Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR JONATAN ÓLAFSSON + Jónatan Ólafs- son, 17.2 1914- 11.4. 1997. Jónatan Ólafsson, hljómlist- armaður og tón- skáld, var fæddur í Reykjavík 17. febr- úar 1914. Hann andaðist á Land- spítalanum 11. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ólafur Jónatans- son, f. 8.5. 1880, d. 2.12. 1963, og Þur- íður Jónsdóttir, f. 6.1. 1873, d. 20.1. 1941. Albræður Jónatans voru Erling, f. 21.8. 1910, d. 23.12. 1943, og Sigurður Jón, f. 4.12. 1916, d. 13.7.1993. Hálfsystkini hans, börn Þuríðar og Halldórs Bjarnasonar, voru Sigmundur, f. 1.1. 1898, d. 27.2. 1964, Guð- rún Sigurborg, f. 19.4. 1899, d. 6.11. 1960, Jóhanna, f. 21.3. 1902, d. 8.6.1970, og Guðmund- ur f. 7.12. 1903, d. 21.6. 1965. Árið 1942 kvæntist Jónatan Þorbjörgu Guðmundsdóttur frá Siglufirði, f. 4.4. 1917, d. 9.7. 1993. Þau slitu samvistir. Dóttir þeirra er Erla Elísabet, f. 16.10. 1934, gift Garðari Sigurðssyni, f. 27.2. 1933. Börn þeirra eru: Jónatan, f. 8.2. 1955, Jenný, f. 15.3. 1958, Erla Björg, f. 8.3. 1959, Hrafnhildur, f. 9.3. 1962, Kristín, f. 18.7. 1966, Sigurður, f. 22.6. 1968, d. 16.8. 1977, og Drífa, f. 20.11, 1969. Árið 1951 kvæntist hann Maríu Fanneyju Jensdóttur, f. 15.8. 1920, d. 3.1. 1985. Dóttir þeirra er Gígja, f. 28.3. 1957, gift Guðmundi Steinari Jónssyni, f. 27.3. 1956. Börn þeirra eru: Jón Már, f. 18.3. 1977, og María Björk, f. 9.11. 1982. Langafabörnin eru 12 talsins. Jónatan ólst upp í Akurgerði í Vesturbæ Reykjavíkur. Hann hóf orgelnám níu ára gamall hjá Árna Eiríkssyni, sótti kvöld- skóla KFUM og stundaði hljóð- færanám hjá Karli O. Runólfs- syni. Hann byrjaði ungur að leika á píanó og var undirleik- ari Erlings bróður síns um tíma. Árið 1933 fóru þeir í hyómleikaferð til ísafjarðar og Siglufjarðar og ílengdist Jónat- an á Siglufirði í sjö ár. Hann starfaði við hljóðfæraleik á hótel Siglunesi, og stundaði þar kennslu og kórsíjórn 1933 til haustins 1940, er hann fluttist til Reykjavíkur og ári síðar til Hafnarfjarðar. Þar bjó hann til Alfreð bróður 1947 og annaðist rekstur Góðtempl- arahússins. Hann var í hljómsveit Óskars Cortes 1942-44 í Ingólfs- café og Iðnó. Árið 1944 réðst hann í stórhljómsveit Bjarna Böðvarsson- ar, sem lék í Tjarn- arkaffi og fór með henni í landsreisu 1946. Einnig starf- aði hann með Kling Klang kvintettin- um, lék undir hjá Andréssyni, Sigurði sínum og Hallbjörgu Bjarnadóttur vítt og breitt um landið. Hann starfrækti eigin hljómsveit til ársins 1960 og hætti að koma opinberlega fram 1966. Eftir það lék hann eingöngu hjá Oddfellow eða í einkasamkvæmum fram á síð- ustu ár. Jónatan samdi fjðl- mörg dægurlög, kórlög, sálma- lög og einsöngslög, sem eru landsþekkt. Fyrsta lag hans sem varð þekkt, Fögnum fögr- um degi, var gefið út á nótum á fjórða áratugnum. Árið 1948 samdi hann Kvöldkyrrð, sem Sigurður bróðir hans söng inn á hljómplötu. Önnur þekkt lög eru m.a. Landleguvalsinn sem Haukur Morthens hljóðritaði, Ást við fyrstu sýn, hlaut 3. verð; laiin í danslagakeppni SKT, í landhelginni, fékk 1. verðlaun SKT 1958, Reyndu aftur fékk 1. verðlaun FID 1960 og Laus og liðugur, hlaut 1. verðlaun SKT 1962. Árið 1976 kom út hljómplata með 12 lögum Jón- atans hjá SG-hljómpIötum. Árið 1952 hóf Jónatan störf hjá Reykjavíkurborg og starf- aði þar í 33 ár, fyrst hjá Ahalda- húsinu, síðan í bókhaldi hjá borgarverkfræðingi og var fulltrúi í innheimtudeild til 1984 er hann lét af störfum vegna aldurs. Einnig annaðist hann tónlistarkennslu, kór- og hljómsveitarstjórn. Jónatan sat í fulltrúaráði Félags íslenskra hljómlistarmanna 1941-45, var