Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Forsætisráðherra segir auknar líkur á afgreiðslu lífeyrissjóðafrumvarps Umsögii ASÍ o g VSÍ ýtir undir sátt í lífeyrismálum Ishrun tefur „VIÐ leggjum ekki fram beinar til- lögur um hvemig eigi að taka á stöðu þeirra sem hafa greitt um lengri tíma til séreignarsjóða og aðlögun þeirra að nýju kerfi, en það er eðlilegt að skoða mál þeirra sérstaklega. Við göngum eftir sem áður út frá 10% iðgjaldi af heildarlaunum í sam- tryggingarsjóði og afstaða okkar til yfirlýsingar forsætisráðherra þess efnis er óbreytt," sagði Grétar Þor- steinsson, forseti Alþýðusambands íslands, í samtali við Morgunblaðið í gær. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði umsögn ASÍ og VSÍ um lifeyr- issjóðafrumvarpið til þess fallna að ýta undir að sættir tækjust í lífeyr- ismálum en yfirlýsing stn stæði efn- islega óbreytt. „Þessi umsögn eykur líkur á að lífeyrissjóðafrumvarpið nái fram að ganga á þessu þingi,“ sagði forsætisráðherra. í sameiginlegri umsögn ASÍ og VSÍ um lífeyrissjóðafrumvarpið seg- ir að samtökin telji eðlilegt að skoða sérstaklega stöðu þeirra sem til lengri tíma hafi einvörðungu greitt í séreignarsjóði að verulegu leyti og aðlögun þeirra að nýju kerfi. Um þetta þurfi að setja nánari reglur sem tryggi að lífeyrir þeirra nái að minnsta kosti tilteknu lágmarki. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði f samtali við Morgunblaðið í gær að með þessu væri opnað á það gagnvart þessum hópi, þ.e. þeim sem greitt hefðu til séreignarsjóða í lengri tíma, að ýta til hliðar kröfu um að allir launþegar greiði 10% af launum í sameignar- sjóði. Aðspurður hvort ASÍ og VSÍ væru með þessu að leysa ríkisstjómina frá yfirlýsingu um að tryggt verði for- ræði hinna almennu lífeyrissjóða á Á lista nýnasista yfir óæskilega einstaklinga NORSKIR nýnasistar eru með nafn íslensks blaðamanns, Kristjáns Guðlaugssonar, á lista yfir óæski- lega einstaklinga. Kristján hefur verið blaðamaður í Noregi í 12 ár, mikið skrifað um málefni innflytj- enda og verið talsmað- ur þeirra opinberlega. Nafnalistinn fannst síðasta laugardag þeg- ar 7 manna hópur ný- nasista í Stavangri var handtekinn. „Ég læt mér fátt um finnast en það sem er kannski óhugnanlegast er að það eru tengsl á milli þessara hópa og hægri flokka sem bjóða fram í þingkosningum hér,“ segir hann. Kristján, sem vinnur hjá Rogalands Avis, beindi sjónum almenn- ings að starfsemi ný- nasistahópsins fyrir rúmum þremur árum þegar hann rakst á tilkynningu þar sem ungt fólk í Noregi er hvatt til þess að fylgja Hitler og koma svertingjum fyrir kattamef. „Á miðanum var númer á pósthólfí svo ég skrifaði bréf og bað þá um að hringja, sem þeir gerðu. Eg fór síðan og talaði við þá. Þeir voru með svartar lamb- húshettur með gati fyrir augu og munn svo ég sá ekki framan í þá. Skömmu síðar hringdu þeir í mig, sögðust ekki ánægðir með viðtalið sem birtist og að ég hefði gert minna úr þeim en efni stóðu til. Eftir það byrjaði ég að fá símhring- ingar og bréf þar sem þeir sögðust vita ýmislegt um mig og að ég yrði ekki langllfur," segir Krislján. Borgarstjórinn, kristniboðar og biskupar Leiðtogi umrædds nýnasista- hóps er jafnframt talsmaður Ku klux klan í Noregi og var