Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 35 MENNTUN 93% prófessora við HI eru karlar Yaxandi menntun kvenna skilar sér illa í æðstu stöður 15.-22. aDríl ATHYGLI hefur vakið við rektors- kjör Háskóla íslands hversu fáar konur eru prófessorar við skólann eða aðeins 7%. Hefur hlutfall þeirra lítið breyst á undanförnum 18 árum, því á árunum 1979-1995 voru 4% prófessora við skólann konur. Sam- kvæmt svari menntamálaráðherra á Alþingi nýlega við fyrirspurn Guðnýjar Guðbjörnsdóttur alþingis- manns kom fram að af 140 prófess- orum við HÍ nú eru konur aðeins 10. Þá kom einnig fram að í háskóla- ráði sitja níu deildarforsetar, allir karlar; tvær konur sem eru fulltrúar Félags háskólakennara; fulltrúar stúdenta eru tvær konur og tveir karlar. Einnig var skýrt frá því að formaður háskólaráðs væri karl. Starfsmenn HÍ eru 533, þar af eru konur 29% og karlar 71%. Nemend- ur við háskólann eru 5.622, þar af 57% konur og 43% karlar. Nágrannalöndin Ekki reyndist unnt að afla upplýs- inga um hlutfall kvenna í prófessors- stöðum í nágrannalöndunum eða innan OECD-ríkjanna. En sam- kvæmt skýrslu NIFU (Norsk instit- utt for studier av forskning og ut- danning) frá 1996, sem fjallar um doktorsnám í níu OECD-ríkjum kemur fram að konum í doktorsnámi hefur fjölgað allverulega undanfar- inn áratug. Hins vegar velta skýrslu- höfundar fyrir sér hvort konur hafi nægilegt vægi í rannsóknum. Er niðurstaða þeirra sú, að aukinn fjöldi kvenna í doktorsnámi hafi ekki skil- að sér í milli- og toppstöðum í rann- sóknargeiranum. Fylgi sé á milli þessa og þeirrar staðreyndar innan háskólanna að hlutfall kvenna minnkar almennt eftir því sem ofar dregur í stjórnkerfinu. Skýrsluhöfundar benda á að sú spurning verði æ áleitnari hvort starfskraftar kvenna séu ekki ónýtt auðlind innan rannsóknargeirans. Jafnframt taka þeir fram að þó að hefð sé fyrir karlaveldi innan háskól- anna fjölgi þeim röddum sem bendi á að nauðsynlegt sé að reynsla, skoð- anir og mat kvenna fái meira vægi en hingað til vegna þróunar rann- sókna og þekkingar. 25—40% afslættl Ath: Ekki minni gæði, heldur aðeins flísar sem ekki koma aftur. Jafnvel til í magni. Fyrstur kemur, fyrstur fær. IINSIAKI TÆKBFÆRITBL AÐ GERA GÓÐ KAUP. Nýkomnar sendingar af t.d. eldhúsflísum 10x10. Einnig ódýrar gólfflísar 31,6x31,6 á 1.590 stgr. Gœðaflísara góðu verði Stórhöföa 17 við Gullinbní, sími 567-4844. Verkefni íslenskra og þýskra nemenda vekur athygli á alnetinu Þroskandi nám og tilbreyting frá hefðbundnu skólastarfi „ÉG MÆLI tvímælalaust með því, að skólar taki þátt í samevrópsku verkefni, því það er mjög þroskandi að eiga samvinnu við nemendur í öðrum löndum. Auk þess er slík sam- vinna mikil tilbreyting frá hefð- bundnu skólastarfi,“ sagði Þröstur Freyr Gylfason, nemandi á öðru ári í Menntaskólanum að Laugarvatni (ML) í samtali við Morgunblaðið. Sextán nemendur ML hafa síðast- liðna tvo vetur, í samvinnu við jafn- marga nemendur frá Herzog Christ- ian-August menntaskólanum í Bæj- aralandi í Þýskalandi, unnið að verk- efni um land, umhverfi og menningu þessara tveggja landa. Verkefnið hlaut styrk frá Linguaþætti Sókr- ates-áætlunar Evrópusambandsins og því lauk fyrr í þessum mánuði. Landkynningar í fyrravetur fóru íslensku nem- endurnir til Þýskalands og dvöldust í Bæjaralandi í tvær vikur. Þar heim- sóttu þeir m.a. kolaver, sem fram- leiddi raforku, járnbræðsluver og bóndabæ. Nemendum var skipt í hópa og eftir heimsóknirnar vann hver hópur fyrir sig að verkefnum tengdum