Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 37
36 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 37 f®í»r0Mt#Ia!>Íí STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LÝÐRÆÐI í LÍFEYRISSJÓÐUM * IUMRÆÐUM að undanförnu um lífeyrissjóðina hafa sjónir manna m.a. beinzt að því fyrirkomulagi, sem er við stjórn- un þeirra. Nú eru það verkalýðsfélögin og vinnuveitendur, sem skipa stjórnir sameignarsjóðanna svonefndu. Sjóðfélagar, eig- endur fjármagnsins, koma þar hvergi að með beinum hætti og hafa því engin áhrif á fjárfestingarstefnu eða mótun starfsemi sjóðanna að öðru leyti. Því hafa verið uppi kröfur um, að skip- an stjórna lífeyrissjóðanna verði lýðræðislegri en nú er og sjóð- félagar komi að stefnumótun með beinum hætti, m.a. verði stjórnir kjörnar á aðalfundi. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, lét svo ummælt í frétt í Morgunblaðinu sl. laugardag, þar sem hann ræddi um lífeyrissjóðafrumvarp ríkis- stjórnarinnar, að hann teldi með því tekið ákveðið skref í lýðræð- isátt í lífeyrismálum landsmanna og sagði síðan, „að það verð- ur að segjast alveg eins og er, að aðilar vinnumarkaðarins hafa verið óskaplega tregir til allra breytinga. Það þýðir ekki fyrir þá að saka þá, sem reyna að tryggja virkt lýðræði á þessu sviði, um að þeir séu andsnúnir samtökum launþega og vinnu- veitenda. Þar verður að hafa lýðræðisleg vinnubrögð eins og hjá öðrum stofnunum í þjóðfélaginu." Og Halldór Ásgrímsson bætti við: „En ég hef talið það óeðli- legt, að stjórnir lífeyrissjóða séu útnefndar af skrifstofu Vinnu- veitendasambandsins og stjórnum verkalýðsfélaga. Mér finnst lítið lýðræði í því og tel eðlilegt, að launþegarnir sjálfir, eigend- ur lífeyrissjóðanna, kjósi sjóðsstjórnir." Að sjálfsögðu er þetta rétt hjá utanríkisráðherra og það er mikilvægt í þeirri umræðu, sem hafin er og mun standa á næstunni, að afstaða hans sé svo skýr, sem raun ber vitni. Annað er óviðunandi en að eigendur sjóðanna ráði sjálfir stjórn- un þeirra. STIMPILGJALD - TÍMASKEKKJ A * IRÆÐU Guðmundar Haukssonar sparisjóðsstjóra á aðalfundi SPRON kom fram hörð gagnrýni á stimpilgjöld. Þau eru ranglátur skattur, sagði sparisjóðsstjórinn, og tímaskekkja, sem þarf að leiðrétta. Guðmundur Hauksson sagði m.a.: „Mörg stærstu fyrirtæki landsins, sem sækja lánsfjáröflun sína að stórum hluta til beint erlendis frá, þurfa ekki að greiða þetta gjald. Einnig eru sérákvæði í lögum fjöldamargra aðila, sem undanskilja þá frá þessum skatti. Eftir stendur að hinir, sem ekki eru í hópi þeirra, sem að framan er getið, þurfa að greiða þennan háa skatt. í þessum hópi eru t.d. heimilin í land- inu.“ Ástæða er til að taka undir þessa réttmætu gagnrýni. Hvað eftir annað koma fram dæmi, sem sýnir hvað stimpilgjöld eru fáránlegur og ranglátur skattur. SLÆMUR AÐBÚNAÐUR FRÉTT í Morgunblaðinu á sunnudag segir margt um aðbún- að hugbúnaðariðnaðarins hér á landi. Einar J. Skúlason hf. auglýsti eftir forriturum til að þróa hugbúnað fyrir vörustýr- ingarkerfi, sem fyrirtækið mun setja upp í stórverzlunum er- lendis. Hér er um stórt verkefni að ræða í útflutningi á hugbún- aði. Engu að síður fást ekki nógu margir hæfir forritarar til verksins og fyrirtækið hyggst því stofna útibú í Skotlandi til að vinna verkið. Oddur Benediktsson, prófessor í tölvunarfræði við Háskóla íslands, hefur tekið að sér að stjórna verkefninu