Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Málefni lífeyrissjóðakerfisins voru til umræðu á morgunverðarfundi Verslunarráðsins HÁLFFIMMTUGUR maður sem hóf að greiða í líf- eyrissjóð á almennum markaði við stofnsetn- ingu kerfisins árið 1970 og er kom- inn á lífeyrisaldur nú er að fá tæp- lega 40% hærri greiðslur í lífeyri en hann hefði fengið ef kerfið byggðist á aldursleiðréttri réttindaávinnslu. Með sama hætti gætu rúm 20% ævilífeyrisréttinda glatast ef skipt væri um kerfi nú. Þetta kom fram í erindi Gylfa Arnbjörnssonar, fram- kvæmdastjóra Eignarhaldsfélags Alþýðubankans á morgunverðar- fundi Verslunarráðs, í gærmorgun. Skýringin á þessu er sú að verð- mæti iðgjalda ungs manns eru meiri en þess sem eldri er vegna þess að iðgjöldin ávaxtast í lengri tíma. Líf- eyriskerfið til þessa hefur hins vegar miðast við jafna réttindaávinnslu til lífeyris allt aldursskeiðið. Auk Gylfa fluttu einnig erindi á fundinum Arni Mathiesen alþingismaður og Baldur Guðlaugsson, formaður Samtaka áhugafólks um lífeyrisspamað. Steintröll Ámi Mathiesen alþingismaður rakti í erindi sínu þær miklu breyt- ingar sem orðið hefðu í frelsisátt á flestum þáttum íslensks samfélags á undanfömum árum. Þó væri það einn þáttur sem ekki hefði breyst og það væru lífeyristryggingar sem stæðu einar eftir eins og steintröll. Lífeyrissjóðimir væru að verða slík- ur yfirburðaaðili á fjármagnsmark- aði að það gæti hamlað samkeppni. Hann sagði að umræðan um lífeyris- málin fæli í sér þrjá meginþætti. í fyrsta lagi væm það almennar regl- ur um starfsemi lífeyrissjóða, í öðm lagi spumingin um valfrelsi milli sjóða gmndvallað á samkeppni og loks í þriðja lagi samtryggingin eða hversu mikil forsjárhyggjan ætti að vera. Sagðist hann vera þeirra skoð- unar að sönnunarbyrðin hvíldi á herðum þeirra sem ekki vildu val- frelsi í lífeyrismálum, því valfrelsi myndi leiða til meiri hagkvæmni í rekstri sjóðanna. Hér væri rekstrar- kostnaður lífeyrissjóðanna að meðal- tali 0,28% af eignum þeirra, en í Bretlandi og Bandaríkjunum væri hlutfallið á bilinu 0,01% til 0,10%. Þó rekstrarkostnaður lífeyrissjóð- anna hefði lækkað á undanfömum ámm hefði verulega hægt á þeirri þróun á undanförnum árum. Þá muni valfrelsi einnig verða til þess að ávöxtun sjóðanna verði betri og sjóðfélagarnir muni hafa ábyrgð og hafa rétt til að veija eignir sínar. Árni sagði einnig að það að skylda menn til að vera í ákveðnum lífeyris- sjóðum gæti verið brot á mannrétt- indum. Þá sagði hann talsmenn líf- eyrissjóðanna mikið hafa flaggað skýrslu Alþjóðabankans um þriggja stoða lífeyriskerfi, en sagði þá ekki geta þess að Alþjóðabankinn legði áherslu á að það ríkti fijáls sam- keppni í þessum efnum. Sagði hann þær mótbárur sem fram hefðu kom- ið gegn valfrelsinu vera tæknileg mál sem ætti að vera hægt að leysa. Valfrelsinu væri hins vegar ekki hægt að fórna vegna einhverra tæknilegra forsendna. 