Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 31 Skyldu menn blóta á laun, ef vildu Fyrir jólin kom út í Ósló bókin Blote kan ein gjere om det berre skjeri loynd eftir Gunhild Kværness. Þar kemst hún að ann- arri niðurstöðu um tengsl íslenskra og norskra laga en fræðimenn hafa gert hingað til. Kjartan Arnason kannaði þetta mál. Vorvaka Emblu FÉLAGIÐ Embla í Stykkis- hólmi heldur sína árlegu vor- vöku síðasta vetrardag, 23. apríl. Vakan, sem ber yfirskriftina „Vor við sæinn“, er tileinkuð sjónum og sjómennsku og hefst í Stykkishólmskirkju kl. 20.30 með söng karla úr kór kirkjunnar og munu þeir syngja sjómannalög frá ýms- um áttum. Þóra Einarsdóttir, sópran og Bjarni Jónsson, ten- ór, syngja við undirleik Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara. I safnaðarheimilinu verður m.a. sýndur fatnaður frá Egg- ert feldskera og bornir fram sjávarréttir í boði sjávarút- vegsfyrirtækja í Stykkishólmi. Á sumardaginn fyrsta verð- ur opnuð sýning kl. 14 í Norska húsinu þar sem sýnd verða sjó- klæði frá ýmsum tímum, mun- ir unnir úr fiskroði, fiskbeini, skeljum, selskinni o.fl. eftir fjölmarga listamenn. Heiðursgestur vorvökunnar er Lúðvík Kristjánsson rithöf- undur og munu Emblukonur flytja efni eftir hann á vorvök- unni. Sýningin verður opin föstudag frá kl. 17-19, laugardag og sunnudag 14-18. „Græn sveifla“ í íslensku óperunni FYRSTU opinberu tónleikar Léttsveitar Kvennakórs Reykjavíkur verða haldnir þriðjudaginn 22. apríl kl. 20. Yfirskrift tónleikanna er „Græn sveifla". Léttsveitin sem er skipuð rúmlega 100 konum er yngri systir Kvennakórs Reykjavík- ur. Sveitin hefur starfað frá hausti 1996 undir stjórn Jó- hönnu V. Þórhallsdóttur söng- konu við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur píanóleikara sem ennfremur útsetur mörg lög kórsins. Til liðs við sig hefur Létt- sveitin fengið hljómsveitina Rússíbana og Wilmu Young fiðluleikara, ásamt steppdans- aranum Ásgeiri Bragasyni og er næsta víst að kórkonur munu einnig dansa írskan dans, segir í kynningu. Skagfirska söngsveitin með vortón- leika VORTÓNLEIKAR Skagfirsku söngsveitarinnar í Reykjavík verður í Langholtskirkju fimmtudaginn 24. apríl og laugardaginn 26. apríl, og hefj- ast kl. 17. Flutt verða verk eftir ís- lenska höfunda og erlenda höf- unda. Einsöngvarar með kórn- um koma úr röðum kórfélaga og eru þeir Svanhildur Svein- björnsdóttir, Guðmundur Sig- urðsson, Kristín R. Sigurðar- dóttir, Jóhann Fr. Valdimars- son og Reynir Þórsson. Stjórn- andi er Björgvin Þ. Valdimars- son og undirleikari Vilhelmína Ólafsdóttir, píanóleikari. Föstudaginn 2. maí verður kórinn með tónleika í Siglu- ijarðarkirkju. SAMKVÆMT frásögn Ara fróða var Úlfljótur gerður út til Noregs að sækja íslendingum lög, og á hann að hafa snúið aftur með Gulaþingslögin norsku, sem orðið hafi stofninn í lögum þeim sem Alþingi var reist á árið 930 á Þing- völlum. Frá dögum Ara hefur það löngum verið hald manna að á þennan veg hafi böndin legið milli íslenskra og norskra laga. Þótt undarlegt megi virðast hefur ná- kvæmur samanburður á megininn- taki íslensku laganna í Grágás og Gulaþingslaga ekki verið gerður fyrr en nýlega þegar Gunhild Kværness tók þetta efni fyrir í lokaritgerð sinni til embættisprófs í norsku frá Oslóarháskóla. í ritgerðinni, sem uppá íslensku heitir Skyldu menn blóta á laun, ef vildu og var gefin út af norska Rannsóknaráðinu á síðasta ári, ber höfundurinn saman „kristinna laga þætti“ lögbókanna, þ.e. þann þátt