Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Iðnaðarráðherra gangsetur harðviðarverksmiðjuna Aldin hf. á Húsavík Kynnt fjárfest- um erlendis Morgunblaðið/Kristján UNDANFARNA daga hefur verið unnið við að skipa upp óunn- um trjábolum í Húsavikurhöfn, sem fyrirtækið Aldin hefur keypt frá Bandaríkjunum, til vinnslu í harðviðarverksmiðju sinni. FINNUR Ingólfsson iðnaðarráð- herra gangsetti harðviðarverk- smiðjuna Aldin hf. á Húsavík í gær og við sama tækifæri var undirrit- aður samstarfssamningur nokk- urra aðila um að kynna erlendum fjárfestum frekari möguleika á vinnslu harðviðar á Húsavík. Aðilar að samkomulaginu eru auk Aldins hf., Fjárfestingarskrif- stofa íslands, Húsavíkurbær og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga. Þá voru kynntir nýir sölusamningar sem Aldin hf. hefur gert við leið- andi fyrirtæki í Evrópu um sölu á harðviði. Tarkett í Svíþjóð, Timb- met í Bretlandi sem er stærsti dreif- ingaraðili harðviðar á Bretlandseyj- um og Danish Hardwood í Dan- mörku. Aætluð ársvelta 170 milljónir kr. Aldin hóf tilraunaframleiðslu við þurrkun á harðviði fyrir um ári. Timbrið er keypt óunnið frá Banda- ríkjunum, sagað niður á Húsavík og þurrkað og síðan selt mestmegn- is á Evrópumarkaði. Verksmiðjan er mjög vélvædd og eru allar vélar til sögunar keyptar frá Maine í Bandaríkjunum. Stofnkostnaður verksmiðjunnar er um 100 milljón- ir kr. og starfa níu manns í verk- smiðjunni. Áætluð ársvelta er um 170 millj. kr. Helstu hluthafar eru Kaupfélag Þingeyinga, Kaupfélag Eyfirðinga, Karl Ásmundsson frá New Hampshire í Bandaríkjunum, og Trésmiðjurnar Norðurvík og Rein. Áhersla hefur verið lögð á að kynna ísland sem umhverfis- vænan áfangastað til þurrkunar á harðviði og að mati forráðamanna fyrirtækisins felst sérstaða Aldins í að þurrka og vinna harðvið með þeim umhverfísvæna orkugjafa sem jarðhitinn er. Harðviðarvinnsla á Húsavík byggir á aðgengi að ódýru heitu vatni til þurrkunar. Orkukostnaður við þurrkun á harðviði á Húsavík er talinn um tíundi hluti af því sem best gerist í Bandaríkjunum, að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins, en þurrkun trjábolanna fer fram í sérhönnuðum tölvustýrðum þurrk- húsum. Dótturfélag í Bandaríkjunum Á síðastliðnu ári stofnaði Aldin dótturfélag, Aldin Technologies, í Bandaríkjunum. Félagið sér um innkaup á hráefni og tekur virkan þátt í sölustarfi félagsins. Aldin er meðlimur í National Hardwood Lumber Association, alþjóðlegum samtökum harðviðarframleiðenda. Þá er fyrirtækið einnig aðili að American Hardwood Export Co- uncil, sem eru samtök útflytjenda á harðviði frá Bandaríkjunum. Iðja sam- þykkir FÉLAGAR Iðju, félags verk- smiðjufólks, samþykktu í gær nýgerðan kjarasamning við atvinnurekendur. Greiddu at- kvæði 457 félagsmenn af 1.707 eða 26,8%. Samningurinn var gerður 25. apríl síðastliðinn en félags- menn höfðu í tvígang fellt fyrri samninga. Talning atkvæða fór fram hjá Iðju í gær og voru 356 fýlgjandi samningn- um eða 77,9% þeirra sem greiddu atkvæði. Andvígir honum voru 98 eða 21,4% og auðir seðlar voru þrír. Þá hafa verkfræðingar og tæknifræðingar sem starfa hjá ríki og Reykjavíkurborg sam- þykkt kjarasamning sem und- irritaður var 1. apríl síðastlið- inn. Þetta er fýrsti samningur þessara aðila sem felur í sér breytt launakerfi. Póstatkvæðagreiðsla fór fram um samninginn og lauk talningu síðdegis í gær. Tæknifræðingar samþykktu samninginn með 98,7% greiddra atkvæða en þátttaka í atkvæðagreiðslunni