Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 45
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1997 45 Vinnutap vegna verkfalla á íslandi 1960-1996 Vinnutap vegna verkfalla: ísland og V-Evrópa 1961-1990 2.078 ^Verkfallsdagar á hverja 1000 starfandi: Fimm ára meðaltöl 2000“ 1500 1000 Mynd 2 1.762 ISLAND 1.208 1.007 Meðaltal 14 landa Meðaltal 4 648 Norðurlanda II 1 Jlll SAMANBU RÐARLÖND Austurriki Frakkland Spánn Belgía Holland Svíþjóð Bretland íriand Sviss Danmörk ítalia Þýskaland Finnland Noregur Italía 1.064 Bretland Finnland 596 ' 118 114S 1 li Heimild: ILO-Yearbook of Labour Statistics, Kjararannsóknanefnd 09 Þjóðhagsstofnun úr 1980 eru nokkrar, og stafa þær flestar af auknum þrýstingi eftir betri árangri í atvinnulífi iðnríkj- anna. Það sem skapaði þrýstinginn var m.a. hægari hagvöxtur eftir 1973, aukið atvinnuleysi, aukinn verðbólguvandi, fjárhagsvandi vel- ferðarríkisins, og aukin alþjóðavæð- ing sem leitt hefur til mjög aukinnar samkeppni á heimsmarkaði. Þá hef- ur einnig orðið breyting á hugarfari stjórnenda atvinnulífsins með út- breiðslu nýrra hugmynda um stjórn- un (fyrirmyndir japanska vinnu- skipulagsins, hugmyndir um gæða- stjórnun, endurskipulagningu rekstrar og nýsköpun, árangurs- stjórnun og almennar hugmyndir um virka nýtingu mannauðsins sem býr í starfsfólki - hugmyndir sem kallað- ar eru “Human Resource Manage- ment“ á ensku). Hinar nýju stjórnunar- og skipu- lagshugmyndir eru í reynd öndverð- ar við gömlu aðferðirnar sem kölluðu fram það sjónarmið launþegasam- taka að ekkert gæti dugað í kjara- baráttu nema mikil uppsöfnun sam- takavalds til að tuska atvinnurek- endur til hlýðni. Hin nýja stjórnspeki felur í sér að stjórnendur þurfa eink- um að virkja alla starfsmenn til já- kvæðrar þátttöku í því samvinnu- verkefni að bæta árangur fyrirtækis- ins/starfseminnar, með bættum að- ferðum, nýsköpun, aukinni vand- virkni og útsjónarsemi. Nýta þarf sköpunarmátt hvers og eins starfs- manna og skapa þróttmikla og sam- stillta liðsheild. í slíku starfsum- hverfi er ekkert rúm fyrir nakta kúgun eða fjandskap, eins og tíðkað- ist á 19. öld. Umbunarkerfið þarf einnig að tengjast árangri í starf- seminni, 0g þvi er eðlilegast að það sé klæðskerasniðið að þörfum vinnu- staðarins eða fyrirtækisins í mun meiri mæli en tíðkast í skipulagi heildarsamninga. Óskir um árang- ursmat, sveigjanleika og valddreif- ingu verða þannig forsendur fyrir auknu hlutverki vinnustaðasamn- inga. En hvernig er farsælast að slíkir vinnustaðasamningar tengist samningum heildarsamtaka á vinnu- markaði? Skoðum ólík dæmi um aðstæður fyrir útfærslur vinnustaða- samninga i nágrannalöndunum (sjá skýringarmynd 1). Styrkur launþegahreyfingar og samstillingarskipan (virkni vinnu- markaðsstofnana í samþættingu og miðlun andstæðra hagsmuna) skipta höfuðmáli fyrir möguleika á farsælli útfærslu vinnustaðasamninga. Þeg- ar þessum tveimur þáttum vinnu- markaðarins er teflt saman má flokka nágrannalöndin í 4 ólík skipu- lagsform, sem hafa mismunandi áhrif á virkni vinnustaðasamninga (styrkur launþegahreyfingar á vinstri ás og samstillingarskipan á hægri ás). A Bretlandi og Ítalíu er sterk launþegahreyfing en skipulag vinnumark- aðarins þar hefur ekki þótt vel til þess fallið að miðla farsællega milli ólíkra hagsmuna. Kjara- samningum þar er lýst sem „óstöðugum heildar- samningum" (nr. I á skýr- ingar- myndinni) því skæruverkföll eru tíð og samningar ekki nægilega haldbærir. Þar er ekki mikið um jákvæð formleg samráð aðilanna og stjórnvalda að ræða, átök eru tiltölulega mikil og útfærsla vinnustaða- samninga á síðustu árum hefur í Bretlandi tengst hörðum átökum milli launþegahreyfíngar og ríkisvaldsins, þar sem rík- isvaldið fór