Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 72
MORGUNBLADIB, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(SCENTRUM.1S / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Viðræður verkalýðsfélaga í VMSÍ og atvinnurekenda Samkomulag liggur að mestu leyti fyrir FULLTRÚAR flestra þeirra tólf verkalýðsfélaga innan VMSÍ, sem felldu kjarasamningana er gerð- ir voru 24. mars sl., komu til samningafundar með viðsemjendum hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi í gær. Óformlegar viðræður fóru einnig fram um helgina og lá í gær fyrir óformlegt sam- komulag um helstu breytingar á samningunum sem rætt hefur verið um og bar fremur lítið í milli varðandi eitt atriði sem enn var óleyst, skv. upplýsingum Morgunblaðsins. Fulltrúar fimm verkalýðsfélaga komu til við- ræðna hjá sáttasemjara í gær en þau fara einn- ig með samningsumboð fyrir fleiri félög. Síðdeg- is var ákveðið að fresta viðræðum til kl. 10 í dag en ekki lá þá fyrir hvort verkalýðsfélög á Austurlandi, sem felldu samningana á dögunum, stæðu að gerð nýrra samninga með þeim félögum sem komin eru til viðræðna hjá sáttasemjara. Skv. heimildum Morgunblaðsins hefur náðst samkomulag um að búa til nýjan kauptaxta fyrir starfsmenn sem hafa náð tíu ára starfsaldri en ekki hefur náðst endanlegt samkomulag um upp- hæð kauptaxtans. Einnig hefur náðst samkomu- lag um að samningsákvæði um 70 þúsund kr. lágmarkstekjur á samningstímanum fyrir fullt starf gildi líka hlutfallslega fyrir starfsfólk í 50% föstu starfshlutfalli, þannig að lágmarkstekju- trygging starfsmanna sem eru í hálfu starfi verði 35 þúsund kr. á mánuði. Samningstexti undirritaður á Norðfirði Verkalýðsfélag Norðfirðinga undirritaði í gær drög að samningi við Síldarvinnsluna hf. en fé- lagið var í hópi þeirra VMSÍ-félaga sem felldu kjarasamningana sem gerðir voru í seinasta mánuði. Jón Ingi Kristjánsson, formaður félags- ins, segir að sarnkomulag hafi náðst um tvö atriði en enn sé þó ósamið um kauptaxtabreyt- ingar. Vildi hann ekki greina frá efni samkomu- lagsins á þessu stigi. Félagið hefur frestað boð- uðu verkfalli til 29. apríl. Töluverð tímapressa er á samningsaðilum VMSÍ og vinnuveitenda hjá sáttasemjara að ganga frá kjarasamningum þar sem boðað verk- fall hjá Verkalýðsfélagi Akraness á að hefjast á fimmtudagskvöld hafi ekki samist fyrir þann tíma, en önnur VMSÍ-félög höfðu frestað verkfallsað- gerðum til mánaðamóta. Starfsmenn ÍSAL samþykkja Starfsmenn álversins í Straumsvík samþykktu nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu en taln- ingu lauk í gær. 405 voru á kjörskrá, 343 greiddu atkvæði. Já sögðu 235 eða 68,5%, nei sögðu 104 eða 33% og 4 skiluðu auðu. Samningurinn gildir til 30. nóvember árið 2000. Langur sáttafundur var haldinn í gær milli Starfsmannafélags ríkisstofnana og samninga- nefndar ríkisins. Fleiri hópar komu til fundar hjá sáttasemjara í gær án þess að drægi til tíðinda. Þar á meðal voru samninganefndir Vélstjórafé- lagsins, Flugfreyjufélagsins og samflots bæjar- starfsmanna. Breikkun vegar og brúarsmíð VINNA við þriðja áfanga fram- kvæmda við Vesturlandsveg, frá Elliðaám að Skeiðárvogi, er nú hafin af fullum krafti á veg- um verktakafyrirtækjanna Vala og Sveinbjörns Sigurðssonar hf. Síðastliðin tvö ár hefur verið unnið að því að breikka Vestur- landsveginn frá Höfðabakka niður Artúnsbrekku og nú er þriðji áfanginn hafinn. í honum verður m.a. byggð 65 metra löng brú yfir Sæbraut, auk breikkunar Vesturlandsvegar með slaufum og römpum og breikkunar Miklubrautar inn á miðeyjuna. Talsverðar breytingar, lokan- ir og takmarkanir verða á um- ferð vegna framkvæmdanna. T.d hefur austasta kafla Suður- landsbrautar verið lokað nú þegar og innkeyrslu inn á Vest- urlandsveg frá Rafstöðvarvegi og Sævarhöfða verður lokað þegar framkvæmdir við rampa hefjast. Framkvæmdirnar kosta 239 milljónir króna og er ráðgert að opnað verði fyrir umferð um nýju mannvirkin 1. október og frágangi ljúki fyrir 1. nóvember. ili W' P Morgunblaðið/Kristinn MARTEINN Hjaltested er einn þeirra sem nú vinna við breikkun Vesturlandsvegar. Fríhöfnin með 500 milljóna hagnað HAGNAÐUR fríhafnarverslunar- innar á Keflavíkurflugvelli nam rúm- um 500 milljónum króna á síðasta ári. Árið 1995 nam hagnaðurinn 585 milljónum króna. Velta fríhafnar- verslunarinnar