Morgunblaðið - 22.04.1997, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Skúlptúr
úr hljóði
Á þrítugsaldri var Max Neuhaus orðinn
víðkunnur ásláttarleikarí sem ferðaðist um
heiminn og sérhæfði sig í flutningi samtíma-
tónlistar. Efbir að leikur hans hafði verið
hljóðritaður, sneri hann baki við tónlistinni
og tók að vinna sjálfstæð hljóðverk innan
ramma myndlistarínnar; frumleg verk sem
hafa aflað honum nýrrar frægðar. í sýning-
arsalnum Annarrí hæð stendur nú yfír sýn-
ing á teikningum og textum eftir Max
Neuhaus. Einar Falur Ingólfsson hitti
hljóðlistamanninn að máli.
TEIKNING 4, Aural topography, Times Square, 1984. Silki-
þrykk á pappír.
TEIKNING eftir Max Neuhaus sem sýnir eitt staðarverka hans,
þar sem pör af snöggum hljóðum heyrast við inngang í neðanjarð-
arlest í New York. Hljóðin breytast til skiptis frá því að vera skörp
yfir í hol og óvíst hvort vegfarendur átti sig á því hvað þeir heyra.
í SÝNINGARSALNUM var Max
Neuhaus bograndi við að taka upp
eitt verkanna á sýningunni, röð
mynda af eyra og eru myndirnar
missterkar eftir styrk hljóðsins sem
eyrað á að vera að nema. Þegar
hljóðið hverfur kemur eyða í mynd-
röðina. Max segir að ljósmyndaran-
um hafí þótt einkennilegt að mynda
bara eyrað en sleppa augunum. Þá
sé fólk iðulega viðkvæmt gagnvart
eyrum sínum og vilji ekki ræða um
þau. Þjóðveijar roðni gjarnan ef
minnst sé á eyru þeirra. „Eyrun eru
áberandi hlutar líkamans en þó mjög
persónuleg. En þau tjá heldur ekk-
ert, eins og augun og munnurinn;
þau breytast ekkert en eru sífellt
að hljóðrita."
Það er ekkert skrýtið að hann
skuli strax vera farinn að ræða um
hljóð og heyrn; líf þessa 58 ára
Bandaríkjamanns hefur að svo miklu
leyti snúist um þetta tvennt.
Besti ásláttarleikarinn
Max var íjórtán ára gamall þegar
hann ákvað að verða tónlistarmaður.
Byijaði að leika á trommur og var
fjórum árum síðar farinn að leika
með stórsveit kunnra hljóðfæraleik-
ara sem ferðuðust um Bandaríkin.
Þá skráði hann sig í virtan tónlistar-
háskóla í New York og tók að sér-
hæfa sig í áslætti. Hann kynntist
samtímatónlist, tónskáldinu John
Cage og tók að velta hverskyns hljóð-
um fyrir sér. „Eg var með hetjulegar
hugmyndir," segir Max brosandi;
„var tvítugur þegar ég ákvað að
verða besti ásláttarleikari í heimi -
og líklega gekk það eftir! Arið sem
ég lauk námi hélt ég mína fyrstu
einleikstónleika í Carnagie Hall, ég
fór svo í ferðir um Bandaríkin og
Evrópu og 28 ára gamall ferðaðist
ég um með Stockhausen sem einleik-
ari. Á þeim tíma var ég kominn með
hugmyndir um að gera hljóðverk sem
væru alltaf til staðar en ekki uppá-
koma eins og tónlistin er. Ég vildi
líka gera fleira en að vera einleikari.
Ég byijaði að þreifa mig áfram,
gerði nettengd rafverk sem voru eins-
konar forverar alnetsins, þar sem ég
tengdi símstöðvar og útvarpsstöðvar;
ég gerði hljóðverk, hljóðsendingar og
tengdi útvörp í bílum við senda sem
þeir óku framhjá. Á þeim tíma hugs-
aði ég ennþá um þetta sem tónlist,
hafði engin önnur orð yfir það sem
ég var að gera.“
Max segist gjarnan hafa flutt
verk eftir Boulez, Stockhausen og
Cage, þau hafi verið opin fyrir túlk-
un og fyrir sig að vinna úr. „Mér
var ætlað að raungera verkin, gæða
þau lífi og anda. Það var komið að
þeim tímamótum i samtímatónlist
þar sem mörkin milli höfundar og
túlkanda urðu mjög óljós. Frelsi
ásláttarleikarans er sérstaklega mik-
ið. Stockhausen setti flókin púslu-
spil upp í hendur mínar og úr þeim
þurfti að leysa. Ég notaði mikið
snerti-míkrafóna og vann rafrænt
með hljóðin.
