Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Meinatæknafélag Islands 30 ára I tilefni afmælisins UM þessar mundir er Meina- tæknafélag íslands 30 ára. Meina- tæknar eru hluti af stærri heild sem nefnist heilbrigðisstéttir. Það veltur mikið á nákvæmum vinnubrögðum þeirra að áreiðanlegar niðurstöður fáist úr rannsóknum sem eru notað- ar til greiningar og meðferðar á sjúk- dómum. Þróun hefur verið geysimik- il í heilbrigðismálum og með sífelld- um uppgötvunum hefur rannsókna- tækni fleygt fram á þeim 30 árum sem liðin eru síðan Meinatæknafélag íslands var stofnað. Þegar litið er yfir farinn veg verður mér hugsað til þeirrar gífurlegu ábyrgðar sem lögð er á herðar þeirra sem starfa í heilbrigðisþjónustu og nauðsynjar þess að heilbrigðisstéttirnar vinni saman. Á þeim árum sem ég var við störf á Landspítalanum sáum við meina- tæknar um allar rannsóknir hvort sem var að nóttu eða degi og vorum í raun einar ábyrgar fyrir öllum rannsóknum og niðurstöðum þeirra. Þrátt fyrir frumkvæði og mikla ábyrgð í starfi er það látið heita svo að læknar rannsóknastofanna séu ábyrgir gerða meinatæknanna. Það hefur ekki farið hátt að í röðum meinatækna eru miklir vísindamenn sem hafa gert merkilegar upp- götvanir í starfí sem hafa haft afgerandi áhrif. Meinatæknar hafa sett upp stóran hluta þeirra rannsókna sem gerðar eru á sjúkrahúsum hér á landi. Ég minnist sér- staklega könnunar sem gerð var 1974 á Land- spítalanum á fólinsýru í samvinnu við Hamm- ersmith-sjúkrahúsið í London. Bergljót Hall- dórsdóttir meinatæknir sá um könnunina og var markmiðið með henni að finna normalgildi serum fólinsýru hér á landi með mikróbíólógískri aðferð. I ljós kom að meirihluti þeirra sem tók þátt í könnuninni hafði mun minna af efninu en fólk í Evrópu almennt, enda lítils fersks grænmetis neytt hér á landi á þessum árum. í kjölfar könnunarinnar tók ég þátt í útvarps- þætti með Bergljótu um ágæti fólin- sýru. Þátturinn vakti mikia athygli og í kjölfar hans var mun meiri áhersla lögð á það að barnshafandi konur tækju inn fólinsýru. í dag er talið að fólinsýra dragi úr hættu á fósturskaða og komi jafnvel í veg fyrir hann. Meinatæknar eru al- mennt fylgjandi for- vörnum, sem felast m.a. í reglubundnum rann- sóknum, en með þeim mætti fínna ýmsa sjúk- dóma áður en þeir kom- ast á hættulegt stig. Meinatæknar eru líka mjög fylgjandi því að sjúklingar fái að vita niðurstöður rannsókna og séu mun upplýstari um gildi forvarna en nú er. Krabbameinsfélag íslands og Hjartavemd hafa unnið mjög vel að forvörnum, en á báðum stöðum starfa meinatæknar við rannsóknir. Forvarnir hafa enn ekki fengið nógu góðan hljómgrunn og fólk er al- mennt andvaralaust og lætur sér því oft ekki segjast og hugsar ekki um heilsuna fyrr en hún fer að bresta. Þetta er eitt af því sem hugleiða þarf nú þegar heilbrigðiskerfið virð- ist vera að springa og blátt áfram nauðsynlegt er að finna leiðir til sparnaðar. Ég er þeirrar skoðunar að heil- brigðisstéttir eigi að vinna saman en ekki bauka hver í sínu horni. Það Innan raða meinatækna eru miklir vísindamenn, segir Anna Pálsdóttir, sem hafa gert merkileg- ar uppgötvanir í starfi. hefur líka vakið athygli mína að í nefndum á vegum