nam 2,6 milljörðum króna á síðasta ári og hefur aukist um 17,45% frá árinu 1995 en þá nam veltan 2,2 milljörðum króna. Að sögn Guðmundar Karls Jóns- sonar, forstjóra Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eru hagnaðar- tölur ekki sambærilegar á milli ára þar sem Fríhöfnin hóf að greiða áfengisskatt til ríkissjóðs í septem- ber 1995. Hagnaður/19 -♦ ♦ ♦ Séreignarsjóðir 11 þúsund sjóðfélag- areiga7,l milljarð FÉLAGAR í séreignarlífeyrissjóð- um, sem verðbréfafyrirtæki reka, voru um 11 þúsund um síðustu ára- mót. Eign þeirra í sjóðunum nam rúmlega 7,2 milljörðum króna. Heildareign í lífeyrissjóðum er hins vegar áætluð um 300 milljarðar. Séreignarsjóðum, sem eru fullgild- ir lífeyrissjóðir, hefur ört vaxið fískur um hrygg á sl. árum. Um tugur sér- eignarsjóða er á vegum stéttarfélaga og hefur sá elsti starfað í 30 ár. Sjóð- ir verðbréfafyrirtækjanna eru hins vegar yngri, en sá elsti þeirra var stofnaður árið 1979. Helstí munur á þeim og almennum lífeyrissjóðum er að iðgjöld sjóðfélaga myndar inneign, sem greidd er út á minnst 10 árum. Sjóðimir bjóða félögum sínum að kaupa tryggingar, til að auka rétt sinn, því séreignarsjóðir greiða ekki ellilífeyri til æviloka. ■ Reglubundinn sparnaður/16 ♦ ♦ ♦ Hlíðar og Norðurmýri Rafmagnslaust í klukkutíma RAFMAGN fór af í hluta Hlíða- hverfis og Norðurmýrar í Reykjavík á áttunda tímanum í gærkvöldi vegna háspennubilunar í jarðstreng milli Landspítala og Þorfinnsgötu. Vel gekk að gera við, að sögn Stefáns Olafssonar hjá bilanavakt Rafmagnsveitu Reykjavíkur, og var rafmagn að fullu komið á aftur inn- an klukkustundar. Héraðsdómur Reykjaness fellir fyrsta dóminn um dreifingu á alnetinu HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær 42 ára gamlan mann til greiðslu sektar fyrir að dreifa klámefni á alnetinu. Þetta er í fyrsta skipti sem dreifing kláms með þessum hætti kemur til kasta íslenskra dómstóla. Heimasíða mannsins var heim- sótt 1.422 sinnum átímabilinu frá júní til október 1996. Maðurinn sagði að þær 67 kyrrmyndir, sem hann var sakaður um að hafa dreift og sýndu nekt fólks og kyn- færi, væru ekki klámmyndir held- ur „erótískar “ myndir. Sams kon- ar myndir væru allt í kring á net- inu og hann hefði því ekki talið þetta brotlegt. Þá teldist það ekki dreifing að hafa efni á heimasíðu á netinu, því efnið yrði að sækja í ákveðið hólf eða geymslu. Sjálfur hafði hann nálgast efnið á öðrum heimasíðum og safnað því saman á sinni. Dæmdur fyrir að dreifa klámi Flókið aðgengi og falinn rofi Maðurinn ítrekaði að hann hefði haft aðgengið að myndunum flók- ið. Hann hefði birt aðvörun á skján- um og rofi til að halda áfram inn á síðuna hafi verið falinn. Fulltrúi fýrirtækisins, sem seldi manninum aðgang að alnetinu, sagði hins vegar að í eitt skipti hefði verið svo mikil umferð inn á efni manns- ins að kerfið hefði nánast stöðv- ast. Fyrirtækið vísaði til kannana sem sýndu að um 90% notenda á alnetinu hafi einhvern tíma leitað eftir klámfengnu efni og nær helm- ingur þeirra sem beiti leitarforrit- um séu að fiska eftir klámi. Dómarinn, Guðmundur L. Jó- hannesson, sagði að það yrði ekki talið að allir sem tengt hefðu tölv- ur sínar alnetinu hefðu haft að- gang að og getað séð myndirnar, vegna þess að töluverða tölvukunn- áttu þyrfti til að nálgast þær. Hins vegar hefði maðurinn sýnt og dreift myndunum til ótiltekins hóps manna. „Það skiptir ekki máli hér þó að hlutaðeigandi verði að hafa frumkvæðið að því að sækja efnið inn á heimasíðu ákærða og má jafna þessu við dreifingu klám- myndblaða í kjörbókabúðum, þar sem kaupandinn verður að draga sig eftir þeim,“ sagði dómari. Ekki vafi að myndirnar voru klám Dómarinn taldi ekki orka tví- mælis að myndirnar 67 væru klám- myndir í skilningi hegningarlaga. Dómarinn tók tillit til þess að ekki yrði séð að maðurinn hafi hagnast á dreifingunni, en á móti kæmi að ótiltekinn hópur barna og ungmenna hefði getað haft aðgang að efninu án þess að mað- urinn fengi nokkru um ráðið. Taldi dómarinn hæfilega refsingu 90 þúsund króna sekt og kemur 15 daga varðhald í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjög- urra vikna. Maðurinn var jafn- framt dæmdur í 40 daga varðhald, skilorðsbundið í 2 ár. Þá var honum gert að greiða málskostnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.