fyrir EJS í ársleyfi frá starfi sínu við HI. I máli hans kemur fram að þótt vitað sé að þörf sé á að mennta fleiri tölvunarfræðinga á Is- landi fáist ekki fé til að ráða fleira fólk til skólans eða hefja meistaranám. Slíkt er auðvitað forsenda þess að laða megi fleira fólk til náms í tölvunarfræði. Afleiðingarnar blasa við; stórt verkefni, sem hefði getað veitt hópi fólks vel launaða vinnu, fer úr landi. Vísindamenn á borð við Odd Benediktsson eru ekki öfunds- verðir af þeim aðstæðum, sem þeir starfa við í Háskóla Is- lands. Þeir hafa byggt upp þekkingu fyrir ýmsar atvinnugrein- ar, sem eru helztu vaxtarbroddar efnahagslífsins, en eru senni- lega á mun lægri launum en flestir kandídatarnir, sem þeir útskrifa. Háskólinn má þakka fyrir á meðan honum helzt á hæfu fólki við þær aðstæður. Búa þarf betur að greinum á borð við hugbúnaðariðnaðinn. Efla þarf nám og rannsóknir í þessum fræðum við HI, en ekki er síður mikilvægt að ríkisvaldið hætti samkeppni sinni við einkaaðila í þessum geira. Vamaðar- áhrifin aðalatriði Embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins er um það bil fjögurra ára gamalt en á þeim tíma hafa starfsmenn embættisins malað gull í ríkissjóð. Fyrsta starfsár sitt skilaði embættið 23 milljónum króna í ríkissjóð en í fyrra voru 550 milljónir króna af tekjum ríkissjóðs raktar til skattrann- sókna. Pétur Gunnarsson ræddi við Skúla Eggert Þórðarson skatt-_ rannsóknarstjóra ríkisins. Morgunblaðið/Kristinn SKULI Eggert Þórðarson, skattrannsóknarstjóri ríkisins, blaðar í rannsóknaskýrslu. Gjaldabreytingar vegna skattrannsc 1993 1994 1995 1996 »kna Samtals Gjaldbreytingar (höfuðstóll) 25 217 198 542 982 Skaðabætur samkvæmt dómi 38 13 51 Dráttarvextir 157 Breytingar yfirskattanefndar -22 Nettó hækkun 1.168 Skipting rannsóknarskýrslna á starfsgreinar fram til 31. des. 1996 Byggingar- og verktakastarfsemi 61 Verslun-, veitinga- og hótelrekstur 54 Útgerðarfyrirtæki 11 Flutningastarfsemi 5 Iðnaðarstarfsemi 31 Þjónustustarfsemi 27 Annar rekstur 67 Vanskilamál vörsluskatta 53 Alls 309 ARIÐ 1993 — árið sem emb- ætti skattrannsóknar- stjóra var sett á fót — kom út svonefnd skatt- svikaskýrsla þar sem því var haldið fram að árleg skattsvik hér á landi næmu um það bil 11 milljörðum króna. Fyrsta starfsár embættisins skil- aði skattrannsóknarstjóraembættið 23 milljónum króna í ríkissjóð en í fyrra gaf starf hinna 16 starfs- manna embættsins af sér 550 millj- ónir króna. Talið er að um 500 m.kr. til viðbótar bíði ákvörðunar um gjaldabreytingu og þá á eftir að taka með í reikninginn að 200 m.kr. í vangreiddum vörslusköttum, þ.e. innheimtum virðisaukaskatti og af- dreginni staðgreiðslu hafa verið greiddar í ríkissjóð vegna afskipta skattrannsóknarstjóra undanfarin 2 ár. Skúli Eggert Þórðarson, hefur verið skattrannsóknarstjóri ríkisins frá upphafi. Hvernig metur hann varnaðaráhrifin af þessu starfi? I skattsvikaskýrslunni frá 1993 var talið að 11 milljarðar væru sviknir undan skatti hér á landi á hveiju ári. Er sú tala raunhæf ennþá? „Það er mjög erfitt að meta það. Það er fátt sem bendir til að skatt- svik hafi aukist, helst þróun virðis- aukaskattskyldrar veltu, en það bendir heldur ekkert sérstaklega til þess að það hafi dregið úr þeim. Ég tel að það þyrfti að fara fram alveg sérstök úttekt á því hvort svo er,“ segir Skúli Eggert. „Menn verða líka að hafa í huga að