Þegar ég var 28 ára gafst mér
tækifæri til að hljóðrita efnisskrána
mína fyrir Columbia Masterworks.
Ég var þá farinn að einbeita mér
að eigin hugðarefnum og fann að
ég gat ekki gert hvort tveggja.
Hljóðritun verkanna gerði mér
kleift að nema staðar í tónlistinni.
Það kostar ekki minni vinnu að vera
virtúós á ásláttarhljóðfæri en fiðlu,
minnst sex tíma æfingu á dag! Ég
gerði því plöturnar og ákvað að leika
aldrei aftur á ásláttarhljóðfæri,"
segir Max og hlær glaðhlakkalega.
Einkaleyfi á sírenum
Eftir að hafa sagt skilið við tón-
listina tók Max Neuhaus að þróa sín
persónulegu listform. Hann bjó til
hugtakið hljóðinnsetning yfír hljóð-
verk sín sem hvorki fiokkuðust und-
ir tónlist né uppákomur. Hann hefur
gjarnan komið verkum fyrir þannig
að viðbrögð þess sem upplifir mótast
í senn af því sem heyrist og umhverf-
inu sem sést allt um kring. Hann
fellir hljómflutningskerfi inn í um-
hverfið, eins og í kunnu verki á Tim-
es Square í New York, þar sem hljóð-
mynstur berst upp um niðurfallsrist-
ar á torginu miðju og fólk sem á
leið um greinir án þess að gera sér
endilega grein fyrir hvað það er að
heyra. I sumum verkunum magnar
hann smám saman upp hljóð um-
hverfisins, hægt og rólega þannig
að fólk verður mögnunarinnar ekki
vart, fyrr en hljóðrásin þagnar
skyndilega og réttur umferðarniður
er eftir og virðist allt að hvíslandi.
Auk þess að hafa sett upp verk á
mörgum kunnum söfnum, eru önnur
varanleg hljóðverk hans til dæmis
að finna í samtímalistasafninu í
Chieago, í AOK byggingunni í Kass-
el, Kunshalle í Bern og ítalska nú-
listasafninu. Max hannar sjálfur
hljóðkerfi sín, er frumkvöðull hvað
varðar hugmyndir um hljóðumhverfí
í borgarlandslagi og er sérfræðingur
í og á einkaleyfi fyrir varúðarhljóð-
merkjum og sírenum af ýmsu tagi.
Ferill Max sem hljóðlistarmanns
er orðinn langur og hann segist
hafa fundið sína stefnu í byijun sjö-
unda áratugarins, um það leyti sem
hann gerði verk í inngangi að neðan-
jarðarlest í New York. „Ég var með
hugmyndir um að færa hljóð til al-
mennings á götunni, að taka verkið
úr hinu skilgreinda menningarlega
umhverfi og flytja það fyrir almenn-
ing sem þó væri ekki endilega með-
vitaður um að hann væri að heyra
eitthvað óvenjulegt. Að láta fólk
finna fyrir verkinu án þess að bera
endilega kennsl á það sem listaverk.
Ein áhrifamesta leiðin til að virkja
andann, er að fanga forvitnina. Og
Morgunblaðið/Einar Falur
MAX Neuhaus í sýningarsaln-
um Annarri hæð.
það gera þessi ósýnilegu hljóðverk
mín gjarnan. Þau eru næstum því
áþreifanleg í sínu tiltekna rými, án
þess þó að vera það. Eins og á Tim-
es Square þar sem fólk gengur inn
í ómerkt hljóðin og á erfitt með að
átta sig á því hvaðan þau koma.