settur inn í fyrra fyrir að ráðast inn í verslun sem selur vopn og stinga eigandann með hnífi. Leiðtoginn strauk úr fangelsi í vor og þegar hann var handtekinn ásamt fleir- um á laugardaginn var fannst list- inn. Auk Kristjáns eru á blaði borgar- stjórinn í Stavangri, sem lagði bann við starfsemi samtaka nýnasista í borginni fyrir rúmu ári, og norskir kristniboðar, sem starfað hafa í ísrael. Hafa þeir þegar orðið fyrir barðinu á hópn- um. „Liðsmenn nýnas- ista hafa málað haka- krossa og svívirðingar á borð við „gyðinga- svin“ á veggi þar sem ísraelska trúboðið er til húsa,“ segir Krist- ján I Noregi starfa, að hans sögn, margir hægri hópar, sem hafa kveikt í heimilum fyrir flóttamenn og sprengt upp moskur og sýna- gógur í Noregi. Jafn- framt eru þeir í tengsl- um við djöfladýrkendur, sem hafa brennt 14 kirkjur á undanfömum árum. Kristján segir að lögreglan hafi ekki viljað tilgreina í hvaða röð „hinir óæskilegu" eru á listanum eða gefa frekari upplýsingar. „Þarna voru líka nöfn allra bisk- upa, af einhveijum ástæðum, og einnig koma fram heimilisfang, símanúmer, vinnustaður og fjöl- skylduhagir, til dæmis hvort við- komandi á barn og á hvaða aldri það er.“ Þótt Kristján segist láta sér fátt um fínnast varð eiginkonu hans illa við en þau eiga tíu ára son. „Þetta fólk hefur bæði drepið og kveikt í húsum svo maður veit aldrei hvað því dettur næst í hug,“ segir hann. Kristján frétti af listanum þegar blaðamaður frá Verdens Gang hringdi I hann á laugardaginn og fékk málið mikla umfjöllun I norsk- um dagblöðum, sjónvarpi og út- varpi að hans sögn. Segir Kristján loks að lögregla telji ekki ástæðu til þess að hann r\jóti sérstakrar vemdar og að hann reikni með að það sé rétt mat. Kristján Guðlaugsson 10% sameiginlegu framlagi vinnu- veitenda og launþega kvað Grétar Þorsteinsson nei við. „Við erum ein- faldlega að segja að leysa þurfi mál þessa hóps. Miðað við skýrslu Seðla- banka íslands vom reglulegir greið- endur I séreignarsjóði innan við þijú þúsund talsins árið 1995. Einhveijir þeirra greiddu til sjóðanna umfram 10% skylduiðgjald I sameignarsjóði, svo þeir sem eingöngu greiddu til séreignarsjóða eru eitthvað færri. Það er þessi hópur sem við viljum líta til. Hins vegar erum við ekki að opna fyrir að aðrir geti hafið greiðslu 10% iðgjalds til séreignar- sjóða, enda er undirstrikað I umsögn okkar að gengið verði út frá að það iðgjald renni til samtryggingar." Grétar kvaðst ekki geta fullyrt hvort afstaða ASÍ og VSÍ að þessu leyti gæti greitt fyrir því að sátt næðist um frumvarpið, en vonandi yrði hún þó lóð á þá vogarskál. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, sagði umsögn ASI og VSÍ merkilega og til þess fallna að ýta undir sætt- ir. „Það þarf að athuga ýmsa fleiri þætti en þar koma fram, en engu að síður er umsögnin jákvætt inn- legg I málið.