fyrsta árið sem þessi stofnun starfaði var hún að koma sér í gang; það var gerð kerfisbreyting. Það hafði auðvitað heilmikill árangur verið í tíð fyrri skattrannsóknarstjóra sem var við rannsóknadeild ríkisskattstjóra þannig að ég tel að þessi tala, 23 milljónir fyrsta árið, gefi ekki alveg rétta mynd. 5% mála lýkur með lækkun Skúli Eggert segir að fjárhæð í ríkissjóð sé ekki einhlítur mæli- kvarði á skatteftirlit og -rannsóknir. Margnefndar 550 milljónir eru nett- ófjárhæðir og á síðasta ári voru skattar um 5% þeirra sem teknir voru til rannsóknar lækkaðir frá því sem verið hafði áætlað á þá. Þótt máli ljúki með lækkun frá áætlun skattstjóra segir Skúli Eggert að engu að síður sé um árangur af ræða af starfinu því eftir standi að lögbrot hafi verið upplýst. „Annars er ég þeirrar skoðunar að vafasamt sé að meta árangur út frá gjalda- hækkunum einum sér. Það eru varn- aðaráhrifin sem eru aðalatriðið en vissulega er erfitt að meta þau.“ - Það kom líka fram í skattsvika- skýrslunni að 70-80% íslendinga eru tilbúin til að svíkja tekjur undan skatti. Hvernig komum við út úr samanburði við nágrannaþjóðir hvað þetta viðhorf varðar? „Það er nú reyndar athyglisvert að sama hlutfall, 70-80%, telur að það eigi að herða eftirlit og viðurlög vegna skattsvika. En miðað við þær upplýsingar sem ég hef frá Norður- löndum mundi ég halda að viðhorfið sé verra hér en þar. Hins vegar er umfang skattsvika hér á landi að öllum líkindum mjög svipað og í nágrannalöndum okkar. I sumum öðrum Evrópuríkjum er ástandið mun verra." Engu að síður sýnir það sig að þetta er umtalsvert vandamál hér og mér finnst það mikið umhugsun- arefni að 16 manns geti labbað út og tekið inn hálfan milljarð með til- tölulega lítilli fyrirhöfn ár eftir ár. Stærstu málin hafa leitt til hækkana upp á á annað hundrað milljónir króna og mörg mál hafa verið með hækkanir upp á tugi milljóna.“ Fésektir og skilorðsbundið fangelsi - Er lagaumhverfi hér varðandi refsingar og viðurlög við skattsvik- um svipað og t.d. á Norðurlöndun- um? „Já, nú orðið er það að mestu leyti. í Danmörku t.d. er hins vegar skilvirkari meðferð hvað varðar við- urlög við skattsvikum. Þar eru fang- elsisdómar algengir. Hér eru menn meira dæmdir í fésektir og skilorðs- bundið fangelsi. Ég er þeirrar skoð- unar að ástandið muni ekkert lagast hér á landi fyrr en mönnum verður ljóst að þeir eru að taka mjög mikla áhættu með skattsvikum. Stofnun eins og skattrannsóknarstjóra emb- ættið ætti í sjálfu sér ekki að þurfa að vera mjög fjölmenn vegna þess að vitneskja um refsingar og máls- meðferð ætti að fæla frá. En þetta viðhorf er því miður ekki ríkjandi hér á landi.“ íslendingar bera sig gjarnan sam- an við Dani um hvers konar löggjöf og Skúli Eggert segir að Danir taki einnig mun harðar en íslendingar á málum þar sem sömu menn stofni hvert fyrirtækið eftir annað og láti þau fara í gjaldþrot eftir skamman rekstur og skilji eftir sig háar skatta- skuldir. í ákveðnum rikjum Evrópu eru fyrirtæki dæmd til að hætta rekstri og alls kyns hindranir settar við því að menn með slíkan feril fái að standa í atvinnurekstri. Hérlendis hefur dagað uppi á Alþingi laga- frumvarp um bann við atvinu- rekstri og Skúli Eggert kveðst telja áhugavert að velta því fyrir sér hvort hægt sé að setja löggjöf til að koma í veg fyrir starfsemi af þessu tagi. „Það er auðvitað hægt að takmarka