Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 27 Evrópsku bókmennta- og þýðingarverðlaunin Steinunn, Vig- dís, Friðrik og Hannes tilnefnd STEINUNN Sigurðardóttir og Vigdís Grímsdóttir hafa verið til- nefndar til Evrópsku bókmennta- verðlaunanna í ár og Friðrik Rafnsson og Hannes Sigfússon til Evrópsku þýðingarverðlaun- anna. Steinunn er tilnefnd fyrir skáldsögu sína Hjartastaður og Vigdís fyrir skáldsöguna Z. Ast- arsaga. Friðrik er tilnefndur fyrir þýð- ingu sína á Jakobi forlagasinna og meistari hans eftir Denis Dide- rot og Hannes fyrir þýðingu sína á Síðustu minnisblöðum Tómasar F. fyrir almenningssjónir eftir Kjeld Askildsen. Þetta er í fyrsta skipti sem Is- lendingar tilnefna bækur til þess- ara verðlauna en á síðasta ári fékk indversk-enski rithöfundurinn Sal- man Rushdie þau, eins og mörgum er vafalaust í fersku minni. í dómnefnd fyrir íslands hönd sitja Sigurður Pálsson, skáld, en hann fjallar um frumsamin verk, og Kristján Þórður Hrafnsson, w Steinunn Sigurðardóttir Vigdís Grímsdóttir Friðrik Hannes Rafnsson Sigfússon skáld, en hann fjallar um þýdd verk. Verðlaunin verða afhent í haust. Morgunblaðið/Kristinn Bassi, gítar, tromma og Egill TÓNLIST Norræna húsiö DJASSTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Björn Thorodd- sen og Egll Ólafsson. Flytjendur: Egill Olafsson söngur, Bjöm Thor- oddsen gítar, Ole Rasmussen kontra- bassi og Per Ame Tollbom tromm- ur. Laugardaginn 19. apríl 1997. NORRÆNI djasskvartettinn, sem Björn Thoroddsen setti á laggirnar með tilstyrk frá Norræna menning- arsjóðnum, hefur spilað víða um land að undanförnu. Síðustu tónleikarnir voru í Norræna húsinu sl. laugardag en auk þess að spila á tónleikum tók kvartettinn upp efni á geisladisk hér á landi. Tónlistin er i senn þjóðleg og djössuð á alþjóðlega vísu og hljóð- færaskipan er óvenjuleg. Norræni djasskvartettinn er lík- lega ein athyglisverðasta djasssveit- in sem Islendingar eiga aðild að um þessar mundir. Þar hjálpast margt að, ekki síst fullkomin, fagleg spila- mennska og að stórum hluta frums- amin tónlist með nýstárlegum hljómi. Snarsteijun er stór þáttur í henni og fóru þar allir með stórt hlutverk, ekki síst Egill, sem skatt- aði og raddaði af hjartans lyst. Eg- ill hefur náð sterkum tökum á þessu sérstæða söngformi en auk þess lagði hann fram dijúgan skerf á efnisskránni. Ole Rasmussen er ákaflega lipur bassaleikari og vöktu einleikskaflar hans verðskuldaða hrifningu. Kvart- ettinn virkaði vel samæfður og spennandi verður að heyra disk þeirra þegar hann kemur út. Leikamir hófust á íslensku þjóð- lagi við ljóð eftir Bjarna Thorarens- en, Þótt blástjarnan skarti skær. Grænt, vænt, grænt eftir Björn er létt og leikandi melódía, ekki ósvipað efni og á síðasta hljómdiski hans og Egils, Híf opp. Krami eftir Egil er falleg ballaða sem þeir fluttu með tilþrifum. Einnig var flutt eftir Egil rokkað lag úr söngleiknum Gretti þar sem Björn vakti upp drauga með slag- verkskafla á gítarinn. Hljómaði gítar- inn eins og bongótromma með hljóm- um. Besta lag Egils var hið fönkætt- aða Ég skulda aungvum neitt. Björn trakteraði menn á Haldið í hrynið sem er dálítið einsleit en gríp- andi