Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 51 4 boðinn og búinn til að fljúga og við kynntumst fleiri nemendum sem hann tók að sér á sama hátt um sumarið. Það var ekki síst einlægum áhuga Fannars á kennslunni að þakka, að þessir nemendur kynnt- ust og náðu vel saman og féllu fljót- lega í hóp innvígðra á Sandskeiði. Kynni hópsins hafa aldrei rofnað síðan og Fannar varð ekki bara kennari heldur einnig vinur og fé- lagi. Það þurfti ekki að þekkja Fannar lengi til finna að hann var flugmað- ur af lífi og sál. Hann naut hverrar mínútu sem hann flaug, en var yfir- vegaður og rólegur og bar fulla virðingu fyrir íþróttinni. Kæruleysi var ekki fyrir að fara. Fannar var ekki bara góður fé- lagi í flugi. Hann var hlýlegur í viðmóti, glettinn og bjó yfir ein- stöku jafnaðargeði. Hann var líka traustur, það vita þeir sem á þurftu að halda, ekki aðrir. Fannar flíkaði því ekki þó hann gerði mönnum greiða, stóra eða smáa. Það er skarð fyrir skildi í hópi svifflugmanna eftir fráfall Fannars. Hans verður sárt saknað. Foreldr- um hans, systkinum og vinum votta ég mína dýpstu samúð. Asta Magnúsdóttir. Ég var að vona að þeir hefðu bjargast. Um kvöldið skildi ég að það var ekki þannig. Af hvetju Fannar? Hann sem var alltaf skemmtilegur og glaður, aldrei í fylu. Enginn annar hefði til dæmis gefið okkur Óskari allt poppkornið sitt og sódavatnið líka. Hann sagði kannski ekkert mikið í orðum, heid- ur bara með brosinu og því. Guð hefur viljað fá hann strax af þvi hann var svo skemmtilegur. Ég vona að það hafi verið tekið vel á móti honum eftir þessa vondu ferð. Hann hafi fengið að borða sig pakksaddan af öllu því besta sem til var og svo fengið að sofa á skýi með himnasæng. Svo væri hann vafinn í svo stórt og mjúkt teppi að hann fyndi ekki einu sinni fyrir því. Svo kæmi englakór og svæfði hann með fallegum söng. Guð hlýt- ur líka að gefa honum stóra og flotta vængi til að svífa á, hann var svo flinkur að fljúga. Mundu mig Fannar. Ég man þig. Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir. Þótt væri vor í lofti, verður laug- ardagurinn 5. apríl 1997 dimmur dagur í minningu okkar svifflug- manna. Skarð er fyrir skildi í félag- inu. Tveir af færustu svifflugmönn- um landsins hrifnir á brott í einu vetfangi. Fannar Þorlákur Sverrisson var fæddur inn í svifflugfjölskyldu, sem hefur jafnan staðið saman að því áhugamáli. Strax og hann gat gengið fékk hann að fljúga. Faðir hans hefur svifflogið manna mest hér á landi. Um leið og Fannar náði 15 ára aldri tók hann sóló og fékk skírteinið sitt ári síðar. Oft var hann fyrsti maður upp á Sandskeið. Rúmlega tvítugur var hann kominn nieð kennararéttindi og kenndi mest allra eftir það. Hann var allt- af tilbúinn að fljúga með hvern sem var. Fannari var flugfærnin í blóð borin. Hann hafði unun af því að fljúga. Hann lifði fyrir flugið. Síðustu fjögur ár hefur hann verið í stjórn félagsins og nú síðast sem varaformaður. Fannar hafði gaman af þvl að ferðast og fylgdist vel með því sem var að gerast í flugheiminum. Heimsókn okkar Fannars og Jóns Sigurðssonar á Heimsmeistaramót- ið í svifflugi I Svíðþjóð fyrir 4. árum er ógleymanleg. Þar sáum við allar nýjustu og beztu svifflugvélarnar og hittum alla stóru