þetta með því að skatt- rannsóknarstjóri elti þessa aðila uppi en það er ekki hægt að koma í veg fyrir þetta með þeim hætti. Spurningin er í hvað kraftar okkar starfsmanna eiga að fara,“ segir hann. Kerfisbreyting 1993 Skúli leggur hins vegar áherslu á að mikilvæg skref í rétta átt hafi verið stigin. „Ég tel að það hafi sýnt sig að sú kerfisbreyting sem gerð var árið 1993, að láta skatt- stjórana sinna skatteftirliti, hafi ver- ið rétt skref. Skattstjórar vísa mál- um til skattrannsóknarstjóra, þeirra hlutverk er að leita skattsvikin uppi og koma málunum í rétta refsimeð- ferð og þeir hafa að auki sinnt öðru almennu skatteftirliti. Góður árang- ur hjá skattrannsóknarstjóra er m.a. að þakka góðu skatteftirliti og ár- angursríku samstarfi innan skatt- kerfis og við réttarvörsluaðila, þ.e. lögreglu og ákæruvald," segir hann. „Það er einnig geysilega mikilvæg breyting sem löggjafmn gerði á ár- unum 1994 og 1995 með því að taka upp ný lög um bókhald og ný lög um ársreikninga sem var tíma- mótalöggjöf hér á landi. Eldri lögg- jöf var mjög gömul og þurfti að takast til rækilegrar endurskoðunar í ljósi breytts umhverfis og breyttrar tækni. Síðan setti Iöggjafinn ný refsiákvæði í skattalög og sérstök ákvæði í almenn hegningarlög um stórfelld skattsvik. Nú er farið að dæma eftir þessum nýju lögum.“ í samræmi við kerfis- breytingu og nýja laga- setningu hefur dómum í skattsvikamálum farið fjölgandi undanfarin ár, Ijöldi uppkveðinna héraðsdóma fjór- faldaðist t.a.m. frá 1994 til 1996 og af 49 uppkveðnum héraðsdómum í skattsvikamálum frá 1993 til 1996 var sakfellt í 48 tilvikum. - Þú sagðir að 16 manns hefðu auðveldlega náð í 500 milljónir. Gæti þá 160 manna starfslið hjá skattrannsóknarstjöra náð inn 5 milljörðum króna úr neðanjarðar- hagkerfmu? „Ég er ekki eins viss um það. Við höfum forgangsraðað málum og reynt að taka frekar inn hin alvar- legri mál. Engu að síður er það ástand núna að með góðum hætti mætti loka hér útidyrum og einbeita sér næstu tvö ár að þeim málum sem liggja fyrir, þ.e.a.s. málum sem bíða rannsóknar frá skattstjórum, lög- -h reglu og ýmsum öðrum aðilum, og ábendingum sem komið hafa hingað inn. En það ástand gæti náttúrulega ekki gengið. Það þarf að taka við nýjum málum og forgangsraða og því miður er talsvert um að það sé ekki hægt að fara í mál sem ástæða væri til, bæði vegna þess að stofnun- in er mannfá og svo þarf að velja mál eftir þvl hvað þau taka langan tíma. Ef við sjáum fram á að mál taki mjög langan tíma í rannsókn þarf kannski að stytta rannsókna- tímann með því að afmarka hann.“ Starfsmönnum fækkað vegna rýrnunar fjárveitinga - En telur þú næga áherslu lagða á skattrannsóknir með 16 manna starfsliði? „Ég tel að stjórnunarlega séð væri ekki slæmt að hér væru 20-25 menn. Þeir mundu afkasta hlutfalls- lega meira en sá mannafli sem hér er núna. En ég tel það ekki viðeig- andi að stofnanir séu að hvetja til þess að þær eigi að stækka. Það er ákvörðun viðkomandi ráðuneytis og ákvörðun löggjafans og ég tel það afar óviðeigandi að einstakir for- stöðumenn ríkisstofnana séu að nota tækifærið í fjölmiðlum að heimta útþenslu. Ég treysti fjármálaráðu- neytinu og Alþingi alveg til að ákveða það eftir sínum forsendum hvort ástæða sé til að fjölga hér, fækka eða hafa óbreyttan mann- afla.