Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 20
FIMMTUDAGUR 1. MAI 1997 URVERINU MORGUNBLAÐIÐ fRKURH! Garpur er kröftugur drykkur sem býr yfir miklu og hressandi ávaxtabragði og er ríkur að kalki og C-vítamíni. Uppistaðan er mysa en í henni eru öll helstu bætiefni mjólkurinnar. Garpur er góður á íþróttaæfinguna, í skólann, fjallið, bíltúrinn og bústaðinn. & er FÁDU ÞÍR ElNN - DAGLEGA Imf verð fra Utipottar, 6 ...og vorurnar færöu í BYKO! BYKO Morgunblaðið/Þorkell FORSTJÓRI Sölumiðstöðvarinnar gerði umhverfisverndarsam- tök m.a. að umræðuefni á markaðsfundi SH i gær og sagði að snar þáttur í samkeppninni væri sá að geta sýnt fram á að umgengnin við fiskistofnana væri til fyrirmyndar. Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna Átak þarf til að upplýsa um- hverfissinna FRIÐRIK Pálsson, forstjóri Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna hf., segir íslendinga geta haft hag af því að taka höndum saman við viðskiptavinina um að upplýsa umhverfíssinna, sem lékju orðið nokkuð stórt hlutverk á sviði sam- keppninnar. „Ég tel að það þurfi samstillt átak á þessu sviði og þar er eðlilegast og skynsamlegast að stjómvöld gangi á undan og leggi þessu máli lið með myndarlegum hætti og það þarf að gerast fljótt og skipulega. Það mun kosta mik- inn tíma, mikla vinnu og talsvert mikið fé. Það þarf að skapa þess- ari vinnu þann trúverðugleika, sem opinber stimpill veitir og einhver þarf að borga.“ Að mati Friðriks er eðlilegast að Útflutningsráði íslands yrði fal- in yfirumsjón þessa kynningar- starfs í samráði við utanríkisráðu- neyti, umhverfisráðuneyti og sjáv- arútvegsráðuneyti. Jafnframt þurfi stjórnmálamenn og embættismenn að sinna hinum pólitíska þætti málsins við kollega sína í öðrum löndum. Slíkt kynningarstarf gæti orðið okkur vemlega til framdrátt- ar í markaðslegu tilliti og hreinlega bætt þjóðartekjumar. Spilað er á tilfinningar fólks Friðrik segir umhverfismálin ekki tískubólu, heldur snerust þau um allt okkar daglega líf og eftir- spurn væri nú eftir svokölluðum umhverfisviðskiptum. Umhverfis- samtök kepptust um hylli neyt- enda og tekist hefði að sannfæra margan neytandann um að honum beri að hafa áhyggjur af ástand- inu. Þannig væri með upplýsinga- flæði og áróðri höfðað til skyn- seminnar og um leið spilað á til- finningar fólks og ýtt undir þá sektarkennd að hegðunin væri ekki upp á marga fiska og betra fyrir alla að taka sig á. „Á milli svokallaðra umhverfis- samtaka hefur ekki einungis skap- ast samkeppni um hylli neytenda heldur einnig um athygli fyrir- tækjanna. Það hefur m.a. birst okkur í því að ein umhverfissam- tökin hafa gert sérstakt sam- komulag við eitt stærsta fyrirtæki heims og stofnað til samtaka sem eiga að hafa það verkefni að fylgj- ast með og setja alþjóðlega staðla um stöðu og nýtingu einstakra fiskstofna. Af hálfu þeirra aðila, sem að þessu standa, er þetta til- raun til þess að athuga hvort umhverfissamtök og stórfyrir- tæki, sem oftast er stillt upp sem andstæðum stríðandi fylkinga, geti unnið saman að sameiginleg- um markmiðum. Þessi tilraun til samstarfs á þessu sviði orkar á margan hátt tvímælis og enn liggur ekki fyrir hvernig hún tekst. Margir hafa orðið til að gagnrýna fyrirtækið hart og telja að á bak við þessa ákvörðun liggi ísköld viðskiptaleg ákvörðun um að nýta sér þetta samstarf í samkeppninni við keppi- nauta sína.“ Á sama tíma og þetta gerist, haft áhugi annarra um- hverfíssamtaka vaxið á því að reyna að ná samstöðu með fyrir- tækjum í sjávarútvegi um að koma á einhvers konar umhverfísstaðli, sem menn telji einhvers virði. Ekki má gera lítið úr hugsjóninni Friðrik segir að þó umhverfís- samtök séu rekin að hluta til með viðskiptasjónarmið að leiðarljósi, mætti ekki gera lítið úr þætti hug- sjónarinnar hjá hinum almenna félaga og stjórnendum sumra þeirra. Á þessu stigi skipti það fyrst og fremst máli að við skildum stöðu þeirra fyrirtækja, sem versl- uðu við okkur og værum þeim hjálpleg í að leggja fram upplýs- ingar um stöðu okkar í umhverf- is-, heilnæmis- og mengunarmál- um sem gagnast geti þeim í sam- skiptum við umhverfissamtökin. Okkur á að vera treystandi fyrir eigin auðlindum Snar þáttur í samkeppninni á mörkuðunum er að geta sýnt fram á að umgengnin við fiskistofnana sé til fyrirmyndar, að sögn Frið- riks. íslendingar hafí býsna góða sögu að segja og hafí ekki mikið að skammast sín fyrir. „Þó kvóta- kerfið í sjávarútveginum sé um- deilt hér heima, þá eru flestir þeirr- ar skoðunar að það hafi haft áhrif til að vernda fiskistofnana og bæta umgengnina á fiskimiðunum og í það minnsta hefur ekki ennþá fundist annað nothæft kerfi sem náð hefur þar lengra. Við höfum sýnt og eigum að geta sannað það fyrir umheiminum að þó að við höfum gert mistök, þá sé okkur vel treystandi fyrir því að sjá algjörlega sjálfir um stjórnun á okkar eigin auðlindum," segir forstjóri SH, og_ bætti við: „Auðvitað erum við íslendingar ekki syndlausir og eigum því ekki að kasta steinum og margt má enn betur gera, en það eru örugglega ekki margir sem geta státað af betri umgengni og markvissari stjórnun á ýmsum þessum sviðum heldur en við íslendingar." i 1 I I 1 I I I I : * i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.