“ Yfirlýsingin óhögguð Aðspurður hvort hann liti svo á að með umsögninni væri vikið frá þeirri stefnu, sem staðfest hefði ver- ið I yfirlýsingu hans, svaraði forsæt- isráðherra að yfirlýsingin stæði óhögguð. „Menn eru að koma til móts við önnur sjónarmið I þjóðfélag- inu og laga sig að umræðum sem orðið hafa og það er fagnaðarefni ef menn bíta sig ekki fasta. Það er hins vegar skiljanlegt ef þeir gæta hagsmuna sinna samtaka og um- bjóðenda." gönguna HRUNIÐ hefur á efsta hluta leið- arinnar á Everest og stigarnir sem liggja víða yfir sprungurnar á ís- fallinu hafa losnað og vinna sherp- amir nú að lagfæringum, sagði Hörður Magnússon aðstoðarmaður fjallgöngumannanna I samtali við Morgunblaðið I gær. Einar Stefánsson fór úr grunn- búðum í gærmorgun upp I þriðju búðir og hafði Hörður eftir honum að á parti hefði leiðin hrunið sam- an og stigar losnað. Hann hefði því orðið að taka á sig krók og tafist nokkuð á leiðinni þangað. Safna kröftum fyrir ferðina á tindinn Hörður sagði að á þessum hættulegustu köflum væri reynt að leggja leiðina þannig að menn væru sem fljótastir þar um. Sherp- amir fara yfír leiðina á hveijum morgni og lagfæra þar sem þarf. Eftir helgina safnast Islensku fjallagarpamir saman í Dingboche til að borða vel, safna kröftum og rýna í veðurspá næstu daga - áður en tindurinn verður klifinn. -----» ♦ ♦---- Skaut sig í lófann með gripabyssu MAÐUR skaut sig fyrir slysni í höndina með byssu sem notuð er til þess að aflífa stórgripi I slátur- húsinu Barða á Þingeyri sl. laugar- dag. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á ísafirði var framkvæmda- stjóri fyrirtækisins að sýna stjórn- armönnum sláturhúsið. I sláturhús- inu er notuð byssa til þess að aflífa stórgripi. í henni er púðurskot sem þrýstir 10 mm sverum og 11 cm löngum pinna fram úr byssunni. Vildi sýna þeim notkun byssunnar Framkvæmdastjórinn vildi sýna þeim notkun byssunnar en skot hijóp af I lófa hans. Pinninn kom ekki út um handarbakið en tölu- verðir áverkar urðu á hendinni. Maðurinn var fluttur undir læknis- hendur á ísafirði og síðan suður til Reykjavíkur til frekari meðferðar. Ungagildra við Lækinn ÞORSTEINN Sigtryggsson og Erling Kjærnested, starfsmenn holræsadeildar hjá Reykjavík- urborg, komu í gær fyrir unga- gildru við útfallið úr Tjörninni í Lækinn. Undanfarin ár hefur giidran verið sett niður á vorin vegna andarunganna en þeim hætti áður til að fara yfir grind- ina sem þarna er og inn í ræs- in. Standa vonir til þess að þetta öryggistæki bjargi lífi ein- hverra andarunga. Morgunblaðið/Golli Fiskbíil lokaði vegi LOKA þurfti veginum um Kerling- arskarð frá því um miðjan dag I gær og fram á kvöld meðan verið var að koma flutningabifreið sem valt þar í fyrranótt á réttan kjöl. Bifreiðin var lestuð um 10-15 tonnum af fiski og með tengivagn I eftirdragi með svipuðum farmi. Á leiðinni frá Stykkishólmi um klukk- an fjögur I fyrrinótt ók bifreiðin ofan I hvarf á veginum og valt á hliðina, en vegurinn mun vera mjög slæmur á þessum slóðum sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu. Bílstjórinn rotaðist við óhappið, en komst til meðvitundar nokkru síðar og er ekki talinn alvarlega meidd- ur. Farmi og bU bjargað Sveit manna kom I gærmorgun ásamt stórri kranabifreið frá Reykjavlk og starfaði við það ásamt björgunarsveitarmönnum úr Stykk- ishólmi að bjarga farminum og koma bifreið og tengivagni á réttan kjöl. Undan bílnum brotnaði að framan og er undirvaginn mikið skemmdur, samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins. Morgunblaðið kemur næst út laugardaginn 3. maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.