Morgunblaðið - 22.04.1997, Page 19

Morgunblaðið - 22.04.1997, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 19 Liðið ár var besta ár í fjörutíu ára sögu Síldarvinnslunnar Veltanjókst um 37% AÐALFUNDUR Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað, sem haldinn var á laugardag, ákvað að auka hluta- fé félagsins um 100% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Jafnframt samþykkti fundurinn að veita stjórn félagsins heimild til að auka hlutafé félagsins um 10% til viðbót- ar með útgáfu nýrra hluta og ákveðið var að greiða 10% arð vegna ársins 1996. Heildarvelta Sildarvinnslunnar var 4.249 milljónir króna á siðasta ári. Rekstrartekjur námu 3.539 milljónum króna og rekstrargjöld án afskrifta 2.913 milljónum króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 626 milljón- um króna og hagnaður af reglu- legri starfsemi, að teknu tilliti til óreglulegra liða, nam 494 milljón- um króna, en árið á undan var hagnaður félagsins 165 milljónir króna. Kristinn V. Jóhannsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, sagði í ræðu sinni á aðalfundinum að afkoman á síðasta ári væri besta afkoma fyrirtækisins frá upphafi. Velta fyrirtækisins jókst um 37% milli ára og sagði Kristinn að meg- inskýringin á þessari auknu veltu væri að loðnuveiðar og vinnsla hefðu gengið vel á síðasta ári og afurðaverð á mjöli og lýsi hefði verið hagstætt. Lýsisframleiðsla jókst um 102% Kristinn sagði að síðasta ár hefði verið mesta aflaár í sögu Síldar- vinnslunnar frá upphafi. Heildar- afli skipa fyrirtækisins hefði verið 103 þúsund tonn, en hefði verið 67 þúsund tonn árið áður. Mest munaði um að loðnuaflinn hefði aukist um 31 þúsund tonn og sílar- aflinn um tæp 5 þúsund tonn. Þá hefði framleiðsla fyrirtækisins aldrei verið meiri og aukist um 53% milli ára. Aukning hafí orðið á öllum svið- um nema í saltfiskverkun. Fram- leiðsla á lýsi hafi aukist um 102%, þó hráefni til bræðslu hafi ekki aukist nema um 54%. Skýringin sé aukin haustveiði á loðnu og að síldveiðar úr norsk-íslenska síldar- stofninum hafi hafist seinna en árið 1995. Þá hafí Síldarvinnslan verið stærsti síldarsaltandi á land- inu undanfarin ár og nýtt met 500 milljóna hagnaður af Fríhöfninni Fyrirtækið greiddi 150 milljónir króna í áfengisskatt 1996 HAGNAÐUR fríhafnarverslunar- innar í Leifsstöð á Keflavíkurflug- velli nam rúmum 500 milljónum króna á síðasta ári. Árið 1995 nam hagnaðurinn 585 milljónum króna. Velta fríhafnarverslunarinnar nam 2,6 milljörðum króna á síðasta ári og hefur aukist um 17,45% frá árinu 1995 en þá nam veltan 2,2 milljörðum króna. Að sögn Guðmundar Karls Jóns- sonar, forstjóra Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eru hagnaðar- tölur ekki sambærilegar á milli ára þar sem Fríhöfnin hóf að greiða áfengisskatt til ríkissjóðs í septem- ber 1995. „Áfengisskatturinn hafði tiltölulega lítil áhrif á árinu 1995 en á árinu 1996 greiddi Fríhöfnin 150 milljónir króna í áfengisskatt sem kemur til viðbótar hagnaði ársins sem rennur allur til ríkis- sjóðs. Fríhöfnin greiddi síðan ríkis- sjóði 100 milljónir króna í húsa- leigu bæði árin.“ Framtíðarskipulag endurskoðað Utanríkisráðherra hefur nýverið skipað nefnd til að endurskoða framtíðarskipulag verslunar- og þjónustureksturs í flugstöðvum. Formaður nefndarinnar er Ólafur Örn Haraldsson alþingismaður og hittu nefndarmenn forsvarsmenn Félags íslenskra stórkaupmanna, Kaupmannasamtaka íslands og Verslunarráðs íslands, á fundi sl. fimmtudag þar sem ræddar voru framtíðaráform verslunar- og þjón- usturekstrar í Leifsstöð. Að sögn Sigurðar Jónssonar, framkvæmda- stjóra Kaupmannasamtaka ís- lands, á nefndin að skila tillögum um breytingar á rekstri verslunar og þjónustu fyrir 1. ágúst nk. „Á fundinum lögðum við áherslu á það sjónarmið okkar að verslunar- og þjónusturekstur í flugstöðinni ætti að vera í höndum einkaaðila. Helst að öllu leyti en a.m.k. á öllu öðru en fríhafnarverslun með mjög tak- markað vöruúrval og helst ekki annað en áfengi og tóbak. Við lögðum einnig mikla áherslu á að heildarskipulag fyrir verslunar- og þjónusturými í flugstöðinni yrði ákveðið strax en síðan mætti fram- kvæma það í áföngum og tóku nefnarmenn jákvætt í þetta sjónar- mið okkar.