Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ h ERLENT Þúsundir íbúa í Winnipeg flýja vegna leka í flóðvarnarg'arði Vatnshæð að ná hámarkí Winnipeg í Manitoba og Grand Forks í Norður-Dakóta. Reuter. ÞÚSUNDIR íbúa Winnipeg-borgar í Manitoba-fylki í Kanada flúðu heim- ili sín í gær þegar flóðvatn Rauðár tók að leka í gegn um fimm metra háan varnargarð, sem byggður hafði verið í skyndi á síðustu dögum við suðvesturenda borgarinnar. Átta þúsund manns í St.Norbert- úthverfinu þurftu að rýma hús sín. Fljótlega gekk að þétta lekann. Sér- fræðingar yfirvalda höfðu spáð að flóðið næði hámarki í Winnipeg 5. maí, en hafa nú flýtt þeirri dagsetn- ingu og segja borgarbúum, sem eru um 650.000, að búast við hámarks- vátnshæð 2. eða 3. maí. Það þýðir þó ekki að eftir það sé öll hætta lið- in hjá, því vatnið rennur mjög hægt vegna þess hve flatlent er á þessum slóðum. Gert er ráð fyrir að það taki vatnið allt að fjórar vikur að sjatna. Alls hafa 28.000 Kanadamenn fram að þessu verið knúnir til að yfirgefa heimili sín vegna flóðsins í Rauðá, og áður en flóðið færðist norður fyrir landamæri Norður- Dakóta og Manitoba höfðu 50.000 Bandaríkjamenn þurft að gera hið sama. Tveggja kanadískra drengja og eins manns hefur verið saknað frá í liðinni viku, og er talið að þeir hafi drukknað í flóðinu. Reuter KANADÍSKIR hermenn handlanga sandpoka til byggingar varn- argarðs í kringum hús eitt sunnan Winnipeg. íslenzk fjölskylda flýði flóðið Frétzt hefur af einni íslenzkri fjöl- skyldu, sem neyðzt hefur tii að yfir- gefa heirnili sitt vegna flóðahættu. Drífa Úlfarsdóttir þurfti ásamt þremur bömum sínum að yfirgefa heimili sitt fyrir síðustu helgi, þar sem hverfið sem húsið er í stendur mjög lágt við bakka Rauðár inni í borginni. Hún hefur nú leitað skjóls hjá vinafólki. „Borgaryfirvöid voru að segja fólki, sem býr næst við Rauðá og Assiniboine-ána [sem rennur saman við Rauðá í miðborg Winnipeg], 3.000 heimilum eða 10.000 manns, að vera reiðubúið að yfirgefa hús- in,“ sagði Drífa í samtali við Morgunblaðið. „Ég bý líka við Rauðána og fer alltaf þangað niðureftir á hvetjum degi að skoða,“ sagði Ingibjörg Torfadóttir, móðir Drífu, í samtali við Morgunblaðið, en hún hefur búið í Winnipeg í 17 ár. „Vatnsborðið hækkar og hækkar og ég er orðin mjög uggandi um að það fari allt á kaf hjá okkur líka.“ Flestir þeir sem ættir eiga að rekja til íslands búa í Winnipeg eða norð- an við borgina, í Selkirk og milli stöðuvatnanna þar sem heitir „Nýja ísland“. Vonazt er til að flóðvarnargarðar og ekki sízt flóðbrautin svokallaða, sem byggð var 1968 til að veita flóð- vatni fram hjá borginni, bjargi mest- um hluta hennar frá tjóni, jafnvel þótt vatnsmagnið sé nú þegar orðið meira en árið 1950, þegar 100.000 manns þurftu að flýja heimili sín vegna Rauðárflóðs. Ótti borgarbúa snýr nú mest að því að hætta er á að flæði upp úr skólp- og veitulögnum. Borgarbúum hefur verið ráðlagt að fjarlægja öll verðmæti úr kjöllurum. Lykilvitni í sprengju- málinu í Oklahoma Segir McVeigh hafa skipu- lagt tilræðið Denver. Reuter. LYKILVITNI ákæruvaldsins i rétt- arhöldunum yfir Timothy McVeigh, sem er ákærður fyrir að hafa staðið að sprengjutilræðinu við stjórnsýslubygginguna í Okla- homa í apríl 1995, sem varð 168 manns að bana, bar