sem kveður á um framkvæmd kristninnar. Markmið samanburð- TONLIST Norræna húsið ÞJÓÐLAGATÓNLEIKAR Þjóðleg tóiilist frá Mið-Svíþjóð. Tríó- ið Vendelkrákoma (Annika Ekstav & Cajsa Ekstav, lyklahörpur og söng- ur; Mickael Naslund, gitar og söng- ur. Föstudaginn 18. apríl kl. 20.30. FRAMANDFÍKN þessarar ey- þjóðar er undarlega misskipt. Menn gína við gospel og afrískum bumbuslætti úr fjarlægum heims- álfum, en láta sér ekki detta í hug, að jafnáhugaverð alþýðutón- list geti legið rétt handan við hey- garðshornið í þeim löndum sem við „berum okkur helzt saman við“. Svo var a.m.k. að sjá af frem- ur klénni aðsókn á laugardags- kvöldið var, þegar sænska Vand- ilskráku-tríóið frá Upplöndum kom fram í Norræna húsinu. Nema þjóðlagaáhangendur hafi allir verið úti að skemmta sér; föstudagskvöld þykja sem kunn- ugt er ekki heppileg til tónleika- halds - nema þá í öldurhúsum. Þar misstu þeir af miklu. Leikur og söngur þeirra Ekstav-systra og Naslunds voru nefnilega af þeim gæðaflokki, að hefðu þau verið íslenzk og stigið á stokk meðan skammvinn þjóðlagavakningin reið yfir hér á landi á árunum kringum 1970, hefðu þau lagt landið að fótum sér á einni nóttu. Ekki þó svo að skilja, að tónlist þeirra þremenninga væri af þeirri sórtinni sem tranar sér fram. Oðru arins var að meta að hve miklu leyti íslendingar sóttu sér fyrir- myndir að lögum til Noregs. Ekki bein áhrif Gunhild Kværness kemst að þeirri niðurstöðu í ritgerðinni að ekki sé ástæða til að ætla að áhrif norskra laga séu meiri hér en eðli- legt geti talist út frá hugmyndum sem þá lágu í tímanum - um bein áhrif sé ekki að ræða. Kristinna laga þáttur Grágásar er afar sjálf- stæður, segir Gunhild, en síðari rannsóknir gætu e.t.v. leitt í ljós að Islendingar hefðu sótt sér fyrir- myndir til laga annarra landa en Noregs. Kværness sér nægar ástæður til að álykta að þessi þátt- ur laganna sé fyrst og fremst sprottinn úr þeirri menningu sem hér hafði mótast frá landnámi, og var í ýmsum atriðum búinn að skapa sér sérstöðu. íslenska samfélagið virðist hafa litið stöðu kvenna öðrum augum en systursamfélagið austanhafs. í nær. Þetta var tónlist sem lék á nótum áreynslulausrar fágunar og íbyggni, en geislaði um leið af kyrrlátri fegurð, hrífandi gleði og seiðmagnaðri danssveiflu beint frá rótum norrænnar þjóðarvitundar. Hér fór sérkennilegt tímahylki aftan úr öldum; rödd horfinnar alþýðu, sem snart djúpan streng hjá hveijum hlustanda, þótt ekki væri borin á borð sem annað og meira en dægradvöl. Nú verður að vísu að virða þjóð- lagaliði voru til vorkunnar, að sambandið við sænska arfleifð er ekki upp á marga fiska; e.t.v. er hún sú grein sem minnst ber á í sttjálum útvarpsþáttum um skandinavíska tónlist, auk þess sem heimsóknir af því tagi sem hér um ræðir eru í meira lagi fá- séðar. Mörgum kann því ekki hafa þótt taka að spila í því happ- drætti sem það óneitanlega er að mæta á tónleika lítt kunnra lista- manna, og verður undirritaður að játa, að það kom honum sjálfum á óvart hve söngurinn var hreinn, spilamennskan liðug, jafnvægið fullkomið og útsetningar smekk- legar. Menn máttu vita - þeir sem enn eru ekki ofurseldir engilsax- neskum tónmenntum - að mörg leynist perlan í sænskum þjóðlaga- sjóði, ekki bara lög eins og Ut i vár hage og alþýðulögin léttjöss- uðu á rómaðri hljómplötu Jans heitins Johanssons, Jazz pá svenska. í þessu tilviki var yfir- gnæfandi meirihluti dagskrár gjörsamlega ókunnur íslenzkum áheyrendum, en það skipti engu, kafla um hjónaband og samlíf hjóna er í norsku lögunum ein- göngu talað til karla varðandi ábyrgð og skyldur í kristilegu hjónabandi. Grágás lítur aftur á móti á konuna sem geranda til jafns við karlinn, einsog fram kem- ur í orðunum „ef kona leggz med manne...