Morgunblaðið - 22.04.1997, Síða 22

Morgunblaðið - 22.04.1997, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Tilraunaveiði hafin á skrápflúru í Skjálfanda ARON ÞH 105 frá Húsavík hefur síðustu daga stundað tilraunaveiðar á skrápflúru í dragnót inni í Skjálf- andaflóa. Jón Örn Pálsson, fiski- fræðingur frá útibúi Hafrannsókna- stofnunar á Akureyri, hefur verið um borð, en að sögn Guðmundar A. Hólmgeirssonar, útgerðar- manns, er verið að kanna útbreiðslu skrápflúrunnar á hrygningartíman- um. Ekki reynt áður fyrir Norðurlandi „Þetta hefur ekki verið reynt úti fyrir Norðurlandi á þessum tima áður. Það hefur aftur á móti verið gert á haustin, en þá virðist ekki vera nema um tiltölulega lítið magn að ræða þannig að við fórum út í það núna að kanna það hvort ekki væri meiri gengd á þessum árstíma þegar skrápflúran er að koma inn til hrygningar. Forsendan fyrir þessu tilraunaveiðileyfí Hafrann- sóknastofnunar er að ganga úr skugga um það,“ segir Guðmundur. Þarf sérstakt leyfi Innhlutinn af Skjálfandaflóa er lokaður fyrir dragnótaveiðum nema á haustin og því þarf sérstakt leyfi Hafrannsóknastofnunar nú sem veitt var í tíu daga. Fiskifræðingur- inn um borð er að kyngreina, ald- ursgreina og skoða hrygningarstig skrápflúrunnar sem er kolategund. Að sögn Guðmundar hefur gengið þokkalega það sem af er. Töluvert mikið veiðist af skrápflúru fyrir Suðurlandi, en veiðar á henni úti fyrir Norðurlandi eru nýbyijaðar til þess að gera til nýtingar. Lengst af hefur þessari fiskteg- und verið hent þar sem hún hefur verið talin illa nýtanleg og því að- eins örfá ár síðan bytjað var að hirða þennan fisk. Enn sem komið er, er lítið vitað um stofnstærð skrápflúrunnar. Á innfjarðarrækju í vetur Aron ÞH hefur í vetur verið við innfjarðarrækjuveiðar í Skjálfanda- flóa og hefur aflanum verið ekið frá Húsavík til vinnslu á Siglufirði ásamt afla tveggja annarra inn- fjarðarrækjuveiðibáta þar sem ekki náðist samkomulag við rækju- vinnslu Fiskiðjusamlags Húsavíkur um verð. í hlut Arons af innfjarðar- rækjukvótanum í Skjálfanda komu 33% eða 333 tonn. Eftir að skrápflúru-tímabilinu lýkur, mun Aron búast til humar- veiða. Guðmundur segist vera þokkalega bjartsýnn á humarvertíð. Lagt verður upp hjá Árnesi í Þor- lákshöfn, eins og undanfarin ár. LJósmynd/Þorgeir Baldursson SKIPVERJAR á Aroni, þeir Ólafur Skúli Guðjónsson vélsljóri og Guðmundur Sigtryggsson yfirvél- sljóri í aðgerð á dekkinu. Rangar stjórnunaraðferðir? UM það bil einu sinni á hveijum áratug hefur komið upp kreppa í sjávarútveginum á austurströnd Kanada með alvarlegum afleiðing- um fyrir þúsundir manna og allt efnahagslífið á þessum slóðum. Útgjöld stjórnvalda vegna þess hlaupa á tugum milljarða króna. í Kanada kom nýlega út bók þar sem fjallað er um þessi mál og varpað fram þeirri spurningu hvort þær stjórnunaraðferðir, sem hingað til hefur verið beitt í kanadískum sjáv- arútvegi, séu ekki í grundvallarat- riðum rangar. í bókinni, Taking Ownership: Property Rights and Fishery Man- agement, eru greinar eftir ýmsa kunna sérfræðinga í sjávarútvegs- málum og þar er viðfangsefnið ann- ars vegar núverandi fiskveiðistjórn Mælt með eignar- rétti á kvóta í Kanada í Kanada, sem byggist á almennum rétti til veiða og opinberu eftirliti, og hins vegar þær hugmyndir, sem nú eru að hasla sér völl og byggj- ast á ákveðnum eignarréttindum, yfirleitt með framseljanlegum kvót- um. Kapphlaup eða fyrirhyggja í formála bókarinnar lýsir Brian Lee Crowley, ritstjóri hennar, nú- verandi kerfi með þessum orðum: „Veiðileyfi sjómannanna gefa þeim engan rétt ti! að skipta með sér aflanum, aðeins að leggja línuna eða netin í sjó. Með hveiju árinu, sem líður, verður hátæknikapp- hlaupið eftir óvissum hlut í minnk- andi fiskstofnum æsilegra.