fyrir réttinum á þriðjudagskvöld að McVeigh hefði ákveðið að sprengja bygging- una í hefndarskyni fyrir umsátur alríkislögreglunnar (FBI) og vopnaeftirlitsins (ATF) um sértrú- arsöfnuð Davids Koresh á búgarð- inum Waco í Texas 1993, sem endaði með stórbruna og dauða alíra á búgarðinum. Vitnið, Lori Fortier, var vinur McVeighs. Hún hélt því fram fyr- ir réttinum, að hann hefði lagt á ráðin um að smíða sprengju, sem hann hugðist koma fyrir í leigðum sendibíl, með það að markmiði að sprengja stjórnsýslubygginguna. Hefði McVeigh valið bygginguna þar sem hann trúði því að í henni væru nokkrir liðsmanna FBI, sem tekið hefðu þátt í Waco-umsátr- inu. ♦ ♦ ♦ í kjölfar Leifs BANDARÍSKUR rithöfundur og ævintýramaður, Wodding Carter, sjósetti í Phippsburg um helgina 54 metra langt skip, sem hlotið hefur nafnið Snorri, en því hyggst hann sigla í sumar frá Grænlandi til Nýfundnalands, í kjölfar Leifs Eiríkssonar. Að því er fram kemur í Dagens Nyheter heillaðist Carter af frá- sögnum af fundi Vínlands sem drengur og hyggst nú láta draum sinn um að endurtaka ferðina, rætast. Þar segir, að honum hafi reynst erfitt að komast yfir ná- kvæmar upplýsingar um skip Leifs. ■. >i Reuter Loftbrú fyrir flóttamenn SAMEINUÐU þjóðirnar (SÞ) hófu í gær að flytja rúandíska flóttamenn frá Zaire, en áform- að er að flytja tugþúsundir þeirra með loftbrú á þeim 60 dögum sem uppreisnarsveitir Laurents Kabila hafa gefið SÞ til þess. Myndin var tekin af flóttamönnum á heimleið í Kis- angani í austurhluta Zaire, en loftbrúin fór hægt af stað því ekki var hægt að senda tvær Íljúshín-þotur SÞ frá Úganda vegna eldsneytisskorts þar í landi. Talið er að um 100 þúsund hútúar hafist við suður af Kis- angani og talið er að þeir séu a.m.k. 250 þúsund til viðbótar en ekki er vitað hvar þeir eru niðurkomnir í Zaire. Talið er að einungis takist að koma litl- um hluta þeirra til heimkynna sinna í Búrundí áður en frestur- inn rennur út. Emma Bonino, sem fer með mannúðarmál í framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins (ESB), sakaði Ka- bila í gær um tilraunir til þess að útrýma hútúum á flótta í Zaire. Málmþjóf- ar kveiktu í púður- liinnum Tirana. Reuter. GÍFURLEG sprenging varð í vopnabúri albanska hersins við bæinn Burrel í fyrrinótt með þeim afleiðingum að a.m.k. 22 biðu bana. Talið er að hópur manna, sem þá var í geymsl- unni, hafi verið að reyna stela vopnum. Lögreglan sagði í gær, að svo virtist sem óvart hefði kviknað í púðurtunnum i vopna- geymslunni, sem var neðanjarð- ar. Gífurleg sprenging hafi orð- ið og eldur hafi á svipstundu fyllt neðanjarðarbyrgið og göng úr því. Fjöldi bygginga ofanjarð- ar hafi eyðilagst. Taldi lögregl- an að fómarlömbum slyssins ætti eftir að fjölga. Líklegt þyk- ir að mennimir í geymslunni hafi verið að reyna stela sprengjum og skotfærum vegna látúnshylkjanna sem gott verð hefur fengist fyrir hjá brota- jámskaupmönnum. Samið um friðsamlega lausn Fort Davis. Reuter. RICHARD McLaren, leiðtogi herskás hóps aðskilnaðarsinna í Texas, féllst í gær á að semja um uppgjöf, en lögreglan hafði í fjóra daga setið um dvalar- stað McLarens og félaga í Davis-fjöllunum, þar sem þeir hafa lýst yfir sjálfstæðu lýð- veldi. Heldur hópurinn því fram, að Texas hafi á ólög- mætan hátt verið innlimað