Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 80
 flto¥gtisilrifaifei& 5 <o> AS/400 er... ...með PowerPC 64 bita örgjörva og stýrikerfi MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVtK, SÍMl 569 1100, SlMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANCSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1997 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Afgreiðslukerfi banka lamað í gær Mikilvæg- ur gagna- grunnur skemmdist SKÖMMU fyrir hádegi í gær lamað- ist tölvukerfi banka- og sparisjóða um allt land vegna bilunar, með þeim afleiðingum meðal annars að þessar stofnanir höfðu hvorki að- gang að upplýsingum um innstæður á reikningum viðskiptavina sinna né gátu sannreynt t.d. viðskipti með ávísanir, auk þess sem hraðbankar voru óvirkir. Ástæða bilunarinnar er rakin til forritunarvillu og þurfti af þeim sökum að loka kerfunum og ræsa þau að nýju, en við það skemmdist mikilvægur gagnagrunnur sem inniheldur yfírlit yfir hreyfingar eða viðskipti dagsins. Mörg kerfi Reiknistofu bankanna eru háð þess- um gagnagrunni, að sögn Helga Steingrímssonar, forstjóra fyrir- tækisins. Viðgerð lauk klukkan 17. Wf Flóknar orsakir bilunar „Flóknar og samverkandi orsakir ollu þessari bilun. Við settum ný- lega upp erlendan hugbúnað sem reyndist vera með galla, auk þess sem í afgreiðslukerfi hefur legið í leyni forritunarvilla sem kemur í ljós undir ákveðnum kringumstæð- um. Af þeim sökum þurfti að taka kerfið niður. Undir eðlilegum kringumstæðum á ekki að taka langan tíma að ræsa kerfið að nýju, en það tók hins veg- ar mun lengri tíma en búist var við, án þess að við vitum nákvæm- lega afhveiju. Niðurstöður á rann- sókn liggja varla fyrir fyrr en á morgun,“ segir Helgi. v Auk afgreiðslukerfa banka og sparisjóða datt út posaafgreiðsla krítarkortafýrirtækjanna einnig, en þau hafa hins vegar yfir að ráða vinnslukerfum sem geta annað stór- um hluta þjónustu þegar atburðir sem þessir eiga sér stað. Þjónusta var þó hægari fyrir vikið. Uppsetning ljósa á Reykjanesbraut Mun færri umferðarslys VERULEGA hefur dregið úr slys- um á Reykjanesbraut eftir að götu- ljós voru sett upp við veginn. Krist- ján Pálsson alþingismaður fékk samanburð frá Vegagerðinni á slysatíðni á veginum í fjóra mán- uði, desember til mars, þrjú ár aft- ur í tímann. Óhöpp alls urðu sjö frá desemberbyijun 1996 til marsloka 1997 en á sama tíma árið áður voru þau fimmtán. Óhöppin urðu 114% færri núna en í fyrra, 29% færri en árið þar áður og 200% færri en á tímabilinu desember 1994 til marsloka 1995. Kristján segir að þetta sé ekki mjög ábyggilegur samanburður þar sem aðeins er verið að bera saman fjóra mánuði. Þó sé greinilegt að dregið hafí úr slysum og auk þess megi minna á að síðastliðinn vetur hafi verið snjóþyngri og með meiri byljum en oft áður. Lýsing eykur öryggi „Þar fyrir utan er brautin sjálf afar illa farin eftir veturinn og hjól- förin mjög djúp. Sums staðar þurfa menn að þræða milli skorninganna til þess að bíllinn fljóti ekki. En samanburðurinn sýnir að það er greinilega minna um óhöpp og það styður þá niðurstöðu erlendis frá að lýsing eykur umferðaröryggi,“ sagði Kristján. Kristján segir að til standi að gera við veginn og í sumar verði lokið við að lýsa brautina alla leið til Leifsstöðvar. Rætt er um að auka vatnshallann á veginum svo vatn eigi greiðari leið út af honum. Reykjanesbraut tvöfölduð Kristján segir að leita verði ann- arra leiða til þess að tvöfalda Reykjanesbrautina náist sú fram- kvæmd ekki inn á vegalög. Hann segir að með því að sleppa öllum fyrirhuguðum framkvæmdum við Reykjavíkurflugvöll og tvöfalda frekar Reykjanesbrautina væri hægt að slá tvær flugur í einu höggi. „Annars vegar að losa Reykjavík undan þvi óöryggi að hafa flugvöll- inn inni í miðri borg, spara ríkinu mikil fjárútgjöld fyrir flugvöll sem verður lagður niður á næstu áratug- um og hins vegar að breikka Reykjanesbraut fyrir þá fjármuni sem ella færu í endurgerð flugvall- arins. Það væri hægt að flýta þess- ari framkvæmd með aðgerðum af þessu tagi. En ef ekki næst sam- komulag um það gæti farið svo að menn neyddust til þess að skoða betur hugmyndir um að innheimta lágan vegtoll, t.d. liðlega 100 kr., til þess að ná inn fyrir fram- kvæmdakostnaði," sagði Kristján. Köfun að Æsu kostar