Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 57 \ 1 I J i I i 4 i i ! 4 4 4 4 i 4 4 i 4 i i i ( FRÉTTIR Bændur á fundi með landbúnaðarráðherra Fundur um konur og stjórnmál HVÖT, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, heldur opinn fund í Val- höll á þriðjudaginn kl. 17 með yfir- skriftinni: Af hveiju eru karl- menn ríkjandi í stjórnmálum? Ræðumenn fundarins verða Tuula Öhman, borgarstjórnarfull- trúi í Helsinki, sem talar um konur og stjórnmál í Finn- iandi, Geir Haarde, þingmaður, talar um konur og stjórnmál í alþjóðlegu samhengi, Sólveig Pétursdóttir, þingmaður, sem talar um starf þing- mannsins og dr. Sigrún Stefánsdótt- ir, lektor við Háskóla íslands, sem talar um konur, fjölmiðla og stjórn- mál. Fundarstjóri verður Bessý Jó- hannsdóttir. Aðalfundur Vinafélags SR VINAFÉLAG Sjúkrahúss Reykja- víkur hélt aðalfund sinn 4. mars sl. í matsal Borgarspítalans í Fossvogi. Fundarstjóri var Magnús Skúlason, aðstoðarframkvæmdastjóri SR. í skýrslu formanns, Egils Skúla Ingibergssonar, sem verið hefur for- maður félagsins frá stofnun 1983, kom fram m.a. að gengið var frá kaupum á listaverki fyrir kapellu spítalans. Listamaðurinn, Kristín Gunnlaugsdóttir, gaf jafnframt heimild til þess að mynd af verkinu væri notuð á kort sem VSR gæti notað í fjáröflunarskyni. Þá kom fram að hljómflutningstæki voru afhent Landakoti og Arnarholti, einnig sjónvarp og myndbandstæki þangað og fyrir barnadeild slysa- deildar sn. tölvumælitæki á Arnar- holt til að auðvelda að meta ástand sjúklinga og svo tijáplöntur á landið í Fossvoginum og þar með þátttaka í spítaladeginum í júní. Formaður þakkaði í lokin fráfarandi stjórnar- mönnum mikil og góð störf og stjórnendum spítalans fyrir gott samstarf og mikinn stuðning. Stjórn var kosin og verður hún skipuð Agli Skúla Ingibergssyni, sem er formaður, Gísla Hermanns- syni, sem er gjaldkeri, Guðmundi Pálma Kristinssyni, Jónu Guð- mundsdóttur, Kristjáni Þorgeirssyni, Reyni Ármannssyni, sem er ritari og sr. Sigfinni Þorleifssyni. Gísli Hermannsson er yfirmaður tækni- deildar spítalans og er nú í fyrsta sinn með í stjórn VSR einnig er Kristján Þorgeirsson, framkvæmda- stjóri á Skálatúni, nýr í stjórninni en þessir tveir komu í stað Ottós Mickelsen sem hefur verið með í stjórn frá byijun 1983 og Jónínu Birgisdóttur sem var gjaldkeri síð- asta starfsár en gat ekki verið með aftur vegna starfs síns. Einnig var kosið í trúnaðar- mannaráð félagsins og voru eftirfar- andi kosnir: Anna Birna Jónsdóttir, Birgir ísleifur Gunnarsson, Gunnar H. Guðmundsson, Margrét Norland, Mímir Arnórsson, Ottó Mickelsen, Ólafur B. Thors, Páll Kr. Pálsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Sigurlín Gunnarsdóttir, Þorgeir Baldursson og Þórir Daníelsson. Tilnefning’ar til Foreldraverð- launa 1997 LANDSSAMTÖK foreldra, Heimili og skóli veita í vor viðurkenningu sem hefur hlotið heitið Foreldraverð- launin. Tilgangur Heimilis og skóla með þessari viðurkenningu er að vekja jákvæða eftirtekt á grunnskól- anum og því gróskumikla starfi sem þar er unnið á íjölmörgum sviðum. Foreldraverðlaunum er úthlutað árlega til þess eða þeirra sem á yfir- standandi ári hafa unnið góð störf í þágu foreldra og barna. Sérstak- lega verður litið til verkefna sem efla tengsl heimila og skóla og auka virkni foreldra, kennara og nemenda í því mikilvæga samstarfi. Samtökin óska eftir ábendingum um einstaklinga eða hópa sem hafa unnið vel á þessu sviði. Hver sem er getur sent inn tilnefningu s.s. foreldrar, kennarar, nemendur og