karlana sem vissu allt um svifflug. Þar var grunnurinn lagður að sambandi okkar við Litháen, sem hefur skilað okkur fjórum svifflugvélum og orð- ið til þess við höfum heimsótt land- ið. Fannar fór tvær ferðir þangað, til að fljúga bæði svifflug og vél- flug. { haust fór hann með á hina árlegu norrænu svifflugráðstefnu til Svíþjóðar. Það var alltaf skemmtilegt að vera með Fannari. Hann gat hermt eftir fólki á gamansaman máta. Vinmargur var hann og naut kven- hylli. Kynslóðabil var ekki til í hans augurn, hann átti vini á öllum aldri. Við félagarnir sem borðuðum oft saman I hádeginu á Katalínu, minn- umst hans sem góðs félaga. Hann var dulur á eigin tilfinning- ar en samt alltaf hreinn og beinn. Öðlingur var hann, einstaklega geð- góður og alltaf tilbúinn til aðstoð- ar. Við finnum til mikils söknuðar þegar við kveðjum Fannar. Hann átti framtíðina fýrir sér. Missir Sverris, Kittýjar og fjölskyldu er þó mestur. Þau eiga alla okkar sam- úð. F.h. Svifflugfélags íslands, Kristján Sveinbjörnsson. Elsku Fannar minn. Ég vil ekki skrifa minningargrein um þig því ég vil ekki trúa að þú sért farinn að eilífu. Ég þakka þér það traust og þann trúnað sem þú sýndir okkur. Þú deildir með okkur gleði þinni og erfíðleikum. Þú varst svo stór hluti af fjölskyldu okkar að mér finnst ekki einungis að ég hafí misst vin heldur bróður! Guð blessi þig og fjölskyldu þína. Paola Mangoni. Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð til þín, vinur minn, Fann- ar Sverrisson, eða Fannsý Boy eins og ég kallaði þig alltaf. Það kemur alveg rosalega margt upp í huga minn núna þegar ég byija að skrifa þessar fáu línur. Það voru alltaf Fannar og Árni eða Árni og Fannar, þið tveir voruð eins og eitt og ekkert gat skilið ykkur að. Þið skilduð alltaf hvor annan þó að enginn annar skildi ykkur. Þið voruð alltaf eins og lítil börn þegar þið hittust, ærslalætin og húmorinn alveg á fullu svo að þið veltust um af hlátri. Þegar ég hugsa til þín koma aðeins fallega hugsan- ir, þú varst vinur vina þinna; fastur og traustur en alls ekki allra. Ég var svo heppin að fá að eyða ófáum stundum með ykkur vinunum í miklu fjöri og ekki vantaði uppá- tækin hjá ykkur félögunum þegar við vorum að skemmta okkur. Elsku vinur, nú ert þú kominn á æðri stað í faðm Guðs og ég veit að þér er ætlað mikið og stórt verk þar. Þú skilur eftir stórt skarð sem aldrei verður aftur fyllt og söknuð- urinn er mikill. Ég veit að við sjáumst aftur, elsku vinur. Elsku Kittý, Sverrir, Þórarinn, Margrét og Árni bróðir, ykkur votta ég mína dýpstu samúð og megi Guðs styrkur vera hjá ykkur öllum. Þín vina, Helga Brynja. Um hádegi sunnudaginn 6. apríl barst mér hörmuleg frétt hingað til Los Angeles. Fréttin var sú að Fannar Sverrisson, fyrrum bekkjar- félagi og vinur, væri látinn. Ég ætlaði vart að trúa þessu. Ég bjóst ekki við að hann myndi kveðja okk- ur svona ungur að aldri, í blóma lífsins. Ég kynntist Fannari þegar ég var 14 ára eða sama sumar og ég flutti á Garðaflöt 33 í Garðabæ. Þar var Fannar daglegur gestur. Við vorum öll svo frábærir vinir, gengum saman í Garðaskóla. En eftir skóladaginn fórum við oftast öll heim til mín, hlustuðum á Bubba Morthens, ræddum um lífið og gerð- um upp gamlar mótorhjóladruslur úti í bílskúr sem okkur leiddist nú ekki. Eftir að ég flutti svo frá Garðabæ skildu leiðir okkar, en ég minnist hans sem góðs stráks og frábærs vinar. Ég þakka fyrir allar þær góðu minningar sem ég mun ætíð eiga um elskulegan vin og megi guð varðveita hann. Ég votta fjölskyldu hans mína dýpstu samúð á þessum erfíðu stundum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Berglind Ólafsdóttir. „Mjök erum tregt tungu at hræra.