yfir 9 milljónir Reynt að kafa í byrjun vikunnar LJÓST er að sex breskir kafarar munu koma hingað til lands á sunnudag í því skyni að freista þess í bytjun næstu viku að kafa að flaki Æsu sem fórst s.l. sumar með tveimur skipveijum. Þetta kom í ljós á fundi íslenskra aðila sem að málinu koma hjá Siglingastofnun í gær. Morgunblaðið/Kristján Nótaskipin á leið í Síldarsmuguna ÍSLENSKU nótaskipin eru mörg hver farin af stað í Síldarsmug- una en skipin mega hefja síld- veiðar þar á miðnætti 2. maí. í gær var mikið líf við hafnir á Akureyri þegar nótaskipin voru að taka nótina um borð og gera klárt fyrir brottför. Súlan EA og Þórður Jónasson EA héldu af stað um miðjan dag í gær og Þorsteinn EA og Sæljón SU lögðu úr höfn í gærkvöldi. Nót Þórðar Jónassonar EA var hífð um borð í gærmorgun og á myndinni er Sigurður Kristjánsson 1. stýri- maður að sljórna þeirri vinnu. Fyrir aftan hann situr Krislján Júlíusson, vörubíls- og krana- sljóri, með stjórntækin í örugg- um höndum sínum. Viðvaranir vegna fjölda gáma úr Dísarfelli á siglingaleið fyrir norðan Færeyjar Færeyskur bátur sigldí á gám og sökk FJALLTENGI, 29 feta fiskibátur frá Klakksvík í Færeyjum, fórst 19. aprí! síðastliðinn um 2 sjómílur norður af Færeyjum eftir að hafa siglt á hluta af gámi, sem talinn er vera úr flutningaskipinu Dísar- felli. Tveir menn voru í bátnum og björguðust þeir báðir um borð í ^ gúmbát og síðan í fiskibátinn Sjáv- arfossur. Færeyska strandgæslan gefur út aðvaranir á hveijum degi um reköld í sjónum norður af Fær- eyjum og segir Johann Simonsen hjá færeysku strandgæslunni að siglingaleiðin þarna sé afar hættu- leg. Um borð í Fjalltengi voru bræð- urnir Torvald og Simon Hansen frá Klakksvík. Að sögn Sámals Jákup Hansen föður þeirra bræðra sem eru 25 og 35 ára héldu þeir í róður á svokölluðu tíu manna fari, sem er plastbátur um 27 fet á lengd. Áður en þeir fóru var þeim bent á að koma fyrir myrkur, en þeir héldu ekki af stað heimleiðis fyrr en kl. 21 þegar myrkur var skollið á. Settu þeir sjálfstýringuna á og lagðist annar bræðranna síðan til svefns, þar sem siglingin var löng en hinn lá framá og fylgdist með gámunum úr Dísarfelli, sem flutu um allan sjó. En svo óheppilega vildi til að þeir sigldu á gám sem maraði í hálfu kafi án þess að taka eftir honum. Við áreksturinn rifnaði nær allur botninn úr bátnum og sökk hann á innan við þremur mínútum. Sagði Sámal að sem betur fer hefði verið gúmbátur um borð sem þeir gátu blásið upp. Þeir komu síðan boðum um fjarskiptastöðina í Þórs- höfn og var bjargað skömmu síðar. „Við töpuðum bátnum en synirnir björguðust báðir og það ber að þakka,“ sagði Sámal. Margir gámar í sjónum Johann Simonsen segir að strandgæslan hafi orðið vör við marga gáma í sjónum og þeir séu allir úr Dísarfelli, sem sökk SA af íslandi í mars. Þetta hafi hins veg- þessa. „Við fengum tvær tilkynningar frá sjófarendum í gær [fyrradag] um gáma í sjónum. Við höfum reynt að ná gámunum upp en það gengur afar erfiðlega vegna þess að þarna er mikill straumur. Við gefum út aðvaranir til sjófarenda á hvetjum degi. Svo virðist sem það geti liðið langur tími þar til gámarnir sökkva allir. Þarna fara margir fískibátar og siglingaleiðin er afar hættuleg," sagði Simonsen. Við aðgerðirnar á meðal annars að skoða ákveðna þætti í sambandi við rannsókn á ástæðum þess að skipið fórst. Kostnaður við að fá kafara og búnað þeirra hingað til lands er áætlaður um níu milljónir króna, en þar fyrir utan er talsverður kostnaður fólginn í þátttöku varð- skips og áhafnar þess, auk annars búnaðar sem innlendar stofnanir leggja til verkefnisins. Líka skipverja leitað Hermann Guðjónsson, forstjóri Siglingastofnunar, segir ljóst að Landhelgisgæslan muni leggja fram varðskipið Óðin til þess að aðstoða við verkið. Kafararnir eiga meðal annars að athuga hvort þeir finni lík skipveijanna tveggja um borð í Æsu og færa upp á yfirborð- ið. „Rannsóknanefnd sjóslysa lagði fram ákveðinn verkefnalista varð- andi þá þætti sem þeir vilja skoða betur og kafaramir munu reyna að gera það einnig. Ennfremur verður reynt að sækja plóg Æsu til frek- ari rannsóknar, en spurningar hafa vaknað um hvemig þau veiðarfæri eru útbúin," segir Jón Leví Hilmars- son hjá Siglingastofnun..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.