Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 23 NEYTENDUR Snyrtivörur og filmur V örugjaldslækk- un skilar sér illa STARFSFÓLK Neytendasamtak- anna hefur fylgst með því hvernig vörugjaldslækkunin hefur skilað sér til neytenda og að sögn Jóhann- esar Gunnarssonar framkvæmda- stjóra Neytendasamtakanna er það í afar takmörkuðum mæli. „Við sendum frá okkur fréttatilkynningu í janúarlok þar sem við bentum á vörugjaldslækkun sem tók gildi 1. febrúar sl. Áttu m.a. filmur og snyrtivörur að lækka í verði um 13%. Minnt var á að lækkunin ætti að koma fram í lækkuðu vöru- verði til neytenda." Nú tveimur og hálfum mánuði síðar segir Jóhannes að verð á film- um sé óbreytt frá því sem verið hefur. „Að sögn innflytjanda Kodak- filma eru þær fluttar inn frá Bret- landi og á undanförnum níu mánuðum hefur pundið hækkað um rúmlega 10%. Kodak-filmur lækk- uðu hinsvegar nýlega um 5%.“ „Að sögn snyrtivöruinnflytjenda mun verð á t.d. Armani, Clarins, Dior, Escape, Lancome, Poeme og Rubinstein ekki lækka, verðið hafi verið óbreytt síðastliðin tvö ár“, segir Jóhannes. „Á hinn bóginn segja innflytjendur Chloe, Clinique, Estee Lauder, Etienne Aigner, Layla, M. Factor, Mosschino, Orl- ane, Sothys og Stendhal snyrtivara að verð hafi lækkað eða muni lækka með nýrri sendingu. Ekki er hér um tæmandi lista að ræða yfir snyrtivörur." Jóhannes segir að starfsfólk Neytendasamtak- anna hafi gert verðkönnun fyrir vörugjaldslækkun á verði snyr- tivara og hafi kannað verð á nýjan leik fyrir skömmu. Staðfestir sú könnun að vörugjaldslækkun hafi ekki skilað sér sem skyldi. IMýtt Morgunblaðið/Kristinn Fyrirtækja- klúbbur Herra- garðsins og Herranna FYRIR skömmu sameinuðust fyrirtækin Herragarðurinn og Herrarnir. Ein nýjung sem bryddað var upp á í kjölfarið er svokallaður fyrirtækjaklúbbur. Hann er ætlaður þeim fyrirtækj- um sem vilja bæta klæðaburð starfsmanna sinna. Er fyrirtækjum og starfsmönnum boðinn afsláttur af vörum verslananna og hins veg- ar stendur til boða ráðgjöf og að- stoð við val á fatnaði. Viðskipti miðast við tiltekna lág- marksupphæð. Auk þess sem heildarútlit er haft í huga hjá fyrir- tækjum fá starfsmenn einnig per- sónulega ráðgjöf fyrir sig og ættu að geta nýtt fatnaðinn bæði í vinnu og utan hennar. Auk þessa fá þeir sem eru i fyrirtækjaklúbbnum af- sláttarkort sem veitir 10-30% af- slátt af ýmsum vörum og þjónustu, s.s. hreinsun, fatabreytingu, hár- snyrtingu, líkamsrækt, snyrtivör- um, nuddi, ljósum og svo framveg- is. Morgunblaðið/Ásdís Seltzer með nýju bragði FARIÐ er að selja drykkinn Seltz- er aftur hér á landi. Bragðtegund- um Seltzer hefur fjölgað og eru þær nú tíu talsins. Fyrst verður boðið upp á fjórar tegundir, Seltzer með sítrónu, mandarínu, ferskju og bananakeim. Seltzer er fram- leiddur í Wales og í drykknum eru einungis náttúruleg efni s.s. lindar- vatn, ávaxtasykur og náttúruleg bragðefni. í Seltzer eru engin rot- varnarefni. Seltzer er í 330 ml dósum og ef vel tekst til mun Sól hefja framleiðslu hans í haust. Gengislækkun bætist við vörugjaldslækkun Samkvæmt upplýsingum Neyt- endasamtakanna eru Fuji-filmur fluttar inn frá Þýskalandi og flest- ar snyrtivörur frá Frakklandi. Á undanförnum níu mánuðum segir Jóhannes að þessir gjaldmiðlar hafi lækkað í verði um 4-5%. „Það eru því engin rök fyrir öðru en þessar vörur lækki i verði og ég ítreka kröfu okkar um að innflytj- endur skili vörugjaldslækkuninni til þeirra sem hún átti að skila sér til, neytenda.“ Þá vill Jóhannes koma því á framfæri að margar kvartanir hafi borist vegna verðhækkana á gos- drykkjum og finnist fólki hækkun- in stinga í stúf, þar sem vörugjalds- lækkun var einnig nokkur á þeim. IMýtt Kjötvörur Hagkaups í nýjum umbúðum VERIÐ er að taka í notkun nýjar umbúðir og skipuleggja á ný upp- röðun á kjötvörum í verslunum Hagkaups. Óðals kjötvörur í bökk- um eru nú aðgreindar með mis- munandi litum eftir því um hvers- konar kjöt er að ræða. Viðskipta- vinir geta gengið að því vísu að allt svínakjöt er í bláum bökkum, lambakjöt í grænum bökkum og ungnautakjöt í svörtum bökkum. Með haustinu verður folaldakjöt í rauðum bökkum og innan fárra daga koma kjúklingarnir einungis í ljósbláum bökkum. Gulir pakkar innihalda kjöt sem keypt er í meira magni en venjulega og er á lægra verði en ella og hvítir bakkar inni- halda kjöt eins og ær- og kýrkjöt. Að sögn Áma Ingvarssonar hjá Hagkaup eru umbúðir nú inn- siglaðar og mun öruggari en áður þar sem filman utanum bakkana er mjög sterk og á ekki að rifna Morgunblaðið/Ásdís átakalaust. „Nýju umbúðirnar eiga að tryggja ferskari og betri kjöt- vöru en áður.“ Litaaðgreiningin segir Árni að sé fyrst og fremst gerð til að auð- velda viðskiptavinum val í kæli- borði og gera þeim kleift að ganga beint að þeirri vöru sem leitað er að. jtiimiiiiiiiiiin Lindab |® IIIIIIIIIIIIIIIIIf^ itnwsd = úr stáli - 40% ódýrara en hefðbundin aðferð : : á fokheldu byggingarstigi UJJ LINDAB útveggjakerfið er traust og einföld byggingaraðferð «■ ♦ 60-70% styttri byggingartími • Allt efni fyrirfram tilsniðið tm og tilbúið á byggingarstað • Byggingar- “ aðferð óháð veðurfarslegum skilyrðum. «■ • LINDAB útveggjakerfið þolir vel raka- Z sveiflur • Er unnið úr umhverfisvænum *• efnum • Er eldtraust (A-60 veggur) • Með frábæra hita- og hljóð- bbi einangrun • Samþykkt af Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. •TRAUST ■■ •EINFALT JSI •VARANLEGT "• Ilafiö óhikað samband við sérfróða tœknimenn okkarogfáið upplýsingar TÆKWIDEILD ^ BLIKKSMÍÐJAN Smiðshöfða 9 • 132 Reykjavík Sími 587 5699 • Fax 567 4699 lllllllllllllllllllll a> cr> *Í1111111111111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.