Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR fagna að sjá um rekstur stangveiði- áa með honum um margra ára skeið. Auk þess unnum við saman við útgerðar- og fískvinnslufyrir- tæki um nokkurra ára skeið. Aldrei, öll þessi ár, féll neitt styggðaryrði á milli okkar, enda voru góðir hæfileikar, prúð- mennska, hófsemi og tryggð hans eiginlegi lífsstíll. Fyrir nokkrum árum keypti Kolli ásamt Ingólfí syni sínum sportveiði- verslunina Vesturröst við Laugaveg og hafa þeir feðgar rekið þá verslun af myndarskap og kunnáttu. Þarna var Kolli á heimavelli og þangað var gaman að heimsækja hann því alltaf hafði hann eitthvað nýtt til þess að sýna manni, hvort sem það var stöng sem hann hafði flutt inn eða laxafluga sem hann hafði hnýtt kvöldið áður. Kolli var félagi í frímúrararegl- unni og lagði hann mikla rækt við regluna og áttum við þar margar góðar stundir í góðra vina hópi. Vertu sæll, kæri vinur. Megi góður Guð leiða þig í ljósið eilífa. Eg og fjölskylda mín þökkum þér samfylgdina. Kæri Ingólfur, Sigríð- ur, Þorbjörg, Ingibjörg, makar ykk- ar og böm og systirin Edda, megi góður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar og söknuði. Gunnar Sveinbjörnsson. okkar. Til þess þarf listaveiðimann. Frá því að Kolbeinn gaf mér flug- una sem ég veiddi svo vel á eru lið- in mörg ár. Við þekktumst betur og betur með hveiju árinu. Kolbeinn var gæðamaður sem vildi öllum vel. Fluguköst kenndi hann í fjölda ára hjá Ármönnum, enda hafa margir góðir veiðimenn orðið til við leiðsögn Kolbeins. Hjá Kolbeini lá ekkert á í kennslunni, allir fengu sinn tíma og ef það dugði ekki var maðurinn tekinn í einkatíma við næsta veiðivatn. Og sú kennsla gat orðið ótrúlega eftirminnileg, því kennarinn var góður og kennslan fróðleg. En lífið er skrítið fyrirbæri, hver dagur hefur sína sérstöku merk- ingu. Líf kviknar og líf slokknar. Kolbeinn kvaddi þennan heim fyrir skömmu. Síðast þegar við hittumst ræddum við um veiði, hvert ætti að fara til veiða í sumar. „í Grímsá,“ sagði hann rólega og brá veiðiglampa fyrir í augunum á honum. Ég held að hann hafi látið hugann reika þangað um stund. Hvort Grímsá í Borgarfirði er til hinum megin þori ég ekki að fullyrða, en það má örugglega veiða þar í strengjum og flúðum. Og þeir hljóta að vera til stórir laxarnir þar. G. Bender. Ég man ennþá þegar fór fyrst til að kaupa flugur í Vesturröst. Það eru mörg ár síðan. Eldri maður afgreiddi mig. Kolbeinn sagðist hann heita og við fórum að ræða um veiðiskap eins og gerist og gengur. Hann sagðist hafa verið við veiðar um helgina, veiðin hefði gengið vel og aflinn verið góður. Hann afgreiddi mig með nokkrar rauðar og grænar flugur. „Hér er ein fluga sem þú skalt reyna vel um helgina, hún er góð,“ sagði þessi viðkunnanlegi maður og ég hét honum að reyna hana vel næstu helgi í urriðanum. Vikan leið og veiðitúrinn var far- inn. Urriðinn var óvenjulega ákafur að taka hjá mér fluguna sem Kol- beinn hafði gefið mér, ég veiddi kringum 40 urriða og sumir voru vel vænir. Eftir helgina kom ég við í Vesturröst. Kolbeinn var ekki við, hann hafði skroppið til veiða í Grímsá í Borgarfirði, en þar veiddi hann á hveiju hausti með frábærum árangri. Nokkrum dögum seinna frétti ég að hann hefði veitt stærsta laxinn í ánni og þetta hafði hann leikið þijú sumur í röð. Kolbeinn kunni listina að kasta flugunni fyr- ir laxa og silunga með góðum ár- angri. Þetta hafa fáir leikið eftir honum, að veiða stærsta laxinn sumar eftir sumar í laxveiðiánum Enn einu sinni hefur illvígur sjúkdómur lagt góðan dreng að velli. Það kom okkur félögum hans í Straumum e.t.v. ekki á óvart, þar sem við höfðum fylgst með, hvem- ig heilsu hans hrakaði svo mjög síðustu vikuna sem hann lifði. Kolbeini kynntumst við flestir félagar Strauma þegar við stofnun félagsins árið 1983. Hann var ötull félagsmaður, lengst af í stjórn þess, þar sem þekking hans og kynni af málefn- um stangveiðimanna kom okkur hinum að ómetanlegu gagni. Kolbeinn var hafsjór af fróðleik, hafði frá mörgu að segja og