“ Hlutur komuverslunar 44% Sigurður segir að hlutur komu- verslunarinnar í 2,6 milljarða veltu fríhafnarinnar á síðasta ári hafí verið 1,1 milljarður, eða 44%. „Meðalsala alls á hvern farþega sem fóru um flugvöllinn var 2.531 króna en ef aðeins er litið á komuf- arþega, sem alls voru 373 þúsund, þá var meðalsala á farþega í komu- verslun 3.058 krónur. Salan í komuversluninni reyndist vera mest síðustu þijá mánuði ársins, en það er einmitt sá tími sem svo- kallaðar borgarferðir Islendinga til útlanda standa yfír.“ VIÐSKIPTI //^\\ 10 stærstu hluthafar Lsvn I Síldarvinnslunnar hf. Neskaupstað 19- apríl 1997 Hiutaté Eignarh|Utiaprí| 997 1.S.Ú.N. 92.659.4 2. Bæiarsióður Neskaupstaðar 38.817,6 ■■■19,70% 3. Lífeyrissióður Austurlands 38.788.9 ■■■■9,69% 4. Olíuverslun Íslands 27.718.5 ■■■ 6,92% 5. Burðarás 26.026.5 ■■ 6,50% 6. Auðlind 12.328.8 ■ 3,08% 7. Trvflninqarmiðstöðin 10.468.0 ■ 2,62% 8. Þróunarfélaq íslands 7.274,0 ■ 1,82% 9. Olíusamlag Utvegsmanna 7.146,5 ■ 1,79% 10. Gísli V. Einarsson 7.116.8 ■ 1,78%^m , Samtals 268.344,8 67,05% Aðrir hluthafar (um 5701 131.655.2 32.95% Hlutafé alls 400.000.0 100.00% | | hafi verið sett í þeim efnum á síð- asta ári þegar söltuð hafi verið 8.500 tonn af síld. Flest bendi til þess að aukning verði á síldarsölu næstu ár, einkum á frystri síld. Að lokum sagði Kristinn og vitn- aði þar til ávarpsorða í ársskýrslu fyrirtækisins: „Árferði í hafínu skiptir sjávarútvegsfyrirtæki að sjálfsögðu miklu og í þeim efnum virðist ástæða til nokkurrar bjart- sýni. En „árferðið" í landi, það er að segja það starfsumhverfí sem fyrirtækjunum er búið, skiptir engu minna máli. Þar eru gildustu þættirnir stöðugleiki í efnahags- málum og skilvirkt fiskveiðistjórn- unarkerfi. Fyrirtækin eru nú að FRÁ aðalfundi Síldarvinnsl- unnar sem haldinn var á laug- ardaginn var. Finnbogi Jóns- son, framkvæmdastjóri er i ræðustól. byija að uppskera árangur afla- markskerfisins og mikils starfs við endurskipulagningu og breyttan rekstur. Fái þau eðlilegan starfs- frið mun þjóðin öll uppskera ríku- lega í framtíðinni." Hluthöfum í Síldarvinnslunni fjölgaði verulega á síðasta ári eða um 154 og voru í árslok 501 tals- ins. Gengi hlutabréfa í félaginu hækkaði einnig mjög mikið á ár- inu eða úr 4 í ársbyijun í 11,80 í árslok eða um 224% að teknu tilliti til útgáfu 10% jöfnunar- hlutabréfa. Eiginfjárhlutfall í árslok var 37%, en í ársbyijun var það rúm 28%. Arðsemi eigin fjár var 47%. 360 starfsmenn störfuðu að meðaltali hjá fyrir- tækinu á síðasta ári og námu heildarlaunagreiðslur 965 millj- ónum króna. Stjórn félagsins var endurkjörin á aðalfundinum. 1 Almennt hlutafjárútboð Útgefandi: Sláturfélag Suðurlands svf. Sölutímabil: 22. apríl-20.júní 1997 Forkaupsréttur: Félagsmenn í A-deild stofnsjóðs og eigendur hlutabréfa í B-deild stofnsjóðs hafa forkaupsrétt á útboðinu í réttu hlutfalli við inneignir á tímabilinu 22. apríl - 6. maí 1997. Þau hlutabréf sem óseld kunna að verða mun félagið selja á almennum markaði frá 12. maí 1997. Nafnverð hlutabréfa: 67.168.349 krónur. Sölugengi: Sölugengi til forkaupsréttarhafa er 3,00 en 3,20 í upphafi almennrar sölu. Gengið getur breyst eftir að almenn sala hefst. Skilmálar: Hlutabréf í almennu útboði skulu staðgreidd við kaup. Lágmarksupphæð í almennri sölu er kr. 10.000 að nafnverði. Söluaðilar: Kaupþing hf. og Kaupþing Norðurlands hf. Skráning: Núverandi hlutabréf í B-deild stofnsjóðs félagsins eru skráð á Verðbréfaþingi íslands. Óskað verður eftir skráningu á hinu nýja hlutafé. Umsjónaraðili útboðs: Kaupþing hf. Útboðslýsing liggur frammi hjá söluaðilum og útgefanda. 1 KAUPÞING HF löggilt verðbréfafyrirtœki Ármúla 13a, 108 Reykjavík - Sími 515-1500, fax 515-1509

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.