Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 45 HALLDÓRA RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR + Halldóra Rann- veig Guðmunds- dóttir fæddist í Reykjavík 21. júlí 1909. Hún iést á Elli- og hjúkrunarheimil- inu Grund 5. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 11. apríl. Foreldrar Halldóru Rannveigar voru Guð- mundur Gestsson frá Þyrli í Hvalfirði, síðar Ferstiklu, og Vilborg Bjarnadóttir frá Steinsmýri í Meðal- landi. Vilborg missir föður sinn þeg- ar hún er fimm ára, þá ræðst móðir hennar til vistar hjá Sigurði Ólasyni sýslumanni á Kirkjubæjarklaustri. Þegar Sigurður flytur í Kaldaðarnes, þá fylgja mæðgurnar fjölskyldunni. Guðmundur og Vilborg eru gefin saman 1905, og bjuggu þau á Gríms- staðaholtinu. Vann Guðmundur við lýsisbræðsluna, sem var í Skeija- fírði, síðar við lagningu hitaveitunnar og einnig vann hann talsvert við söðlasmíði til efsta aldurs. í dag muna flestir Guðmund sem „portner" við Menntaskólann í Reykjavík og bjuggu þau hjón í húsvarðaríbúðinni sem var á neðstu hæð Menntaskól- ans. Þarna vaxa þær upp dætur þeirra, Guðrún og Halldóra, en þær voru alltaf kallaðar Dadda og Dóra í Menntó. Vilborg seldi nokkrum nem- endum utan af landi fæði, þannig að nokkur umgangur var. Mestu munaði um andann í eldhúsinu, að Vilborg hafði stóra kaffíkönnu á eldavélinni og skorti ekki kaffið þeg- ar frímínútur voru, enda skutust þá margir kennaranna inn. Voru ýmsir þeirra minnisstæðir, svo sem Pálmi Hannesson rektor, Sigurkarl Stef- ánsson, Einar Magnússon, Bogi Ól- afsson og Páll Sveinsson frakknesku- kennari sem þýddi Germaníu og margir fleiri. Var mikið líf í eldhús- inu og gáski, en stundum henti það að ágreiningur í pólitík blossaði upp. „Þá tók ég til máls,“ sagði Vilborg mér. „Mig langar að spyrja ykkur, þekkir einhver ykkar Harald Sigurðs- son píanóleikara í Kaupmannahöfn? Það var mitt fyrsta starf sem mér var trúað fyrir, það var að passa hann. Var kannski einhver ykkar samtíða honum í Khöfn? Þeir hættu að rífast. Ég vildi hafa þá í sátt,“ sagði Vilborg, „og mér fannst að ég ætti að ráða í eldhúsinu, en Pálmi rektor að stjórna öllu hinu.“ Uppvaxtarár þeirra Dóru og Döddu hafa verið litrík með allt þetta fólk í kringum sig, kynnast kennur- um skólans við kaffíborðið og heyra á tal þeirra um menn og málefni. Sennilega hefur Dóru lærst það á þessum árum að halda uppi samræð- um við fólk, því alla sína daga hélt hún góðum tengslum við þá sem hún hafði kynnst á fyrri hluta ævi sinnar. A þessum árum verða þær miklar vinkonur, Dóra, Hrefna og Laufey. Voru þær í fjallgöngum á sumrin, á skíðum á vetuma og þjálfuðu fim- leika í ÍR undir stjórn Björns Jakobs- sonar íþróttakennara. Sýndi þessi fimleikaflokkur mikið í Reykjavík, bæði í fimleikasölum og úti þegar hátíðir voru. Á þessum tíma eignað- ist Dóra myndavél og tók myndir af fólki og atburðum. Setti hún mynd- irnar í albúm í rétta tímaröð og merkti dag, mánuð og ár. Má þannig lesa sig í gegnum líf hennar með því að fletta frá bók 1-82, enda er hún reglusamasta manneskja sem ég hef kynnst á minni ævi. Eitt sumar hjóluðu þær Dóra og Hrefna frá Reykjavík upp Hvalfjörð, um Borgarfjörð og upp að Húsafelli. Þar gistu þær og fengu mat til ferð- arinnar yfir Kaldadal. Þegar þær koma loks á Þingvöll aðframkomnar af hungri og síðustu krónumar farn- ar, þá tala þær um hve illa þær séu nú staddar. Þær hjóla að hótelinu. Þá kemur maður þar út og spyr hvaðan þær komi. „Kaldadal," segja þær. Þessu trúði hann ekki, en spurði: „Eruð þið ekki svangar?" „Jú,“ svara þær. „Þá býð ég ykkur í mat,“ segir hann, og þama settust þær að kærkom- inni máltíð og fengu síðan að fljóta með þessum rausnarlega manni { bíl hans til Reykjavíkur. Þannig lék lánið