“ Félagi og hæfíleikamaður, prýdd- ur fleiri mannkostum en títt er, hef- ur verið kallaður burt frá samferða- mönnum, sem standa eftir með söknuð og sorg í hjarta. Mig langar með nokkrum orðum að minnast vinar míns Fannars Sverrissonar, einkum með þakklæti í huga fyrir að hafa borið gæfu til að hafa kynnst honum. Ég hitti Fannar fýrst á Sand- skeiði fyrir sjö árum, þegar ég hóf að læra svifflug. Hann var þá einn af kennurum þar, aðeins 21 árs. Fór eins með mig og marga aðra sem síðar hafa lært, að ég laðaðist að honum og sóttist sérstaklega eftir leiðsögn hans. Ég fann til öryggis- kenndar þegar ég flaug með honum. Hann hafði einstakt lag á því að hvetja mig og blása mér í bijóst áhuga á þeirri stórkostlegu íþrótt sem svifflug er. Umburðarlyndi sýndi hann yfír smávægilegum mis- tökum og klaufaskap. Eitt sinn hafði ég orð á því, að ég tæki það ekki illa þó hann skammaði mig eins og aðrir kennarar. Hann svaraði því til, að skammir hefðu ekkert að segja, ég áttaði mig sjálfur á mistök- unum og lagaði þau með æfingum og aftur æfingum. Síðan hef ég stundað svifflug á hveiju sumri mér til mikillar ánægju. Með okkur Fannari Jtókst ágæt vinátta. Hann var þeim hæfíleikum búinn, að aldursmunur skipti hvorki hann né samferðamenn máli. Auk sumranna sjö á Sandskeiði minnist ég margra ánægjustunda hér í bæn- um, ferða norður á lendingarkeppni og veiðiferða. Allstaðar var Fannar góður félagi og hvurs manns hug- ljúfí. Minning Fannars Sverrissonar og Þorgeirs Árnasonar verður best heiðruð með því að_ efla, útbreiða og stunda svifflug. Ég vona, að ég beri gæfu til að geta lagt lóð á þá vogarskál. Hallgrímur Ólafsson. Á ekki að fara á Hellumótið í sumar? spurði Fannar okkur með keppnisglampa í augum snemma vors á síðasta ári. Við héldum það nú, því Fannar sjálfur ætlaði að keppa um íslandsmeistaratitilinn í svifflugi og ekki kom annað til greina en að fara og styðja við bakið á okkar manni. Júlímánuður gekk í garð og spennan jókst um það hvernig myndi viðra til svifflugs þessa viku; „Viku hinna löngu vagna“ eins og heimamenn á Hellu nefna þessa sjö daga þegar svifflugmenn þyrpast inn á Helluflugvöll með þöglu fugl- ana sína ósamansetta í löngum vögnum aftan í bílum sínum. Ég og maðurinn minn vorum staðráðin í að fara á Hellu, vera í liðinu hans Fannars, upplifa harðan keppnis- andann og taka okkur svolítið úti- legufrí í leiðinni. Mikið ofsalega er ég fegin að við fórum og fengum að taka þátt í síðasta svifflugmótinu hans Fannars (hérna megin alla- vega . . . Bara það að fá að hlaupa með væng, fylgjast með þegar maðurinn minn hjálpaði Fannari að óla sig niður í nýju sviffluguna sem hann átti í félagi við hann Jón Sig. og var svo montinn af, og hversu nákvæmur hann var við að skipu- leggja hvar allt átti að vera sem hann