Einsemdariðja
Framan af kallaði ég þessi verk
hljóðinnsetningar en svo fóru aðrir
að nota orðið og þá yfir ýmislegt,
allt frá hlutum sem gáfu frá sér hljóð
til raftónlistar. Ég kýs því nú að
kalla þetta staðarverk, því verkin
breyta svo sannarlega stöðunum þar
sem þau eru sett upp.
Það er merkilegt með hljóðin, að
þau verða í raun til í eyranu; það er
ekki hægt að snerta þau en samt
má byggja úr þeim, rétt eins og hvern
annan skoðanlegan skúlptúr."
Það er sérkennileg þversögn að
þótt verk Max séu byggð á nútíma-
tækni, þá er engin leið að skrá þau
eða sýna annarsstaðar. Ljósmyndir
sýna bara staði, hljóð gefa ekki til-
finningu fyrir rýminu og myndbönd
nema ekki upplifunina sem felst í að
sjá og heyra verkin. Fólk verður að
upplifa þau eða gera sér í hugarlund
eftir teikningum og lýsingum lista-
mannsins.
„Teikningarnar eru sjálfstæð
verk,“ segir hann. „Þær eru ákveðið
tjáningarform; ég geri teikningar
fyrir verkfræðinga og ég geri teikng-
ar þegar verk er tilbúið og komið
upp. Teikningamar eru þó ekki upp-
skriftir að verkum, þetta er bara
önnur leið til að tala um þau.“
Þrátt fyrir að tónlist hafi verið
örlagavaldur á ferli Max, þá segir
hann það tímabil liðið og hann hlusti
ekki lengur á tónlist. Eigi ekki hljóm-
flutningstæki eða geisladiska. „En
ég ferðast alltaf með lítið stuttbylgju-
TONLIST
Listasafni K ó p a v o £ s
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Judith Gans, og Jónas Ingimundar-
son fluttu ítölsk, íslensk og frönsk
söngverk. Sunnudagurinn
20. apríl 1997.
JUDITH Gans hefur „uppgötvað"
ísland og íslendingar „uppgötvað"
góða söngkonu og það sem hlýtur
að vekja hlýju, að hún hefur lagt
sig eftir að syngja á íslensku, með
aldeilis frábærum árangri, bæði er
varðar framburð og túlkun ljóðanna.
Fyrstu viðfangsefnin voru fjögnr
lög eftir ítalska snillinga, Per la glor-
ia, eftir Bononcini, Se tu m’ami, eft-
ir Pegolesi, Se Florindo é fedele,
eftir A. Scarlatti, og Tu lo sai, eftir
Torelli, Þessar antik-aríur flutti Jud-
ith Gans mjög vel, sérstaklega Se
tu og Se Florindo, en sú síðari var
sérlega vel útfærð í túlkun.
Meginhluti efnisskrár var íslensk
söngverk, Gígjan eftir Sigfús Éinars-
son, Lindin eftir Eyþór Stefánsson,
Fuglinn í fjörunni eftir Jón Þórarins-
son, tvö vorlög, Vor og Vor í holt-
inu, eftir Jónas Ingimundason, Þú
ert eftir Þórarin Guðmundsson, í
fjarlægð eftir Karl 0. Runólfsson
og Ég lít í anda liðna tíð og Ave
tæki og athuga hvað er á utvarpsrás-
unum á hveijum stað. Ég verð að
segja að FM rásin hér á íslandi er
býsna undarleg... En ég er alltaf
að hlusta eft.ir hljóðum; er heillaður
af hljóðum, völdum þeirra og krafti.“
í þijá áratugi var New York
heimahöfn Max. Á síðasta áratug
var hann farin að gera flest sín verk
í Evrópu, fluttist þá til Parísar og
býr nú á eyju í ítalskri landhelgi.
„Að vera listamaður er einsemdar-
iðja,“ segir hann „Það er mjög tíma-
frekt starf. Maður þarf næði - það
einbeitir sér enginn fyrir alvöru á
kaffihúsi. Það tekur óskaplegan tíma
að vinna með þau efni sem verk
mín krefjast og ég vinn þar til þau
virka. Og hin sanna tækni góðs lista-
manns er að skynja hvenær allt virk-
María, sem bæði eru eftir Sigvalda
Kaldalóns. Judith Gans söng öll lög-
in mjög vel og mótaði þau sam-
kvæmt texta þeirra og fitjði upp á
ýmsu nýju, eins t.d. í lagi Sigvalda,
Ég lít í anda liðna tíð, með því að
syngja niðurlagið, „svo aldrei, aldrei
gleymi", ur.dur veikt.og fallega.