“ Nánar um rekstur embættisins og fjárveitingar segir hann að fjárveitingar til þess hafi haldist óbreyttar í krónutölu frá upphafi en rekstrarkostnaður á hvern starfsmann hefur aukist með hækkandi starfsaldri þeirra og launabreytingum. Þess vegna hafa fjárveitingar embættis- ins rýrnað að raungildi um 10% og eru starfsmenn nú einum færri en var í upphafi. Skattsvikamálum er skipt í tvo meginflokka. Þorri málanna sem koma til rannsóknar er, að sögn Skúla Eggerts, vegna vantalinna tekna, sem ekki koma til skatts og í framhaldi af því er vantalinn virðis- aukaskattur. Vantaldar tekjur „Við höfum lagt áherslu á að leita að vantöldum tekjum hjá atvinnu- rekstraraðilum, sem dylja hluta tekna sinna í tvöföldu bókhaldi eða með kerfisbundnum undanskotum eða með því að skrá hreinlega ekki Þeir sem hafa sín mál ber- sýnilega í lagi iátnir vera Gagnrýnt hvemig valið er til sljómar Skiptar skoðanir eru innan efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp ríkisstjómar- innar um lífeyrissjóði. Guðjón Guðmunds- son ræddi við þrjá fulltrúa í nefndinni. tekjur sínar,“ segir Skúli Eggert Þórðarson. Hins vegar er um að ræða svik á vörslusköttum, þ.e. virð- isaukaskatt sem menn innheimta eða staðgreiðslu sem dregin er af launum en ekki skilað til ríkissjóðs. Þeim málum sinna 1-1,5 starfs- menn að jafnaði og 53 af 309 rann- sóknaskýrslum sem embættið hefur gert eru vegna þess konar mála. „Menn eru að læra meira og meira á virðisaukaskattkerfið og finna þar ákveðnar smugur. Með honum komu nýir svikamöguleikar, einkum svik á innskatti. Þar höfum við nokkur sorgleg dæmi þar sem menn hafa svikið út tugi milljóna án þess að nokkur eiginleg atvinnu- starfsemi hafi verið þar á bakvið. Það þarf að vera sérstakur vari á gagnvart virðisaukaskattinum. Þetta er þannig kerfi að það þarf umhirðu, mannafla og yfirferð. Starfsmenn á skattstofum sem eru að kalla inn bókhald segja mér að það sé eitthvað að hjá öllum og mikið að hjá mörgum. Én auðvitað eru bara kallaðir inn þeir aðilar sem þykja grunsamlegir. Þeir aðilar sem hafa sín mál bersýnilega í lagi eru látnir vera. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að þau fyrirtæki sem hafa ársreikninga sem eru að fullu og án fyrirvara endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda eigi ekki að sæta sérstakri athugun skattayfirvalda nema í úrtakskönnunum. Bókhald ekki í lagi Við höfum aldrei lent í því hér að taka aðila í rannsókn sem hefur engan fyrirvara í áritun endurskoð- anda og að fullu endurskoðaðan árs- reikning. Þeir aðilar sem við erum með í rannsókn eiga það sameigin- legt að bókhald er ekki í lagi, oftast vegna vantalinna tekna.“ - Fyrirtæki í byggingaiðnaði og veitingarekstri hafa verið tæpur þriðjungur af ykkar rannsóknum. Hvers vegna koma þessar tvær greinar svona mikið við sögu? „Veitingabransinn vegna þess að tekjuskráningin er oft slæm í þeirri grein. Viðskiptamaðurinn sér ekki þegar skráningin fer fram, hann sit- ur við borð úti í sal og sér ekki hvort hann sé skráður í kassann. Þetta er einnig rekstur þar sem eru mjög örar breytingar hjá rekstrar- aðilum. Nýir aðilar koma og standa stutt við. Það eru dæmi um það að veitingahús hafi verið rekin mánuð- um saman án þess að vera nokkurn tímann skráð hjá skattayfirvöldum og án þess að skila nokkurn tímann virðisaukaskatti eða staðgreiðslu. Ég held að það sé hægt að segja að þær rannsóknir sem við höfum framkvæmt á veitingahúsum gefa