Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Haughey þáði 140 milljónir VÍÐTÆK rannsókn á pen- ingagreiðslum til írskra stjórn- málamanna hófst í Dyflinni í gær. Við það tækifæri var Charles Haughey, fyrrverandi forsætisráðherra Irlands, í fyrsta sinn bendlaður við hneykslismál, sem þegar hefur kostað einn ráðherra embætt- ið. Sækjandinn í málinu, Denn- is McCullogh, sagði fyrir rann- sóknardómara í gær, að Haug- hey, einhver þekktasti og virt- asti stjómmálamaður landsins sem gegndi fjórum sinnum embætti forsætisráðherra á tímabilinu 1979 til 1992, hefði á árunum 1987 til 1991 þegið sem nemur 140 milljónum króna frá kaupsýslumanninum Ben Dunne, sem rekur stærstu verzlanakeðju írlands. Michael Lowry sagði af sér ráðherra- dómi í fyrra þegar í ljós kom að Dunnes hefði greitt fyrir breytingar á húsi Lowrys. McCullogh sagðist ekki gefa í skyn að greiðslurnar til Haug- heys og Lowrys hefðu verið bundnar pólitískum greiðum. Stundar N- Kórea eitur- lyfjasmygl? HANDTAKA þriggja Norður- Kóreumanna í Japan í liðinni viku í sambandi við stórt eitur- lyfjasmyglmál hefur leitt til vísbendinga um að stjórnvöld í hinu hijáða landi þar sem hungursneyð er yfirvofandi svífist einskis í tilraunum til að verða sér úti um gjaldeyri, að sögn heimildamanna Reut- ers-fréttastofunnar hjá jap- önsku leyniþjónustunni. Sjötíu kílógramma stór sending af amfetamíni, merkt sem hun- ang, var gerð upptæk í n-kór- esku skipi í japanskri höfn. Þyrlur sækja pílagríma STJÓRNVÖLD í írak til- kynntu í gær að þau myndu senda þyrlur til að sækja píla- gríma til landamæranna við Sádí-Arabíu, þrátt fyrir yfir- lýst bann Bandaríkjamann og bandamanna þeirra við öllu flugi Iraka á þessu svæði. I tilkynningunni eru Banda- ríkjamenn varaðir við því að reyna að hindra för þyrlanna. 9. apríl sl. sendi írak flugvél með 104 aldraða og veika píla- gríma til Mekku og brutu með því flugbann Sameinuðu þjóð- anna. Aska LSD- „gúrús“ út í geiminn JARÐNESKUM leifum Tim- othys Leary, helzta talsmanns LSD-neyzIu og „gúrús“ hipp- anna á 7. áratugnum, og Genes Roddenberry, skapara „Star Trek“, var skotið á loft áleiðis út í geiminn í gær, um borð í eldflaug sem einnig flutti fyrsta vísindagervihnött Spánveija á sporbaug um jörðu. Eldflauginni var skotið á loft af flugvél sem hafði flutt hana upp í 11 km hæð. -r SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Scandinavian Star. Morgunbiaðið/Heiena stefánsdóttir Kaldrifjuð skipaútgerð Scandinavian Star Brask og von um skattafrádrátt réðu því að ferjan Scandinavian Star var notuð til siglinga milli Noregs og Danmerkur 1990. Þegar brennuvargur kveikti í skipinu máttu 158 manns gjalda fyrir með lífi sínu, eins og Sigrún Davíðsdóttir rekur hér á eftir. blaðamannafundinum, sem haldinn var strax eftir brunann í Scandina- vian Star 7. apríl 1990 sagði Ole B. Hansen, framkvæmda- stjóri feijuútgerðarinnar, að eig- endur feijunnar væru bandaríska fyrirtækið SeaEscape og að útgerð- in ætti ekki að taka við skipinu fyrr en eftir nokkra daga. And- rúmsloftið á fundinum varð ekki betra þegar það rann upp fyrir við- stöddum að Ole B. Hansen hafði áður verið dæmdur fyrir að trassa öryggismál í skiparekstri. Sá sem var á leiðinni að verða eigandi Scandinavian Star var Henrik Jo- hansen, sem rekið hafði önnur feijufyrirtæki. En þessar upplýs- ingar um eiganda skipsins gleymd- ust og dönsku rekstraraðilarnir gerðu síðan ekkert til að benda á þær. Heldur ekki þegar málið kom fyrir dóm og Ole B. Hansen og Johansen voru dæmdir í sex mán- aða fangelsi, auk þess sem Johan- sen missti leyfí upp á lífstíð til að stunda skipaútgerð. Spurningin, sem tveir blaðamenn við Jyllands- Posten og Bergens Tidende, þeir Erik Eisenberg og Tron Strand, spurðu í upphafi var af hveiju aldr- ei var grennslast fyrir um eignar- hald