oftar við þær. Á þessum árum vann Dóra í vefnaðar- og fataverslun Jóns Björnssonar, sem var þar sem nú er Sólon Islandus. Hrefna vann í Laugavegsapóteki, og þar var sendisveinn Albert Guð- mundsson, síðar knattspyrnumaður, heildsali og ráðherra, og var alla tíð mikil vinátta með þeim síðap. Nú er það kynnt í blöðum 1936 að Ólympíu- leikar verði í Berlín. Datt þeim stöll- unum þremur í hug hvort ekki væri gaman að skreppa þangað og sjá þá íþróttamennt sem þar væri. Þeim dugði ekki alveg Kaldidalur og fím- leikadeild ÍR. Þær kaupa nú farmiða og fara með Lyru í byrjun ágúst. Þegar þær koma til Berlínar fara þær í miðasöluna og talaði Laufey fyrir þær, því að hún var betri í þýsku: „Við viljum kaupa þrjá miða á opn- unina,“ segir hún. „Það var uppselt fyrir þrem vikum," svarar maðurinn. Þeim verður mikið um og taka tal saman á íslensku. Spyr þá rniðasalinn hvaðan þær komi. „Frá íslandi." - Hann varð svo undrandi að hann gaf þeim miða á opnunina og næstu þijá daga. Varð þetta óhapp í upphafi sem fararheill. Dóra var með myndavélina góðu og ekki brást henni myndatak- an á leikunum. Þær Dadda og Dóra áttu uppvaxt- arár sín í menntaskólanum. Dadda giftist Einari Ástráðssyni lækni og flytja þau til Eskifjarðar 1931. Þær systur voru mjög samrýndar, en nú varð mikill aðskilnaður. Margar leið- ir liggja þó um heim, og sú varð leið Dóru að hún kynntist Sigurði Magn- ússyni skipstjóra á Eskifirði og settu þau saman bú sitt þar áratug síðar. Keyptu þau hús Sveins Guðnasonar ljósmyndara og nefndu húsið Víði- velli. Eskifjörður þessara ára var eins og önnur sjávarþorp, sjávargatan í fíngerðum sveigum samsíða sjávar- kambinum og var gönguleið flestra um aðalgötuna, allir þekktust og vissu flestir hver um annars hagi. Voru þessar aðstæður mikið frávik frá göngunni um Lækjargötu og Laugaveg fyrir sunnan. Dadda og Einar koma í kreppunni, margir voru með kú svo mjólkin dugði til heimil- is, enn fleiri höfðu kindur og flestir ræktuðu kartöflur. Eftir að Dóra kom austur man ég ekki aðra daga en þá að hún kæmi út í læknishús hvern eftirmiðdag. En þegar landlegur voru eða ekki var róið, þá komu þau Sigurður um áttaleytið á kvöldin og var þá rætt um veðurfar, aflabrögð og það sem henti innan flalla fjarðarins, eins og gengur. En þegar þær systur voru einar var taiið oft á slóðum Vestur- Skaftafellssýslu, Reykjavíkur og til Snorrastaða í Kolbeinsstaðahreppi þar sem Dadda var í sveit nokkur sumur á unglingsárum sínum, og höfðu þær systur mikla unun af að heimsækja frændfólk sitt þar. - Eg hef stundum hugsað seinni árin hvernig þeim hafi þótt skiptin á Reykjavík og Eskifírði, og man ég ekki til annars en þær væru ánægð- ar, kvörtuðu ekki. Og ekki man ég til þess eitt einasta augnablik að þær greindi á um nokkurt mál. Sigurður kaupir nýjan bát frá Svíþjóð 1947, Víði SU 175, tæpra 100 tonna eikarbát. Þegar hann sækir bátinn veit hann að skömmtun var á nauðsynjavörum í Danmörku. Kaupir hann ýmsar vörur, sem til lífsins þurfti, og á leiðinni út Eyrar- sund tók hann stefnuna á Kaup- mannahöfn og heimsótti Hrefnu og ijölskyldu hennar, og naut hún góðs af þeirri heimsókn. Svona voru þau hjón, trygglynd, hjálpsöm og traust vinum sínum. Dóra var mikil hannyrðakona og ár hvert gaf hún bók til verðlauna sem veitt voru á burtfararprófi fyrir bestu handavinnu stúlkna og pilta. Hún tók þátt í öllu sem á dagana dreif fyrir austan, hvort sem það voru leikrit, tónleikar eða innlend ferðabíó með íslenskum stuttmynd- um. Og þegar tónlistarskólinn var settur á stofn varð hún gjaldkeri. Það varð mikil breyting í lífi þeirra Dóru og Sigurðar þegar þau eignuð- ust bíl. Þurfti þá leyfi stjórnvalda til kaupanna. Sjómenn höfðu svokallað- an bátagjaldeyri. Sigurður fékk leyfi og hljóðaði það upp á kaup á Fiat. Þá sigldi hann á Bretland með fisk og sá þar bíl sem honum leist vel á, Standard, dumbrauðan. Nú var það góðviðrisdag um vorið að Sigurð- ur er að bóna bílinn, þá kemur Ey- steinn Jónsson. Þeir heilsast og Sig- urður segir: „Það tekur vel á móti þér veðrið.