fyllilega til kynna að þar sé ýmislegt að og þeir veitingastaðir sem við höfum tekið til rannsókná hafa und- antekningalaust verið hækkaðir um miklar fjárhæðir, mun hærra en meðaltalið, sem er um það bil 7 milljónir króna. Tímabundið verkefni Byggingaiðnaður, þ.e. hvers kon- ar mannvirkjagerð, var talinn áhættugrein í skattsvikaskýrslunni. Þetta er sú grein þar sem flestir telja að til sé svört starfsemi og það hefur sýnt sig að vera rétt. Það er líka einkennandi fyrir þessa grein að fyrirtæki eiga mörg hver stuttan líftíma og skýringanna er m.a. að leita í óreiðu og ólagi á bókhaldi og það fer mjög oft saman ólag á bók- haldi og ólag á skattskilum. Verslun var mikið til rannsóknar á tímabili og sjálfsagt munu koma upp nýjar atvinnugreinar á næstu árum þar sem skattsvik eiga mögu- leika.“ Skúli Eggert segir að það séu nú liðin um 30 ár síðan skattrannsókn- ir hófust formlega með lögum um stofnun rannsóknadeildar ríkisskatt- stjóra. „Þá töldu menn að þetta væri tímabundið verkefni sem mundi taka ákveðinn tíma að koma í lag. Það reyndist nú ekki vera svo og það er ekkert sem bendir til þess að það verði eitthvert lát á þessu. Vantalin velta til skatts hjá atvinnu- rekstraraðilum er og verður megin- viðfangsefnið hjá skattrannsóknar- stjóra svo og vantalinn virðisauka- skattur sem fylgir því.“ PÉTUR Blöndal, sem á sæti í efnahags- og viðskipta- nefnd Alþingis, kveðst hafa sett sig upp á móti skorti á lýðræði í sjóðunum. „Ég boðaði það að ég myndi flytja breyt- ingatillögu um að sjóðirnir séu eign sjóðfélaganna og að þeir kjósi stjórn beint án milliliða á aðalfundi eða með bréflegri kosningu. Einnig hef ég sett mig á móti inngripum aðila vinnumarkaðarins inn í þessa lög- gjöf,“ sagði Pétur. Hann sagði að margt í frumvarp- inu væri afar þarft og orðið löngu tímabært að setja í lög. Hann sagði að hægt væri að leysa vanda séreignarsjóðanna á auðveld- an hátt. „Gallinn við almannatrygg- ingakerfið er sá að það er ekki búið að binda hnútana milli þess og lífeyrissjóðanna. Þessi tvö kerfi vaða áfram án tillits hvort til ann- ars. Flóknar tekjuskerðingar eru notaðar til þess að taka á oftrygg- ingu en einfaldast væri að gera ráð fyrir því að allir íslendingar hefðu greitt í sameignarsjóð frá 1980. Þá væri hægt að segja við þá sem ósk- uðu eftir lífeyri hjá almannatrygg- ingum að þeir ættu að eiga rétt hjá lífeyrissjóðum sem væri hærri en mörkin hjá almannatryggingum og enginn lífeyrir stæði til boða þar. Þannig tækju lífeyrissjóðirnir við af almannatryggingum þegar fram líða stundir, eða eftir 15-20 ár,“ sagði Pétur. Sjóðfélagar í séreignarsjóðum kaupi tryggingavemd Einar Oddur Kristjánsson á einn- ig sæti í efnahags- og viðskipta- nefnd. Hann kveðst ekki kannast við það að mikill ágreiningur sé í nefndinni um frumvarpið og á von á því að það fái þar hraða af- greiðslu. „Ég held að frumvarpið eigi mik- inn stuðning í þinginu en ég ætla ekki að fortaka það að engar breyt- ingar verði gerðar á því. Ég tel að það sé brýnasta úrlausnarefnið í dag að gera áætlun um það hvern- ig lífeyrissjóðirnir taki við á næstu öld af almannatryggingakerfinu. Ég er því í megindráttum samþykk- ur þeirri rammalöggjöf sem núna er verið að flytja. Mér fyndist þó eðlilegt að þeim sem hafa á móti því að greiða inn í samtrygg- ingarsjóði og vilja greiða í séreignarsjóði verði það heimilt gegn því að kaupa sér