í Bandaríkin árið 1945. McLaren, sem lýsir sér sem „sendiherra lýðveldisins Tex- as“, kvaðst njóta friðhelgi sem erindreki erlends ríkis og vildi ræða við Janet Reno, dóms- málaráðherra Bandaríkjanna, en ekki fulltrúa yfirvalda í Texas. A.m.k. 120 vopnaðir lög- reglumenn hafa setið um fylg- snið síðustu daga. Ungir Spánvetjar sífellt háðari foreldrum sí num Yfirgefa ekki foreldra- húsin fyrr en um þrítugt Malaga. Morgunblaðið. UNGT fólk á Spáni verður sífellt háðara foreldrum sínum og dvelst nú lengur í foreldrahúsum en áður. Samkvæmt nýrri könnun sem gerð var í Andalúsíu á Suður-Spáni og birt var dögunum eru synirnir að meðaltali þrítugir þegar þeir yfirgefa heimili foreldra sinna og taka að lifa sjálfstæðu lífi. Meðalaldur kvenna í þessu samhengi er 28 ár. Könnun þessa gerði Æskulýðs- stofnun Andalúsíu og segir í greinar- gerð með henni að þær tölur sem fyrir liggi um meðalaldur ungs fólks er það kveður foreldrahúsin séu svip- aðar og fengist hafi í öðrum sjálfs- stjómarhéruðum Spánar. „Nýjar kynslóðir" en svo nefnist ungliðahreyfing Þjóðarflokks Jose Maria Aznar, forsætisráðherra Spánar, hefur vakið sérstaka at- hygli á tölum þessum og freistað þess að nýta sér þær til að koma höggi á Sósíalistaflokkinn (PSOE) sem hélt um valdataumana á Spáni í 14 ár fram til ársins 1996. Hagur unga fólksins á Spáni hefur nú um nokkurt skeið verið pólitískt deilu- efni enda yfir allan vafa hafið að það mikla atvinnuleysi sem Spán- veijar eiga við að glíma hefur bitn- að mjög á ungu fólki í landinu. „Óeðlileg þróun“ Pedro Calvo, forseti ungliða- hreyfingar Þjóðarflokksins, segir að tölurnar frá Andalúsíu leiði í ljós að ungt fólk á Spáni sé mun lengur háð foreldrum sínum en eðlilegt og heppilegt megi teljast. Aðstæður í þjóðfélaginu geri hinum ungu ill- mögulegt og jafnvel ókleift að hefja sjálfstætt líf. Kannanir af margvís- legum toga leiði ítrekað í ljós að sífellt erfiðara verði fyrir ungt fólk að eignast íbúð þar eð það fái ekki notið fjármálalegs sjálfstæðis. Þetta geri að verkum að pör geti ekki hafið fjölskyldulíf, sem aftur hafi í för með sér miður æskilegar hliðar- verkanir í samfélaginu. Sósíalistum kennt um Calvo kennir Sósíalistaflokknum um hvemig komið er fyrir ungu fólki í landinu. í 14 ára stjórnartíð I l i l 1 I » I I l I hans, á árunum 1982-1996, undir forystu Felipe Gonzalez, hafi hvað eftir annað verið gripið til ráðastaf- ana í efnahags- og atvinnumálum sem einkum hafi bitnað á ungum Spánveijum. Gonzalez hafi einfald- lega aldrei leitt hugann að því hvernig bæta mætti afkomu og auka möguleika ungs fólks í land- inu. „Sósíalistar beittu sér fyrir breytingum á vinnulöggjöfinni sem vann beinlínis gegn hagsmunum hinna ungu. Nú liggur fyrir sam- komulag sem mun aftur bæta stöðu okkar á vinnumarkaðinum,“ sagði Calvo og vísaði þar til sáttmála sem verkalýðsfélög og atvinnurekendur hafa gert með sér um breytingar á vinnulöggjöfinni, sem ætlað er að bæta til muna atvinnumöguleika hinna yngri á sama tíma og aukinn sveigjanleiki verður innleiddur hvað uppsagnarákvæði varðar. Samningurinn bíður enn staðfest- ingar stjórnvalda en vonir eru bundnar við að hann geti komið að verulegu gagni í glímunni við atvinnuleysið. t I c .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.