sveitarstjórnarmenn en sérstaklega verður leitað til foreldrafélaga og skóla eftir ábendingum. í fyrra hlutu verðlaunin Ársæll Már Gunnarsson í Reykjavík fyrir útbreiðslu foreldraröltsins og stjórn- endur og starfsmenn Garðaskóla fyrir nemendahandbók. Tilnefningar sendist skriflega til Landssamtakanna Heimili og skóli, sem veita allar nánari upplýsingar. Frestur til að skila inn tilnefningum rennur út 1. maí nk. Laxamýri. Morgnnblaöid. LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur hafið fundaröð þar sem málefni bændastéttarinnar eru kynnt og hvernig ráðuneytið vinn- ur að því að móta samræmda landbúnaðarstefnu til framtíðar. Á fundi í Ýdölum sl. föstudags- kvöld, sem var fyrsti fundur Guð- mundar Bjarnasonar ráðherra með bændafólki í þessum til- gangi, var vel mætt og líflegar umræður um stöðu atvinnugrein- arinnar. Af hálfu ráðuneytisins voru mættir þrír starfsmenn þess auk Guðmundar, þeir Hákon Sigur- grímsson, Olafur Friðriksson og Níels Árni Lund. Ólafur kynnti frumvarp til laga um búnaðargjald þar sem ætlunin er að einfalda innheimtuna og hafa hana öruggari og ódýrari. Hann kynnti og frumvarp til laga um Lánasjóð landbúnaðarins og er ætlunin að starfrækja öflug- an lánasjóð, breyta Búnaðarbank- anum í hlutafélag og laga rekstur núverandi Stofnlánadeildar að breyttum tímum. Lánareglur á að rýmka og lán verða ekki leng- ur bundin við lögbýli. Hákon Sigurgrímsson talaði um breytingar á lögum um búfjárhald, samræmt merkingarkerfi fyrir búfé og skýrari ákvæði um fram- Skeifudagur Bændaskólans á Hvanneyri HINN árlegi skeifudagur Bænda- skólans á Hvanneyri verður sumar- daginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl nk. Dagurinn hefst á keppni í barna- og unglingaflokkum og í A- og B- flokkum gæðinga um morguninn en þátttökurétt í keppninni eiga allir Hvanneyringar, bæði staðarbúar og nemendur og íbúar í Andakílshreppi. Eftir hádegi hefst leikurinn með hópreið nemenda og annarra Hvann- eyringa frá kirkjunni og niður á reið- völl með Ingimar Sveinsson hrossa- ræktarkennara í broddi fylkingar. Að hópreiðinni lokinni hefst sjálf skeifukeppnin en þar keppa nemend- ur I hrossarækt um Morgunblaðs- skeifuna en hana hlýtur sá nemandi kvæmd á búfjáreftirliti. Einnig ræddi hann um eftirlit með beiti- landi í byggð. Þá kynnti hann störf nefndar sem fjallað hefur um endurmenntun bænda og tengingu landbúnaðarnáms við framhalds- og háskólastig. Niðurstaða nefnd- arinnar er sú að búnaðarnám verði betur tengt rannsóknum í þágu bænda en nú er. Guðmundur Bjarnason kynnti frumvörp sem tekin verða fyrir á komandi hausti í þinginu og eru það ný lög um dýralækna, frum- varp um Suðurlandsskóga, frum- varp um eldi sláturdýra og frum- varp um lækkun á verðskerðing- argjöldum. I ræðu Guðmundar kom fram að afkoma bænda væri slæm þar sem allir hlutir hefðu ekki gengið sem skyldi og markaðurinn hefði dregist verulega saman. Hann sagði nauðsynlegt að skoða mál bænda undir fátæktarmörkum séstaklega og hefur hann stofnað starfshóp til þess að fjalla um þetta málefni. Nauðsynlegt væri að gera úttekt á lífskjörum þessa fólks í samanburði við lífskjör annarra starfshópa í landinu. I framtíðarsýn ráðherra kom fram að líklega myndi búum fækka niður í 2.500-3.000 með mikilli sérhæfingu og tækni. sem fær flest stig samanlagt í keppninni. Auk þess eru veitt ásetu- verðlaun sem Félag tamningamanna veitir og Eiðfaxabikarinn er veittur fyrir best hirta trippið, en allir sem eru með hesta í skólahesthúsinu og hirðar greiða atkvæði um hver hlýt- ur