Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 52
„52 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Ástkær eiginkona, móöir, amma og systir, STEFANÍA EIRIKS KARELSDÓTTIR, Hraunbæ 70, Reykjavík, lést á Vífilsstaðaspítala laugardaginn 19. apríl. Óskar Gunnar Sampsted og aðstandendur. Hjartkær nafna okkar og vinkona, GUÐRÚN JENNÝ JÓNSDÓTTIR, Víkurbraut 32, Grindavík, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju mið- vikudaginn 23. apríl kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á björgunarsveitina Þorbjörn I Grindavík. Erna Guðrún Gunnarsdóttir, Ragnar Torfason, Jenný Jónsdóttir, Reynir Jóhannsson. + Okkar milda og góða móðir, systir og mág- kona, SIGRÍÐUR ALFREÐSDÓTTIR, Prestbakka 13, áður í Uppsala, Svíþjóð, verður jarðsungin frá Breiðholtskirkju miðviku- daginn 23. apríl kl. 15.00. Eva Lirio, Kristín Kara og Daníel, Kristín Ingunnar, Sigþór R. Sigþórsson, Þórarinn Ingi Guðnason, Kristinn H. Alfreðsson, Bjarni Geir Alfreðsson, Herdís Björnsdóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langam- ma, SNJÓLAUG ÞORSTEINSDÓTTIR, Skálaheiði 7, Kópavogi, verður jarðsungin frá Digraneskirkju miðviku- daginn 23. apríl kl. 15.00. Þorsteinn Júlíusson, Esther Ólafsdóttir, Guðríður Júlíusdóttir, Hörður Jónsson, Anna Júlíusdóttir, Örn Sveinsson. barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær dóttir okkar og systir, KRISTÍN HALLA HARALDSDÓTTIR, Guðrúnargötu 7, lést sunnudaginn 20. apríl. Helga S. Bachmann, Haraldur Hjartarson, Sigríður Sóley Kristjánsdóttir, Ragnheiður Helga Haraldsdóttir. + Systir okkar, SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR, áðurtil heimilis á Grettisgötu 6A, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 23. apríl kl. 10.30. Guðrún Helgadóttir, Elín M. Helgadóttir, Andrea Helgadóttir, Anna María Helgadóttir. FANNAR ÞORLÁKUR SVERRISSON frænku, hlógum og kitluðum hvort annað þar til við vorum máttlaus, tókum upp heimatilbúnar sögur og frumsamda leikþætti á gamalt seg- ulband; ég á góðar minningar um Fannar. Elsku frændi, ég veit að þér líður vel þar sem þú ert. Megi englar Guðs vaka yfir þér. Elsku Kiddý, Sverrir, Margrét og Þórarinn, megi guð gefa ykkur styrk í ykkar sorg. Þessi dagur nú úti er, en náttar tíð að höndum fer. Guð minn góður, ég gef mig þér, gættu nú enn í nótt að mér. Veittu mér, Drottin, værð og ró, vek mig í réttan tíma þó. Líkaminn sofi sætt sem ber, sálin og andinn vaki í þér. Krossar d ítiði Ryðfritt stáí - varaníegt efni Krossamir eruframkiddir úr hvíthúðuðu, ryðfríu stáli. Minnisvarði sem endist um ókomna tíð. Sóikross m/geisium. Hceð 100 sm.frájörðu. Tvöfaídur kross. Hœð 110 smfrájörðu. Hringið í síma 431-1075 og fáið litabækling. BLIKKVERK Dalbraut 2, 300 Akranesi. Sími 431 -1075, fax 431 -3076 Svæfíllinn minn og sængin mín sé önnur mjúka höndin þín, en aðra breið þú ofan á mig, er mér þá værðin rósamlig. (S. Jónsson frá Presthólum.) Magdalena Sigurðardóttir. Fannar Þ. Sverrisson var sonur hjónanna Sverris Þorlákssonar mat- reiðslumanns og svifflugkennara, og Kristjönu Guðmundsdóttur. Hann kynntist því sviffluginu frá því hann var bam að aldri. Það var því ekki undarlegt að hann fetaði í fótspor föður síns og yrði líka svifflugkenn- ari þegar tímar liðu. Hann hafði líka einkaflugmannspróf og hafði að auki lokið atvinnuflugmannsprófi í Bandaríkjunum. Ég kynntist Fannari árið 1991, þegar ég sneri mér að gömlu áhuga- máli mínu, sviffluginu, eftir margra ára hlé. Ekki grunaði mig þá að við ættum eftir að verða þeir vinir og samstarfsmenn, sem síðan varð, ald- ursmunur var þar engin hindrun, við flugum saman, ókum saman og ferðuðumst saman, bæði innanlands og utan, þ.ám. til Litháen tvisvar sinnum til að fljúga. Það var gott að vera nálægt Fannari, það var meira en gott, af honum stafaði svo mikil birta og gleði. Hann hafði slíkt jafnaðargeð að ekki var hægt að hugsa sér kærari félaga í daglegri umgengni. Það var eins og ósýnileg taug tengdi okkur saman. Fannar var mjög ábyrgur flug- kennari á Sandskeiði. Hann var vin- sæll meðal nemenda og ekki síður meðal kunningjanna sem lengra voru komnir. Hann var frábær flug- maður hvort heldur var í svif- eða vélflugi. Ef hann var ekki mættur með fýrstu mönnum á Sandskeið spurðu menn hver annan: „Hvar er Fannar?