heilbrigðisráðu- neytisins eru nær eingöngu læknar og hjúkrunarfræðingar frá heil- brigðisstéttum. Þessu þarf að breyta. Sjúklingasamtök, hinn almenni borgari og aðrar heilbrigðisstéttir verða að taka mun meiri þátt í því að móta stefnuna í heilbrigðismálum en nú er. Eins og komið hefur fram er starf meinatækna mjög fjölbreytilegt og þróun hefur verið ör í rannsókna- fræðum. Við rannsóknastörf er mik- illar nákvæmni og skipulagningar þörf og hefur sú reynsla sem meina- tæknar fá í starfi komið sér vel þeg- ar þeir hafa lagt fyrir sig önnur störf. Frá því í desember 1995 hef ég starfað við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði sem upplýsingafulitrúi. Starfið felur í sér kynningu á starf- semi stofnunarinnar, skipulagningu Anna Pálsdóttir heimsókna, gerð kynningarrita o.fl. Þetta starf er mjög krefjandi en ánægjulegt því á Heilsustofnun starfar samhentur hópur fólks og þar gengur heilbrigðisstéttum vel að vinna saman. Á Heilsustofnun starfa úr heilbrigðisstétt sjúkra- nuddarar, sjúkraþjálfarar, læknar, hjúkrunarfræðingar ,og sjúkraliðar, auk næringarfræðings, sálfræðings og íþróttafræðinga. Fjöldi annars starfsfólks vinnur við fjölbreytta starfsemi stofnunarinnar. Það sem mér finnst sérstaklegá áhugavert við starfsemi Heilsustofnunar er að þar er stöðugt verið að huga að því hvernig má betur gera. Þar eru verk- in látin tala og eru ánægðir dvalar- gestir til vitnis um þá þjónustu sem þar fer fram. Þess ber líka að geta að dvöl í Heilsustofnun kostar aðeins brot af því sem dvöl á stóru sjúkra- húsunum kostar og er aðsókn í hvers kyns aðhlynningu og endurhæfmgu mjög mikil, en 50-60 dvalarbeiðnir eru teknar fyrir í hverri viku. Mark- miðið með starfsemi Heilsustofnunar er að efla heilbrigði í stað þess að berjast eingöngu við sjúkdóma. Mest áhersla er lögð á hollan mat, hreyf- ingu og síðast en ekki síst ábyrgð einstaklingsins á eigin heilsu. Von- andi er landinn að vakna til vitundar um það að hver er sjálfum sér næst- ur á þessu sviði sem flestum öðrum. Höfundur er upplýsingnfulltrúi á Heilsustofnun NLFÍ íHveragerði. Páskadagar hjúp- aðir hvítri skikkju KORT af svæðinu sem skíðað var um. VIÐ vorum fimmtán ferðalang- ar frá Ferðafélagi íslands sem lögðum af stað síðdegis úr bænum 26. mars í þeim tilgangi að ganga páskadagana á skíðum um Síðu- mannaafrétt; sjá Laka- gíga, Hverfisfljót og Skaftárdal. Ferðinni var heitið fyrsta kvöldið að Múlakoti austan við Kirkjubæjarklaustur en þar gistum við í svefn- pokaplássi í Múlakots- skóla, gömlum barna- skóla. Þessi skóli tók til starfa veturinn 1909 - 1910. Við húsið er trjá- lundur sem ungmenna- féiagið gróðursetti. Þar starfaði skóli í sextíu ár er hann var fluttur að Kirkjubæjar- klaustri. Húsið hefur verið friðlýst. Á töflu í anddyrinu stendur: „Múla- kotsskóli er verðugur minnisvarði um stórhug og framsýni í fræðslu- málum í fámennri byggð á morgni nýrrar aldar.