Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Mikil uppbygging íþróttamannvirkja í Borgarnesi Landsmotið verður lyftistöng- Töluverðar hræríngar hafa verið í stuttrí sögu bæjarstjómar Borgarbyggðar. Eftir sameiningu var gerð róttæk uppstokkun í veitumálum. Meirihlutinn féll vegna deilna um endurskipulagningu á rekstri bæjarfé- lagsins. í samtali Helga Biamasonar við * Ola J'n Gunnarsson bæjarstjóra kemur fram að á þessu ári snýst lífíð um landsmót ung- mennafélaganna og uppbyggingu glæsilegs íþróttasvæðis. Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson ÓLI Jón Gunnarsson bæjarstjóri í Borgarnesi við heitu pottana sem verið er að steypa á sundlaugarsvæðinu. BORGARBYGGÐ var til fyrir síð- ustu bæjarstjórnarkosningar með sameiningu Borgamess, Stafholts- tungna, Norðurárdals og Hraun- hrepps. „Ég tel að sameiningin hafí komið vel út fyrir íbúa Borgar- byggðar. Það kom aukið fé inn á þetta svæði, meðal annars í fram- lögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, sem við gátum lánað Vegagerð rík- isins til að bæta samgöngur í dreif- býlinu. Ég tel að með því höfum við flýtt þróuninni í samgöngumál- um um mörg ár,“ segir Oli Jón Gunnarsson bæjarstjóri. Afþökkuðu 90 milljónir Óli Jón telur að íbúar í öllum hlutum sveitarfélagsins séu ánægð- ir með hlut sinn í nýja sveitarfélag- inu. Með sameiningunni fækkaði sveitarfélögunum í Mýrasýslu úr átta í fimm. Ekki var áhugi fyrir víðtækari sameiningu á sínum tíma. Óli Jón telur að það hafí verið mis- tök og sér fyrir sér að í framtíðinni verði sveitarfélögin í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu norðan Skarðs- heiðar auk tveggja syðstu hreppa Snæfellsness sameinuð í eitt. Nú eru 3.500 íbúar á þessu svæði, í tólf sveitarfélögum sem hafa með sér samstarf á ýmsum sviðum. Þar af eru 2.100 íbúar í Borgarbyggð. „Þetta er allt of flókið. Það væri hægt að leggja niður 20 byggða- samlög, nefndir og ráð án þess að bæta við einum einasta fundi í stjórnkerfi sameinaðs sveitarfé- lags,“ segir Óli Jón. Bæjarstjórinn telur að ekki sé mikil hreyfíng á sameiningarmálum eins og er nema hvað sveitarfélög í Borgarfjarðarsýslu norðan Skarðsheiðar hafi rætt saman. „En mér er sagt að afstaða almennra íbúa í nágrannasveitarfélögum okk- ar sé að breytast, þeir séu ekki eins hræddir við sameiningu og áður, en það hefur held ég ekki skilað sér upp til sveitarstjómanna. Ef héraðið hefði allt verið sameinað eins og lagt var til 1994 hefðu kom- ið aukalega inn á þetta svæði 90 milljónir kr. úr Jöfnunarsjóði sveit- arfélaga. Mér fínnst að frammá- menn í sveitarfélögunum sem beittu sér gegn sameiningu þurfi að svara því hvað þeir geti gert svona vel hver í sínu lagi að þeir hafí efni á því að afþakka þessar 90 milljónir kr.,“ segir Óli Jón. Lækkun hitaorku Veitukerfi Borgarfjarðar var stokkað upp á árinu 1995. Borgar- byggð seldi Rafmagnsveitum ríkis- ins Rafveitu Borgamess og Akra- nesbæ Andakílsárvirkjun en leysti til sín sinn hluta af dreifíkerfí Hita- veitu Akraness og Borgarfjarðar. Jafnframt þessu tók Borgarbyggð þátt í að tryggja rekstur HAB sem aðveitufyrirtækis með því að lækka skuldir þess verulega. Með þessum aðgerðum var unnt að lækka heita vatnið til notenda í Borgarnesi um 21% í upphafi. Þeirri lækkun til viðbótar tók Hitaveita Borgamess á sig 2,7% verðhækkun HAB í ág- úst á síðasta ári án þess að til hækkunar kæmi á töxtum og hún tók einnig á sig 1% af hækkun heita vatnsins í febrúar síðastliðinn þannig að verð til notenda hækkaði þá um 2,5% í stað 3,5%. Telur Óli Jón að með þessum aðgerðum hafi tekist að hafa heita vatnið í Borgar- nesi á 25% lægra verði en annars hefði orðið og