Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 38
68 veeiiAM.rfluoAciiJTMMn 38 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1997 GIGAJfiMUOflOM MORGUNBLAÐIÐ Á milli himins og iarðar í Eþíópíu SR. HELGI Hró- bjartsson kristniboði er löngu orðinn þjóð- sagnapersóna. Hann hefur átt viðburðarík- ari ævi en flestir aðrir og fengist við margt sem kemur venjuleg- um íslendingi spánskt fyrir sjónir. Hann hef- ur dvalið langdvölum í afskekktum héruð- um Eþíópíu. Margir myndu telja líf hans ævintýri líkast. Er greinárhöfundur var á ferð í Eþíópíu fyrir tveimur árum og spurði samstarfsmann Helga hvar hann væri var svarið: „Ég veit það ekki, hann er einhvers staðar á milli himins og jarðar.“ Þetta er e.t.v. lýsandi fyrir Helga því að hann fer oft ótroðnar slóðir. Þegar aðrir kristniboðar hossast í bílum sínum á vondum vegum vippar hann sér yfir fjöll og firnindi í eins- hreyfíls flugvél sem hann flýgur sjálfur. Hann er alltaf á ferðinni og eirir sjaldan lengi á sama stað. Drifkrafturinn í lífí hans er þráin eftir að vitna um sína kristnu trú. Margir hafa orðið fyrir djúpstæð- um áhrifum af boðun hans. Hann er eftirsóttur predikari bæði í Noregi og Færeyjum. íslendingum gefst nú kostur á að hlýða á boð- Líf sr. Helga Hróbjarts- sonar kristniboða hefur verið ævintýri líkast. Kjartan Jónsson ræddi við hann um störf hans og viðburðaríka ævi. un hans á hveiju kvöldi til 4. maí í Kristniboðssalnum á Háaleitis- braut 58-60 í Reykjavík. Helgi er stór og spengilegur, brúnn af Afríkusól, síungur. Hvar sem hann fer kemst hann í sam- band við fólk enda hefur hann áhuga á fólki. Það er ótrúlegt að svo unglegur maður verði sextug- ur á þessu ári. Börn Helga eru uppkomin og búa í Noregi. Hjalti stundar nám í hagfræði, Ingibjörg Margrét er uppeldisfræðinemi og Hanna Mar- ía starfar við Þjóðleikhúsið í Osló. Eiginkona hans, Unni, var hjúkr- unarkona. Hún er látin. Uppvöxtur og skólaganga „Ég fæddist árið 1937 í Reykja- vík og ólst þar upp. Foreldrar mínir voru Hróbjartur Árnason, burstagerðarmaður, og Ingibjörg Þorsteinsdóttir frá Langholti í Flóa. Faðir minn var mikill áhuga- maður um kristniboð. Hann dó árið 1953. Áhrif hans á okkur börnin voru m.a. þau að tvö okkar hafa orðið kristniboðar, Margrét, systir mín, og ég, auk þess sem bróðir minn, Jón Dalbú, er prestur. Ég hafði áhuga á kristniboði frá því ég var 13 ára. Það var heimilisguðrækni á heimilinu. Það hafði einnig mik- il áhrif á okkur að faðir okkar gaf sér tíma til að segja okkur sögur á kvöldin. Hann las heilu bækum- ar fyrir okkur sem framhaldssögur inni í stofu. Þetta voru hátíðar- stundir sem maður gleymir ekki. Þá var ekkert sjónvarp. Sr. Helgi Hróbjartsson Eftir grunnskóla- nám í Reykjavík, lá leiðin í Kennaraskóla íslands. Ég gerði hlé á námi í eitt ár og fór á hinn fræga Moody biblíuskóla í Chicago í þeim tilgangi að búa mig enn frekar undir starf sem kristniboði. Á þeim tíma var hann talinn stærstur sinnar tegundar í heiminum og enginn skóli út- skrifaði eins marga kristniboða og hann. Það var óskaplega mikil upplifun að vera á þessum skóla. Állir nemendur voru látnir taka þátt í kristilegu starfi um helgar. Ég var sendur til fátækrahverfis. Áður en við fengum að taka þátt í þessu starfi urðum við að sækja námskeið í 5-6 vikur, 4-5 daga í viku. Þama lærði ég hvernig koma á fram við fólk á götunni. Þetta var mjög gagnlegt