Morgunblaðið - 01.05.1997, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 01.05.1997, Qupperneq 59
 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR t MAÍ 1997 59 ________________MIMWIMGAR HELGA ÓLAFSDÓTTIR + Helga Ólafsdóttir var fædd í Vestmannaeyjum 13. jan- úar 1925. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 11. apríl síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum 26. apríl. Vorið er komið og litlar manneskj- ’ ur streyma bráðum út í frelsið eftir f langan vetur og mikla vinnu. Við taka útileikir, ferðalög, sumarbúðir eða ýmis námskeið sem eru í boði fyrir börn í dag. En í mínu barns- minni þýddi vorið aðeins eitt, ég átti í vændum dvöl í himnaríki á jörð - Vestmannaeyjum! Þótt ég elskaði mömmu og pabba af öllu hjarta og færi með þeim í dásamleg ferðalög, | innan lands og utan, mátti sú skemmtan helst aldrei stytta sumar- * dvölina í Eyjum. Og enn í dag, þótt { ég sé komin á miðjan aldur, tala ég alltaf um að fara „heim til Eyja“! Þau bjuggu á Flötum 14, fólkið mitt, í tveggja hæða húsi. Niðri voru afí Sveins og amma og „afí Stugg“ (langafi minn), en uppi bjuggu Helga frænka og Eggert, og þeir frændur mínir Óli og Stjáni. Já, þetta var svona „stórfjölskylda", eins og menn | líta til með söknuði í dag, þegar kyn- . slóðimar eru að einangrast hver frá ' annarri í erli stórborgarlífsins. Það { var von að mér liði vel þarna, þau bára mig á höndum sér, ekki síst Helga frænka. Þegar ég hafði spurt ömmu hvað væri í matinn hjá henni kaliaði ég upp til Helgu og ef þar var betra í boði, borðaði ég bara þar! Þegar það komu gestir til þeirra átti ég alltaf fast sæti við kaffiborðið og Helga frænka hló bara og tók af | mér sykurtangimar fínu, þegar ég var farin að klípa í berar tæmar á I mér með þeim, sem auðvitað þykir ( ekki kurteislegt í boðum! Mér fannst Helga frænka dugleg- ust og myndarlegust af öllum hús- mæðram og sat oft og horfði lotning- arfull á hana vinna. Hún var ein af þessum konum, sem kunna að gera sín eigin hversdagslegu störf að leik barnanna, hafði lúmskt gaman af þessari skefjalausu aðdáun minni og | leyfði mér oft að „hjálpa til“, þótt eflaust hafí ég fremur orðið henni ( til trafala en hjálpar. Ég fékk til ( dæmis að keyra „kleinubílinn" og „snúa“. Stundum fékk ég líka að sitja á háaloftsskörinni og rulla tau- ið, sem var mikið vandaverk og á mánudögum, sem voru þvottadagar, var á mér mikill „ráðskonurass", því ég fékk stundum, með aðstoð þeirra ömmu, að færa upp úr suðupottinum með stórum trétöngum og svo þurfti I að rétta klemmur og fylgjast með vindáttinni, svo við næðum að taka I inn tauið, ef það slægi nú yfir frá | lýsis-bræðslunni,sem stóð rétt hjá húsinu okkar, Oddeyrinni. En aldrei þurfti „frekjudolla frænka mín“, eins °g hún kallaði mig stundum góðlát- lega, að hjálpa til, Helga kvartaði aldrei þó vinnukonan hennar hyrfi, eins og dögg fyrir sólu! Alltaf voru vinkonur mínar velkomnar, inni sem úti og sjálfsagðir gestir við kaffi- borðið. A afmælinu mínu, 26. júní, var haldin mikil veisla, oftast dekkað 1 úti í garði, og veisluborðið svignaði i undan kræsingunum. Og á Þjóð- hátíðinni, þar sem við áttum tvö samliggjandi tjöld í „Veltusundi" var Helga drottning í ríki sínu. Við fórum oft saman í bæinn, „Litla Vintjóna" og „Stóra Vin- tjóna“, hún í kápu með hatt, og ég man hvað mér þótti skemmtilegt hljóðið í háu hælunum hennar þegar við spókuðum okkur saman og ákvað að svona myndi heyrast í mér, þegar ég yrði kona. Hún var forkur dugleg. Hún tók þátt í rekstri Skipaviðgerða með Eggerti sínum og seinna aðstoðaði hún Kristján dyggilega við rekstur- inn og gerði mjög vel við mennina, sem störfuðu hjá þeim. Kvenfélagið °g SÍBS nutu krafta hennar og hún sótti mörg námskeið og gaf margar fallegar gjafir, sem hún hafði skapað eigin höndum. Ég gæti fyllt blaðið af minningum um Helgu frænku, bæði ljúfum og sárum, því auðvitað fór lífið ekki allt- af mjúkum höndum um hana, frekar en aðra. En nú er komið að kveðju- stund. Hún var sterk andspænis dauðanum, hún frænka mín, tók veik- indum sínum með jafnaðargeði og kvartaði ekki. Og dauðinn fór um hana mjúkum höndum, hún fékk