heimsóknunum. í apríl var komið að þýsku nem- endunum að heimsækja Island og dvöldust þeir hér á landi í tvær vik- ur. Meðan á dvöl Þjóðverjanna stóð var farið víða til að kynna þeim land og þjóð, s.s. á Þingvelli, Nesjavelli, Sogsvirkjun, Gullfoss og Geysi. Auk þess var farið í heimsókn á bóndabæi, í gróðurhús, á söguslóðir Njálu og í fiskvinnsluhús. Þá fengu þýsku nemendurnir sér- staka kennslu á alnetinu, sem þeir þekktu nánast eingöngu af afspurn að sögn Þrastar. „Harpa Hreinsdótt- ir íslenskukennari hér á Laugavatni hefur sérstakt dálæti á alnetinu og miðar kennsluna mikið við það. Hún tók nemendurna í tíma, þar sem hún sýndi þeim vefsíður um Njálu. Nokkrir islensku nemendanna settu hins vegar Sókratesverkefnið inn á vefsíður, þótt það hafi ekki verið skilyrði af hálfu Evrópusambands- ins,“ sagði Þröstur. Verkefnið má finna á vefsíðunni: http://rvik.is- mennt.is/ ml/HCA—ML/hca— ml.htm. Lifandi skóli Ávinning af samstarfinu sagði Þröstur helstan vera þann að fá að kynnast öðru landi með heimsóknum og að eiga samvinnu við innfædda. „Einnig er mikilvægt að nemendur af öðru þjóðerni fái tækifæri til að kynnast okkur.“ Þá sagði hann að ekki mætti gleyma þeirri æfíngu sem nemendur fengju í að hlusta á og tala þýsku og ensku. „Við eyddum samtals heil- um mánuði saman og það. gerir o0 x SlG}líir litunum TISKUVERSLUN Kringlunni Sími: 553 3300 NEMENDUR telja erlend samskipti lærdómsrík. manni gott að tala tungumál án sérstakrar umhugsunar. Verkefnið verður ekki metið til einkunnar, en við höfum orðið margs vísari, þar sem víða var komið við eins og í sögu, iðnaði, Njálu, landreki og þannig mætti lengi halda áfram,“ sagði Þröstur. Að sögn hans hefur verkefnið vakið athygli víða vegna þess að það var sett inn á alnetið. Vefslóðinni hefur verið komið á framfæri hjá landsskrifstofum í öðrum löndum þannig að styrkþegar hafa mögu- leika á að nálgast upplýsingarnar fljótt og vel. skólar/námskeið skjalastjórnun Inngangur að skjalastjórnun Námskeið, haldið 28. og 29. aprfl (mánud. og þriðjud.). Gjald kr. 12.000. Bókin, „Skjalastjómun" innifalin. Skráning hjá Skipulagi og skjölum í síma 564 4688, fax 564 4689. niyndmennt ■ Tréskurðamámskeið Fáein pláss laus í maí nk. Innritun í síma 554 0123. Hannes Flosason. tungumál Enskuskólinn, Túngötu 5 Enskunámskeið að hefjast í maf. Ferðanámskeið f'yrir byijendur. Umræðunámskeið fyrir lengra komna. ★ Áhersla á talmái. ★ Átta nemendur hámark í bekk. ★ Enskir sérmenntaðir kennarar. Einnig er í boði: Viðskiptaenska (í hádegi). Einkatímar. Enskunám í Cambridge og Colchester (kynning á myndböndum). Hafðu samband og fáðu frekari upplýsing- ar f síma 552 5900. — Enska er okkar mál — Nýjar leiðir til að lækka kostnað í viðskiptaferðum erlendis Síðdegisfundur á Hótel Sögu, þingstofu A, miðvikudaginn 23. apríl 1997 kl. 16.30. B 11 s i n e s s .— Þú vinnur tima og sparar peninga Kynntar niðurstöður úr skýrslu Hagvangs um kostnað í viðskiptaferðalögum erlendis Hvernig er réttast og eðlilegast að meta einstaka kostnaðarþætti Leiðirtil að lækka þennan kostnað Ný vinnubrögð varðandi viðskiptaferðalög Frummælendur: Ágúst Þorbjörnsson, rekstrarráðgjafi hjá Hagvangi hf. Huld Magnúsdóttir, aðstoðarmaðurforstjóra og gæðastjóri hjá Össuri hf. Jón Baldvin Hannibalsson, alþingismaður. Fulltrúar Flugleiða svara fyrirspurnum. Óformlegar umræður. Aðgangur er ókeypis. Fræðslunefnd Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. FELAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.