tryggingarvernd sem tryggir þá til æviloka. Áð öðrum kosti næst aldrei það ætlunarverk okkar að láta lífeyrissjóðina taka við af almannatryggingunum á næstu öld. Hins vegar eru skiptar skoðan- ir um það hvort lífeyrissjóðir geti verið bæði í senn sameignarsjóðir og séreignarsjóðir. Sumum finnst að leyfa eigi blandaða sjóði og ég býst við að meginátökin verði um þetta í nefndinni. En ég á von á því að sjálft frumvarpið njóti mik- ils stuðnings í þinginu," sagði Ein- ar Oddur. Hann segir að verði farin sú leið að heimila sjóðfélögum í séreignar- sjóðum að kaupa sér tryggingar- vernd sé afar mikilvægt að sú tryggingarvernd sé ítarlega skil- greind svo ljóst sé að menn séu tryggðir og eftirlit sé haft með því. Ágúst Einarsson, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis, segir að komið hafi fram við fyrstu umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um lífeyrissjóð- ina að mjög skiptar skoðanir séu um málið, einkum meðal stjórnarl- iða. Hann kvaðst hafa haft af því spurnir að Alþýðusambandið og Vinnuveitendasambandið hygðust senda nefndinni sameiginlega um- - sögn um frumvarpið sem væri afar óvenjulegt. Ágúst segir að stjórnarandstað- an hafi gert ýmsar athugasemdir verkalýðshreyfingarinnar að sín- um. „Það sem stjórnarliðar hafa gagnrýnt eru þættir sem snúa að því hvernig menn geta valið sér lífeyrissjóði. í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að það fari eftir kjara- samningi, lögum eða ráðningar- samningum en aðrir hafa sagt, * þ.á m. fulltrúar í efnahags- og við- skiptanefnd, að menn eigi að fá að velja alfarið í hvaða lífeyrissjóð greiðslurnar eiga að renna. Rökin gegn þessu eru þau að ef menn fá að velja sér lífeyrissjóð muni sjóð- irnir einnig velja sér sjóðfélaga sem leiddi til þess að þeir sem eru dýrir í tryggingu, eins og t.d. konur, sem eru langlífari en karlar, og þeir sem lakari heilsu hafa, munu eiga erfitt með að fá aðkomu að lífeyrissjóð- um,“ sagði Ágúst. Skiptar skoðanir um þak á skyldutryggingu Hann telur að skynsamleg út- færsla hafi verið valin að binda a.m.k. 10% af launum inn í sam- eignarsjóði og heimila sjóðfélögum að ráðstafa því sem er umfram inn í séreignarsjóði að þeirra vali. „Virkir sjóðfélagar sem hafa verið að greiða allan sinn sparnað í sér- eignarsjóði eru um 3 þúsund talsins en ekki 15 þúsund manns eins og haldið hefur verið fram. í sameign- arsjóði greiða um 135 þúsund manns,“ sagði Ágúst. Hann sagði að það væru einnig skiptar skoðanir milli stjórnarliða um það innan nefndarinn- ar hvort þak ætti að vera á skyldutryggingu sem samkvæmt frumvarpinu verður 10% af launum. Þau sjónarmið séu uppi að sanngjamt sé að þeir sem hafi 150-200 þúsund kr. í laun á mánuði greiði 10% í lífeyrissjóð en einungis upp að 200 þúsund kr. Aðili með hærri laun hafi frelsi til þess að ráðstafa sjálfur sínum líf- eyri umfram þessa fjárhæð. Ágúst segir að það sé einnig gagnrýnt bæði af stjórnarliðum og stjórnarandstæðingum hvernig val- ið er til stjórnar í lífeyrissjóðunum. Nú sé aðeins gert ráð fyrir tilnefn- ingu verkalýðsfélaga og vinnuveit- endafélaga og þar sé um afar mið- stýrða ákvörðun um val á stjórn að ræða. „Um þetta verður tekist á í nefndinni. Nefndin byrjar að fjalla efnislega um málið á morgun [í dag],“ sagði Ágúst. Spurnir af sameiginlegri umsögn ASÍ og VSÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.