var 51%. Verkfræðingar hjá Reykjavík- urborg samþykktu samning- inn með 93% greiddra atkvæða og var þátttaka 67,5% og verk- fræðingar hjá ríkinu sam- þykktu með 92% greiddra at- kvæða. Sterk viðbrögð við laginu Kristján Björnsson tekur ekki þátt í kosningum í Garðaprestakalli Víðar gnð en í Görðum PÁLL Óskar Hjálm- týsson, fulltrúi íslend- inga í Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva í Dublin, segir að tslendingar hafi vakið mikla athygli með lagj sínu og sviðs- framkomu í Dublin. „Ég hef fengið það sterk og góð viðbrögð við laginu að mér er eiginlega hætt að standa á sama. Aðal- Iega hefur hópast í kringum mig fólk frá Spáni, Frakldandi, Þýskalandi, Möltu, Englandi og Dan- mörku. Danimir vonast hreint og beint til þess að ég vinni keppn- ina. Mér þykir samt vænt um að ég finn ekki fyrir neinum sleikju- hætti, fólkið kemur til min og segir að því finnist lagið og sviðs- framkoman frábær og það rökstyður alltaf af hveiju." Páll sagði að einna markverð- ast hefði honum þó fundist að blaðamaður enska slúðurblaðsins The Star sá ástæðu til að taka við hann viðtal. „Þetta var sér- stakur heiður. Núna líður mér fyrst eins og alvöm stjörnu. Viðtalið og myndirn- ar birtast í heilsíðu í blaðinu.“ Páll segir að slík athygli gæti jafnvel haft áhrif á úrslitin, því Bretar og fleiri þjóðir munu nú í fyrsta sinn hafa al- menna atkvæða- greiðslu i gegnum síma um það hvaða stig eigi að gefa öðr- um þátttökuþjóðum. „Ég er að vonast til að ég eigi að græða á því, því lagið mitt er síðast í keppn- inni. Þegar það er búið hafa kjós- endur heima í stofu tíu mínútur til að ve\ja besta lagið.“ íslenska lagið stingur í stúf Páll segir að lagið þyki stinga í stúf við önnur Iög og það sem tíðkast í söngvakeppninni, enda sé það mjög öðruvísi. Hann segist ekki geta ímyndað sér hvar Iagið eigi eftir að lenda í keppninni. „Eg held ég sé manna forvitnast- ur að sjá það. Fólkið sem er hér er fyrst og fremst Eurovision- keppendur, aðdáendur og fjöl miðlafulltrúar þeirra. Fólkið sem skiptir mestu máli í þessu sam- bandi er þeir sem sitja heima í stofu o g horfa á keppnina. Ég hef sagt það áður og segi það enn; spyijum að leikslokum. Það er aldrei að vita nema ég lendi í tuttugasta sæti.“ Þátttökuþjóðirnar skiptast á að halda veislur hver fyrir aðra og í gærkvöldi var komið að íslend- ingum. „Hinar þjóðimar hafa haldið veislurnar á hótelunum og eða svipuðum stöðum. Við ætlum að halda okkar veislu á Rumors, villt- asta næturklúbbi í Dublin. Þar ætlum við að troða upp, vera með dragshow, taka gamlar Euro- visionlummur og enda á því að ég tek Eurovisionlagið mitt og ýmis önnur lög sem ég á í hand- raðanum." Veðmangarar hafa litla trú á Páli VEÐMANGARAR á írlandi hafa litla trú á sigri íslenska lagsins í Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva. ísland deilir 19.-20. sæti með Kýpur á lista yfir vinningslíkur þátt- takenda og sigurlíkurnar eru taldar einn á móti 32. ítalir og írar eru efstir á listanum með líkurnar 2 á móti 200. Fjölmargir aðrir en veðmangar- arnir spá þó í úrslitum og á alnetinu eru í gangi ýmsar kannanir á gengi laganna. Á finnskri alnetssíðu um söngvakeppnina er listi byggður á vinsældakosningu þeirra sem heim- sækja síðuna og er ísland í 14. sæti. Jafnframt er á síðunni listi byggð- ur á hinum fyrri að viðbættum þátt- um eins og gengi landsins í fyrri keppnum, kynferði söngvarans, hvar í röðinni lagið er flutt og fleira. Á þessum lista er ísland í 10. sæti. SÉRA