iðgjalda í ökutækjatryggingum, víðtækari skil- mála í fjölskyldutryggingu og hækkunar á tjónakostnaði vegna breytinga á skaðabótalög- um. Þá þykja líkur á að tjónaþungi aukist vegna góðæris í landinu. Félagið hefur ráðist í ýmsar aðgerðir til þess að efla samkeppnisstöðu sína og ná fram meiri hagkvæmni í rekstri. Þar má nefna kaup félags- ins á Húsatryggingum Reykjavíkur hf. í desem- ber sl. og kaup á öllum hlutabréfum í Ábyrgð hf. nýlega en bæði félögin verða sameinuð Sjóvá-Almennum. Aðalfundur Sjóvár-Almennra trygginga hf. verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl nk. kl. 16 á Hótel Sögu. Þar verður lögð fram tillaga um að hluthöfum verði greiddur 10% arður á árinu 1997. Skorinn á háls með glasi RÁÐIST var á hálfþrítugan mann á veitingahúsinu Kaffibarnum við Bergstaðastræti aðfaranótt sunnu- dags, og honum veittur alvarlegur áverki á hálsi með glasi. Lögreglu var tilkynnt um árásina klukkan rúmlega eitt aðfaranótt sunnudags. Árásarþolandinn kvaðst hafa ver- ið inni á staðnum þegar hávaxinn karlmaður í svörtum leðuijakka með klút um hálsinn hafði slegið hann með glasi og síðan með krepptum hnefa. Vitni gáfu sig fram sem höfðu séð atburðinn og kvaðst eitt þeirra hafa orðið vart við rifrildi á milli málsað- ila, en árásin hafi verið án sýnilegs tilefnis. Flytja varð manninn á slysadeild enda áverkar hans taldir alvarlegir í fyrstu, en eftir nánari rannsókn var hann ekki talinn í lífshættu. Árásarmaðurinn, sem flúði af vett- vangi, er tuttugu og sjö ára gamall, og vissi lögreglan í gær hver hann er og er málið í rannsókn. Morgunblaðið/Golli Ótímabært vorblót Tekju- og eignaskattsfrumvarpið Nauðsynleg ákvæði afgreidd fyrir mánaðamót Sexfaldur lottóvirm- ingnr ENGINN var með fimm tölur réttar í Lottóinu á laugardags- kvöld, en þá var upphæð fyrsta vinnings um 19,5 millj- ónir króna. Potturinn verður því sexfaldur næstu helgi í fyrsta sinn í sögu íslenskrar getspár og býst Bolli Val- garðsson markaðsstjóri við að vinningurinn verði 30-35 milljónir. Tíu manns hlutu hins vegar bónusvinninginn og fékk hver rúmlega 130.000 krónur. Um 260 manns hlutu þriðja vinn- ing, tæplega níu þúsund krón- ur á mann og 8.845 manns hlutu fjórða vinning, sex hund- ruð krónur. Bolii segir að um 800.000 raðir hafi verið seldar fyrir Lottóið síðasta laugardag. „En líkurnar á því að einhver sé með fimm rétta eru einn á móti 530.000 röðum. Fyrsti vinningur hefði því átt að fara út samkvæmt þessari reikn- ingsformúlu," segir hann. „Það sem gerðist hins vegar var að vinningsmiðinn var prentaður út á sölustað á höfuðborgar- svæðinu en sá sem keypti þann miða, vildi velja tölurnar sjálfur og lét því ógilda miðann með vinningstölunum." Peningaskáp- ur fannst aftur VEGFARENDUR í Heiðmörk til- kynntu í gærmorgun lögreglu um peningaskáp sem þar lá og bar hann öll ummerki þess að hafa ver- ið opnaður af einhveijum sem ekki þekkti til skápsins. Þegar málið var kannað kom í ljós að um var að ræða peningaskáp sem stolið var frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda í innbroti í janúar síðastliðnum. Innbrotið hafði verið upplýst og skápurinn fundist þar sem þjófamir skildu hann eftir, á áðurgreindum stað. Búið hafði verið að gera sam- komulag við dráttarbílafyrirtæki um að koma skápnum til Sorpu, enda lítt til þess fallinn að sinna upphaflegu hlutverki sínu. Starfsmenn fyrirtækisins höfðu reynt tvívegis í vetur, en þurft frá að hverfa, að sögn vegna snjóa. Skápurinn hafði síðan gleymst. ÖFGAR íslensks veðurfars eru al- ræmdar og hvort sem sést til sólar fáein andartök eða ekki sést út úr augum í hriðarbyl, er öruggast að spyrja að leikslokum. Þannig töldu sumir vorið komið á sunnu- dag, eins og ungmennin sem börðu trumbur í einkavorblóti á Austur- ÁÆTLUN Flugleiða komst í samt lag í gær eftir verkfall flugmanna hjá félaginu sem stóð í rúman sólar- hring. Fulltrúar Félags íslenskra at- vinnuflugmanna og Flugleiða skrif- uðu undir nýjan kjarasamning hjá ríkissáttasemjara um hálftvöleytið aðfaranótt sunnudagsins. Báðir aðil- ar hafa lýst sig sátta við samninginn. Lítið bar á milli samningsaðila þegar viðræðum var slitið undir morgun á laugardag en þá hafði m.a. verið fjallað um nýjar hugmynd- ir