að sofna útaf með höndina sína í lófan- um hans Stjána. Þau vora henni ómetanleg stoð, Guðný og Stjáni, og ég bið Guð að blessa þau og Óla og Fríðu og bama- og bamabarnabörnin öll og létta þeim sorgina. Um leið og ég kveð þig, elsku Helga frænka, vil ég þakka þér fyr- ir síðustu gjöfina þína, - að þú skyld- ir heimta að við kæmum með börnin í „pysjuleit", síðastliðið sumar. Þú vissir að hveiju stefndi og vildir taka sjálf á móti okkur öllum, og gerðir það eins og þér einni var lagið, þótt þú værir svona veik. Við Jón þökkum þér fyrir að gera þessa ferð okkur og börnunum ógleymanlega og fyrir það að nú þekkja þau töfra Eyjanna af eigin raun og skilja betur sögurn- ar, sem ég sagði þeim alltaf, þegar þau báðu: „Mamma.segðu okkur frá því þegar þú varst lítil stelpa!“ Hafðu þökk fyrir allt og allt, Helga frænka. Ragnheiður Kristín (Heiða). • Fleiri minningnrgreinar um Helgu Ólafsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SÆMUNDUR GUÐMUNDSSON, Brekku, Hveragerði, verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 3. maí kl. 14.00. Helga Dís Sæmundsdóttir, Ragnar Gunnarsson, Gerður Sæmundsdóttir, Berndt Grönqvist og barnabörn. + Ástkær eiginkona min, móðir, dóttir, tengdamóðir, amma og systir, JÓNÍNA GUÐJÓNSDÓTTIR, Fögruhlfð 5, Hafnarfirði, andaðist í Salgranska sjúkrahúsinu í Gautaborg föstudaginn 25. apríl. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 2. maí kl. 13.30. Kristján Garðarsson, Aðalheiður Árnadóttir, Valborg H. Kristjánsdóttir, Örn Rúnarsson, barnabörn og systkini. + Okkar ástkaeri, JÓN HALLDÓR HANNESSON, Hjarðarbóli, Ölfusi, sem andaðist þann 27. apríl verður jarðsung- inn frá Kotstrandarkirkju laugardaginn 3. maí kl. 13.30. Guðrún Andrésdóttir, Andrés Ingi Jónsson, Hannes Bjartmar Jónsson, Einar Pétur Jónsson og aðrir ástvinir. + Ástkær eiginmaður minn, ÓSKAR SÖEBECK prentari Dalbraut 27, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 2. maí kl. 13.30. Lilja Söebeck Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, bróður, afa og langafa, EYJÓLFS ÁGÚSTSSONAR bónda, Hvammi Landsveit, sem andaðist 30. mars sl. Guðrún Sigríður Kristinsdóttir, Anna Magnúsdóttir Katrín Eyjólfsdóttir, Már Jónsson, Ævar Pálmi Eyjólfsson, Kolbrún Sveinsdóttir, Knútur Eyjólfsson, Edda Halldórsdóttir, Selma Huld Eyjólfsdóttir, Jóhann Guðmundsson, systkini, barnabörn og barnabarnabörn + Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir, tengda- móðir, amma, langamma, langalangamma og langalangalangamma, SÓLBORG SIGURÐARDÓTTIR, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju, Strandgötu, föstudaginn 2. maí kl. 15.00. Sigurður Hallgrímsson, Svandís Pétur Hallgrímsson, Gunnar Hallgrímsson, Una Hallgrímsdóttir, Þórir Sigurjónsson, Hrönn Jóhannesdóttir, Baldur Sigurgeirsson, Steinunn Magnúson, Haukur Jónsson, Jóngeir E. Sigurðsson, Una Árnadóttir, barnabörn, barnabarnabörn barnabarnabarnabörn. Salómonsdóttir, Útför + STEINDÓRS STEINDÓRSSONAR frá Hlöðum, fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 6. maí kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hins látna, láti Öryrkjabandalag íslands njóta þess. Guðrún Sigbjörnsdóttir, Gunnar Steindórsson, Steindór, Sigbjörn, Kristfn, Gunnar og fjölskyldur. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar systur okkar, SIGRÍÐAR HELGADÓTTUR, áðurtil heimilis á Grettisgötu 6A. Guðrún Helgadóttir, Elín M. Helgadóttir, Andrea Helgadóttir, Anna María Helgadóttir. + Bróðir minn og mágur, ODDUR ÁRNASON frá Hrólfsstaðahelli, Landsveit, verður jarðsunginn frá Skarðskirkju laugardaginn 3. maí kl. 11.00 f.h. Sigurþór Árnason, Halldóra Ólafsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- arhug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður og afa, SIGURÐAR RUNÓLFSSONAR. Gústa I. Sigurs, Sverrir Sigurðsson, Veronica Li, Kristján H. Sigurðsson, Hulda Snorradóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okk- ur hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR STEFÁNSDÓTTUR frá Gili. Elísabet Þorsteinsdóttir, Klaus Holm, Hængur Þorsteinsson, Hanna Lára Köhler, barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.