ritari Félags íslenskra dans- lagahöfunda frá stofnun, með- limur í STEF og starfaði í Odd- fellowreglunni, fyrst í IOOF stúkunni Þorgeiri goða nr. 11 frá 14.1. '71 og síðan í Þormóði goða nr. 9 frá 4.10. '78. Útför Jónatans fer fram frá Dómkirkjunni og hefst athöfnin klukkan 13.30. Með söknuði og þakklæti kveð ég afa minn og nafna með þessum skrifum. Það er margs að minnast frá langri vegferð. Hann fæddist á Grettisgötu 27 í Reykjavík, ólst upp í vesturbænum, fyrst á bænum Mávahlíð og síðan í Akurgerði, þar sem Brávallagata er nú. Hann var því Reykvíkingur þótt foreldrar hans teldu sig ætíð Snæfellinga. Hann var af kunnu söngfólki kom- inn og tónljst í hávegum höfð á heimilinu. Ólafur faðir hans átti harmoníum og lærði hann ungur að leika á það. Eldri bróðir hans Erling hafði mikil áhrif á hann í uppvextiunum með söng sínum. Strax á unglingsárum lék afi undir hjá bróður sínum á söngskemmtun- um, en Erling var góður baritón- Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. B8 S. HELGAS0N HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 . SÍMI 557 6677 F=-*»:b?* söngvari og ákaflega ástsæll. Þeir fóru í tónlistarför til Siglufjarðar sumarið 1933 og þar ílengdist afi næstu sjö árin er hann kynntist fyrri konu sinni Þorbjörgu Guð- mundsdóttur. Erling veiktist af berklum á Siglufírði og var áfallið mikið þegar hann lést á Þorláks- messu 1934 aðeins 24 ára gamall. Síðasta ósk hans var að móðir mín yrði skírð Erla Elísabet í höfuðið á honum og kærri vinkonu hans. Afi saknaði Erlings alla tíð og fylgdi skuggi þessa áfalls honum í gegn- um lífið. " Haustið 1940 fluttist afí suður, þegar móðir hans lá banaleguna. Stefán Þorleifsson, tónlistarfélagi frá Siglufirði, hafði verið viðloðandi Hótel Björninn í Hafnarfirði á vet- urna og fékk afa í tríó sitt. Þeir voru á Birninum þar til þeir tóku við rekstri Gúttó í Hafnarfirði ári síðar. Næstu árin bjó afi í Gúttó ásamt fjölskyldu sinni, en starfaði einnig í ýmsum hljómsveitum í Reykjavík. Ósjaldan lék hann fyrir breska, norska og bandaríska her- menn í kantínum þeirra í kömpun- um og gekk þá undir gælunafninu „Slim", því hann var mjög grann- vaxinn. Sigurður, yngri bróðir hans, sem var orðinn þekktur hestamaður og söngvari, kom öðru hvoru fram með hljómsveit hans á þessum árum. Hann lék einnig undir hjá Alfreð Andréssyni og starfaði oft með góðvinkonu sinni Hallbjörgu Bjarnadóttur og eigin- manni hennar, teiknaranum Jens Fischer Nielsen. Eftir að slitnaði uppúr hjónabandi afa og Þorbjarg- ar ömmu kynntist hann Maríu Fanneyju Jensdóttur matreiðslu- meistara og 1957 eignuðust þau dótturina Gígju. Heimili þeirra var á Brávallagötu 42 í húsi sem byggt var við hlið æskuheimilisins Akur- gerðis. í húsinu bjó einnig Guð- mundur hálfbróðir afa og Ólafur langafí bjó með þeim við gott viður- væri til æviloka. Nokkru eftir að Ólafur langafi andaðist fluttust þau á Skólavörðustíginn og undu hag sínum vel í hjarta borgarinnar. A unglingsárum mínum þótti mér oft gott að geta litið inn hjá Mæju og afa þegar ég var á ferðinni í Reykjavík og það gat verið gott að vita af öruggri gistingu ef mað- ur missti af Hafnarfjarðarstrætó. Á árunum milli 1950 og 1966 starfrækti afi sína eigin hljómsveit. Fyrstu árin lék hljómsveitin að mestu í Þórscafé við Hverfisgöt- una. Þar var Númi Þorbergsson dansstjóri og gerði Númi texta við mörg laga afa sem eru vinsæl enn í dag. Þeim var vel til vina og fóru m.a. saman í veiðitúra, en veiði- skapurinn var mikið áhugamál afa. Hann hafði einnig yndi af ljós- myndun, keypti sér 8 mm kvik- myndatökuvél og tók fjölskyldu- myndir