Lögin eftir Jónas Ingimundarson
eru einföld og bera jafnvel svip af
tónlesi og er einfaldur samleikur
píanósins oft því eins konar milli-
spil, eins t.d í laginu við textann,
Vor í holtinu, þar sem líkt er eftir
fuglasöng á skemmtilegan máta.
Forspilið í fyrra laginu, Vor, minnir
á Eric Satie en undirleikurinn er
ákaflega einfaldur og að mestu sama
hljómskipanin. í tilefni laganna eftir
Jónas, hefði mátt tilgreina höfund
ljóðanna. Tónleikagestir eru orðnir
vanir því að textar fylgi með í efnis-
skrá og er það góður siður sem ekki
má leggjast af og tónleikahaldarar
mega ekki spara við sig.
Eftir hlé söng Judith Gans það
fallega og hugljúfa lag Litla barn
eftir Fjölni Stefánsson og gerði það
af innileik miklum. Mamma ætlar
að sofna, eitt af frægari lögum Sig-
valda Kaldalóns, var sérlega fallega
flutt. Mamma mín eftir Jóhann 0.
Haraldsson og Bí, bí og blaka, eftir
Markús Kristjánsson voru vel flutt.
Fjögur lög eftir Reynaldo Hahn
ar, nema þá staðar og ekki hreyfa
við neinu eftir það.“
Max er lengi að vinna staðarverk
sín og vill hafa þau varanleg; tekur
ekki lengur að sér að gera verk sem
hann þarf að „drepa“ að sýningu
lokinni. „Þegar ég fór inn í sam-
hengi sjónlistanna með hljóðverkin
þá var það inn í söfnin. Árið 1975
keypti Nútímalistasafnið í Chicago
eftir mig hljóðverk og það var fyrsta
verk án sýnilegs hlutar sem listasafn
hafði keypt til þess dags. Hljóð á
samkvæmt hefðinni að vera atburð-
ur, en hvernig breytirðu því í hlut?
Ég gerði það með því að breyta hljóð-
inu í stað. Alls ekki ólíkt því ef ég
málaði fresku á vegg. Verkið og
staðurinn verða þannig hluti hvort
af öðru, svo lengi sem bæði standa."
(1875-1947) voru næst á efnis-
skránni en hann var undrabarn frá
Venezuela, sendur til Parísar 11 ára
og lærði m.a. tónsmíði hjá Masse-
net. Hann var frá 1934 tónlistar-
gagnrýnandi við Le Figaro og for-
stjóri Parísaróperunnar frá 1945.
Meðal tónverka hans eru óperur,
óperettur (m.a. um Mozart), ballett-
ar, kammerverk og fjöldi sönglaga
og lagaflokka. Tónstíll Hahns ber
mjög sterkan svip dægurlaga, sem
voru í tísku á fyrri hluta þessarar
aldar. Judith Gans söng lögin á sann-
færandi máta og tónfögur rödd
hennar naut sín þar að fullu.
Tónleikunum lauk með þremur ís-
lenskum lögum, fyrst var Maístjarn-
an, sem undirritaður man vart eftir
að hafa heyrt betur sungna, þá
Draumalandið eftir Sigfús Einarsson
og síðast Sjá dagar koma eftir Sig-
urð Þórðarson, er blómstruðu í glæsi-
legum söng hennar. Judith Gans er
frábær söngkona og syngur íslensku
lögin ótrúlega vel, bæði hvað snertir
mótun tónferlisins og túlkun. Fram-
burður textans var ótrúlega góður,
nokkuð sem margir íslenskir söngv-
arar mættu taka sér til fyrirmyndar.
Jónas Ingimundarson var í sínu besta
formi og var samleikur hans og söng-
konunnar oftlega sérlega fallega
samstilltur í túlkun.
Jón Ásgeirsson
F agrir söngiir og samstillt túlkun