og ég hef búið að því alla tíð síðan, ekki síst í kristni- boðsstarfi mínu í Eþíópíu. Við héldum samkomur á götuhornum í Chicago-borg fyrir verkamenn og aðra. Segja má að við höfum starfað líkt og Hjálpræðisherinn. Á kvöldin voru haldnar samkom- ur. í tengslum við þær var rekið hjúkrunar- og hjálparstarf fyrir fólk sem var illa statt í lífinu. Eftir að ég útskrifaðist bæði úr Kennaraskóla íslands og biblíu- skóla fór ég til Eþíópíu sem kristniboði." - Hvers vegna gerðistu kristni- boði? „Eins og ég hef sagt fékk ég að heyra mikið um kristniboð í uppvextinum. Það hafði án efa áhrif á mig. Þegar ég komst á unglingsár gerði ég mér grein fyr- ir því að hugurinn stefndi til kristniboðsstarfa og ég leit á það sem köllun frá Guði. Það skapað- ist innri vissa með mér sem styrkt- ist með árunum. Ég varð ekki fyr- ir neinni uppljómun eða drama- tískri upplifun. Ég menntaði mig því fyrir kristniboðsstarf." Morðþjóðflokkurinn „Samband íslenskra kristni- boðsfélaga hafði marga kristni- boða í Eþíópíu á þessum tíma og hafði ekki bolmagn til að senda mig. Þess vegna hafði ég samband við Norsk Luthersk Misjonssam- band í Noregi og spurði hvort það félag þyrfti á manni eins og mér að halda. Það var tilbúið að senda mig strax. Áður en ég fór út ferð- aðist ég sem predikari í Noregi í nokkra mánuði. Síðan fór ég í sex mánaða enskunám til Englands eins og venja er. Því næst lá leiðin til Eþíópíu árið 1967. Ég hafði fylgst með Margréti, systur minni, sem fór til Eþíópíu 1962. Hún sagði mér margt eftir að hún kom heim sumarið 1967. Ég flaug með fjögurra hreyfla DC-7 flugvél. Á þeim tíma var maður lengur á leiðinni en nú. Við urðum að millilenda í Kairó og gista þar. Það var mjög sérstakt að fljúga yfir Eþíópíu. Fyrst fór ég á málaskóla í níu mánuði í Irgalem í Suður-Eþíópíu, ekki í Addis Abeba eins og flestir. Það var erfitt að læra amharísk- una, ríkismálið, enda er ég enginn málamaður. Vegna þess að ég var í Irgalem kynntist ég starfínu strax þar og var með í því um helgar. Ég heimsótti fangelsið í bænum á hveijum laugardags- morgni og var einnig með í ungl- ingastarfínu um helgar. Það var engin kennsla á málaskólanum um menningu fólksins, sem ég átti að starfa á meðal, en ég kynntist Eþíópum strax á mjög jákvæðan hátt og einnig kristniboðsstarfínu. Ég lærði mikið af þessu. Ég held að ég hafí því verið betur búinn undir starfíð en flestir sem fóru í málanám í Addis Abeba. E.t.v. kom það niður á málakunnáttunni að ég var ekki lokaður af í skóla eins og nemendurnir í Addis Abeba. Eftir að málaskólanum lauk tók ég við starfi á kristniboðsstöðinni Waddera í suðausturhluta Eþíópíu, um 550 km frá Addis Ábeba. Kristniboðsstarf hafði verið stund- að þar í þijú ár. Þá var þar aðeins einn 28 manna söfnuður en starf var hafíð á þremur útstöðvum. Grunnskóla og heilsugæslustöð hafði verið komið á fót. Það var því ýmiss konar starf byijað þegar ég kom, en starfíð úti í héraði ekki neitt að ráði. Fólkið, sem býr EÞIOPIA' • Addis Abeba •ð © • ^Shashamene \ M *Yirga Alem \ Arba Minch ‘w Gidole* >AfA L í, Kebre Mengist •Wadera tf nrr?rtcoto Konso *Neghelle - y mf fate .yavello ----■> ♦ / ♦ / / þarna, er af Gúdjí-þjóðflokknum sem er hluti af Oromo-þjóðinni. Þeir hafa verið kallaðir morðþjóð- flokkurinn og eru þekktir fyrir grimmilegar manndómsvígslur sínar en til að mega kvænast verða ungir menn að drepa mann