“ Áhuginn fyrir listflugi hafði gripið hann föstum tökum. Hann las allt sem hann komst yfir sem viðkom listflugi, horfði á myndbönd og fékk reyndustu menn á því sviði til að kenna sér. Hann steig eitt skref í einu og fór ekki fram úr sjálfum sér. í síðasta fluginu var hann með einum reyndasta _ listflugmanni landsins, Þorgeiri L. Ámasyni, yfir- kennara á Sandskeiði. Harmi slegnir og skilningsvana horfum við félagar þeirra hver á annan. Þetta átti bara alls ekki að geta gerst. Fyrir um hálfu ári hóf hann störf hjá mér í plastverksmiðju minni. Hann var svo skilningsgóður og fljótur að átta sig á því sem fyrir hann var lagt að það var aðdáunar- vert. Hann tók vel eftir og lagði vel á minnið smæstu atriði og lagði sig mjög fram um að gera eins vel og hann gat. Spaugsamur var hann og léttur í lund á hveiju sem dundi. Ég hef aldrei áður kynnst manni sem + Eiginmaður minn og faðir okkar, EIRÍKUR JÓNAS GÍSLASON brúarsmiður, Huldubraut 1, Kópavogi, lést 20. apríl síðastliðinn. Þorgerður Þorleifsdóttir, Gísli Eiríksson, Björg Eiríksdóttir, Þorleifur Eiríksson, ívar Eiríksson, Flosi Eiríksson, Elín Eiríksdóttir. Lokað Lokaö frá kl. 14—18 í dag vegna jarðarfarar FANNARS ÞORLÁKS SVERRISSONAR. Veitingahúsið Catalína, Hamraborg 11, Kópavogi. hafði svo næma tilfinningu fyrir því hvar hans var þörf. Hann var svo viljugur og þægilegur starfsmaður sem hugsast gat. Hann var maður sem rataði hinn vandfundna milli- veg, notaði spaugið þar sem passaði að koma því við án þess að stuða menn. Þó var ljarri því að hann væri einhver lognmolla. Hann hafði sínar ákveðnu meiningar sem hann hikaði ekki við að koma á fram- færi. Hann gerði það bara svo skemmtilega. Ég kveð nú þennan kæra vin með þakklæti fyrir hvetja þá stund sem ég fékk notið nærveru hans. Þeir félagarnir Fannar og Þorgeir eru nú flognir inn í víddir sem okk- ur er ekki ætlað að þekkja enn. Þar fara góðir drengir sem ekki munu gleymast. Fjölskyldum þeirra beggja vottum við Ásta okkar dýpstu samúð í þess- um mikla harmi. Þórður Hafliðason. Birta, gleði, tryggð. Jákvæðari og fallegri hugtök finnast vart í mæltu máli - en þessi þijú orð einkenndu einmitt vin okar, Fannar. Fjallmyndarleg- ur, bjartur yfirlitum og brosmildur stendur hann okkur fyrir hugskots- sjónum, þannig var hann þegar við sáum hann fyrst og þannig var hann þegar við sáum hann síðast. Sú útgeislun sem stafaði af honum fór ekki framhjá neinum sem þekktu hann. Frá fyrstu tíð var hann svo hjartanlega velkominn á heimili okkar á Sunnubrautinni en Fannar var einn af bestu vinum sonar okkar, Jóns Kristins. Fyrir utan einlæga vináttu áttu þeir sam- eiginlegan brennandi áhuga á flugi, einkum svifflugi, og oft var „flogið" í stofunni hjá okkur jafnt sem um loftin blá en heimili okkar hefur jafnan verið vettvangur orr- ustu-, list-, einka- og farþegaflugs. Nú er skarð fyrir skildi þar sem góður drengur er svo snögglega hrifinn á brdtt frá okkur. Með mikl- um söknuði kveðjum við góðan vin og fyrir hönd fjölskyldu okkar vott- um við fjölskyldu Fannars og öllum vinum hans okkar dýpstu samúð og vonum að góður guð styrki þau í þessari miklu sorg. Minningarnar um Fannar verða ætíð jafn bjartar og sú birta sem umvafði allt sem í kringum hann var. Þórunn og Harald Snæhólm. Nú þegar leiðir okkar skilja um sinn og mér finnst ég verði að kveðja þig er mér títt hugsað til þeirra mörgu góðu stunda sem við áttum saman. Eg er ævinlega þakk- látur fyrir þann sanna vinskap og heiðarleika sem þú ávallt sýndir mér og fjölskyldu minni, elsku vinur minn. Aldrei hef ég átt, eða mun eign- ast, betri vin en Fannar Sverrisson. Við kynntumst í barnaskóla og fljót- lega upp úr fermingu urðum við óaðskiljanlegir. Fannar tók þau áhugamál sem hann átti mjög al- varlega og náði góðum árangri hvort sem var í hestamennsku, á skíðum, í siglingum, skotveiði eða stangveiði og ekki síst i fluginu, sem átti hug hans allan. Fannar var foringi í eðli sínu og hvort sem var í vinnu eða þeim félags- og áhugamálum sem hann hafði, var hann drífandi og vildi láta hlutina ganga. Vinátta okkar einkenndist af glettni og gríni og var Fannar fljótur að sjá broslegu hliðarnar á hlutunum, en talaði tæpitungulaust ef honum fannst þess þurfa. Með rökvísi sinni vann hann sér virðingu bæði meðheija sinna og mótheija. Ég kveð þig með söknuði, kæri vinur, og votta fjölskyldu þinni mína innilegustu samúð, missir þeirra er mikill. Þinn vinur, Árni Haukur Tómasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.