17% af meðaltekjum Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Eignarhaldsfélag Al- þýðubankans, sagði allt of mikið um það að umijöllun um lífeyrissjóðina yrði umfjöllun um fjármagnsmark- aðinn, en ekki það hlutverk sem líf- eyrissjóðunum sé ætlað að gegna og hvaða kostir séu bestir fyrir þjóð- félagið í heild í þessum efnum. Sagði hann tryggingaákvæði lífeyrissjóða- kerfisins hagkvæmustu leiðina til þess hvað varðaði eftirlaun, örorku- og makalífeyri. Meginspumingin snerist um það hvaða réttindi væru í boði og hvaða skipulag gerði kleift að bjóða bestu réttindin. Gylfi sagði að þegar almenna líf- eyrissjóðakerfið hefði verið sett á laggirnar 1969 hefðu eftirlaun verið 17% af meðaltekjum verkamanna. Sú staðreynd og sá mikli munur sem var á réttindum opinberra starfs- manna og bankamanna annars veg- ar og á almennum markaði hins vegar í þessum efnum hefði verið 20% æviréttinda gætu glatast ef skipt væri um kerfi Málefni lífeyrissjóðanna eru á hvers manns vörum þessa dagana. Hjálmar Jónsson fylgdist með umræðum á morgunverðarfundi Verslunarráðsins þar sem valfrelsi í lífeyrismálum var til umræðu. Hvað gerist ef jöfn réttindaávinnsla m.v. aldur raskast? A-B: Veitir sömu réttindi og C-D C-B: 21 % æviréttinda glatast E-D: Réttindi aukast um 39% Aldur við greiðslu iðgjalds 20 ára~25 30 35 40 45 50 55 60 65 70 Fjölskyldubætur við fráfall 34 ára með maka og tvö börn Barnalífeyrir — —. 60 þúsund kr. Makalifeyrir Skipting 12.000 kr. iðgjalds til séreignasjóðs og samtryggingasjóðs 10 þúsund kr.------------------------ Séreign, karl Séreign, kona SAL-sjóður Hvað fær fólk í ellilífeyri? 100 þúsund kr. á mán. ástæðan fyrir stofnun lífeyrissjóð- anna. Frá upphafi hefði verið miðað við sjóðsöfnun, en ekki gegnum- streymiskerfi, skylduaðild, sem væri forsenda lágmarkstryggingakostn- aðar og samtryggingar, þ.e.a.s. sjóð- félögum væri ekki mismunað vegna aldurs, kynferðis, heilsufars eða áhættu. Gylfi bar síðan saman kerfi sem annars vegar grundvallast á sam- tryggingu og hins vegar á séreigna- fyrirkomulagi. Samtryggingarsjóð- irnir byggðu starfsemi sína á hóp- tryggingum og hún skapaði grund- völl að hámarksáhættudreifingu fyr- ir hópinn. Það hefði afgerandi áhrif á þau iðgjöld sem kerfið þyrfti á að halda til þess að viðhalda sér. Allir nytu sömu réttinda fyrir sama ið- gjald óháð kynferði, aldri, áhættu í starfi, heilsufari eða félagslegum aðstæðum. Séreignasjóðir byðu hins vegar upp á lífeyrissparnað sem væri greiddur út á ákveðnum tíma með erfðarétti, auk þess sem boðið væri upp á tryggingar í samstarfi við líftryggingafélög sem byggðu á einstaklingsbundnu mati á áhættu- líkum og réðust því réttindi fyrir sama iðgjaldið af einstaklingsbundn- um aðstæðum hvers og eins. Áhættudreifingin yrði alltaf minni þar sem þeir sem væru í áhættu væru líklegri til að tryggja sig en hinir. Þegar menn tryggðu sig sem einstaklingar væri grundvallarmun- ur á því hvort menn spiluðu brids eða stunduðu fallhlífastökk og spurt væri um heilbrigðisvottorð, sem ekki væri gert í núverandi kerfi lífeyris- sjóða með skylduaðild. Jöfn réttíndaávinnsla Gylfi benti á að þegar lífeyriskerf- ið hefði verið sett á laggimar hefði verið ákveðið að hafa réttindaá- vinnsluna jafna. Það væri mikilvægt að menn áttuðu