“ Eysteinn horfir á bílinn, lítur á Sigurð og segir: „Þetta var skrýtinn Fiat, Sigurður." Svona var þjóðfélag þessara tíma, skömmtun, takmörkun, og í Reykjavík var ákveðið hvaða bílategund menn höfðu heimild til að kaupa. Oft óku þau til Héraðs, í Hallorms- stað og allt sem slíkur bíll komst. Fór ég nokkrum sinnum með þeim og fann ég sem krakki að þetta var sem nýtt líf fyrir fjölskylduna. Árið 1956 flytja Dadda og Einar suður og nokkrum árum síðar Dóra, Sigurður og börn þeirra, Vilmundur Víðir og Björg, og var heimili þeirra á Tómasarhaga 17. Það óhapp hafði hent þær Dóru og Hrefnu þegar þær voru ungar á ferðalagi norður í landi, að bíll, sem þær voru í, valt tvær veltur og köstuðust þær illa til. Upp frá því var Dóra bílhrædd og flug- hrædd. En eftir suðurkomuna kaupa þau Volkswagenbíl, Dóra tekur bíl- próf og verður öruggur og flinkur bílstjóri. Þar með hófst nýtt tímabil í hennar lífi, nú gat hún boðið öðrum í bílferð og voru þær systur nú á eilífum ferðalögum um borgina. Að kaupa fisk og önnur matföng. Og nú sannaðist að Dóra hafði með bréfaskriftum og kortum haldið sam- bandi við sína góðu kunningja svo henni var tekið með miklum fögn- uði. Naut þess að spila brids og voru viss spilakvöld hjá henni, þannig að í raun voru annríkisdagar að taka þátt í borgarlífinu. Thorvaldsensfé- lagið var hennar uppáhaldsfélag og afgreiddi hún í verslun félagsins einn dag í viku í mörg ár. Eg hugsa að þeir sem skrifa um Dóru geri Reykjavíkurárunum seinni góð skil. Þess vegna set ég þessar línur á blað, því að þegar við hitt- umst vék hún svo oft að Mennta- skólatímabilinu og hve margt var öðruvísi fyrir austan. Þetta er vissu- lega veröld sem var, en er að verða gleymd. En svona var lífsafstaða þeirrar kynslóðar sem nú er óðum að kveðja sitt samferðafólk og ætt- ingja. Víðir og Björg og makar þeirra hugsuðu svo vel um Dóru sem hugs- ast gat, að ógleymdum barnabörn- unum. Varla hitti ég Dóru svo að hún segði ekki: „Björg hringdi í gær.“ Hún býr á Seyðisfirði, en ég hef þó grun um að hún hafi hringt hvern dag ársins. - Ég held að þetta megi kalla barnalán. Við Hrefna eigum erfitt með að orða hugsunina sem við vildum segja, en tökum að láni erindi sem eitt skólaskáldanna í Menntáskólanum í Reykjavík orti um vin sinn látinn, eftir að hann yfirgaf Menntó og var orðinn virt skáld: En minning þín er mjúk og hlý og mun oss standa nærri. Með hveiju vori vex á ný og verður ávallt kærri. En lífsins gáta á lausnir til þær ljóma bak við dauðans þil. Og þvi er gröfin þeim í vil sem þráðu útsýn stærri. (Magnús Ásg.) Hrefna Lang Jensen, Auðun H. Einarsson. NIKULAS MAR BR YNJÓLFSSON + Nikulás Már Brynjólfsson fæddist á Akranesi 9. september 1936. Hann lést á Land- spítalanum 12. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Brynjólfur Nikulás- son, skipstjóri, f. 1890, d. 1979, og Sigfúsína Ólafsdótt- ir, f. 1900, d. 1986. Þau áttu fjögur börn, Guðmund, f. 1933, d. 1933, Bryndís, f. 1934, d. 1934, Auði, f. 1935, gifta Ingi- ber Ólafssyni í Keflavík, og Nikulás Má. Hinn 25. desember 1960 gift- ist Nikulás eftirlifandi eigin- konu sinni, Þórörnu Sesselju Hansdóttur, f. 11. janúar 1936 á Asknesi við Mjóafjörð. Þau eignuðust þrjá syni. 1) Brynjólf- ur, verslumarmaður, f. 3. mars 1961, giftur Ingunni Halldóru Rögnvaldsdóttur, og eiga þau þijár dætur, Rakel, f. 1982, Bryndísi, f. 1986, og Þórörnu Salóme, f. 1993. 