Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1997 63 FRÉTTIR Kaffisala Kristniboðs- félgs kvenna KAFFISALA Kristniboðsfélags kvenna í Reykjavík er í dag, 1. maí, frá kl. 14-18 í Kristniboðs- salnum á Háaleitisbraut 58, 3. hæð. „Kristniboðsfélag kvenna er elsta félagið innan vébanda Sam- bands íslenskra kristniboðsfélaga, en SÍK hefur sent kristniboða til alhliða starfa víða um heim. Er þar litið til fjölmargra þátta mann- legrar tilveru og leitast við að koma virkri hjálp á framfæri. Allur ágóði kaffisölunnar 1. maí rennur nú sem fyrr til þessa málefnis," segir í fréttatilkynningu. Athugasemd frá menntamálaráðuneyti MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá menntamálaráðuneytinu: „í Morgunblaðinu í dag, dálkin- um „Bréf til blaðsins", birtist pistill frá Ólafi Ólafssyni landlækni með yfirskriftinni „Ný skilgreining á veikindaforföllum". í pistlinum er því m.a. slegið föstu að veikindi skólanema séu skráð sem „skróp“ og rakið dæmi úr einum skóla þessu til staðfestingar. Ennfremur segir að „undirrituðum (þ.e. landlækni) hafí verið tjáð að þetta væru reglur menntamálaráðuneytisins". Af þessu tilefni vill ráðuneytið taka fram að í námskrá handa framhaldsskólum, útg. í júní 1990, segir um skólasókn nemenda: a. Nemendur skulu sækja allar kennslustundir og koma stundvís- lega til kennslu. b. Langvarandi og þrálát veikindi skal staðfesta með læknisvottorði. Heimilt er skóla að vísa nemanda frá námi og prófum uppfylli hann ekki lágmarkskröfur um skólasókn. c. Skólasókn nemenda má meta til einkunnar og/eða námseininga eftir frekari reglum er skólastjórn setur og staðfestar verða af menntamálaráðuneytinu. Það er því ekki rétt sem fram kemur í pistli landlæknis að sú fram- kvæmd sem sagt er að átt hafí sér stað í tilteknum skóla sé skv. reglum menntamálaráðuneytisins. Það er lagt í vald hvers skóla að setja nán- ari reglur um fjarvistir nemenda en þær sem tilgreindar eru hér að ofan. Tímamóta- verk Bítl- anna flutt á A 1 Islandi I JÚNÍ verða þrjátíu ár liðin frá því að tímamótaverk Bítlanna, hljómplatan Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band, var gefin út. Af þessu tilefni verða haldnir hljóm- leikar í Háskólabíói þar sem þessi i víðfræga hljómplata verður flutt í * heild. Mun þetta vera í fyrsta skipti ( á íslandi að hljómplata erlendrar | hljómsveitar er flutt af íslenskum tónlistarmönnum á þennan hátt. Það er Nótt og Dagur - Lista- smiðja íslands sem stendur að fram- kvæmd hljómleikanna. Flytjendur ásamt Sinfóníuhljóm- sveit Islands verða: Stefán Hjör- leifsson, gítar, Björgvin Gíslason, gítar og sítar, Jón Ólafsson, hljóm- i borð, Róbert Þórhallsson, bassi, ' Jóhann Hjörleifsson, trommur, og ( Steingrímur Guðmundsson, tabla- ( trommur. Söngvarar á hljómleikun- um verða: Daníel Ágúst Haralds- son, Stefán Hilmarsson, KK - Kristján Kristjánsson, Ari Jónsson, Siguijón Brink og Rúnar Júlíusson. Um tónlistarstjórn sér Jón Ólafsson og útsetningar fyrir sinfóníuhljóm- sveitina annast Ölafur Gaukur. Bítlunum og Georg Martin, upp- . tökustjóra þeirra, hefur verið boðið á hljómleikana en ekki er enn ljóst ' hvort af heimsókn þeirra verður. Alls verða haldnir fernir hljóm- leikar og fara þeir fram föstudaginn 6. júní kl. 20, laugardaginn 7. júní kl. 17 og 20 og sunnudaginn 8. júní kl. 17. Takmarkaður sætafjöldi, eða að- eins um 3.500 aðgöngumiðar, er í boði. Miðasalan hefst í dag, 1. maí, kl. 12 í Háskólabíói. Að frumkvæði forsvarsmanna , Nætur og Dags mun Fílharmoníu- sveit Óslóarborgar halda samskon- ! ar hljómleika nú í haust eða helgina 27. og 28. september. Norskir hljóð- færaleikarar og söngvarar munu minnast þessara tímamóta í tónlist- arsögunni undir tónlistarstjórn Jóns Ólafssonar og í útsetningu Ólafs Gauks. ( Auður Eir með heimasíðu SÉRA Auður Eir Vilhjálmsdóttir hef- ur sett upp heimasíðu vegna biskups- kjörs þar sem hún kynnir stefnu sína ítarlega. Þar er einnig að finna ræðu sem hún flutti á fundi með guðfræði- nemum nýlega, kafla úr bók hennar Vinátta Guðs, sálma sem hún hefur ort fyrir Kvennakirkjuna o.fl. , Á heimasíðunni er skoðanatorg þar sem fólki gefst kostur á að skrifa ( séra Auði Eir og skiptast á skoðun- mn við