Morgunblaðið - 01.05.1997, Page 26

Morgunblaðið - 01.05.1997, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Maraþon- tónleikar í Kópavogi SKÓLAKÓRARNIR fiórir í Kársnesskóla í Kópavogi syngja á maraþontónleikum í Félags- heimili Kópavogs laugardaginn 3. maí. Sungið verður í tíu tíma samfleytt, frá kl. 9-23. Með maraþontónleikunum er safnað í ferðasjóð fyrir Stóra- kór Kársness, sem í eru 75 börn úr 6. og 7. bekk. Hann er á leið til Danmerkur og tekur þar þátt í norrænu bamakóra- móti í Fredrikshavn og kemur fram á tvennum tónleikum. Skólakór Kársness, sem í eru 43 ungmenni á aldrinum 10-17 ára, verður fulltrúi íslands á listahátíð sem haldin verður í Toronto í Kanada í júní nk. Einnig mun kórinn koma fram á kórarrióti í Ottawa og syngja á tónleikum í Halifax 17. júní. Stjórnandi kóranna er Þór- unn Bjömsdóttir. Afmælistón- leikar Tré- smiðakórs Reykjavíkur V ORTÓNLEIKAR Samkórs Trésmiðafélags Reykjavíkur verða haldnir í Bústaðakirkju laugardaginn 3. maí kl. 17. Kórinn átti 25 ára afmæli í mars sl., og em þetta 24. vor- tónleikar kórsins. Á dagskrá eru bæði íslensk og erlend lög. Eins og áður verður kórnum skipt upp í mismunandi hópa, blandaðan kór, kvennakór og einnig kvartett. Stjómandi er Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Sýningu Hall- steins að ljúka SÝNINGU Hallsteins Sigurðs- sonar í Ásmundarsafni, Kúla, píramíti og skel, sem opnuð var 12. apríl sl. lýkur nú á sunnu- dag. Ásmundarsafn er opið dag- lega frá kl. 10-16. MorgunblaðiO/Golli JÓNAS Ingimundarson verður kynnir á tónleikum Sinfóníuhlj ómsveitar íslands í Háskólabíói annað kvöld. Jónas Ingimundarson, Sinfónían og óvæntar uppákomur í Háskólabíói út frá tónum Talað ÞRIÐJU og síðustu tónleikar starfs- ársins í Bláu tónleikaröð Sinfóníu- hljómsveitar íslands verða í Háskóla- bíói annað kvöld klukkan 20. Röðin hefur verið með óhefðbundnu sniði í vetur en efnisskráin hefur ekki verið auglýst fyrirfram, heldur kynnt jafn- óðum á tónleikunum af Jónasi Ingi- mundarsyni píanóleikara, með spjalli og tóndæmum sem síðan hafa leitt til flutnings verkanna í heild. Hljóm- sveitarstjóri að þessu sinni verður Stefan Sanderling frá Þýskalandi. „Þau viðbrögð sem ég hef fengið eru mjög jákvæð," segir Jónas en bendir á, að ef til vill sé hann ekki rétti maðurinn til að svara því hvem- ig til hafi tekist í vetur. „Ég hef haldið tónleika með þessu sniði í mörg ár, ýmist einn við píanóið eða með hinum og þessum söngvurum og á síðasta ári var ákveðið að kanna hvemig þetta kæmi út á áskriftartón- leikum Sinfóníunnar en ég hef gert þetta með hljómsveitinni úti á landi. Með þessu er ekki verið að gefa hinu hefðbundna tónleikaformi langt nef, síður en svo, en það er alltaf gaman að prófa eitthvað öðruvísi." Að sögn Jónasar eru tónleikamir sniðnir að þörfum lærðra sem leikra, „tilvaldir fyrir flölskylduna, vinnufélagana og svo framvegis", en formið mun ekki vera nýtt af nálinni. Leonard Bem- stein er oft nefndur en hann mun oft hafa haft þann háttinn á að spjalla við áheyrendur á tónleikum í Banda- ríkjunum. Sjaldgæfara er aftur á móti að tekin séu tóndæmi. „Ég hef ekki eytt miklum tíma í að rekja ævisögur manna heldur einbeitt mér að tónlistinni sem slíkri - talað út frá tónunum. Ég geri mér grein fyr- ir því að það er hættuspil að tala um tónlist enda tekur hún við þegar orð þrjóta - tjáir það sem við getum ekki sagt en um leið það sem við getum ekki þagað yfir. Það hvarflar því ekki að mér að fullyrða að hlutim- ir séu svona en ekki öðruvísi - ég er að opna leið.“ í hæsta gæðaflokki Jónas segir að hvert einasta tón- verk sem flutt hafí verið á tónleikum raðarinnar til þessa sé í hæsta gæða- flokki - engin breyting verði þar á annað kvöld. „Þetta eru verk af öllu mögulegu tagi, stór og smá, þekkt og óþekkt. Tónleikagestir hafa heyrt Bolero eftir Ravel og Svipmyndir frá Kákasus eftir Ivanov - og allt þar á milli.