eða ljón. Það bitnaði á mönnum af öðrum þjóðflokkum. Þjóðflokkur- inn leggur mikla áherslu á að karl- mennirnir séu hugaðir. Konurnar vilja ekki giftast aumingjum sem geta ekki varið þær og fjölskyldur þeirra. Það hefur dregið mjög úr þessum manndómsvígslum í kringum Waddera fyrir áhrif kristninnar. Það er ótrúlegt hve margir Gúdjí-menn eru orðnir kristnir. Það var athyglisvert hve opnir Gúdjímenn voru fyrir hinum kristna boðskap. Við stofnuðum nokkra söfnuði úti í héraði og nokkur hundruð manns gengu í kirkjuna. Starfið gekk svo vel í Waddera að ákveðið var að byggja SVONA byrja flestir skólar: Undir tré. Síðan er skólahús byggt. Ég lagði áherslu á að stofna lestrarskóla bæði á þessu svæði og í Waddera til að auka lestrar- kunnáttu á svæðinu, sem var mjög lítil, svo að fólk gæti tileinkað sér almenna menntun. Mjög fáir kunnu að lesa í sveitunum. Ég gat ekki gleymt þessum þjóðflokkum eftir að ég fór frá Negellí. Skömmu eftir að ég fór þaðan hófst Ógaden-stríðið við Sómali. Sómalir komu inn í landið og hertóku stóran hluta Suðaust- ur-Eþíópíu og starfið á mínu svæði leið fyrir það. Sums staðar komst mikill afturkippur í það. Á meðan kommúnistar réðu ríkjum var ekki hægt að stunda kristniboðsstarf þarna. Það var dapurlegt að þurfa að hætta störf- um árið 1975 og ég fór heim með miklum trega. Ekki var að hægt að taka upp þráðinn aftur á þess- um slóðum fyrr en árið 1991.“ Meira nám og nýr starfs vettvangur „Eftir að ég fór frá Eþíópíu árið 1975 hélt ég til Noregs og settist á skólabekk í einn vetur í Norsk Lærerakademi í Bergen og tók á einum vetri s.k. „mellomfag" í uppeldisfræði sem telst vera eins og hálfs árs nám. Þegar ég kom heim til íslands hóf ég fljótlega störf á meðal sjó- manna fyrir þjóðkirkjuna, bæði á íslandi og erlendis. Þetta var mjög áhugavert starf sem lagðist því miður niður þegar ég hætti. Skömmu áður en ég hætti í sjó- mannastarfinu hóf ég nám í guð- fræðideild Háskóla íslands og lauk námi vorið 1984. Síðan fór ég strax út í prestsskap og þjónaði Hríseyjarprestakalli í tvö ár. Mér leið mjög vel í Hrísey.“ Afríka á ný „En Afríka togaði í mig öll árin, sem ég var á íslandi, og ég var aldrei fullkomlega rólegur. Innst inni var það kristniboðskallið. Nú eru um 10 ár síðan ég fór aftur til Afríku. Fyrst fór ég til Senegal og starf- aði á meðal múhameðstrúar- manna. Ég eignaðist mjög marga vini um allt, bæði kristna og múha- meðstrúar, og kirkjan í Senegal óx. Það er mikilvægast í starfi á meðal múhameðstrúarmanna að •Mega _________^ , * nV \*-«,Moyale y ^ E N Ý A f ' 3?0km tvær nýjar kristniboðsstöðvar fyrir vestan og norðvestan Waddera, í Kebre Mengist og Shjakiso, til að taka við hluta þess starfs sem hafði hafist út frá Waddera. Að loknu þessu fyrsta tímabili fór ég heim árið 1972 og var heima í eitt ár.“ Á nýrri kristniboðsstöð „Ég sneri aftur til Eþíópíu árið 1973 og var þar þangað til bylting- in var gerð 1975, er ég varð að fara heim. Þessi ár starfaði ég í Negellí, kristniboðsstöð sem er nokkru fyrir sunnan Waddera. Þar kynntist ég mörgum þjóðflokkum sem ég vissi ekki að væru til. Þó að svæðið í kringum Negellí væri talið vera land Bórana-manna komst ég að því að margir aðrir þjóðflokkar bjuggu þar einnig, t.d. Garrí, Gúdjí, Gabbra o.fl. Ég gat ekki látið þessa þjóðflokka af- skiptalausa og fór til þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.