skipsins og hvaða afleiðingar það hefði haft. Þeir hafa síðan skrif- að greinaflokk um málið. Leitin að skattafrádrætti Það var að þvi er virðist ósk um að sleppa við skatt af 250 milljónum króna, sem leiddi Henrik Johansen á fund bandríska skipafyrirtækisins SeaEscape. Johansen hafði rekið feijufyrirtækið Vognmandsruten í Danmörku og þegar hann seldi fyr- irtækið 1989 var hagnaður hans 250 milljónir danskra króna eða um 2,75 milljarðar íslenskra króna. Til að sleppa við skatt ákvað hann að fjárfesta peningana í nýjum feiju- rekstri. Eftir að hafa skoðað skip hingað og þangað um heiminn ákveður hann að kaupa skipið Scandinavian Star af SeaEscape og hefja feiju- rekstur milli Noregs og Danmerkur og leggja sem mest upp úr skemmt- un um borð með skemmtisiglinga- stæl. SeaEscape hafði tengsl við Norðurlöndin, því á síðasta áratug reyndu norræn skipafélög fyrir sér með útgerð skemmtiferðaskipa í Kyrrahafinu og þar komu við sögu bæði hið danska DFDS í eigu Lau- ritzen-samsteypunnar og stærsta feijuútgerð í heimi, hin sænska Stena og þá var SeaEscape stofnað. Ætlunin mistókst, en bæði norrænu félögin áttu áfram hlut í bandaríska fyrirtækinu. Samningur SeaEscape og Jo- hansen var þannig að aliir fengu eitthvað fyrir sinn snúð. Johansen sá fram á skattafrádrátt og fyrir SeaEscape lá ágóðinn í hagstæðum kaupleigusamningi. Scandinavian Star hafði verið í kaupleigu hjá Stena og átti nú að fara til Johans- ens. SeaEscape sá fram á þægileg viðskipti, þar sem þeir keyptu skip- ið ódýrt og seldu Johansen dýrt nokkrum mínútum síðar. Vandinn var bara sá að Johansen átti frá byijun erfitt með að greiða sinn hlut, 21,7 milljónir Bandaríkjadala. Það hindraði þó ekki að Johansen gerði allt klárt til að stunda feiju- reksturinn og ná frádrættinum. Hann keypti skipið tómt, leigði það svo grískum útgerðarmanni, sem mannaði skipið portúgalskri áhöfn og leigði það svo feijuútgerð Jo- hansens. Þessi viðskipti tryggðu bæði skattafrádráttinn og ódýrt, en ekki að sama skapi þjálfað og ör- uggt vinnuafl. En til að fá skattafrádráttinn þurfti salan að vera gengin í gegn 1. apríl 1990, en það gekk ekki eftir, svo SeaEscape fór fram á að vera skráður eigandi þar til þeir hefðu peningana í höndunum. Dan- inn Niels Erik Lund, sem á sínum tíma fór frá DFDS til að starfa i Kyrrahafsrekstrinum, var enn tengdur SeaEscape og stundaði eig- in útgerð. Hann var þarna um mánaðamótin skráður í Bahama sem „managing owner“ fyrir Scandinavian Star, því skipið er skráð í Bahama eins og fleiri skipa- fyrirtæki, sem kjósa hentifána. Þeg- ar brennuvargur kveikti í skipinu 7. apríl voru peningarnir enn ekki komnir og Lund skráður sem rekstraraðili skips- ins. Því var það að Ole B. Hansen fram- kvæmdastjóri Da-No-útgerðarinnar gat sagt strax eftir brunann að eig- endurnir væru SeaEscape. Voru hinir réttu dæmdir? En bruninn sýndi einnig fram á öryggisbresti. Fyrst kom nefnilega upp bruni um kvöldið, en áhöfnin réð niðurlögum hans. Þótt ljóst væri að brennuvargur væri um borð gerði Hugo Larsen skipstjóri engar frekari ráðstafanir og þegar varg- urinn kveikti aftur í síðar um nótt- ina var enginn viðbúnaður, áhöfnin réð ekki neitt við neitt og 158 manns létu lífið. Danska lögreglan hófst handa við að grafast fyrir um orsakir, en nú benti Johansen og Ole B. Han- sen ekki lengur á SeaEscape og Niels Erik Lund og lögreglan gerði ekkert til að fylgja því spori. Álit lögfræðinga er að þótt erfitt sé að sækja mál í Bandaríkjunum þá hefði bara hótunin um að málið yrði sótt þar líklega verið gott vopn í barátt- unni við að fá sómasamlegar skaða- bætur til þeirra, sem komust af, og ættingja hinna látnu. Að mati blaðamannanna tveggja hafði lögreglan engin tök á að greiða úr þeirri flækju margþjóða skipasölu og -leigu og sjóréttar, sem Scandinavian Star bar