Morgunblaðið - 01.05.1997, Síða 13

Morgunblaðið - 01.05.1997, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1997 13 Iðnaðarráðherra vill viðamikla könn- un á viðhorfi Eyfirðinga til stóriðju Rannsóknir við Dysnes hafa kostað 18 millj. FINNUR Ingólfsson iðnaðarráð- herra vill að gerð verði viðamikil könnun meðal Eyfirðinga um við- horf þeirra til hugsanlegrar stóriðju í firðinum. Ekki sé forsvaranlegt að veija fé í kostnaðarsamar rann- sóknir ef óvissa ríkir um vilja heimamanna til stóriðju. Þetta kom fram á hádegisfundi á Fiðlaranum í gær þar sem leitað var svara við því hvort stóðiðja væri hluti af framtíðarsýn Eyfirðinga. Iðnaðarráðherra telur Eyjafjörð ákjósanlegan stað fyrir stóriðju og er Dysnes í Amameshreppi þar hag- kvæmasti kosturinn að hans mati. Þar hafa á síðasta rúma áratug far- ið fram umfangsmiklar rannsóknir á ýmsum sviðum og miklu fé ogtíma til þeirra varið. Á tímabilinu 1990 til 1994 varði ríkið 18 milljónum króna til umhverfisrannsókna og lóðaathugana á Dysnesi en þó liggur enn ekkert fyrir hvort möguleiki er á að þar rísi stóriðja. Finnur sagði það sitt mat að Árskógsströnd væri lakari kostur undir stóriðju en Dysnes og sagði að ríkið myndi ekki leggja út í kostnaðarsamar rannsóknir víðar í Eyjafirði, en áætlað væri að um 15 milljónir króna kostaði að gera nauðsynlegar rannsóknir á Ár- skógsströnd. Ef vilji heimamanna væri ótvíræður yrðu sveitarfélögin að koma sterkar inn í málið og taka þátt í kostnaði á móti ríkinu. Kæmi síðar í Ijós að heimamenn væru ekki tilbúnir að taka við stóriðju í sinni heimabyggð yrðu sveitarfélög- in að greiða ríkinu til baka þann kostnað sem lagt hefði verið í vegna rannsókna. Myndi ijúfa stöðnun Ingi Bjömsson, framkvæmda- stjóri Slippstöðvarinnar, komst að þeirri niðurstöðu að stóriðja hefði afgerandi áhrif á mannafla og vinnumarkað í Eyjafirði, en myndi ekki raska um of því atvinnu- mynstri sem fyrir væri og myndi ijúfa þá stöðnun sem verið hefði á því sviði undanfarin ár. Fram kom í máli hans að ef 200 þúsund tonna álver risi á svæðinu mætti gera ráð fyrir að íbúum myndi fjölga um 2.600. Þá taldi hann ekki ástæðu til að óttast alvarlega félagslega röskun í kjölfar stóriðju. Sinubruni úr böndunum Morgunblaðið/Kristján PLÖNTUR skenundust í sinubruna við bæinn Hlé- berg í Eyjafjarðarsveit eftir hádegi í gær. Verið var að brenna hálm af akri þegar vindátt breytt- ist skyndilega en við það fór allt úr böndunum og einn maður sem var a ð brenna sinuna réð ekki við neitt. Kallað var eftir aðstoð Slökkviliðs Akur- eyrar og gekk vel að slökkva eldinn eftir að hjálp barst. Viðurkennir bótaskyldu TRYGGINGARFÉLAG græn- lenska togarans Nataarnaq, Polar Insurance, hefur viðurkennt bóta- skyldu og samþykkt að greiða áætlaðan viðgerðarkostnað vegna tjóns sem varð á slippkantinum við Slippstöðina á Akureyri um miðjan febrúar sl., samtals 13,2 milljónir króna. Fylling grófst undan stálþili á 20-30 metra kafla og við það rann fylling innan við þilið út í sjó með þeim afleiðingum að þekja bryggj- unnar féll niður. Talið er að atvikið hafi átt sér stað er verið var að prufukeyra vél og skrúfubúnað grænlenska togarans við slippkant- inn. Guðmundur Sigurbjömsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norður- lands, segir stefnt að því að ráðast í viðgerð á slippkantinum hið fyrsta. Hann sagði að starfsmenn hafnar- innar myndu sjá um framkvæmd verksins en fá til liðs við sig aðila í gegnum tilboð, til að sjá um ákveðna verkþætti. Metþátttaka á Hængsmóti