“ Það var komið myrkur, frost og bálhvasst þegar við komum að Múlakoti. Himinninn var dimmblár og stjörnubjartur. Halastjaman skein undurskært. Við sofnuðum við gnauðið í vindinum. Skírdagur Morguninn eftir var bjart og kalt, sólskin og rok. Við keyrðum fyrst að Þverá. Þaðan héldum við í jeppum að Eyjalóni, sem var ísi lagt. Þar fórum við á skíðin, en flestir höfðu sett skinn undir þau því að leiðin að gangnamannaskál- anun við Miklafell er öll á bratt- ann. Við settum á okkur dagspok- ann en í honum var að fínna hita- brúsa og brauðsneiðar, súkkulaði og aukaföt. Farangurinn var að öðru leyti fluttur á vélsleðum milli áfangastaða og munar það geysi- miklu að þurfa ekki að bera allan farangur. Ferðafélagið hafði samið við menn frá Slysavarnafélagi ís- lands að flytja farangurinn á vél- sleðum. Leiðin lá í norðvestur en þaðan kom vindurinn beint í fang- ið, sjö vindstig. Við héldum upp Eldhraunið. Til beggja handa voru lág fjöll og fjallgarðar. Á vinstri hönd Hestur og norðar Austurhlíð- ar, að baki þeim Kaldbakur, á hægri hönd Dalsfjall og nokkru norðar Hnúta. Framundan var Mikla- fell, langt og ávalt að lögun. Aðeins svart klettabelti suðvestan- megin í Ijallinu stakk í stúf við snæviþakið fjallið sem er 688 m á hæð. Gott var að kom- ast í skálann þar sem við gistum í tvær næt- ur. Þar var hægt að finna skjól undir gafli og láta sólina verma vanga. Sumir fóru á skíðum upp á fjallið síð- degis. Um kvöldið var sameiginleg máltíð. Þessa nótt var himinninn stjörnubjartur og hala- stjarnan skein skært í norðri. Föstudagurinn langi Ég vaknaði snemma. í svefn- skálanum voru sextán kojur og einn gluggi á súðinni. Inn um hann barst föl birta. í fremri skálanum, þar sem er eldhús og langborð, voru gluggar hélaðir, aðeins tveggja stiga hiti inni. Þegar vatn- ið fór að sjóða á hellunum hvarf hrollurinn. Þennan dag var gengið austur fyrir Miklafell og upp á hæð eina. Þaðan mátti í norðvestri sjá Sveinstind rísa tignarlegan og Fögrufjöll böðuð sólskini. Síðan héldum við í norðaustur að Hverf- isfljóti og niður með því að fjallinu Hnútu. Þá var haldið í vesturátt og komið í skálann eftir sex tíma göngu. Það hlýnaði í veðri þennan dag. Um morguninn hafði sólin skinið sorgmædd á bak við ský og varpaði geislum sínum á eyðilegt hjarnið. Þegar líða tók á daginn skein sólin eins og blátt auga á gráum himni. Á heimleiðinni byij- aði að snjóa og snjóflygsurnar féllu undurmjúkt eins og dúnn til jarðar. Laugardagur fyrir páska Um morguninn var þoka og súld, ekkert skyggni. Við lögðum af stað um hádegi og lá leiðin frá skálanum vestan við Miklafell með Páskaferð á skíðum um Síðumannaafrétt. Gerður Steinþórs- dóttir skráði ferðasöguna. Rauðhól á vinstri hönd. Gengið var eftir áttavita í þokunni og skiptust nokkrir á að ganga fremst, því að mikið reynir á þann sem gengur blindandi í hvítri veröld þoku og snjós og veit ekki hvað framundan er. Snjórinn tók að festast undir skíðunum. Þá var nauðsynlegt að bera á þau rennslisáburð. Við fór- um yfir Hellisá. Þegar við nálguð- umst sæluhúsið í Blágili sá til fjalla og þá hittum við mennina sem komu með farangurinn. Nú sá til Uxatinda í vestri og Leiðólfsfells í suðvestri. Það fjall átti eftir að verða aðalkennileiti okkar á síð- asta degi ferðarinnar. Það lágu þijú ísþrep niður að útidyrunum í skálanum í Blágili. Skálinn er einn geimur með sextán kojum, auk lít- ils anddyris. Páskadagur Við tókum það rólega páska- dagsmorguninn en iögðum af stað í skíðagöngu klukkan