þurfti að taka með sér í flug- ið - fyrir minninguna um þetta allt er ég svo þakklát. Stemningin var svo mikil og minningin er svo sterk. Þegar við vöknuðum í tjöld- unum okkar í Soho, en svo nefndist tjaldborg yngstu kynslóðarinnar í SFÍ (þá líklega vegna mikillar gleði á svæðinu ...), og heyrðum renni- lásinn í tjaldhurðinni slást við tjald- súluna í golunni; þegar við heyrðum Fannar öskra: Djöfulli hrýtur’u hátt, Jón Kristinn ...; eða þegar við flýttum okkur að gá hvort það væri gott veður og spennandi dagur væri framundan var Fannar þá löngu farinn út í turn á fund... fyrir allt þetta er ég svo þakklát. Fannar var bráðmyndarlegur strákur sem enginn man öðruvísi eftir en brosandi og glaðlegum, var alltaf hress og til í allt. Ferðir sem kölluðust „operation overdrift" koma þá strax upp í hugann og verður þeirra ávallt minnst með flissi og tilheyrandi eftirhennum. Ég ólst upp í því að vera alltaf með sem ein af strákunum og lít þar með á mig sem slíka. Fannari kynntist ég í gegnum sameiginlegt áhugamál mannsins míns og hans - svifflugið. Hann var í „Óli, Benni, Fannar og Jón Kristinn" hópnum ... og þó að hann hafl fyrst og fremst verið sannur og góður vinur þeirra strákanna var hann líka vin- ur minn. Ég fékk alltaf að vera með og var alltaf velkomin og sjálf- sagður hluti af genginu. Elsku Fannar. Hvar sem þú ert nú, einhvers staðar þarna uppi, munt þú fljúga hærra og glæsilegar en áður, rétt eins og þú gerðir á LAK-inum þínum svo listilega vel. Takk fyrir að leyfa okkur að kynn- ast þér. Elskulegum foreldrum Fannars og fjölskyldunni allri votta ég mína dýpstu samúð á mjög svo erfiðum tímum. Söknuðurinn er sár en minningin er sterk og falleg. Vor hinsti dagur er hniginn af himnum í saitan mar. Sú stund kemur aldrei aftur sem einu sinni var. (Höf. H. Laxness.) Oddný Halldórsdóttir. .jPer ardua ad astra.“ Ég vitna I þessa latnesku setn- ingu sem flugmenn RAF hafa sem „rnottó" og þýðir: Gegnum erfið- leika til stjarnanna. Tveir fyrirmyndarmenn, Þorgeir Logi Árnason og Fannar Sverris- son, eru fallnir með reisn. Ég hafði þau forréttindi að kynn- ast þeim og njóta leiðbeiningar og kennslu þeirra í svifflugi og fljót- lega öðluðust þeir virðingu mína og einlæga aðdáun fyrir sterka og hlýja persónuleika. Þeirra mann- gerð mun aldrei deyja. Þeir munu lifa í minningu okkar allra, vandamanna, vina og félaga. Einhvers staðar innra með mér hef ég á tilfinningunni að þeir hvísli til mín með bros á vör hluta af lagi Bobs Dylan’s. When i go to my grave my head will be high. Let me die in my footsteps before I go down underground Í lauslegri þýðingu: Þegar ég kveð þennan heim mun ég gera það með reisn. Ég vil að þið minnist min eins og ég var. Blessuð sé ykkar minning. Jóhann. Þú ert fallinn fagri trausti hlynur og fengið hefur endanlega rð, en eftirsjá er mikil að þér, vinur, og einhver neisti innra með mér dó. (G.R.) Eg vil í fáum orðum minnast míns góða vinar og félaga, Fannars Sverrissonar. Kynni okkar hófust fyrir áratug, en Fannar var einmitt þeirrar gerðar að maður fékk stöð- ugt meiri mætur á honum eftir því sem maður kynntist honum betur og sá hvern mann hann hafði að geyma. Vegna fijálslegrar fram- komu og stundum alvörulítilla yfir- lýsinga