þessi verðlaun. Að þessu sinni keppa 13 nemendur í skeifukeppn- inni. Að keppninni lokinni býður Bændaskólinn upp á kaffiveitingar og verðlaun verða afhent. Málefni axlar- klemmubarna rædd FORELDRAFÉLAG axlarklemmu- barna heldur almennan félagsfund að Suðurlandsbraut 6, 7. hæð, í fundarsal Umhyggju miðvikudaginn 23._ apríl kl. 20. Á fundinum verður Ijallað um hvað er að gerast í málefnum axl- arklemmubarna og hvað félagið get- ur gert til stuðnings þeim. Almennar umræður verða og kaffiveitingar. „Á þessu ári og því síðasta hefur margt áunnist í hagsmunamálum axlarklemmubarna þó svo að enn sé langt í land að vandamálum þeirra sé sinnt á fullnægjandi hátt. Erlend- is eiga sér stað miklar framfarir í meðhöndlun taugaskaða af þessu tagi og því mikilvægt að aðstandend- ur þessara barna sýni samstöðu í baráttunni fyrir bættri meðferð þeirra hér á landi,“ segir í fréttatil- kynningu. Fundurinn er opinn öllum foreldr- um og aðstandendum barna með taugalömun í handlegg (Brachial Plexus skaða) vegna axlarklemmu í fæðingu. Fræðslusíðdegi á Astró ÆSKULÝÐSSAMBAND íslands gengst fyrir síðdegisuppákomu á Astró við Austurstræti í dag, þriðju- daginn 22. apríl, milli kl. 17-19. Þetta skemmti- og fræðslusíðdegi ber yfirskriftina „Obbi 97, Ofbeldi sem tjáningarform" og þar munu Mummi í Mótorsmiðjuni, Gabriela Sigurðardóttir sálfræðingur og Þor- björn Broddason nálgast þetta mál- efni á annan hátt. í bland við framsögur stíga á stokk listamenn með sitt framlag til umræðunnar. Kristín Eysteinsdóttir flytur eigin lög og poppararnir Alias (helmingur hljómsveitarinnar Sting- andi strá) spila lítið rafmagnaðar útgáfur af nýjum frumsömdum lög- um. Margrét Lóa Jónsdóttir les upp úr ljóðabók sinni Tilfinningaheppni. Davíð Þór Jónsson verður kynnir. Enginn aðgangseyrir verður inn- heimtur og ekkert aldurstakmark verður meðan á þessu stendur. LEIÐRÉTT Röng nöfn í GREIN um afmæli Lúðrasveitar Reykjavíkur í sunnudagsblaði misrit- aðist nafn Sigurjóns Árna Eyjólfs- sonar. Undirleikari hjá Kvennakór Suð- urnesja er Ragnheiður Skúladótt- ir, nafn hennar misritaðist á sunnu- dag. Þá var meinleg villa í myndatexta í frétt um Neyðarlínuna sl. laugar- dag. Það var Bogi Nilsson ríkislög- reglustjóri sem var á myndinni en ekki Þórhallur Ólafsson aðstoðar- maður dómsmálaráðherra. Einnig misritaðist nafn Sæmund- ar K. Kristinssonar er sýnir í Eden í Hveragerði. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Rangur myndartexti RANGUR texti var við mynd af Dodge Viper í umíjöllun um sport- bíla í sunnudagsblaði. Eins og kom fram I megintexta kostar Dodge Viper um 9,4 milljónir kr., er 394 hestöfl og kemst úr kyrrstöðu í 100 km hraða á klst. á 4,5 sekúndum. DAGBOK LOGREGLUIMIMAR Rólegt fyrir utan ölvun HELGIN var tiltölulega róleg ef undan er skilin ölvun fólks og ölv- unartengd mál. Lögreglumenn þurftu að hafa afskipti af 47 ein- staklingum vegna ölvunar á al- mannafæri og þeir þurftu 22 sinn- um að fara á vettvang eftir að kvartað var um hávaða_ og ónæði að kvöld- og næturlagi. í langflest- um tilvikum reyndist vera um ölvað fólk að ræða er ekki kunni að taka tillit til annarra. Níu ökumenn, sem stöðvaðir voru í akstri, eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Tilkynnt var um 7 líkamsmeiðingar til lögreglu og 17 eignaspjöll. í flestum tiivikum var um rúðubrot að ræða. Auk þessa var tilkynnt um 7 innbrot, 11 þjófnaði, 5 nytj- astuldi og eitt rán. Vista þurfti 38 manns í fangageymslunum um helgina. Hjól þeyttist langa leið Lögreglumenn þurftu að kæra 29 ökumenn fyrir að nota ekki bíl- belti og 12 aðra fyrir of hraðan akstur. Skráningarnúmer voru tek- in af nokkrum ökutækjum vegna vanrækslu á að færa þau til aðal- skoðunar. 