Kristján Björnsson, sóknar- prestur á Hvammstanga, hefur ákveðið að taka ekki þátt í prests- kosningunum sem stefnt er að því að fram fari í Garðaprestakalli þann 31. maí. „Það er víðar guð en í Görðum og ég er þannig innstilltur að mér finnst að prestur, sóknar- nefnd og starfslið kirkjunnar eigi að vera samstiga í því að efla ein- ingu og frið,“ segir Kristján en hann telur að hluti sóknarnefndar Garða- sóknar berjist svo eindregið fyrir kjöri séra Árnar Bárðar Jónssonar að það geti teflt einingu prestakalls- ins pg starfsfriði í tvlsýnu. „Ég sætti mig út af fyrir sig við niðurstöðu kjörmannakosningar sem var um daginn og hlýt að virða rétt kjósenda til að fara fram á almenn- ar kosningar en það er komið í ljós í mínum huga að hluti sóknarnefnd- ar í Garðasókn sem var meðal kjör- manna er harðákveðinn í því að fá einn frambjóðandann, sér Örn Bárð Jónsson, og hefur nú lýst yfir stuðn- ingi við hann. Þetta fólk vill séra Örn Bárð og engan annan og hefur komið fram í blöðum sem yfirlýstir stuðningsmenn hans og það þykir mér óeðlilegt af þessum embættis- mönnum.“ Eindreginn ásetningur „Þetta er hluti virkustu sóknar- nefndarinnar í stærstu sókninni I prestakallinu. Sóknarnefndin er, ásamt starfsliði I kirkjunni, nánasti samstarfsaðili sóknarprestsins og það yrði lítill sigur að vinna kosning- arnar og þurfa síðan að glíma við það að ná sáttum við þá aðila sem ættu að starfa saman af heilum huga að því verkefni að byggja upp söfnuðinn og sjálfan sig I þjónustu við guð.“ Kristján segist hafa heyrt I við- tölum við þetta fólk og með skilaboð- um og ábendingum sem honum hafi verið bornar að þetta sé eindreginn ásetningur þess. „Þessi framganga tiltölulega lítils hóps innan sóknar- nefndar Garðasóknar hefur orðið til þess að nú virðist stefna í óefni inn- an prestakallsins." í Garðaprestakalli eru þrjár sókn- ir. Garðasókn, sem er langstærst, Bessastaðasókn og Kálfatjarnar- sókn, sem nær yfir Voga og Vatns- leysuströnd. Séra Gunnar Kristjánsson, próf- astur í Kjalarnessprófastsdæmi, sagði í samtali við Morgunblaðið að yfirferð undirskriftarlista um prest- kosningar í Garðaprestakalli væri lokið. 2.194 nöfn voru á undirskrift- arlista, þar af voru 179 nöfn ógild en til þess að fullnægja skilyrðum um þátttöku 25% sóknarbarna þurfti 1.693 undirskriftir og er því skilyrði vel fullnægt. Tveir aðrir dregið sig til baka Séra Gunnar Kristjánsson sagði að kjörskrá yrði lögð fram föstudag- inn 2. maí og lægi frammi í tvær vikur en utankjörstaðakosning hefst 16. maí. Prófastur sagði að sér hefði aðeins borist formleg afturköllun á umsókn frá séra Bjarna Karlssyni en aðrir sem vildu draga sig til baka hefðu frest til 10. maí til þess. Auk séra Kristjáns hefur séra Yrsa Þórðardóttir á Fáskrúðsfirði lýst yfir því að hún taki ekki þátt í prestskosningum. Aðrir umsækjend- ur um prestakallið eru séra Örn Bárður Jónsson, fræðslustjóri þjóð- kirkjunnar, og Hans M. Hafsteinsson guðfræðingur. Til að prestskosning sé bindandi þarf helmingur sóknarbarna að taka þátt í kosningu og einn frambjóð- andi að hljóta helming greiddra at- kvæða. UPPBOÐ á antikmunum og öðrum verðmætum. Hlutir frá 16., 17. og 18. öld. Annað eins hefur aldrei sést á íslandi! Sýning á mununum í dag og á morgun milli kl. 13 og 19 á Grand Hótel, Sigtúni. fe HOTEi REYKJAVIK Uppboðið haldið laugardaginn 3. maí og sunnudaginn 4. maí. Páll Óskar Hjálmtýsson I ) I ) ) I > > I l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.