kölluðu sumir hann kæru- lausan, en við sem þekktum hann vissum betur, enda voru þessar raddir að mestu þagnaðar, því Fannar kunni einmitt fótum sínum forráð jafnt í flugi sem einkalífi og öðlaðist traust og virðingu sam- ferðamann sinna. Hann varð eftirsóttur svifflug- kennari, frábær svifflugmaður og vaxandi listflugmaður og trúlega einn efnilegasti sportflugmaður landsins. Við vinir Fannars munum ekki síður minnast hans sem ein- staklega skemmtilegs félaga sem þorði að fara sínar eigin leiðir og lifa lífinu eftir eigin höfði. Sjálfskip- aðir siðapostular áttu til að fínna að ýmsu í hans lífsmunstri, þar sem þeir áttu erfitt með að marka hon- um bás. Fannar gerði grín að slíku fólki, enda ekki afskiptasamur sjálf- ur um annarra hagi. Þvert á móti hafði hann gaman af sérstæðum persónuleikum og gerði sér ekki mannamun, enda bæði umburðar- lyndur og fordómalaus. Slíkur mað- ur sem Fannar hlaut að eignast marga vini sem nú geta tekið undir vinarkveðju Tómasar Guðmunds- sonar. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, "c þá blómgast enn, og blómast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Ég sendi foreldrum Fannars og aðstandendum öllum mír.ar innileg- ustu samúðarkveðjur. Bragi Snædal. Vinur okkar, Fannar Sverrisson, hóf sig til lofts á Sandskeiði ungur að árum enda tíður gestur þar frá blautu barnsbeini. Hann var haldinnc einlægri flugþrá, stundaði svifflug af krafti og fór fljótt að miðla af reynslu sinni sem kennari og keppn- ismaður. Vélflugi gerði hann einnig góð skil og sótti til þess skólun hérlendis sem og víða erlendis. En ólíkt því sem títt er um unga flug- menn á hans reki heillaðist hann ekki af atvinnuflugi enda þótt hann hefði m.a. áunnið sér atvinnuflug- mannsréttindi. í okkar huga horfði Fannar á flugið augum listamanns- ins. Fannar flaug til þess að ná fullkomnum í listgrein og áskotnað- ist honum þannig einstakur flug- hæfileiki til viðbótar við þann sem honum var meðfæddur. í okkar huga var Fannar glað-^ vær, kíminn, hugmyndarikur og ” jákvæður. Hann lifði á líðandi stundu og naut augnabliksins. Hann kunni að slá á létta strengi og var ræðinn þótt hann flíkaði ekki eigin tilfinningum en umfram allt var hann traustur vinur. Hann var ómissandi félagi I okkar hópi og söknuðurinn er mikill. Með þessum línum viljum við minnast Fannars og færa foreldrum hans og systkinum innilegar samúð- arkveðjur. Ennfremur viljum við koma á framfæri samúðarkveðjum til fjölskyldu Þorgeirs L. Árnasonar. Ólafur og Benedikt. Svo snöggt, eins og hendi sé veifað í kveðjuskyni, brosmildur og upprifinn að kvöldi. Um hádegi næsta dags kemur kallið, síðasta flug TF CCP. Kraumandi hlátur, beittar athugasemdir barþjónsins, mannleg samskipti á hlýju nótun- um. Þannig varstu. Kveðja, Steinþór Jóhannsson. Á sunnudagsmorgun fékk ég þá sorgarfrétt að Fannars frænda væri saknað eftir flugslys. Á sh'kri stundu hugsar maður margt, skrítið'^* að við sem vorum leikfélagar sem börn og áttum svo góðar stundir saman, hittumst ekki í mörg ár og síðan skyndilega hittumst við úti á götu um daginn; til að kveðjast? Við sem skemmtum okkur svo vel á Austurbrúninni hjá Elsu SJÁ NÆSTU SÍÐU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.