“ Crowley segir, að á hinn bóginn sé svo kerfi, sem byggist á eignar- réttindum þar sem hver og einn eigi sinn hlut í heildaraflanum. Við þær kringumstæður sé það hags- munamál kvótaeigenda að standa vörð um auðlindina í stað þess að veiða sem mest á sem skemmstum tíma til að tryggja sjálfum sér sem mest. Kvótaeigandinn vilji auka sinn hlut með því að byggja upp stofnana og hann reyni að hafa áhrif á verðmæti kvótans með því að láta sig skipta hvernig unnið er úr aflanum. vf■ Fita í mjólkurvörum Mjólkurvörutegund Grömm af fitu í 100 g Skammtur, grömm Magn af fitu í skammti Fita áári (1 sk/dag) Létt engjaþykkni 1,9 g 175 g 2,6 g 949 g Engjaþykkni m. morgunkorni 8,1 g 150 g 12,2 g 4.453 g Sýrð léttmjólk 1,5 g 200 g 3,0 g 1.095 g Súrmjólk 4,0 g 200 g 8,0 g 2.920 g AB-mjólk 3,9 g 200 g 7,8 g 2.847 g Létt jógurt 1,3 g 180 g 2,3 g 840 g Óskajógurt 3,4 g 180 g 6,1 g 2.227 g Sunnudagsjógurt 6,8 g 180 g 12,2 g 4.453 g Þykkmjólk 4,9 g 170 g 8,3 g 3.030 g Léttar mjólkurvör- ur minnka fitu- neyslu um mörg kg „Sá sem er vanur að borða eina dós af engja- þykkni daglega getur minnkað fítuneyslu sína um 3,5 kg á ári með því að skipta yfír í létt engjaþykkni,“ segir Brynhildur Briem næríngar- og matvælafræðingur. FITUNEYSLA er að jafnaði mun meiri hér á landi en æskilegt getur talist svo létt engjaþykkni sem ný- lega kom á markað er kærkomin viðbót í hóp fituskertra mjólkur- vara. Gamla engjaþykknið sem stundum hefur verið kallað ijóma- búðingur inniheldur allt að 8,1 g af fitu í 100 grömmum en í léttu engjaþykkni fer fitan niður í 1,5 g í 100 grömmum. Margir borða sýrðar mjólkurvör- ur í morgunverð. Með því að nota fituskertar vörur í stað fullfeitra er hægt að draga mikið úr fitunotk- un. Það er fróðlegt að reikna út hve mikla fitu er hægt að minnka við sig með því að halda sig við léttu vörurnar í stað þeirra sem fitu- meiri eru. í meðfylgjandi töflu kem- ur fram hve mikil fita er í einum skammti af ýmsum sýrðum mjólk- urvörum og hve mikið magn það yrði á einu ári ef borðaður væri einn skammtur á dag. Þar kemur fram að með því að skipta úr engjaþykkni yfir í létt engjaþykkni minnkar fólk fitu- neyslu um 3,5 kg á einu ári. Þetta samsvarar 31.500 hitaeiningum. Þá má til gamans geta þess að fitu- magn úr fæðu minnkar um 1,8 kg ef skipt er úr súrmjólk í sýrða létt- mjólk og hætt að borða sunnu- dagsjógúrt og skipt yfir í létta jóg- úrt þýðir það 3,6 kg minni fitu á ári en ella. Því miður er ekki til nein létt AB-mjólk en neytendur bíða eflaust eftir að slík vara komi á markað. Sem betur fer eru mjólkurvörur mjög vel merktar þannig að þessar upplýsingar koma fram á umbúð- um. Nýtt Kynningarverð í hverjum mánuði FYRIRTÆKIÐ Purity Herbs mun frá og með þessum mánuði vera með kynningarverð í hveijum mánuði á einhveijum þeirra ijörutíu tegunda sem fyrirtækið framleiðir. Tilboð aprílmánaðar er 15% afsláttur af handáburði og hákarlakremi. Þessar vörur eru sérstaklega merktar á út- sölustöðum. Krem og olíur frá Purity Hergs eru framleiddar án kemískra rotvamarefna og eru úr náttúrulegum efnum. Von er á sólkr- emi frá fyrirtækinu. Hnéspelkur úr koltrefjaplasti STOÐ hf. stoðtækjasmíði hefur sett á markað nýja tegund af hnéspelk- um. Um er að ræða hnéspelku sem er sérsmíð- uð úr koltrefja- plasti. Smíðað er á einstaklinga eftir gifsmóti sem tekið er af fótlegg þeirra. í fréttatilkynn- ingu frá Stoð hf. segir að Towns- end GS hné- spelkan sé létt og hönnuð til að nota vegna liðbandaáverka fyrir og eftir aðgerð. Hægt er að afgreiða hana samdægurs og í tilkynningunni segir að liðhreyfing hennar sé ná- lægt því að vera eins og liðhreyfing hnjáliða líkamans. Áfyllingar í bleksprautu- prentara KOMNAR eru á markað áfyllingar í Hewlett Packard bleksprautuprent- ara. Áfyllingarnar eru frá fyrirtæk- inu Fullmark og henta fyrir HP _ 500/600 prentara. í fréttatil- kynningu frá J. Ást- valdssyni hf., sem er umboðsaðili, segir að umbúðirnar séu vist- vænar og að um gæða- blek sé að ræða. í hveijum pakka eru tvær áfyllingar, einn standur fyrir hylki og loftpumpa sem notuð er til að jafna loft- þrýsting í hylkinu. Varan er framleidd samkvæmt staðlinum ISO 9002. Pakkning með tveimur áfyllingum kostar 1.495 krónur. Fullmark fram- leiðir einnig blekhylki og áfyllingar í flesta aðra bleksprautuprentara, prentborða, bleksprautupappír og bleksprautuglærur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.