með sér, né hafði hún neitt í þann her sérfróðra lögfræðinga, sem rekstraraðildar og tryggingafélög höfðu í bakhönd- inni. Lögreglan gafst einfaldlega upp og valdi auðveldu leiðina með að sækja bara til saka þá Johansen og Hansen og skipstjórann, sem auk þess fékk mildan dóm svo hann gæti aðstoðað við að koma lögum yfir hina tvo. Sú aðferð þekkist annars ekki í dönsku réttarkerfi, þótt hún tíðkist í mafíuréttarhöld- um í Bandaríkjunum. I dómi í Sjó- og versl- unarréttinum 1992 var skipstjórinn dæmdur í sextíu daga fangelsi og Hansen og Johansen í fjörutíu daga fangelsi. Sekt skipstjórans var meiri sam- kvæmt þágildandi lögum, því hann átti að bera ábyrgð á að öryggis væri gætt um borð, en þeir Hansen og Johansen báru ekki þá ábyrgð. Þegar kom að dómi Hæstaréttar 1993 var litið öðruvísi á málið. Öll- um á óvart hlutu tvímenningarnir sex mánaða fangelsisdóm, auk þess sem Johansen var dæmdur frá rétti til að stunda skipaútgerð. Hansen kom sér til Spánar og afplánaði aldrei dóminn, en það gerði Johans- en, sem enn stundar viðskipti og býr bæði í Danmörku og á Spáni. Dómurinn kom á óvart, því sam- kvæmt lögum, sem giltu þegar slys- ið varð báru þeir Hansen og Johan- sen ekki þá ábyrgð, sem þeir voru síðan dæmdir í Hæstarétti fyrir að hafa ekki sinnt. Lögunum hafði verið breytt eftir slysið og ýmsir lögfræðingar álíta að dómurinn hafi því ekki verið eðlilegur og beri fremur merki um hefndarhug. En spurningin er hvort ekki hefði átt að dæma fleiri og af hveiju hlut Niels Erik Lunds hafa aldrei verið gerð skil, fyrst hann stóð á pappírn- um sem framkvæmdaaðili skipsins. Lund hefur aldrei verið yfirheyrður og segir sjálfur að nafn hans hafi bara verið notað. Ljósfælin tengsl og hentifánar En spurningin er líka af hveiju Johansen gerði engar tilraunir til að draga athygli dómara að banda- rísku tengslunum. í greinum blaða- mannanna tveggja kemur fram Jo- hansen hélt áfram að stunda við- skipti við SeaEscape. Niels Erik Lund kom áfram við sögu og við- skiptin náðu alls til fimm skipa, svo Scandinavian Star var ekki einasti tengiliðurinn. Eftir slysið átti Jo- hansen Scandinavian Star og lét gera það upp. Málað var yfir hluta af nafninu, skipið hét nú Candi og það skip keypti SeaEscape og seldi áfram sem Regal Voyager. Trygg- ingarféð gekk til SeaEscape, ekki Johansens. Viðskipti Johansens með öll skipin fimm eru hluti af stóru skattadæmi, sem gekk út á að skjóta 250 milljónum undan fyr- ir fullt og allt. En Johansen ætlaði ekki að bíða þess að salan gengi í gegn, heldur í raun að fá skattafrá- dráttinn áður en salan var gengin í gegn og þess vegna lá svo mikið á að koma skipinu í rekstur 1990 að enginn mátti vera að því að sinna öryggi skipsins og þjálfa áhöfnina, enda hentifáni notaður. Líklega greiddi Johansen ekki 1990 af því hann hafði peningana ekki hand- bæra og gat hann vísast heldur ekki fengið lán. Þegar bruninn varð 1990 átti Jo- hansen um tvo kosti að velja. Annar var að upplýsa allt um bandarísku viðskiptin og missa þá væntanlega allan skattafrádráttinn og kannski meira til. Hitt var að taka skellinn og dóm, sem engum datt í hug að yrði jafnharður og raun varð á í Hæsta- rétti og engum datt held- ur í hug að leiddi til þess að hann missti rétt til að stunda útgerð. Fyrir aðstandendur og þá sem komust af er sárt að sjá að málið hefur aldrei verið almennilega upp- lýst. Frank Jensen, dómsmálaráð- herra Dana, sagði í janúar að málið væri afgreitt, en hefur nú ljáð máls að hugsanlega þurfi að athuga fleiri atriði. Og í Noregi hafa vaknað vantraustsraddir á dönsku rann- sókn málsins. Skrif Eisenbergs og Strands sýna að sagan um Scand- inavian Star er tæpast á enda. Norðmenn gagnrýna danska rannsókn Sagan um Scandinavian Star tæpast á enda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.