ríkissáttasemjara. Á laugardag ræddust fulltrúar beggja aðila við, fyrst á óformlegum fundi hjá sátta- semjara undir kvöldmat og á form- legum fundi klukkan 21 þegar sýnt þótti að takast mætti að ná saman. Var samningum lokið um klukkan velli í sólríku en svölu veðri, en skiptu snarlega um skoðun þegar snjó tók að kyngja niður í gær uns jörð var algrá. I raun er ágætt að hafa þá reglu í huga þegar rætt er um veðurfar á Islandi, að því eina sem hægt er að treysta er að engu er að treysta. hálftvö. Þórir Einarsson kveðst feg- inn að þessari deilu sé nú lokið, enda hafi þarna verið um lengsta fund að ræða sem hann hefði setið, nærri 40 tíma. Segir hann að það muni um hvert og eitt mál sem takist að losna við úr húsinu og nóg sé eftir. Þórir segir ágreining hafa staðið milli að- ila þegar fundi var slitið á laugar- dagsmorgninum, freistandi hafí verið að reyna að ljúka málinu vegna þeirra miklu hagsmuna sem voru í húfi en hvíldin hafi verið öllum nauð- synleg enda tekið dijúgan tíma að ljúka samningsgerðinni á laugar- dagskvöldinu. „Launaliður samnings flugmanna Flugleiða hækkar svipað og í flestum öðrum samningum að undanförnu," sagði Kristján Egilsson, formaður SAMKOMULAG náðist í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í gær um að aðskilja þá hluta tekju- og eignaskattsfrumvarps ríkisstjórn- arinnar sem bundnir eru við næstu mánaðamót frá meginhlutanum og samþykkja þá þegar í þessari viku. Ákvæðin sem skilin verða frá varða breytingar á innheimtuhlutfalli í staðgreiðslu, persónuafslátt og sjó- mannaafslátt. Gert er ráð fyrir að aðrir hlutar frumvarpsins verði afgreiddir úr nefndinni í næstu viku. Á fundi nefndarinnar í gærmorg- un lögðu stjórnarliðar til að frum- varpið allt yrði samþykkt í vikunni. Einar Oddur Kristjánsson, Sjálf- stæðisflokki, sem er einn nefndar- manna, segir að meirihlutinn hafi litið svo á að það væri mögulegt vegna þess að tillögur ríkisstjómar- innar hafi þegar verið vel kynntar FÍA. Samningurinn gildir til 15. mars 2000. Er hækkunin 4,7% við undirskrift, 4% um næstu áramót og 3,65% í ársbyijun 1999. Ný ákvæði komu inn um bakvaktir flugmanna, næturflug, tryggingamál og útfærslu á vinnutíma. Þá náðist samkomulag um umræðugrundvöll vegna samn- ingsgerðar sem framundan er vegna Flugfélags íslands verði af rekstri þess. FÍA hyggst kalla sína menn á fund á fimmtudagskvöld og verður samningurinn kynntur og greidd at- kvæði um hann þar. Kristján segir að nú liggi fyrir að semja um kjör flugmanna hjá íslandsflugi, Flugfé- lagi Norðurlands og flugskólunum. Einar Sigurðsson, aðstoðarmaður forstjóra Flugleiða, segir að á annan tug ferða milli íslands og áfangastaða og ræddar. Einnig séu litlar líkur á að Alþingi geti gert stórvægilegar breytingar á frumvarpinu vegna þess að það er hluti af samkomu- lagi ríkisstjómar og aðila vinnu- markaðarins. Full sátt í nefndinni Einar segir þó að full sátt hafi orðið í nefndinni um það að fresta samþykki meginhluta frumvarps- ins, samkvæmt ósk stjórnarand- stæðinga, eftir að tryggt var að nauðsynlegir hlutir frumvarpsins yrðu afgreiddir fyrir mánaðamót. Ágúst Einarsson, Þingflokki jafnaðarmanna, sem er varafor- maður efnahags- og viðskipta- nefndar, bendir á að frumvarpið hafí áhrif á skattamál allt fram til aldamóta og því hafí verið ástæða til þess að það fengi fulla þinglega meðferð. Flugleiða erlendis hafi fallið niður á laugardag auk alls innanlandsflugs. Hægt var að koma allmörgum farþeg- um beint milli Evrópu og Bandaríkj- anna með öðrum flugfélögum. „Þegar svo er missa Flugleiðir tekjurnar af þeim farþegum og það þarf í mörgum tilvikum að greiða mismun vegna dýrari fargjalda þeirra félaga. Það er um stórupphæðir að ræða þegar við erum að tala um farþega úr heilli vél, vel á annað hundrað manns og teljum við að kostnaður vegna verk- fallsins hlaupi á tugum milljóna króna,“ segir Einar. Hann segir mikil- vægt, nú þegar búið er að semja við flugmenn og flugvirkja, að Ijúka gerð nýs kjarasamnings við flugfreyjur en fundir hafa staðið hjá sáttasemjara, m.a. einn i gær. Aætlun Flugleiða í samt lag eftir verkfall flugmanna Ný ákvæði um bakvaktir en sömu hækkanir og hjá öðrum I I 1 I ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.