18. til 21. apríl Á föstudag losnaði hjól undan bifreið, sem ekið var um Höfðatún með þeim afleiðingum að það fór yfir umferðareyju og hafnaði á mannlausri bifreið á bifreiðastæði handan götunnar. Nokkrar skemmdir hlutust af. Síðar um daginn þurftu tveir aðilar að leita á slysadeild eftir árekstur tveggja bifreiða á gatna- mótum Furumels og Hringbrautar. Alls var tilkynnt um 24 umferðar- óhöpp til lögreglunnar í Reykjavík um helgina. Um kvöldið var hald lagt á loft- riffil í vesturbænum, sem tveir pilt- ar höfðu notað til að skjóta á rúður í nálægu húsi. Aðili braut rúðu í fornsölu við Laugaveg aðfaranótt laugardags. Flytja þurfti hann á slysadeild vegna sára, sem hann hlaut. Fjórir unglingar voru staðnir að því að sniffa af gasi í húsi við Fífu- sel aðfaranótt sunnudags. Þrír þeirra hlupu á brott áður en að var komið, en 14 ára drengur var hand- tekinn og færður í Breiðholtsstöð þangað sem hann var sóttur af foreldri sínu. Á sunnudagsmorgun var til- kynnt um að skemmdir hefðu verið unnar á 8 bifreiðum í Kvíslunum. Grunur er um hveijir hafi verið þar að verki. Migu yfir meðvitundarlausan Um fimmleytið á sunnudags- morgun komu lögreglumenn að tveimur ungum mönnum í Austur- stræti þar sem þeir stóðu og migu yfir þann þriðja, sem lá víndauður fyrir fótum þeirra. Hjá stóðu tvær ungar stúlkur og virtust hafa gam- an af. Verið er að þróa hugmynd er miðar að því að fá ökumenn til að tengja betur, þó ekki væri nema einn dag, á milli augnsambands við hraðamæli bifreiðar sinnar og leyfi- legs hámarkshraða á götu eða vegi hveiju sinni og fá þá til fylgis við aðgerðir þar að lútandi. Hugmyndin hefur verið kynnt forráðamönnum ýmissa félaga at- vinnubifreiðastjóra o.fl. með ágæt- um undirtektum. Hún verður rædd á samstarfsnefndarfundi fulltrúa lögreglunnar á Suðvesturlandi, sem verður í dag í Kópavogi. Frábær fyrirtæki 1. Skyndibita- og ísbúö á fjölmennum staö í borginni. Nýjar innréttingar. Selur eigin framieiðslu. Góðir tekjumöguleikar fyrir drífandi fólk. Stöðug söluaukning. Ný tæki, nýlegar vélar. 2. Snyrtilegt framleiðslufyrirtæki fyrir 1-2 einstaklinga. Góður tækjakostur. Gott húsnæð. Framleiðir úr harðplasti. Laust strax. 3. Lítið framleiðslufyrirtæki í matvælum. Gott fjölskyldufyrir- tæki. Selur í stærstu verslanirnar. Húsnæðið jafnvel til sölu. prábær og auðveld vinna fyrir þá sem vilja auka við sig. 4. Frábær raftækjaverslun á stór-Reykjanessvæðinu. Mikið úrval fallegra Ijósa af öllum gerðum. Fallegar nýlegar innréttingar. Mikil og góð velta. Laust strax. 5. Þekkt, lítil heildverslun með gjafavörur o.þ.h. Til sölu vegna veikinda. Gömul og rótgróin. Miklir möguleikar fyrir samhæft fólk. Góð viðskiþtasambönd. Snyrtilegt vinnuumhverfi. Laust strax. Góð kjör. 6. Glæsilegur söluturn með stuttan opnunartíma. Mjög góð aðstaða á bak við til að smyrja brauö o.þ.h. Glæsileg innrétting - fallegt vinnuumhverfi - ódýr húsaleiga - isvél og öll tæki. 7. Þekktur kaffistaður til sölu á fjölmennum vinnustað. Selur heitan mat i hádegi. Frábær smurbrauðsaðstaða á bak við - gott eldhús - öll tæki fylgja. Opið kl. 8-18 en lokað um helgar. Upplagt fyrir tvær manneskur. Verð aðeins 2 millj. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASALAN SUÐURVE R I SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Tuula Öhman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.