“ Frumkvæði og ábyrgð kvenna og karla eru m.ö.o. lögð að jöfnu í íslensku lögunum. Norsku lögin kveða skýrt á um bann við fjölkvæni, en sveigjan- leiki þeirra íslensku er hér meiri: íslenskur karl mátti vel eiga eina konu á íslandi og aðra í Noregi. Ekki eru nefndir kvenkostir ann- arra landa. Hjónasængin ótryggur griðastaður Beri nútímamenn ugg í bijósti gagnvart hinu alskyggna auga yfirvalda, mega þeir þakka fyrir að ástandið hefur þó heldur skán- að frá miðöldum, þegar vakað var yfír hverri hræringu þegnanna, innan heimilis sem utan, jafnvel hjónasængin var ótryggur griða- staður. Gefnar voru forskriftir að því hvað eta mætti og hvenær, hvernig haga bæri skírn og greftr- un, og í þvílíkum atriðum eru ís- lensku lögin mun nákvæmari og strangari. írskra áhrifa gætir sumstaðar í Grágás, t.d. í heitum messudaga, en slík áhrif eru ekki greinanleg í Noregi. Lögin gáfu aukinheldur fyrir- mæli um hvenær fólk mætti sam- því í flutningi Vandilkrákna varð nánast hvert lag að litlum gim- steini. Sjálfsagt hefur obbinn tilheyrt íjómanum. Fjölbreytni laganna var alltjent mikil, og sum lumuðu á reisn og óvæntri formrænni framvindu, sem hefðu getað kallað fram innblásna sinfóníska út- færslu hjá Brahms og Dvorák. Sérstaklega átti það við nærri því epíska drykkjuvísu frá Álvdalen (2. aukalag), þar sem skilja mátti af kynningum, að dalbúar mæli svo forna mállýzku að nálgist ís- lenzku að óskiljanleika. Lagið var dórískt í AABB-formi, tilkomu- mikill „frásagnar-mars“ með eftir- væntingarvekjandi dvölum milli formeininga; kímið og spennandi í senn, enda þótt textainnihaldið einast í holdinu; til dæmis var bannað að elskast á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum og þegar helgi var mest, s.s. í níu vikur á lönguföstu. Sektir fyrir barnsburð níu mánuðum eftir það gátu numið allt að tíu kúgildum. I þessum efnum voru íslendingar manna refsiglaðastir. Var strang- leiki og umburðarleysi íslensks miðaldasamfélags e.t.v. meira og víðtækara en við höfum gjarna viljað trúa til þessa, jafnvel enn meira en hjá næstu nágrönnum okkar? mætti spyija. Það er þekkt að því smærri sem samfélögin eru, þeim mun stangari séu reglurnar fyrir þegna þeirra; vera kann að hluta skýringarinnar sé þar að finna. Gunhild Kværness dvaldi hér á landi í tvo mánuði 1994 að rann- sóknum sínum við Árnastofnun, en á síðasta áratug var hún hér við nám og störf og bjó þá í Reykjavík um tveggja ára skeið. hæfi sig í sjálfu sér ekki upp úr fimmtíu senta glasinu. Of langt mál væri að tilgreina fleiri dæmi. Hvert lag hafði sinn sjarma, og óþvingað látleysi flytj- enda var slíkt, að hlustendur gleymdu stað og stund. Slíkt ger- ist sjaldan, jafnvel þegar sú „dýra list“ gömlu meistaranna á í hlut, og ekki nema skiljanlegt að hafi komið fleirum en undirrituðum í opna skjöldu, sem hættir til að leggja alþýðuskemmtan að jöfnu við groddaskap, drykkjuraus og neðanbeltiskerskni - og sjálfsagt af gefnum tilefnum. Hér var dæmi um hið gagn- stæða, sem sannfærði mann um að margt er það í koti karls sem kóngs er ekki í ranni. Ríkarður Ö. Pálsson Þú dýra alþýðulist Morgunblaðið/Kristinn SÆNSKA þjóðlagatríóið Vendelkrákorna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.