sig á þessari stað- reynd einfaldlega vegna þess að það væri talsverð áhætta því samfara að gera breytingar þar á. Iðgjald 20 ára einstaklings væri að mörgu leyti verðmætara en iðgjald 65 ára einstaklings þó iðgjöidin í það heila tekið tryggðu sömu réttindi yfír alla starfsævina. Þetta skipti hins vegar miklu máli ef farið væri milli kerfa. Þeir sem hefðu verið 45 ára gamlir árið 1970 þegar kerfið hefði verið sett á laggimar væru nú að fá tæp- lega 40% betri lífeyri úr lífeyrissjóði vegna jafnrar réttindaávinnslu held- ur en þeir hefðu fengið ef kerfið hefði verið byggt upp á aldursleið- réttu kerfi, þ.e.a.s tryggingafræði- lega „réttu“ kerfi. Það mætti einnig halda því fram að þeir sem hefðu verið að koma út á vinnumarkaðinn árið 1970 og hefðu verið að borga í kerfið til þessa dags væru að tapa réttindum framan af ævinni vegna skertrar réttindaávinnlsu í saman- burði við aldursleiðrétt kerfi. Fimmtungur getur tapast „Hætta minnar kynslóðar er hins vegar sú, ef það verða gerðar þær breytingar á umgjörð lífeyrissjóð- anna þannig að þessar forsendur um jöfnu ávinnsluna raskist, þá stendur mín kynslóð frammi fyrir því að glata fimmtungi og allt upp undir þriðjung af sínum lífeyrisréttindum," sagði Gylfi. Hann gerði síðan samanburð á sameignarsjóði og séreignasjóði karlmanns annars vegar og konu hins vegar. Miðaði hann við 120 þúsund króna mánaðarlaun fólks í sambærilegu starfi og að keypt væri afkomutrygging vegna örorku- bóta og iðgjaldatrygging til að við- halda eftirlaunarétti, auk ævi- lífeyristryggingar sem kemur til greiðslu eftir 80 ára aldur. Niður- staða hans var sú að karlmaður í séreignasjóði þyrfti að ráðstafa 45% af iðgjaldi sínu til að kaupa framan- greindar tryggingar. Kona þyrfti hins vegar að ráðstafa rúmlega 70% af sínu 12 þúsund króna iðgjaldi til kaupa á tryggingum vegna þess að hún væri metin áhættusamari, ann- ars vegar vegna hærri örorkulíkinda og einnig vegna þess að ævilíkur kvenna væru lengri en karla. Þetta endurspeglaðist í endurgreiðslum þegar á lífeyrisaldur væri komið. Karlmaður í séreignasjóði myndi fyrstu 15 árin fá ríflega 70 þúsund króna greiðslu á mánuði úr sjóðnum og eftir það 50 þúsund krónur, en ævilífeyristryggingin miðaðist við þá upphæð. Kona myndi hins vegar fá 47 þúsund króna greiðslu fyrstu 15 árin en eftir það 50 þúsund króna greiðslur úr ævilífeyristryggingunni. Félagi í sameignarsjóði innan Sam- bands almennra lífeyrissjóða myndi hins vegar fá í greiðslur tæplega 85 þúsund krónur á mánuði til æviloka. Gylfi sagði að myndin yrði ekki betri þegar maka- og fjölskyidulíf- eyrir væri tekinn með í reikninginn. Hann hefði ákveðið að taka það ekki með í reiknigrunninn hvað myndi kosta að taka slíka tryggingu því það yrði svo dýrt að iðgjaldið myndi ekki hrökkva til að greiða það. Makalífeyrir félaga í séreigna- sjóði væri þannig sú inneign sem væri fyrir hendi í séreignasjóðnum dreift á tíu ár eftir fráfall. Munurinn væri verulegur enda væri það einn af styrkleikum lífeyrissjóðakerfisins að bjóða upp á makabætur og bama- lífeyri til 18 ára aldurs. Þá tók