reiknar hann með því að Hitaveita Borgamess hafí einnig bolmagn til að taka á sig næstu hækkanir. Akurnesingar fóru aðra leið en Borgnesingar í orkumálunum. Þeir lögðu áherslu á að halda yfírráðum jrfír eigin rafveitu og keyptu auk þess aðra eignaraðila út úr Anda- kílsárvirkjun. „Ég tel að ákvarðanir okkar í orkumálunum hafi verið réttar enda voru þær í takt við stefnu sem við höfum lengi viljað fara. Við vomm búnir að glíma lengi við vanda HAB og hann var ekki hægt að leysa öðruvísi. Vissulega er eftirsjá að þessum eignum en það hefði verið allt of dým verði keypt að halda þeim, miðað við hvaða breytingum hægt var að ná fram,“ segir Öli Jón. Skylda okkar að spara og gæta aðhalds í rekstri Rekstrarkostnaður Borgar- byggðar hefur aukist mjög á síð- ustu árum. Á síðasta ári var rekstr- arkostnaður án fjármagnskostnað- ar kominn í 89% af skatttekjum. Unnið hefur verið að því að minnka kostnaðinn svo meira verði eftir til framkvæmda enda unnið að stór- verkefnum. Tvö mál hafa verið mest áberandi enda umdeild í bæn- um, endurskipulagning vinnufyrir- komulags á leikskólanum Kletta- borg og skipulagsbreyting á áhalda- húsi. Bæjarfulltrúi Alþýðubanda- lags sleit meirihlutasamstarfi við Framsóknarflokk vegna ágreinings um leikskólamálið. Við tók nýr meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og hefur hann fylgt þessum málum eftir. „Launakostnaður í leikskólanum jókst miklu meira en nam launaþró- un í landinu. Uttekt sem gerð var á skólanum sýndi að þörf var á að koma þessu aftur í réttan farveg og náðist ágætis samkomulag um það við starfsfólkið eftir að mold- viðrinu lauk og nýr meirihluti tók við störfum. Borgarbyggð var með tvö áhaldahús eftir að hún yfírtók rekstur hitaveitunnar hér. Eftir skoðun á þessum rekstri var lagt til að áhaldahúsin yrðu sameinuð, starfsfólki fækkað og seldur hluti af bílum og tækjum sem bærinn rak. Í staðinn yrði keypt meiri vinna af sjálfstæðum verktökum. Við telj- um að með því sé hægt að spara 6 milljónir kr. á ári. Þetta var gert en starfsmenn áhaldahúss bæjarins sættu sig ekki við breytingarnar og fóru til annarra starfa,“ segir Óli Jón. Hann getur þess einnig að samið hafi verið við Sparisjóð Mýra- sýslu um að annast innheimtu fast- eignagjalda og við það hafí fækkað um hálft stöðugildi á bæjarskrif- stofunum. Telur bæjarstjóri að meðal ann- ars vegna þessara aðgerða muni rekstrarkostnaðurinn fara niður í um 82% af skatttekjum á þessu ári. „Nú hefur verið tekið á þeim málum sem við höfum augljóslega getað gert betur. Þetta hefur kostað átök en það er skylda okkar að taka hagsmuni sveitarfélagsins í heild fram yfir hagsmuni viðkom- andi einstaklinga, reyna að spara og gæta hvarvetna aðhalds í rekstri. Menn sem bera ábyrgð á rekstri sveitarfélaga hafa ekki efni á því að stunda vinsældarkaup." Sem framkvæmdastjóri bæjarins hefur Óli Jón þurft að framkvæma þessar umdeildu breytingar og segir það ekki alltaf hafa verið auðvelt. „Sumir persónugera þetta og tengja minni persónu, ég hef vissulega orðið var við það. Þetta stafar af þekkingarskorti því bæjarstjórinn framkvæmir ekkert nema fyrir því liggi meirihlutavilji í bæjarstjórn. Hins vegar fylgja starfi bæjarstjóra alltaf ákveðin átök, ekki þýðir að láta það á sig fá,“ segir hann. Sundlaug og íþróttavöllur Framkvæmdir við íþróttamann- virki eru langstærstu verkefni Borgarbyggðar þessi árin. Fram- kvæmdunum þarf að vera lokið í byrjun júlí þegar landsmót ung- mennafélaganna verður haldið í Borgarnesi. I fyrra var Skallagríms- völlur stækkaður og sett upp góð fijálsíþróttaaðstaða og nú er verið að byggja 25 metra útisundlaug ásamt pottum, vaðlaugum og renni- brautum. Kostar