Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1997 13 Iðnaðarráðherra vill viðamikla könn- un á viðhorfi Eyfirðinga til stóriðju Rannsóknir við Dysnes hafa kostað 18 millj. FINNUR Ingólfsson iðnaðarráð- herra vill að gerð verði viðamikil könnun meðal Eyfirðinga um við- horf þeirra til hugsanlegrar stóriðju í firðinum. Ekki sé forsvaranlegt að veija fé í kostnaðarsamar rann- sóknir ef óvissa ríkir um vilja heimamanna til stóriðju. Þetta kom fram á hádegisfundi á Fiðlaranum í gær þar sem leitað var svara við því hvort stóðiðja væri hluti af framtíðarsýn Eyfirðinga. Iðnaðarráðherra telur Eyjafjörð ákjósanlegan stað fyrir stóriðju og er Dysnes í Amameshreppi þar hag- kvæmasti kosturinn að hans mati. Þar hafa á síðasta rúma áratug far- ið fram umfangsmiklar rannsóknir á ýmsum sviðum og miklu fé ogtíma til þeirra varið. Á tímabilinu 1990 til 1994 varði ríkið 18 milljónum króna til umhverfisrannsókna og lóðaathugana á Dysnesi en þó liggur enn ekkert fyrir hvort möguleiki er á að þar rísi stóriðja. Finnur sagði það sitt mat að Árskógsströnd væri lakari kostur undir stóriðju en Dysnes og sagði að ríkið myndi ekki leggja út í kostnaðarsamar rannsóknir víðar í Eyjafirði, en áætlað væri að um 15 milljónir króna kostaði að gera nauðsynlegar rannsóknir á Ár- skógsströnd. Ef vilji heimamanna væri ótvíræður yrðu sveitarfélögin að koma sterkar inn í málið og taka þátt í kostnaði á móti ríkinu. Kæmi síðar í Ijós að heimamenn væru ekki tilbúnir að taka við stóriðju í sinni heimabyggð yrðu sveitarfélög- in að greiða ríkinu til baka þann kostnað sem lagt hefði verið í vegna rannsókna. Myndi ijúfa stöðnun Ingi Bjömsson, framkvæmda- stjóri Slippstöðvarinnar, komst að þeirri niðurstöðu að stóriðja hefði afgerandi áhrif á mannafla og vinnumarkað í Eyjafirði, en myndi ekki raska um of því atvinnu- mynstri sem fyrir væri og myndi ijúfa þá stöðnun sem verið hefði á því sviði undanfarin ár. Fram kom í máli hans að ef 200 þúsund tonna álver risi á svæðinu mætti gera ráð fyrir að íbúum myndi fjölga um 2.600. Þá taldi hann ekki ástæðu til að óttast alvarlega félagslega röskun í kjölfar stóriðju. Sinubruni úr böndunum Morgunblaðið/Kristján PLÖNTUR skenundust í sinubruna við bæinn Hlé- berg í Eyjafjarðarsveit eftir hádegi í gær. Verið var að brenna hálm af akri þegar vindátt breytt- ist skyndilega en við það fór allt úr böndunum og einn maður sem var a ð brenna sinuna réð ekki við neitt. Kallað var eftir aðstoð Slökkviliðs Akur- eyrar og gekk vel að slökkva eldinn eftir að hjálp barst. Viðurkennir bótaskyldu TRYGGINGARFÉLAG græn- lenska togarans Nataarnaq, Polar Insurance, hefur viðurkennt bóta- skyldu og samþykkt að greiða áætlaðan viðgerðarkostnað vegna tjóns sem varð á slippkantinum við Slippstöðina á Akureyri um miðjan febrúar sl., samtals 13,2 milljónir króna. Fylling grófst undan stálþili á 20-30 metra kafla og við það rann fylling innan við þilið út í sjó með þeim afleiðingum að þekja bryggj- unnar féll niður. Talið er að atvikið hafi átt sér stað er verið var að prufukeyra vél og skrúfubúnað grænlenska togarans við slippkant- inn. Guðmundur Sigurbjömsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norður- lands, segir stefnt að því að ráðast í viðgerð á slippkantinum hið fyrsta. Hann sagði að starfsmenn hafnar- innar myndu sjá um framkvæmd verksins en fá til liðs við sig aðila í gegnum tilboð, til að sjá um ákveðna verkþætti. Metþátttaka á Hængsmóti HÆNGSMÓTIÐ, hið árlega íþróttamót