sem við skemmtum okkur við að horfa á fyrir daga sjónvarps- ins. Hann var handlaginn og dund- aði sér við handverksvinnu ýmis- konar. Maju var einnig margt til lista lagt, fékkst við útsaum og tréskurð af mikilli list og báru margir munir á heimilinu þessu góðan vott. Árið 1952 hóf afi störf hjá Reykjavíkurborg og nokkru síðar fór Maja einnig að vinna hjá borg- inni. Þau voru afar samrýnd hvort heldur var á vinnustað eða í einka- lífinu. Það var afa, Gígju og okkur öllum mikið áfall þegar Maja greindist með krabbamein og lést í ársbyrjun 1985. Afi hélt tónsmíðunum ætíð fyrir Erfídrykkjur HÓTEL REYKJAVÍK Sígtúni 38 Upplýsingar í síma 568 9000 sig og flíkaði þeim ekki. Hann tók þátt í nokkrum tónlistarkeppnum og uppskar verðlaun fyrir lög sín, en þess utan hélt hann sig til hlés. Hann samdi ógrynni kór-, ein- söngs- og sálmalaga, auk dægur- laganna. Oftast fékk hann aðra til að semja texta við lögin, en átti þó til að setja saman texta. Hann var jafnan hógvær þegar talið barst að hljóðfæraleik eða lagasmíðum. I seinni tíð var hann mjög tregur að taka í hljóðfærið og sínar eigin tónsmíðar. Honum fannst þessi lög ekki það merkileg að vert væri að trana þeim fram. Það kom honum því á óvart að Svavar Gests skyldi gefa út 12 laga hans á hæggengri plötu 1976. Þegar FÍH hélt upp á hálfrar aldar afmæli sitt 1982 með tónleikahaldi á Broadway tók hann þátt í hátíðahöldunum og endur- vakti hljómsveit sína af því tilefni. Það gladdi afa ákaflega þegar Harmonikufélag Reykjavíkur efndi til tónleikadagskrár á 80 ára af- mælinu hans fyrir þremur árum. Afí var dagfarsprúður maður og virkaði oft dulur og alvörugefinn. Hann átti þó óðrum fremur auð- velt með að slá á létta strengi. Frásagnargáfa hans var leiftrandi og minnið var gott. Skemmtilegt var að hlusta á frásagnir hans af liðnum atburðum, mönnum og málefnum. Hann var félagslyndur og naut þess að sinna félagsmálum. Síðustu ár var heilsan farin að gefa sig og naut hann oft aðhlynn- ingar á Vífilsstaðaspítala og Land- spítalanum. Var hann mjög þakk- látur fyrir umönnun sem hann naut og vil ég koma þökkum hans á framfæri við þá lækna, hjúkrunar- fólk og sjúkraliða sem léttu honum þrautirnar síðustu árin og mánuð- ina. Einnig þökkum við ættingjar hans þeim vinum sem léttu honum lífið með vináttu sinni og hjálpsemi undir það síðasta. Jónatan Garðarsson. Sláttumaðurinn slyngi hefur skárað stórum í raðir íslenskra hljómlistarmanna og tónskálda undanfarin misseri og nú hefur Jón- atan Ólafsson hljómlistarmaður og fulltrúi lotið í lægra haldi fyrir hon- um. Með Jónatani er genginn einn af vinsælustu lagahöfundum okkar sem fyrr á öldinni og allt til þessa dags setti mark sitt á tónlistarlíf okkar íslendinga sem hljóðfæraleik- ari, tónskáld og hljómsveitarstjóri. Kynni okkar Jonna hófust fyrir tæpri hálfri öld er ég kvæntist bróð- urdóttur hans, Gyðu Erlingsdóttur, sem hann bar mikla umhyggju fyr- ir og fylgdist alla tíð með og hélt tryggð við hana og hennar fjöl- skyldu. Jonni var mikill húmoristi og hrókur alls fagnaðar er komið var saman við hin ýmsu tækifæri. Hann var afar ættrækinn og fylgd- ist náið með ættmennum sínum og gladdist með þeim á góðum stund- um. Oft minntist hann á Erling bróður sinn sem dó ungur, aðeins 24 ára gamall, og varð öllum harm- dauði, þessi efnilegi söngvari sem þá þegar hafði sungið inn á hljóm- plötur sem þá var ekki algengt og haldið tónleika víða um land. Einn- ig var Sigurður bróðir þeirra lands- þekktur hestamaður og söngvari og mörkuðu þeir bræður allir djúp spor í menningarlíf þessarar þjóðar sem um ókomna tíð