“ En það er fleira sem haldið hefur verið leyndu á tónleikum bláu raðar- innar í vetur en efnisskránni. Á síð- ustu tónleikum steig til að mynda leynigestur á svið, Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Diddú, sópransöngkona og tók lagið með hljómsveitinni. „Það vakti að sjálfsögðu mikla hrifningu," segir Jónas, „og annað kvöld get ég upp- lýst að eiga má von á þremur leyni- gestum, hveijum úr sinni áttinni.“ Jónas segir að ekki hafi verið ákveðið hvort Bláa tónleikaröðin verði með sama sniði næsta vetur - þess hafi þó verið farið á leit við hann. Þess má geta að Ríkissjón- varpið hefur myndritað fyrri tónleik- ana og verður á vettvangi annað kvöld. Segir Jónas að fyrirhugað sé að gera nokkra sjónvarpsþætti sem sendir. verði út á næstunni. Sérfræðing- ur Sothe- by’sí heimsókn DAVID Battie verður hér stadd- ur dagana 2. og 3. maí og mun veita ráðgjöf um verð listmuna. Hann hefur verið sér- fræðingur hjá Sotheby’s síð- an 1976. Hann er kunnur sjón- varpsmaður í Bretlandi og hefur komið fram frá upp- hafi í sjónvarpsþáttunum Antique Roadshow sem hafa notið mikilla vinsælda síðan þeir hófu göngu sína. Hann hefur ritað bækur um verð á postulíni og ritstýrt Sotheby’s Encyclopedia of Porcelain. Hann hefur gert fy'ölda sjón- varpsþátta um listaverk og flutt fyrirlestra víða um heim og á helstu listasöfnum í heiminum og ritað fjölmargar bækur og greinar um listaverk. Vortónleikar V ORTÓNLEIKAR Kammer- sveitar Tónlistarskóla Hafnar- fjarðar verða föstudaginn 2. maí kl. 20 í Víðistaðakirkju. Á efnisskránni verða „Cori- olan“ forleikurinn eftir Ludwig van Beethoven, tveir ungverskir dansar eftir Johannes Brahms og fimmta sinfónía Franz Schu- berts. Hljómsveitarstjóri er Óli- ver Kentish. Portmynda- sýningnnni að ljúka ÚTIVERKASÝNINGUNNI Portmyndum lýkur nú um helg- ina eða laugardaginn 3. maí, en hún stendur nú í 11 innkeyrslum við Laugaveg og Bankastræti. Leiðarkort um sýninguna fær fólk i hendumar í verslunum við Laugaveginn. Einnig er hægt að nálgast sýningarskrána á kaffíhúsum og listasöfnum. Pantium 133Mhz á borði hvers nemanda Skjá kennara varpað beint á breiðtjald Allar tolvur eru internettengdar um háhraðagátt Pyrsta ilokks leiðbeinendur /licrosoít Office97 Tölvunám UDDlýsinaatækni Kennt er þrisvar í viku i fjórar vikur. Windows 95, Word 97, Excel 97, og notkunarmöguleikar Internetsins. Samtals 72 kennslustundir. Næstu námskeið byrja 6. mai. Ný námsgögn fylgja. CW ntv $--- Bjóðum upp á Viia & Eura rBðgrBÍú«lur Nýi tölvu- & viðskiptaskolinn Hðlshrauni 2 • 220 Hainariirði • Siml S55-4980 • Fax 555-49B1 • skoliBntv.is MEÐAL antikmuna á uppboði Carls Rarbecks verður skápur frá 1650 skreyttur fílabeini. Uppboð á antikmunum CARL Rorbeck heldur uppboð á antikmunum á Grand hótel við Sig- tún nk. laugardag og sunnudag. Að sögn hans verður uppboðið með öðru sniði en tíðkast hefur og segir hann helsta muninn að á uppboðinu séu veruleg verðmæti í boði. Dýrasti gripurinn á uppboðinu er skápur með fílabeini frá árinu 1650 metinn á 1,2 milljónir króna, en tölu- vert er um sautjándu og átjándu aldar gripi. Nefna má gamalt breskt silfur, postulín, gömul austurlensk teppi og húsgögn. Hlutimir verða á milli 150-200. Uppboð af þessu tagi hefur Rerbeck ekki haldið áður, en hann hefur flutt inn mikið af austurlensk- um teppum. Áhuginn kviknaði i Kaupmanna- höfn fyrir tuttugu árum. Rarbeck kom til íslands 1989 og vann um tíma hjá Hagkaupi. Þar hætti hann 1995 og hefur lifað á verslun síðan og er nú búsettur I London. Hann á ráðgjafafyrirtæki sem starfar á sviði öryggismála. í dag og á morgun kl. 13-19 gefst kostur á að skoða munina á Grand hótel, en uppboðið verður sem fyrr segir haldið þar dagana 3. og 4. maí og hefst kl. 13 báða dagana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.