hana um stefnu hennar. Slóð heimasíðunnar er: http://kirkj- an.is/biskupskjor/audureir Ingibjörg Hafstað, verkefnisstjóri, Baldur Sigurðsson, lektor, Guðný Ýr Jónsdóttir, kennari, Valgerður Stefánsdóttir, forstöðumaður og Árný Elíasdóttir, ritstjóri. Nemendur úr 7. bekk grunnskóla munu flytja ljóð milli erinda. Málþingið verður haldið í Borgar- túni 6, Reykjavík. Þátttakendur í málþinginu eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig. Aðalfundur Samtaka móðurmáls- kennara verður kl. 16.30. LEIÐRÉTT Bréfi ESA var svarað VEGNA rangra upplýsinga sagði í frétt Morgunblaðsins í gær að ís- lenzk stjórnvöld hefðu ekki svarað fyrirspurn Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um lagaákvæði varðandi landanir erlendra fiskiskipa. Hið rétta er, að sjávarútvegsráðu- neytið svaraði bréfi ESA um þremur vikum eftir að það barst. Nöfn styrkþega féllu niður í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær var sagt frá þeim aðilum sem hlutu styrk úr Námunni, námsmannaþjónustu Landsbanka íslands. Nafn eins styrk- þegans féll niður en það var Vigdís Hrefna Pálsdóttir, nemandi við Menntaskólann í Reykjavík og Söng- skólann í Reykjavík. Jóel Karl Frið- riksson, einnig nemandi við Mennta- skólann í Reykjavík, var sagður vera í Söngskólanum í Reykjavík og er það ekki rétt. Sigurður Bjarki Gunn- arsson var sagður stunda leiklist en átti að vera sellóleikur. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Lottósalan í Gerplu PRENTVILLA slæddist inn í frétt af lottósölunni í liðinni viku. Raðir seldust fyrir 3 milljónir vikuna 20.-26. apríl í söluturninum Gerplu en ekki þijátíu eins og stóð í frétt- inni. Beðist er afsökunar á þessu. Fyrirlestur um siðfræði DANSKI læknirinn Povl Riis prófess- or heldur opinberan fýrirlestur í Nor- ræna húsinu kl. 13-14 á laugardag. Fjallar fyrirlesturinn um siðfræði- vanda varðandi lífsýnabanka. Titillinn er: Láfsýnabankar í heilbrigðiskerfínu — Gjafasöfn eða verslunarvara? Allir eru velkomnir á fýrirlesturinn. Dæmi um lífsýnabanka eru t.d. blóðbankar, sæðisbankar, fóstur- vísabankar, vefjasýnabankar og söfn er geyma sýni úr krabbameinsæxl- um. Varðandi slíka banka vakna ýmsar siðfræðilegar spumingar, segir í fréttatilkynningu. Einnig segir: „Siðfræðileg vandamál er lúta að líftækni hafa mjög verið rædd á Norðurlöndum á undanförnum árum, bæði meðal sérfræðinga og almennings, en eins og kunnugt er hafa einstök málefni, eins og klónun manna, notkun genbreyttra lífvera í matvælum og genalækningar, verið sérstaklega í brennidepli." Fyrirlestur prófessors Riis er hald- inn í tengslum við málþing er Norræn lífsiðfræðinefnd heldur í Norræna húsinu í Reykjavík um lífsýnabanka, en nefndin starfar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Sérfræðingar, bæði vísindamenn, lögfræðingar, heimspekingar, guðfræðingar og rit- höfundar frá öllum Norðurlandanna, alls um 50 manns, koma hingað til lands um helgina til að ræða siðfræði- legar, tæknilegar, lagalegar og hag- fræðilegar spurningar er vakna varð- andi slíka banka. Málþing móður- málskennara SAMTÖK móðurmálskennara standa fyrir málþingi 2. maí nk. í tengslum við endurskoðun aðalnám- skrár sem nú stendur yfír. Málþing- ið er styrkt af menntamálaráðuneyt- inu og er öllum opið. Frummælendur verða Ingibjörg Einarsdóttir, formaður SM, Höskuldur Þráinsson, prófessor, Þuríður Jóhannsdóttir, kennari, Guð- rún Geirsdóttir, námskrárfræðingur, Hestadagar í Reiðhöllinni HINIR árlegu hestadagar, sem hestamenn af Suðurlandi og Norðurlandi standa að, verða haldnir um helgina. Á sýningunni verða sýndir margir fremstu stóðhestar lands- ins og úrval frá ræktunarbúum á Suður- og Norðurlandi. Gert er ráð fyrir miklum fjölda gesta á þessa yfirgripsmiklu sýningu. Sýningar verða föstudaginn 2. og laugardaginn 3. maí og hefjast kl. 21 og á sunnudaginn 4. maí og hefst sú sýning kl. 16. Miðar verða seldir í Reiðhöllinni og Morgunblaðið/Kristinn hefst miðasalan í dag kl. 13. Verð miðanna er 1.500 kr. á föstudag og sunnudag en 2.000 kr. á laug- ardagskvöldið. Á sunnudaginn verður frítt fyrir börn 10 ára og yngri sem eru í fylgd með full- orðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.