mun veita okk- ur öllum gleði og ánægju. Að leiðarlokum þakka ég Jonna og hans góðu konu Maríu Jónsdótt- ur er lést 3. janúar 1983 fyrir órofa L^Bl^JHi,. Jfc Mi. ,il A.A-A^A-^L—Jt^j Erfidrykkjur P E R L A N Simi 562 0200 < i iiiui joz uluu i i rriiiiiiiiirl tryggð og vináttu við Gyðu bróður- dóttur sína og fjólskyldum okkar. Innilegar samúðarkveðjur flytjum við Erlu og Gígju og fjölskyldum þeirra. Blessuð sé minning Jónatans Ólafssonar. Aðalsteinn Dalmann Októsson og fjölskyldur. Elsku afi minn, ég veit að ég mun alltaf sakna þín, en eins og sagt var við mig þegar ég sá þig svona veikan á spítalanum og grét, að þegar einhver fæðist er vitað að hann mun einhvern timann deyja. Ég veit líka að núna ert þú kominn til Maju ömmu og þar sem þú ert núna líður þér miklu betur, ert hraustur og kátur. Ég mun líka sakna þess þegar við hittumst að þú kallaðir mig alltaf litlu prinsess- una þína, og á jólunum þegar þú komst til okkar að borða þá sagðir þú okkur skemmtilegar og fyndnar sögur við matarborðið. Þó að þú sért dáinn veit ég að þú ert alltaf hjá mér og ég get talað við þig, þótt ég heyri engin svör, ég ímynda mér þá bara hverju þú myndir svara mér. En núna ert þú búinn að ljúka erindinu þínu á þessum stað og kominn á annan betri, og tekur svo á móti mér, mömmu, pabba og Nonna þegar rétti tíminn kemur. Þín María. Góður vinur er genginn. Jónatan Ólafsson var einn af mínum bestu vinum og nær sú vinátta til ársins 1978 er hann og við hjónin, Hjalti heitinn Ágústsson, hittumst í páskafríi á Kanaríeyjum. Þar var Jonni, eins og hann var kallaður af vinum og vandamönnum, í fríi að ráði konu sinnar, Maríu Jens- dóttur, sem hafði heimsótt staðinn, ekki fundist hann henta sér en til- valinn fyrir mann sinn, sem þjáðist oft af astma. Svo vel féll okkur þremur við eyjarnar að næstu 14 árin hittumst við þar suður frá, og eftir lát konu hans 1985 fór hann alltaf með okkur Hjalta. Vináttan óx og efldist með ári hverju og ekki áttum við síður margar ánægjustundir hér heima á heimil- um hvert annars. Síðustu þrjú árin eftir að maður- inn minn lést hittumst við Jonni oft og töluðum daglega saman í síma. Við höfðum alltaf átt sameiginlegt áhugamál, tónlistina, og nú fórum við að fara saman á tónleika, einn- ig í leikhús, út að borða og buðum hvort öðru heim í mat. Jonni var yndislegur maður, skemmtilegur, sjentilmaður fram í fingurgóma, heimsmaður í öllu fasi og ég var heilmikið stolt af að vera damah hans við þessi tækifæri. Hann var alltaf skapgóður og mikill húmor- isti, en hans líf og yndi var tónlistin í sínum mörgu myndum. Flestir íslendingar þekkja fallegu klassísku „dægurlögin" hans Jonna, og ekki samdi hann síður falleg sönglög við ljóð helstu skálda okkar. Okkur kom alltaf vel saman og áttum létt með að ræða hin ólíkustu mál og spjöll- uðum saman um allt milli himins og jarðar. Þegar Jonni kom í heimsókn til mín rétt fyrir jólin skildi hann eftir eftirfarandi kveðju í gestabók heim- ilisins: Allt sem vér höfum, er aðeins hin líðandi stund. Aðeins sú gáta, sem ræðst þegar fet eru stigin. Lífið er vaka, sem gefur oss fagnaðarfund, fund sem er horfinn á braut, þegar sólin er hnigin. Mig langar til að kveðja minn góða vin, Jónatan Ólafsson, með þessum sömu orðum og mikið á ég eftir að sakna hans. Það gera og börnin mín og fjölskyldur þeirra og við öll sendum dætrum Jónatans, þeim Erlu og Gígju og þeirra fjöl- skyldum okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Góðar minningar gleymast aldr- ei. Fari vinur minn í friði. Guðfinna Jensdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.