hálfellefu og gengum að syðri hluta Lakagíga. Þar skildi leiðir og fór hluti hóps- ins að Laka en aðrir styttri ferð. Var svo komið að hæisæri hijáði nokkra en slíkt veldur miklum sársauka þrátt fyrir góða plástra. Við sem gengum að Laka skoðuð- um Tjarnargíg á leiðinni, en hann dregur nafn sitt af tjörn í gíg- botni. Núna var hann lagður ísi og snjó. Þegar litið var norðaustur eftir gígaröðinni var það snjórinn sem einkenndi landið mest. Þó mátti sjá svarta gígbarma og þykkan grámosa á stöku stað. Svartur hrafn flaug lágt yfir Tjarn- argíginn og hélt í norðaustur eins og við. Rosabaugur myndaðist um sólu en hvarf von bráðar. Um hálffjögurleytið komum við að Laka sem er ávalt móbergsíjall 818 m á hæð. Ekki gengum við á Laka að þessu sinni en þaðan er víðsýni mikið og sést öll gígaröðin enda á milli, en hún er 25 km löng. Úr þessari gígaröð kom mesta hraun sem runnið hefur í einu á jörðinni svo vitað sé. Hraunrennslið skiptist í tvær meginkvíslar, rann sú vest- ari niður eftir Skaftárgljúfri alla leið í Meðalland, en eystri kvíslin niður dal Hverfisfljóts, niður á Brunasand. Heimförin var him- nesk þetta kvöld; logn og mjúk birtan í kvöldsólinni, víðáttan endalaus. Við komum heim í skála eftir tæplega níu tíma göngu. Um kvöldið var hátíð; ljósin frá gulum kertum glóðu á borðinu. Upp í hugann komu ljóðlínur úr Áföng- um eftir Jón Helgason um Skaft- árelda: „Logandi standa í langri röð/ ljósin á gígjastjaka." Páska- eggin voru brotin og einn máls- hátturinn hljóðaði svo viturlega: Allir eldar brenna út um síðir. Annar í páskum Við risum upp ária morguns og lögðum af stað um áttaleytið. Stefnan var tekin í suðvestur, á Leiðólfsfell sem stendur stakt, með tvo hnjúka. Birtan var síbreytileg: Stundum var fjallið baðað sólskini, í næstu andrá bar skugga á og stundum hvarf fjallið í sorta eins og hendi væri veifað. Þetta var leikur ljóss og skugga. Við gengum síðan fyrir fjallið vestanmegin en þar við fjallsrætur er sæluhús. Þá skein sólin og við snæddum nestið okkar. Við fylgdum síðan leið vél- sleðanna, sem fluttu farangurinn niður í byggð. Við vorum komin í Skaftárdal klukkan hálffimm eftir átta tíma göngu. Bærinn Skaftár- dalur er efsti bær við Skaftá, en er ekki lengur í byggð, steinhúsið stendur enn, niðurnítt. Tvö nýleg sumarhús hafa verið byggð þarna. Hér var snjórinn minni. Sumir tóku af sér skíðin og gengu síðasta spottann eftir veginum, aðrir þijóskuðust við og reyndu að finna leið í snjónum. Við fórum yfir brúna á Skaftá, en fljótið var kuldalegt á að líta. Við héldum upp á hæðina þar sem rúta frá Vest- fjarðaleið beið okkar. Nú var nauð- synlegt að gera teygjuæfingar, eins og ávallt eftir gönguferð, áður en haldið var í bæinn. Þetta var í fyrsta sinn sem Ferðafélag íslands fór slíka ferð. Hugmyndafræðing- ur hennar og aðalfararstjóri var Gestur Kristjánsson sem naut að- stoðar Páls Olafssonar, en þeir eru báðir þaulvanir skíðagöngumenn. Um nóttina leið ég áfram í hug- anum á skíðum yfir víðáttumiklar heiðar, ávalar hæðir og snævi þaktar hraunbreiður: Landið var hjúpað hvítri skikkju. Höfundur er ritari Ferðafélags íslands. A ferð í FERDAFELAG ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.