Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 60
60 'FIMMTUDAGUR'l.' MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ 1.MAÍ Ávarp 1. maí nefndar verkalýðsfélaganna á Akureyri 1997 Betri kjör - aukin velferð í DAG 1. maí á hátíðis- og baráttu- degi verkalýðshreyfingarinnar er nauðsynlegt að líta yfír farinn veg. Hveiju hefur barátta undanfarinna ára skilað okkur? Miðar á leið, stöndum við í stað eða höfum við stigið skref til baka? A þessu ári eru liðin 100 ár frá stofnun Verkamannafélags Akur- eyrar hins eldra. í 1. gr. laga félags- ins segir: „Aðalmarkmið félagsins er að reyna að koma í veg fyrir skuldaverslun meðal verkamanna, bæta kjör þeirra og venja þá við að hjálpa hver öðrum af fremsta megni án allrar sérdrægni og sundr- ungar." Markmið sem enn er í fullu gildi. Það sem af er þessum áratug höfum við búið við meira atvinnu- leysi e_n þekkst hefur frá stríðslok- um. íslenskir launamenn lögðu grunninn að því að verðbólgudraug- urinn var kveðinn í kútinn. Við tók- um þátt í því að skapa að nýju rekstrargrundvöll fýrir íslensk fyr- irtæki. A sama tíma hafa skuldir heimilanna aukist. Ríkisstjómin EFTIR setningu nýrra laga um stéttarfélög og vinnudeilur reyndi nú í fyrsta sinn á löggjöfina með beinum hætti í kjarasamningum. Breytingamar á lögunum vom á sínum tíma gerðar í algerri and- stöðu við alla verkalýðshreyfíng- una. Með þeim hlutaðist ríkisvaldið til um innra skipulag fijálsrar hreyfíngar launafólks með óþolandi ofbeldi. Ljóst er að allt það sem verkalýðshreyfíngin sagði um breytingamar á lögunum hefur reynst rétt. Samtök launafólks og atvinnurekenda sitja nú uppi með löggjöf sem tefur alla samninga- gerð og njörvar öll samskipti þeirra niður. Verkalýðshreyfíngin gerir þá kröfu til stjómvalda að lögin verði tekin til endurskoðunar nú þegar. Verkalýðshreyfíngin þarf að líta í eigin barm og spyija hvort meiri og víðtækari samstaða innan eigin raða um markmið og leiðir hefði ekki skilað betri árangri í kjarabar- áttunni en raun ber vitni. Við verð- um að læra af reynslunni og láta hana verða okkur veganesti inn í framtíðina. Verkalýðshreyfíngin þarf að taka skipulag og baráttuað- ferðir til gagngerrar endurskoðun- ar með það að leiðarljósi að okkur miði sem hraðast fram í sókn til bættra lífskjara. Þrátt fyrir nokkurn árangur margra verkalýðsfélaga í kjara- samningum sem markast af mikilli hækkun lægstu launa og eflingu kauptaxtakerfísins kraumar engu að síður óánægja í þjóðfélaginu. Ljóst er af afgreiðslu kjarasamn- inga í mörgum stéttarfélögum að atkvæðatölur bera vott um undir- öldu og reiði fólks yfír stöðu sinni eftir margra ára stöðnunartímabil í kaupmætti og kjörum. Fólki svíður sú misskipting sem á undanfömum árum hefur verið fest í sessi með stefnu stjórnvalda í skatta- og velferðarmálum og óbilgimi atvinnurekenda við samn- ingaborðið. Á meðan ýmsir þjóðfélagshópar hafa allt sitt á þurru hafa aðrir án fyrirhafnar sótt ígildi mánaðar- launa verkamannins í kjarabætur. Aðeins hluti þjóðarinnar þarf að bera allar skattbyrðar landsmanna á herðum sér. Ljóst er að þolin- mæði hins almenna launamanns er nú á þrotum. Hann hefur haldið uppi velferðarþjóðfélaginu með sköttum sínum, dugnaði og vinnu- hefur hvað eftir annað gengið á rétt okkar með skerðingum á greiðslum frá Tryggingastofnun, hækkun skatta, beinna og óbeinna, skert ýmis félagsleg réttindi og þannig mætti lengi telja. Sjúkir, aldraðir og þeir sem lægst hafa launin em þeir sem harðast hafa verið leiknir. Verkalýðsfélögin í Eyjafirði hafa nýlega staðfest nýgerða kjarasamn- inga. Með þeim em bundnar vonir við aukinn kaupmátt og bættan hag. Það er jafnvel talað um að kaupmáttur geti aukist um á annan tug prósenta. Spumingar okkar í dag em. Gengur þetta eftir? Em semi, en horfír upp á skattsvik lát- in