uppbyggingin um 200 milljónir kr. Öll eru þessi mann- virki við íþróttamiðstöðina, þau eru tengd við Skallagrímsgarð og verð- ur þarna eitt af skemmtilegri íþróttasvæðum landsins. í hugum margra eru íþrótta- mannvirkin nátengd landsmótinu. Óli Jón segir að vissulega ráðist tímasetningin af landsmótinu en þessi mannvirkjauppbygging sé til langs tíma og muni íbúar sveitarfé- lagsins og ferðafólk njóta þeirra lengi eftir landsmót. „Gerð er krafa til þess að ákveðin íþróttamannvirki séu í byggðarlagi af þessari stærð, til dæmis útisundlaug. Bæjarstjórn Borgarbyggðar hefur haft þann háttinn á að taka fyrir afmörkuð verkefni og ljúka þeim á skömmum tíma. Þannig nýtast mannvirkin betur. Nú var komið að sundlaug enda ekki önnur verkefni sem knúðu meira á,“ segir bæjarstjór- inn. Borgarbyggð er ágætlega í stakk búin til að ráðast í þetta stórverk- efni, að sögn Óla Jóns. Nettóskuld- ir bæjarins voru 45 þúsund kr. á hvern íbúa um síðustu áramót og þykir það lítið. Þessi tala mun hækka nokkuð í ár vegna þess að langtímaskuldir Borgarbyggðar aukast vegna framkvæmdanna, þó ekki nema um 30 milljónir. Reiknað er með að hlé verði gert á fram- kvæmdum eftir þetta ár á meðan verið er að greiða skuldirnar. Óli Jón segir að allt bendi til þess að landsmótið í sumar heppn- ist vel, dragi fólk í bæinn og verði lyftistöng fyrir Borgarnes. Vonast hann til að íþróttamannvirkin muni áfram draga að íþróttahópa og ferðafólk og að ferðafólk staldri lengur við en áður. Það sé síðan þjónustufyrirtækja í bænum að nýta sér þá möguleika sem þetta skapar. Möguleikar á Grundartanga Þó ekki sé mikið atvinnuleysi í Borgarnesi hefur atvinnulífið ekki náð sér að fullu eftir lokun mjólkur- samlagsins. Óli Jón segir að Borg- nesingar bindi vonir við Hvalfjarð- argöng og uppbyggingu stóriðju á Grundartanga. Bendir á að mat- væla- og framleiðsluiðnaður sé uppistaðan í atvinnulífinu og bættar samgöngubætur við Reykjavíkur- svæðið hljóti að hafa jákvæð áhrif. Þá bindur hann vonir við að Borg- firðingar fái vinnu við stækkun járnblendiverksmiðjunnar og bygg- ingu álvers á Grundartanga og við reksturinn í framhaldi af því. „Við höfum verið útilokaðir frá vinnu á Grundartanga vegna úreltrar skipt- ingar landsins í atvinnusvæði. Nú er búið að breyta lögum, svæðið er orðið eitt atvinnusvæði. Við því er að búast að hluti starfsfólksins búi í höfuðborginni en ég tel þó að svæðið norðan Hvalfjarðar, Akra- nes og Borgarfjörður, hafi ágæta möguleika til að laða fólkið að sér. Það gæti til dæmis verið spennandi kostur fyrir nýja starfsmenn að búa í Borgarnesi og stunda vinnu á Grundartanga. Hér er góð þjónusta á flestum sviðum og gott umhverfi fyrir fjölskyldufólk,“ segir Óli Jón Gunnarsson. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð sækir Flateyri heim Flateyri - Flateyrarkirkja var fjölsótt þegar Kór Menntaskól- ans við Hamrahlíð hélt síðbúna sólrisutónleika sem voru felld- ir niður í mars vegna veðurs. Til Flateyrar kom kórinn eftir að hafa sungið á Þingeyri. Þrátt fyrir þrengsli tókst kórmeðlimum 76 að tölu að koma sér fyrir við altari Flat- eyrarkirkju og halda prýðis- tónleika fyrir íbúa Flateyrar. Flutt voru lög eftir íslensk sem erlend tónskáld og stóð dag- skráin í 1 Vi klst. Góður rómur var gerður að dagskránni. Þess má geta að Sparisjóður Önundarfjarðar ásamt sókn- arnefnd Flateyrarkirkju og Leikfélagi Flateyrar stóðu að dagskránni og voru Eiríki Finni Greipssyni sparisjóðs- stjóra færðar þakkir fyrir frá kórnum. B \ * V**'**r*v: " V V ■ . | 1 “ ■ 1 V. JPH ■ *-xí Morgunblaðið/Egill Egilsson i > 1 í I > f l l P I I ( I L fc
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.