Gylfi einnig dæmi af þeim sem væru í séreignasjóðum og keyptu sér ekki tryggingar og sagði að þeir væru æðimargir. Þá gætu menn fengið hærri eftirlaun í 15 ár eða 120 þúsund krónur á mánuði, en væm eftir það og eins ef eitthvað bjátaði á upp á náð Almannatrygg- ingakerfisins komnir. Hann sagði að það væri skiljanlegt að menn keyptu sér ekki þessar tryggingar þar sem þær væru dýrar, en spurn- ingin væri sú hvort samfélagið gæti sætt sig við það að menn næðu sér í betri eftirlaun á þeirri forsendu að ríkið kæmi til hjálpar ef forsendur brygðust og þeir yrðu að leita á náðir þess af því þeir hefðu ekki tryggt sig. Gylfi sagði að þetta sýndi að líf- eyrissjóðirnir tryggðu félaga sína betur en aðrir. Ástæðurnar væru sú mikla áhættudreifing sem skylduað- ildin tryggði, auk þess sem rekstrar- kostnaðurinn hefði verið mjög lágur. Það væri nærtækara að bera saman rekstrarkostnað lífeyrissjððanna og annarra aðila á fjármagnsmarkaði hér heldur en bera þá saman við líf- eyrissjóði í Bretlandi og Bandaríkj- unum. Það væri staðreynd að rekstr- arkostnaður líftryggingarfélaga, tryggingarfélaga, verðbréfasjóða og banka hér á landi væri frá því að vera tvöfalt og upp í það að vera tuttugufaldur rekstrarkostnaður í h'feyrissjóðakerfinu. „Auðvitað em þarna ákveðnir valkostir. Mér sýnist bara út frá hagkvæmnis- og skynsemisrökum og út frá því að ríkið ætli sér að fela lífeyrissjóðum að taka þetta hlutverk að sér þá sé það einfaldlega skynsamlegasta og hagkvæmasta lausnin að vera með þennan grunn- rétt miðað við 10% iðgjaldið í al- mennum lífeyrissjóðum, samtrygg- ingarsjóðum sem byggja á skylduað- ild,“ sagði Gylfí einnig. Verður að greina á milli markmiða og leiða Baldur Guðlaugsson, formaður Samtaka áhugafólks um lífeyris- spamað, sagðist ekki ætla að halda því fram að eitt form lífeyrissparnað- ar væri betra öðru. Þau samtök sem hann væri fulltrúi fyrir legðu áherslu á að menn yrðu að hafa val. Það hentaði mönnum misjafnlega ólíkir kostir á þessu sviði. Það væri full ástæða til þess að meta að verðleik- um fmmkvæði og forgöngu samtaka vinnumarkaðarins við það að koma á skyldugreiðslum til lífeyrissjóða. Á þeim tíma hefði það vafalaust verið mjög þarft og mikilsvert. Lífeyris- sjóðakerfið væri hins vegar ekki markmið í sjálfu sér heldur hlyti það að vera innihaldið, þ.e.a.s. lífeyris- spamaðurinn sjálfur, sem máli skipti. Leiðirnar mættu ekki fara að verða aðalatriðið. „Það má ekki verða uppi sú staða að einhveijir tilteknir aðilar telji sig hafa nánast einkarétt eða eignarrétt á einhveiju tilteknu kerfi og hangi á því eins og hundar á roði og táki jafnvel ríkis- stjórnir í gíslingu. Við verðum að greina á milli markmiðanna og leiða," sagði Baldur. Hann sagðist telja að það væri ekki lengur um það ágreiningur að það væri réttlætanlegt að gera kröf- ur til þess að öllum væri skylt með einhveijum hætti að leggja til hliðar lágmarksframlag til lífeyrissparnað- ar. Eðlilegt væri að nýjar leiðir í þessum efnum þróuðust og kostir kæmu fram sem fengju að njóta sín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.