óáreitt. Verkalýðshreyfíngin krefst þess að tekið verði á skatt- svikurunum. Stöðugt er sorfíð að öllum þeim hópum sem höllum fæti standa hvort sem það er atvinnulausir, aldraðir eða öryrkjar. Misréttið grefur um sig og eitrar út frá sér. Nú er svo komið að hægt er að segja með sanni að tvær eða fleiri þjóðir byggi landið. Fólk horfír á hagnaðartölur fyrir- tækjanna og hefur skattsvik og undanskot fyrir augunum. Hver lagasetningin á fætur annarri eyk- ur á misskiptingu og kjör þeirra versna stöðugt sem höllum fæti standa. Greiðsluvandi heimilanna blasir við. Meðan launamenn tóku á sig ótæpilegar byrðar á þjóðarsáttar- tímanum, hlóðust skuldirnar á heimili landsins. Ráðamenn þjóðarinnar hafa engar áhyggjur af því. þetta draumórar þeirra sem samn- inginn undirrituðu? Fáum við hlut af góðærinu sem svo mikið er talað um? Eða er það bara ætlað öðrum? Það er eðlilegt að slíkar spuming- ar vakni. Blekið á samningnum varla þomað þegar enn er gerð atlaga að réttindum okkar. Nú em það lífeyrissjóðirnir sem að er veg- ið. Verkalýðshreyfingin hefur með samningum um fijálsa samtrygg- ingarsjóði byggt upp lífeyriskerfi sem er með því besta sem þekkist í heiminum. Bernskuár sjóðanna eru að baki. Með sameiningu og endurskipulagningu í rekstri hafa þeir styrkt stöðu sína það mikið að Peningafijálshyggja og gróða- sjónarmið birtast okkur í sinum verstu myndum í grimmri aðför að velferðarþjónustunni og í tilraunum til að svipta launamenn réttindum t.d. með því að þröngva þeim til verktöku. Þessi sjónarmið og stefna birtist okkur einnig í tilraunum atvinnurekenda, jafnt á almennum vinnumarkaði sem opinberum, til að umbylta launakerfum þannig að vald forstjóra aukist samhliða því sem áhrif stéttarfélaga og þar með einstaklingsins, er veikt. Sam- kvæmt kennisetningu peninga- aflanna eru öll ráð ráðin með hlið- sjón af hámarksgróða en manngild- ið látið róa. Þetta er stefna misrétt- is og atvinnuleysis. • Verkalýðshreyfingin krefst rétt- láts launakerfis sem tryggir launafólki eðlilega hlutdeild í þjóðartekjum. • Verkalýðshreyfíngin krefst þess að velferðarþjónustan verði bætt og efld og aflögð verði þjónustu- þeir eiga ekki eingöngu fyrir öllum sínum skuldbindingum heldur eru þeir með reglugerðarbreytingum að auka og bæta réttindi sjóðfélaga sinna. Nú vilja sjálfskipaðir fulltrú- ar „frelsisins" bijóta niður grund- völl lífeyrissjóðanna, samtrygging- una. Þeir tala um séreignarsjóði. Þeir tala um frelsi. Frelsi hverra? Þeir tala um rétt til að velja. En í raun eru þeir að stofna tilveru sjóð- anna í hættu. Lífeyrissjóðirnir eru einn af hom- steinum þess velferðarkerfis sem verkalýðshreyfíngin hefur barist fyrir og komið í framkvæmd. Nán- ast sá eini sem ekki hefur verið skertur af sjálfskipuðum fulltrúum „frelsisins". Látum ekki blekkja okkur. Stöndum vörð um lífeyris- sjóðina. Til að tryggja að við njótum þess kaupmáttar sem um hefur verið samið verður að koma til öflugt verðlagseftirlit. Við sjálf verðum að standa vörð um verðhækkanir. Félagar! Stöndum saman. Veij- um réttindi okkar. gjöld og álögur í velferðarkerf- inu. • Verkalýðshreyfíngin krefst þess að skattbyrðum verði jafnað réttlátar niður. • Verkalýðshreyfingin krefst þess að greiðslur almannatrygginga verði endurskoðaðar til að bæta kjör atvinnulausra, aldraðra og öryrkja og að kjör þessara hópa verði tryggð. • Verkalýðsheyfíngin krefst þess að í alvöru verði tekið á verk- menntun, starfs- og símenntun launafólks. Starfs- og símenntun er lykillinn að bættri stöðu launa- fólks. • Verkalýðshreyfingin krefst þess að hvergi verði hróflað við lífeyr- isréttindum launafólks og vísar á bug öllum kröfum fjármagns- eigenda um að hluti þjóðarinnar verði undanþeginn þeirri ábyrgð að taka þátt í samtryggingu í lífeyriskerfínu. Lífeyrisréttindi eru einn