fatlaðra sem Lionsklúb burinn Hængur stendur að, verður sett í íþróttahöllinni á Akureyri í dag kl. 16. Yfir 230 keppendur frá 14 félögum víðs vegar af landinu eru skráðir til leiks og er þetta stærsta og fjölmennasta Hængs- mótið til þessa. Keppt er í fjórum greinum, bocc- ía, bæði einstaklings- og sveita- keppni, bogfimi, borðtennis og lyft- ingum. Keppni hefst að lokinni setn- ingarathöfn í dag og verður fram- haldið á morgun og á laugardag. Mótinu lýkur svo með lokahófi í íþróttahöllinni á laugardagskvöld. Vegna hinnar miklu þátttöku fer keppni í bogfimi fram í íþróttahús- inu á Hrafnagili á laugardag. Hreinsa rusl í bænum MEMENDUR í þriðja bekk Mennta- skólans á Akureyri ætla að hreinsa rusl í bænum dagana 2. og 3. maí. Auk þess sem þetta framtak þriðju bekkinga er í þágu umhveris- mála og fegrunar bæjarins, hafa þeir safnað áheitum hjá fyrirtækj- um á Akureyri síðustu daga sem renna mun í ferðsjóð þeirra. Tónlistarmark- aðnum að ljúka MIKIL aðsókn hefur verið að stóra tónlistarmarkaðnum á Akureyri, en honum lýkur um helgina. Á markaðnum eru yfir 10 þúsund titlar af geisladiskum, myndbönd- um, kassettum og tölvuleikjum á markaðsverði. Markaðurinn er til húsa í Hafnarstræti 95. Sérstök lokatilboð verða í gangi um helgina. Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Kyrrðar- og bænastund í Grenivíkurkirkju sunnudaginn 4. maí kl. 21. Messað verður í Kaupvangs- kirkju í Eyjafjarðarsveit kl. 13.30 á sunnudag, 4. maí og á Kristnes- spítala kl. 15 sama dag. Vortónleikar blásaradeildar NEMENDUR blásaradeildar Tón- listarskólans á Akureyri flytja fjöl- breytta dagskrá á tónleikum i Gler- árkirkju á laugardag, 3. maí kl. 16. Fram koma fjórar hljómsveitir. Jón Halldór Finnsson stjórnar eldri sveit, en hún er skipuð nemendum á blásturs- og slagverkshljóðfæri sem lengst eru komnir i námi. Sveinn Sigurbjörnsson stjórnar yngri sveit, en blokkflautusveit skólans og hópurinn Blokkó eru undir stjórn Jacqueline FitzGibbon. Aðalfundur Sögufélags AÐALFUNDUR Sögufélags Ey- firðinga verður haldinn í lestrarsal Amtsbókasafnsins 2. maí, kl. 20.30. Gengið er inn að vestan. Að loknum venjulegum aðalfund- arstörfum flytur Unnur Karlsdóttir sagnfræðingur erindi. Jón sýnir á Kaffi Karólínu JÓN Laxdal Halldórsson opnar sýn- ingu á Kaffi Karólínu 3. mai. Jón hefur fengist við svonefnt „collage" eða klippimyndir og jafn- an leitað fanga í prentuðu máli, dagblöðum, bókum og því um líku. Á sýningunni nú eru mest handunn- ir dúkar. Tónleikar í MA DANSKA tríóið Bazar heldur tón- leika í Hólum, sal Menntaskólans á Akureyri í kvöld, fimmtudaginn 1. maí kl. 21.00. „Súper" framhald! Síöustu 5 kilóin fjúka. Meira aöhald og erfiöari tímar. mmmim HGUSTU & HHHFNS SKEIFAN 7 III REVKJAVÍK S. 533-3355 njóta sín betur í sólinni! sandala og sumarkjóla er að ganga í garð. Húerrétti tímlnn tll að gera slg klára fyrlr sumarið og fara á árangursríkt og skemmtilegt fitubrennslunámskeið hjá Stúdíói Ágústu og Hrafns. HJóttu þín í sumar! VátW 8-vikna frfcubrennslu- námskeið: • Þjálfun 3-5x I viku • Fræðslu- og kynningarfundur • FltumæBngar og vlgtun • Uppskrlftabókin „Léltír réttir“ 150 frttoærar uppskrittir • Nýr upplýsingabseklingur: „í forml tíl framtíðar" • Mjög mitóð aöhakl • Vinntngar dregnirút f hverri viku • Fritt 3ja mán. kort fyrir 5 heppnar og samviskusamar Kvöldhópar Daghópur Morgunhópur Framhaldshópur Bamagæsla Hefst 5. maí Blóm: Blómaval Sundbolir: Útlllf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.