Morgunblaðið - 22.04.1997, Síða 23

Morgunblaðið - 22.04.1997, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 23 NEYTENDUR Snyrtivörur og filmur V örugjaldslækk- un skilar sér illa STARFSFÓLK Neytendasamtak- anna hefur fylgst með því hvernig vörugjaldslækkunin hefur skilað sér til neytenda og að sögn Jóhann- esar Gunnarssonar framkvæmda- stjóra Neytendasamtakanna er það í afar takmörkuðum mæli. „Við sendum frá okkur fréttatilkynningu í janúarlok þar sem við bentum á vörugjaldslækkun sem tók gildi 1. febrúar sl. Áttu m.a. filmur og snyrtivörur að lækka í verði um 13%. Minnt var á að lækkunin ætti að koma fram í lækkuðu vöru- verði til neytenda." Nú tveimur og hálfum mánuði síðar segir Jóhannes að verð á film- um sé óbreytt frá því sem verið hefur. „Að sögn innflytjanda Kodak- filma eru þær fluttar inn frá Bret- landi og á undanförnum níu mánuðum hefur pundið hækkað um rúmlega 10%. Kodak-filmur lækk- uðu hinsvegar nýlega um 5%.“ „Að sögn snyrtivöruinnflytjenda mun verð á t.d. Armani, Clarins, Dior, Escape, Lancome, Poeme og Rubinstein ekki lækka, verðið hafi verið óbreytt síðastliðin tvö ár“, segir Jóhannes. „Á hinn bóginn segja innflytjendur Chloe, Clinique, Estee Lauder, Etienne Aigner, Layla, M. Factor, Mosschino, Orl- ane, Sothys og Stendhal snyrtivara að verð hafi lækkað eða muni lækka með nýrri sendingu. Ekki er hér um tæmandi lista að ræða yfir snyrtivörur." Jóhannes segir að starfsfólk Neytendasamtak- anna hafi gert verðkönnun fyrir vörugjaldslækkun á verði snyr- tivara og hafi kannað verð á nýjan leik fyrir skömmu. Staðfestir sú könnun að vörugjaldslækkun hafi ekki skilað sér sem skyldi. IMýtt Morgunblaðið/Kristinn Fyrirtækja- klúbbur Herra- garðsins og Herranna FYRIR skömmu sameinuðust fyrirtækin Herragarðurinn og Herrarnir. Ein nýjung sem bryddað var upp á í kjölfarið er svokallaður fyrirtækjaklúbbur. Hann er ætlaður þeim fyrirtækj- um sem vilja bæta klæðaburð starfsmanna sinna. Er fyrirtækjum og starfsmönnum boðinn afsláttur af vörum verslananna og hins veg- ar stendur til boða ráðgjöf og að- stoð við val á fatnaði. Viðskipti miðast við tiltekna lág- marksupphæð. Auk þess sem heildarútlit er haft í huga hjá fyrir- tækjum fá starfsmenn einnig per- sónulega ráðgjöf fyrir sig og ættu að geta nýtt fatnaðinn bæði í vinnu og utan hennar. Auk þessa fá þeir sem eru i fyrirtækjaklúbbnum af- sláttarkort sem veitir 10-30% af- slátt af ýmsum vörum og þjónustu, s.s. hreinsun, fatabreytingu, hár- snyrtingu, líkamsrækt, snyrtivör- um, nuddi, ljósum og svo framveg- is. Morgunblaðið/Ásdís Seltzer með nýju bragði FARIÐ er að selja drykkinn Seltz- er aftur hér á landi. Bragðtegund- um Seltzer hefur fjölgað og eru þær nú tíu talsins. Fyrst verður boðið upp á fjórar tegundir, Seltzer með sítrónu, mandarínu, ferskju og bananakeim. Seltzer er fram- leiddur í Wales og í drykknum eru einungis náttúruleg efni s.s. lindar- vatn, ávaxtasykur og náttúruleg bragðefni. í Seltzer eru engin rot- varnarefni. Seltzer er í 330 ml dósum og ef vel tekst til mun Sól hefja framleiðslu hans í haust. Gengislækkun bætist við vörugjaldslækkun Samkvæmt upplýsingum Neyt- endasamtakanna eru Fuji-filmur fluttar inn frá Þýskalandi og flest- ar snyrtivörur frá Frakklandi. Á undanförnum níu mánuðum segir Jóhannes að þessir gjaldmiðlar hafi lækkað í verði um 4-5%. „Það eru því engin rök fyrir öðru en þessar vörur lækki i verði og ég ítreka kröfu okkar um að innflytj- endur skili vörugjaldslækkuninni til þeirra sem hún átti að skila sér til, neytenda.“ Þá vill Jóhannes koma því á framfæri að margar kvartanir hafi borist vegna verðhækkana á gos- drykkjum og finnist fólki hækkun- in stinga í stúf, þar sem vörugjalds- lækkun var einnig nokkur á þeim. IMýtt Kjötvörur Hagkaups í nýjum umbúðum VERIÐ er að taka í notkun nýjar umbúðir og skipuleggja á ný upp- röðun á kjötvörum í verslunum Hagkaups. Óðals kjötvörur í bökk- um eru nú aðgreindar með mis- munandi litum eftir því um hvers- konar kjöt er að ræða. Viðskipta- vinir geta gengið að því vísu að allt svínakjöt er í bláum bökkum, lambakjöt í grænum bökkum og ungnautakjöt í svörtum bökkum. Með haustinu verður folaldakjöt í rauðum bökkum og innan fárra daga koma kjúklingarnir einungis í ljósbláum bökkum. Gulir pakkar innihalda kjöt sem keypt er í meira magni en venjulega og er á lægra verði en ella og hvítir bakkar inni- halda kjöt eins og ær- og kýrkjöt. Að sögn Áma Ingvarssonar hjá Hagkaup eru umbúðir nú inn- siglaðar og mun öruggari en áður þar sem filman utanum bakkana er mjög sterk og á ekki að rifna Morgunblaðið/Ásdís átakalaust. „Nýju umbúðirnar eiga að tryggja ferskari og betri kjöt- vöru en áður.“ Litaaðgreiningin segir Árni að sé fyrst og fremst gerð til að auð- velda viðskiptavinum val í kæli- borði og gera þeim kleift að ganga beint að þeirri vöru sem leitað er að. jtiimiiiiiiiiiin Lindab |® IIIIIIIIIIIIIIIIIf^ itnwsd = úr stáli - 40% ódýrara en hefðbundin aðferð : : á fokheldu byggingarstigi UJJ LINDAB útveggjakerfið er traust og einföld byggingaraðferð «■ ♦ 60-70% styttri byggingartími • Allt efni fyrirfram tilsniðið tm og tilbúið á byggingarstað • Byggingar- “ aðferð óháð veðurfarslegum skilyrðum. «■ • LINDAB útveggjakerfið þolir vel raka- Z sveiflur • Er unnið úr umhverfisvænum *• efnum • Er eldtraust (A-60 veggur) • Með frábæra hita- og hljóð- bbi einangrun • Samþykkt af Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. •TRAUST ■■ •EINFALT JSI •VARANLEGT "• Ilafiö óhikað samband við sérfróða tœknimenn okkarogfáið upplýsingar TÆKWIDEILD ^ BLIKKSMÍÐJAN Smiðshöfða 9 • 132 Reykjavík Sími 587 5699 • Fax 567 4699 lllllllllllllllllllll a> cr> *Í1111111111111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.