2) Óskar Þór, fjöl- miðlafræðingur, f. 2. júní 1962, í sam- búð með Rögnu Halldórsdóttur, barn hans er Krist- ín, f. 1993. 3) Axel Arnar, skrifstofu- maður, f. 2. júní 1962, giftur Guðnýju Reynis- dóttur, barn þeirra er Fríða, f. 1995. Dóttir Nikulásar er Þóra Björk verslunarmaður, f. 20. október 1959, maður henn- ar er Björgvin Valur Guð- mundsson. Börn þeirra eru Erna Valborg, f. 1988, Haukur Árni og Axel Þór, f. 1992. Útför Nikulásar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Nikki. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þó svo ég trúi því ekki ennþá að þú sért farinn og að við hitt- umst aldrei aftur í þessu lífi þá veit ég, að núna líður þér vel og þú getur orðið sjálfum þér líkur. Þótt ég fái ekki að njóta nærveru þinnar er þó betra að vita af þér með „gauragang" annars staðar, en að horfa upp á þig svona mikið veikan eins og þú varst orðinn. Ég þakka þér fyrir síðasta samtal- ið sem við áttum tvö saman, það gaf mér mikið. Núna veit ég að þú ert í góðum höndum og trúi því að þú haldir áfram að koma til okkar. Við litla fjölskyldan í Bakkasel- inu þökkum þér fyrir allt og biðjum algóðan Guð að styrkja og blessa Lóu í þessari miklu sorg. Saknaðarkveðja, Dagmar Ósk. SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR + Sigríður Bjarnadóttir fæddist I Reykjavík 26. maí 1910. Hún andaðist á Sjúkra- húsi Suðurlands á Selfossi 18. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 24. mars. Sigríður var af góð- um foreldrum komin, þeim Guðrúnu Magn- úsdóttur og Bjama Gíslasyni formanni, sem drukknaði ásamt syni sínum í róðri. Systkini Sigríðar voru sex alsystkin, allt mikið manngæsku- fólk og duglegt. Eru núna öll dáin, nema Magnea Þórarinsdóttir hálf- systir hennar, sem enn er á lífi. Sigríður giftist árið 1932 Jóni Magnússyni, mesta glæsimenni, en þótti sopinn góður. Var hann hús- gagnasmíðameistari að mennt. Oft á tíðum var lítið að gera við þá iðn á kreppuárunum og var atvinnu- leysi í algleymingi hér á landi, sér- staklega í Reykjavík. Eftir nokkur ár keyptu Sigríður og Jón sér góða íbúð á Kjartansgötu 5 í Reykjavík. Var það einkar heppilegur staður, þar sem Sigríður vann á Landsspít- alanum. Sigríður hafði fallega og skýra rödd. Las hún sögur inn á spólur fyrir eldri borgara og tók aldrei pening fyrir. Vildi hún vinna að líknarstörfum sem hún gerði svo sannarlega á meðan heilsan leyfði, eða þangað til fyrir tveimur árum þegar heilsan bilaði og þrek- ið brast. Þegar Sigríður var tvítug, fór hún í hússtjómardeild Kvennaskólans í Reykjavík og lærði þar heimilishald og mat- reiðslu. Sigríður tók nemendur í fæði og þjónustu í mörg ár og hafði hún oftsinnis orð á því síðar á ævinni hvað hún hefði verið heppin með náms- mennina. Enda álykta ég að Sigríði hafi verið gefin sú mikilvæga vöggugjöf, sem fólst í því að hún kunni ávallt að ná því besta fram í hverjum manni, sem hún kynnt- ist, og þar af leiðandi kom hún miklu góðu til leiðar í þessu jarð- neska lífi. Sigríður fór átta ára gömul til systur sinnar Önnu Bjamadóttur, sem gift var séra Erlendi Þórarins- syni. Ágætis hjón sem bjuggu að Odda á Rangárvöllum. Hjónin Jón og Sigríður unnu bæði við Dómkirkjuna. Var vinnu- semi þeirra til fyrirmyndar svo að eftir var tekið. Töluðu verkin þar fallega um þau heiðurshjón sem og um allt annað sem þau gerðu. Síðustu mánuðina dvaldi Sigríður á Kumbaravogi og þar líkaði henni vel, enda er því elliheimili vel stjórnað og heimilislegt í alla staði og þar líður vistmönnum vel. Ég hlakka til að hitta þig. Það var dásamlegt að kynnast þér og hvað það var heillandi að hafa þig á jólunum á heimili okkar Kalla á Selfossi. Því gleymi ég aldrei. Guð blessi minningu Sigríðar Bjamadóttur. Regína Thorarensen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.