frá- sagnargleði hans var mikil. Þá var hann og einstakt ljúfmenni, sem vildi veg samferðamanna sinna sem mestan. Þar nutum við Straumamenn þess að eiga hann að vini og félaga. Með þessum fátæklegu orðum, viljum við minnast vinar okkar, Kolbeins, og þökkum honum leið- sögu og samferðina á veiðilendum þessa heims. Allir eigum við kærar og ljúfar minningar um góðan dreng, minningar sem við munum ávallt geyma. Astvinum hans vott- um við okkar dýpstu samúð. Kveðja frá veiðifélaginu Straumum. Dagur, Helgi og Jón. en hún hætti starfsemi eftir fáein ár. Þegar Óskar er kominn á þann aldur að hyggja að framtíðarstarfí var ævintýrið á Djúpuvík ekki enn hafið og litlir atvinnumöguleikar á heimaslóðum. Undir þessum kring- umstæðum fer hann til Akureyrar og nemur þar prentverk sem varð ævistarf hans. Að námi loknu starfaði Óskar við iðn sína á Akureyri en fór til Amer- íku 1928 og vann þar við prentun Lögbergs. Mun þar bæði hafa ráðið að ættingjar hans bjuggu þar og löngun hans til að kynnast iðn sinni betur. Ekki festi Strandamaðurinn yndi í stórborgum Vesturheims og flutti hann til baka að tveim árum liðnum og bjó í Reykjavík eftir það. Lengst starfaði hann við setningu Morgunblaðsins, fyrst í ísafoldar- prentsmiðju og síðar í prentsmiðju Morgunblaðsins eftir að hún var sett á stofn. Síðustu árin starfaði hann aftur í ísafoldarporentsmiðju þar sem kvöld- og næturvinna við að koma út morgunblaði reyndist lýjandi fullorðnum manni. Óskar var þekktur fyrir vandvirkni og samviskusemi í öllum sínum störf- um. Nokkru eftir að óskar kom frá Kanada kynntist hann móðursystur minni, Lilju Jónsdóttur, ættaðri frá Bíldudal. Gengu þau í hjónaband í maí 1933. Þau bjuggu sér fagurt heimili hér í borginni og bjuggu lengst af á Snorrabraut 33. Þar sem þær systur voru þær einu sem fluttu hingað suður til búsetu var alla tið mikill samgang- ur milli heimilis foreldra minna og þeirra Lilju og Óskars. Það er því margs að minnast og fjölrnörg Voru þau skipti þegar tekið var í spil og mikið skemmt sér og hlegið. Éngin voru jól eða aðrar stórhátíðir án þess að fjölskyldurnar kæmu sam- an. Ekki varð þeim Lilju og Óskari barna auðið en barngóð voru þau með eindæmum sem við systkinin fengum öll að reyna. Sem dæmi um hugulsemi þeirra í garð bama má nefna að fyrir fáeinum ámm gáfu þau andvirði íbúðar sinnar til Barnaspítala Hringsins. Síðasta áratuginn hafa þau búið í þjónustu- íbúðum fyrir aldraða á Dalbraut. Þar hefur þeim liðið vel og fengið einstaklega góða aðhlynningu hjá starfsfólkinu. Síðustu árin vom Óskari oft erfið vegna veikinda og varð hann oft að dvelja á sjúkrahúsum um tíma. Með eindæma þrautseigju og lífsvilja komst hann aftur heim þar til nú. Við systkinin, móðir okkar og aðrir aðstandendur sendum Lilju okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi guð vaka yfír æviköldi hennar. Agnes Aðalsteinsdóttir. FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1997 55 , Núw' L tiuWeRsmiiij/lLúu diey wiLL geim díe vújj, g lÉUaud^lu* l&ááMtu sáÆt weajjúiiL úiaiiutjladcökun -•- * ImihwiMhSmRttiiuuiiuuisiMi BLAÐAUKI HÚSIÐ &GARÐURINN í blaðaukanum Húsinu og garðinum verður að þessu sinni lögð áliersla á nvjungar og hugmj’ndir fyrir hús- og garðeigendur. Þar verðtu: því að íhma ýmsan fróðleik tun garðrœkt og túðhald húsa, jafitt fyrir leikmenn sem fagxneim. Meðal efiiis: • almanak hús- og garðeigandans • sólpallar og -skýli • grillaðstaða • gangstigar, liellur og bílastœði • heitirpottar • gróðurliús og fuglahús • verkfæraskúrar og ruslageynislur • tól og tæki garðeigandans • gluggar og hljóðeinangrun • lý'sing og húsamerldngar • þakefiii og máhtfiig • girðingar og fuavöm • leikaðstaða fyrir bömiu • ldipping trjáa • matjurtir og lífrænar skordjTavarnir • o.máfl. Simniidaginn 11. maí Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12.00 mánudaginn 5. maí. Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn auglýsingadeildar í síma 569 1111 eða í bréfsíma 569 1110. kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.