melódía sem Egill söng í fal- settu, og Indíánasöngnum Pow Wow. Björn er fyrir löngu búinn að finna sinn gítarhljóm og á auðvelt með að spinna litríkan vef. Það var létt- ur, ljóðrænn andi yfir efnisskránni, klingjandi laglínur og góðir einleik- skaflar. Allt í besta lagi. Guðjón Guðmundsson ÞETTA olíumálverk, sem er rúm- ir 3 metrar á hæð og 2,5 metrar á breidd, kom nýlega fyrir al- menningssjónir í Manchester, en það kallast „List leiksins". Það sýnir Eric Cantona, fyrirliða knattspyrnuliðsins Manchester United, sem Krist, Alex Fergu- son, framkvæmdasljóra liðsins sem Júlíus Sesar og leikmennina Phil Neville, David Beckham, Nicky Butt og Gary Neville, sem sofandi hermenn. Málverkið er byggt á verki frá 15. öld. Þess má geta að Cantona festi kaup á myndinni. Karlakór Keflavíkur heldur vor- tónleika KARLAKÓR Keflavíkur heldur vor- tónleika fyrir áskriftarfélaga. Tón- leikarnir verða haldnir í Grindavík- urkirkju 27. apríl, Ytri-Njarðvíkur- kirkju 30. apríl, 7. maí og 14. maí. Allir tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Einnig verða tónleikar í Fella- og Hólakirkju í Reykjavík 11. maí og hefjast þeir kl. 17. Kórinn mun heimsækja Vestmann- eyinga 2.-4. maí og halda tónleika í Hvítasunnukirlqunni 3. maí kl. 17. Stjórnandi kórsins er Vilberg Viggósson. Undirleikarar eru Ágota Joó á píanó, Gestur Friðjónsson á harmonikku og Þórólfur Þórsson á bassa. Einsöng syngur Steinn Erl- ingsson baritón. ------»-♦-■♦---- Húnvetnskir kórar í Selja- kirkju SAMEIGINLEGIR tónleikar þriggja kóra verða haldnir í Seljakirkju mið- vikudaginn 23. apríl kl. 21. Þar koma saman kórarnir Lóuþræll og Sandlóur frá Miðfirði í Vestur- Húnavatnssýslu og Húnakórinn í Reykjavík. _ Söngstjóri kóranna að norðan er Olöf Pétursdóttir og und- irleikari er Elínborg Sigurgeirsdótt- ir. Söngstjóri Húnakórsins er Ses- selja Guðmundsdóttir og undirleikar er Arnhildur Valgarðsdóttir. Efnisskráin er blönduð og sam- anstendur af íslenskum og erlendum lögum í léttum dúr. ÞÆR ERU KOMNAR TIL AB VERA!!! INSTITUTE-FOR-SKIN-THERAPY SNYRTIVÖRUR STJARNANNA f H0LLYW00D! Ótrútega áhrifaríkar, náttúrulegar, ofnæmisprófaðar og ilmefnalausar snyrtivörur - án og með ávaxtasýru. (AHA 5 -10%). Framleiddar í Kaliforníu, USA, þar sem fólk hefur hvorki tíma né áhuga á að bíða eftir SÝNILEGUM árangri. Vill aðeins það allra besta - STRAX! IMæturkrem (AHA10%), augnkrem (AHA 5%), dagkrem, hreinsikrem, hand- og líkamskrem (heldur niðri psoriasis), andlitsmaskar o.fl.ofl. Líka einstaklega virk krem- og maskameðferð ætluð bóluhúð. Snyrtivörurnar frá INSTITUTE-FOR-SKIN-THERAPY eru einungis fáanlegar á völdum snyrtistofum í Kaliforníu og nú líka á íslandi hjá Snyrtistofunni IVIAJU, Bankastræti 14, Reykjavík, Snyrtistofu DÍU, Bergþórugötu 5, Reykjavík og Snyrtistofu Löllu, Heilsustofnun N.L.F.Í., Hveragerði. Fást bæði í venjulegum umbúðum og stærri vinnuumbúðum fyrir snyrtistofur. IVIJÖG HAGSTÆTT VERÐ. ÞAÐ SÉST RAUNVERULEGUR MUNUR Á HÚÐINNI Á ÖRFÁUM DÖGUM. HÚN VERÐUR HEILBRIGÐ, SLÉTT OG SKÍNANDI e.h.f. Síðumúla 17 • 108 R. • Simi: 588-3630 • Fax: 588-3731 Opið frá kl. 13.00-17.00 daglega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.