HÆNGSMÓTIÐ, hið árlega íþróttamót fatlaðra sem Lionsklúb burinn Hængur stendur að, verður sett í íþróttahöllinni á Akureyri í dag kl. 16. Yfir 230 keppendur frá 14 félögum víðs vegar af landinu eru skráðir til leiks og er þetta stærsta og fjölmennasta Hængs- mótið til þessa. Keppt er í fjórum greinum, bocc- ía, bæði einstaklings- og sveita- keppni, bogfimi, borðtennis og lyft- ingum. Keppni hefst að lokinni setn- ingarathöfn í dag og verður fram- haldið á morgun og á laugardag. Mótinu lýkur svo með lokahófi í íþróttahöllinni á laugardagskvöld. Vegna hinnar miklu þátttöku fer keppni í bogfimi fram í íþróttahús- inu á Hrafnagili á laugardag. Hreinsa rusl í bænum MEMENDUR í þriðja bekk Mennta- skólans á Akureyri ætla að hreinsa rusl í bænum dagana 2. og 3. maí. Auk þess sem þetta framtak þriðju bekkinga er í þágu umhveris- mála og fegrunar bæjarins, hafa þeir safnað áheitum hjá fyrirtækj- um á Akureyri síðustu daga sem renna mun í ferðsjóð þeirra. Tónlistarmark- aðnum að ljúka MIKIL aðsókn hefur verið að stóra tónlistarmarkaðnum á Akureyri, en honum lýkur um helgina. Á markaðnum eru yfir 10 þúsund titlar af geisladiskum, myndbönd- um, kassettum og tölvuleikjum á markaðsverði. Markaðurinn er til húsa í Hafnarstræti 95. Sérstök lokatilboð verða í gangi um helgina. Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Kyrrðar- og bænastund í Grenivíkurkirkju sunnudaginn 4. maí kl. 21. Messað verður í Kaupvangs- kirkju í Eyjafjarðarsveit kl. 13.30 á sunnudag, 4. maí og á Kristnes- spítala kl. 15 sama dag. Vortónleikar blásaradeildar NEMENDUR blásaradeildar Tón- listarskólans á Akureyri flytja fjöl- breytta dagskrá á tónleikum i Gler- árkirkju á laugardag, 3. maí kl. 16. Fram koma fjórar hljómsveitir. Jón Halldór Finnsson stjórnar eldri sveit, en hún er skipuð nemendum á blásturs- og slagverkshljóðfæri sem lengst eru komnir i námi. Sveinn Sigurbjörnsson stjórnar yngri sveit, en blokkflautusveit skólans og hópurinn Blokkó eru undir stjórn Jacqueline FitzGibbon. Aðalfundur Sögufélags AÐALFUNDUR Sögufélags Ey- firðinga verður haldinn í lestrarsal Amtsbókasafnsins 2. maí, kl. 20.30. Gengið er inn að vestan. Að loknum venjulegum aðalfund- arstörfum flytur Unnur Karlsdóttir sagnfræðingur erindi. Jón sýnir á Kaffi Karólínu JÓN Laxdal Halldórsson opnar sýn- ingu á Kaffi Karólínu 3. mai. Jón hefur fengist við svonefnt „collage" eða klippimyndir og jafn- an leitað fanga í prentuðu máli, dagblöðum, bókum og því um líku. Á sýningunni nú eru mest handunn- ir dúkar. Tónleikar í MA DANSKA tríóið Bazar heldur tón- leika í Hólum, sal Menntaskólans á Akureyri í kvöld, fimmtudaginn 1. maí kl. 21.00. „Súper" framhald! Síöustu 5 kilóin fjúka. Meira aöhald og erfiöari tímar. mmmim HGUSTU & HHHFNS SKEIFAN 7 III REVKJAVÍK S. 533-3355 njóta sín betur í sólinni! sandala og sumarkjóla er að ganga í garð. Húerrétti tímlnn tll að gera slg klára fyrlr sumarið og fara á árangursríkt og skemmtilegt fitubrennslunámskeið hjá Stúdíói Ágústu og Hrafns. HJóttu þín í sumar! VátW 8-vikna frfcubrennslu- námskeið: • Þjálfun 3-5x I viku • Fræðslu- og kynningarfundur • FltumæBngar og vlgtun • Uppskrlftabókin „Léltír réttir“ 150 frttoærar uppskrittir • Nýr upplýsingabseklingur: „í forml tíl framtíðar" • Mjög mitóð aöhakl • Vinntngar dregnirút f hverri viku • Fritt 3ja mán. kort fyrir 5 heppnar og samviskusamar Kvöldhópar Daghópur Morgunhópur Framhaldshópur Bamagæsla Hefst 5. maí Blóm: Blómaval Sundbolir: Útlllf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.