mikil- vægasti hluti kjara launafólks. Þau eru bundin í kjarasamningum. Það var því eins og hnefahögg í andlit launafólks þegar ríkisstjórnin hugðist með einu pennastriki svipta launafólk möguleikum til að halda uppi samtryggingarþáttum sjóð- anna. í raun snýst þetta mál um grundvöll lífeyriskerfísins sem grunnur var lagður að í kjarasamn- ingum árið 1969 þegar almennu lífeyrissjóðirnir urðu til. Um opin- beru sjóðina hefur einnig verið samið í kjarasamningum. Engin önnur ríkisstjórn hefur látið sér detta í hug að hrófla við samnings- bundnum lífeyrisréttindum lands- manna fyrr en nú. Launafólk er staðráðið í að standa vörð um hagsmuni hins veika, hins slasaða, maka og barn- anna sem misst hafa föður sinn eða móður. Verkalýðshreyfingin mun standa fast á sameiginlegum hags- munum okkar allra. Verkalýðshreyfíngin beinir því til þjóðarinnar allrar að hún vakni af þeim doða sem nú ríkir gagn- vart atvinnuleysinu. Þúsundir manna hafa verið atvinnulausar langtímum saman. Þetta ástand er orðið viðvarandi þáttur í lífí þeirra. Verkalýðshreyfingn hafnar efnahagsstefnu sem leiðir yfír okk- ur atvinnuleysi. Hver einasti maður á rétt til vinnu. Við megum aldrei hvika frá því. Það er okkar allra að standa vörð um þann rétt. Marg- breytt hátíða- höld VÍÐA verða hátíðahöld, fund- ir og samkundur í tilefni af frídegi verkalýðsins, 1. maí. Fer hér á eftir upptalning á þeim atburðum sem blaðinu hefur borist vitneskja um. Reykjavík Fulltrúaráð verkalýðsfé- laganna í Reykjavík, BSRB, Iðnnemasamband íslands og Kennarasamband íslands gangast fyrir kröfugöngu frá Hlemmi að Ingólfstorgi. Verður safnast saman kl. 13.30 en lagt af stað kl. 14. Leikur lúðrasveitin Svanur fyrir göngunni. Á útifundi á Ingólfstorgi verða aðalræðu- menn þeir Grétar Þorsteins- son forseti ASÍ og Ögmundur Jónasson formaður BSRB og Drífa Snædal formaður INSI flytur ávarp. Milli atriða flyt- ur Bubbi Morthens nokkur lög og sönghópur úr kór Tré- smiðafélags Reykjavíkur syngur í lok fundar. Fundar- stjóri verður Sigríður Ólafs- dóttir varaformaður Dags- brúnar. Þá verður opið hús frá kl. 10 og fyrsta maí kaffi í sal Félags heyrnarlausra að Laugavegi 26 á vegum Sam- taka herstöðvaandstæðinga. Rauður fyrsti maí nefnist fundur í Danshúsinu Glæsibæ í sem hefst klukkan 20. Þar flytja ávörp Erpur Eyvinds- son menntaskólanemi, Krist- ín Á. Guðmundsdóttir for- maður Sjúkraliðafélags ís- lands og Ólöf Ríkharðsdóttir formaður Öryrkjabandalags íslands. Einnig verður leikin tónlist og Baldvin Halldórs- son leikari og Ingibjörg Har- aldsdóttir lesa upp. MÍR hefur opið hús við Vatnsstíg 10 frá kl. 14. Verð- ur þar kaffí á boðstólum, hlutavelta og kvikmyndasýn- ing fyrir yngstu kynslóðina. Einnig stendur þar sýningin Halldór Laxness og Hvíta Rússland. Opið hús verður hjá sam- tökunum Ungum sósíalistum og aðstandendum vikublaðs- ins Militant þar sem samtökin verða kynnt. Klukkan 15.30 hefst þar dagskrá með yfír- skriftinni: Er barátta fyrir sósíalisma á dagskrá? Hafnarfjörður Safnast verður saman til kröfugöngu við Ráðhúsið klukkan 13.30 og haldið af stað klukkan 14. Verður gengið um Reykjavikurveg, Hverfísgötu, Lækjargötu og Strandgötu að planinu við Ráðhúsið. Þar hefst útifundur klukkan 14.30 og flytur Sig- urður T. Sigurðsson formaður Hlífar ávarp dagsins. Guð- mundur Gunnarsson formað- ur Rafiðnaðarsambandsins flytur ræðu og Kolbeinn Gunnarsson félagi í Hlíf flyt- ur ávarp. Lúðrasveit Hafnar- fjarðar leikur einnig á fudin- um og að honum loknum verður boðið upp á kaffiveit- ingar í íþróttahúsinu við Strandgötu. 1. maí ávarp 1997 Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB, KÍ og INSÍ Launafólki verði tryggð eðli- leg hlutdeild í þjóðartekjum FRÁ baráttudegi verkalýðsins 1. maí 1982.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.