að stærstum hluta með sigur af hólmi. Eftir stóð launþegahreyfing í sárum og sundurtætt samningakerfi, sem erfitt er að spá fyrir um hvernig muni þróast. Lítið má út af bera til að skæruverkföll verði ekki að stóru vandamáli í Bretlandi, en slík átök hafa verið frekar algeng þar á liðn- um árum. Útfærsla og aukning vinnustaðasamninga á Bretlandi og Ítalíu hefur þannig verið gerð með frekar lítilli samvinnu við heildar- samtök launþega, og því að mestu að frumkvæði atvinnurekenda. Þess vegna er hætt við að grundvöllur stöðugleika í þessum löndum geti verið ótraustur á næstu árum. Á írlandi er skipulagið áþekkt því enska en heldur stöðugra þó, enda hafa stjórnvöld þar ekki tekið á laun- þegahreyfmgunni á svipaðan hátt og var í Bretlandi. Þar sem launþegahreyfingin er veik samhliða því að samráðsskipan virkar illa (nr. II á skýringarmynd- inni), eins og í Frakklandi, Spáni og Portúgal, hefði mátt ætla að at- vinnurekendur gætu haft frjálsar hendur með að auka vægi vinnu- staðasamninga, óheftir af forystu launþegahreyfingarinnar. Svo hefur og verið, en hins vegar hafa bæði forystumenn atvinnurekenda og rík- isvalds þar ítrekað séð ástæður til að stuðla að heildstæðum samráðum milli vinnumarkaðsaðilanna sam- hliða vinnustaðasamningunum. Þar sem hinar nýju stjórnunarhugmyndir byggja í svo miklum mæli á sam- stöðu innan vinnustaða óttast menn í reynd að launþegar leggi ekki nægilega mikið til starfseminnar ef þeir tortryggja atvinnurekendur og vantreysta þeim. Stuðn- ingur starfsliðs af þeim bakhjarli sem landssam- tök launþegafélaga eru eykur því traustið sem vinnustaðasamningar þurfa að byggja á. í Bandaríkjunum og Japan hafa vinnumark- aðir lengi verið óbundn- ari af áhrifum heild- stæðrar launþegahreyf- ingar en almennt er í Evrópu. Þar hafa at- vinnurekendur, einkum í stærri fyrirtækjum, haft mótandi frumkvæði í þróun vinnustaðaskipu- lagsins. í stærri fyrir- tækjum geta vinnu- staðafélög starfsmanna orðið öflugri en tíðkast í smærri fyrirtækjum. Fjölmörg dæmi eru auð- vitað um farsæla virkni slíkra vinnustaðasamninga og góðan árangur í framleiðni og kjarabótum. Japönsku vinnustaðasamningarnir eru einmitt góð dæmi þar um og mörgum fyrirmyndir á Vesturlönd- um. Gallinn við þessar útfærslur vinnustaðasamninga í Bandaríkjun- um og Japan, óháð heildarsamtök- um launþega, er sá að staða laun- þegans getur orðið mjög veik gagn- vart atvinnurekandanum. Sérstök menning Japana gerir þetta ásætt- anlegt meðal almennings þar í landi en ólíklegt er að íbúar Norðurland- anna myndu sætta sig við slíka stöðu nú á dögum. Að öðru jöfnu er þó staða launþega sterkari hjá stærri fyrirtækjum í báðum þessum löndum og þar virkar skipulagið jafnframt betur. Hinir sem starfa í smærri fyrirtækjum eða eru á útk- annti vinnumarkaðarins hafa hins vegar oft lítt álitlega stöðu í þessum löndum og geta orðið uppspretta óstöðugleika og átaka. Á Norðurlöndum og í Þýskalandi fer saman sterk launþegahreyfing og sterk samstillingarskipan, sem auðkenna má með því að þar hafi ríkt „víðtæk og stöðug samráðsskip- an“ (nr. III. á skýringarmyndinni). Bæði í Danmörku og Svíþjóð hefur vinnustaðaskipulagið sótt mjög á síðasta áratuginn, meira þó í Dan- mörku. Þrátt fyrir nokkur aðlögun- arvandamál í Svíþjóð virðist stefnan þar ótvírætt á áframhaldandi út- færslu vinnustaðasamninga. í Nor- egi og Finnlandi hefur sömu þróunar gætt, en þó heldur í minni mæli. í Þýskalandi, sem lengi hefur búið við mjög formfast skipulag á vinnu- markaði, hefur tekist mjög vel að samræma vinnustaðasamninga við virkt hlutverk heildarsamtaka á vinnumarkaði. Vinnuveitendur í Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi sjá sér þannig almennt mikinn hag af samræmingarhlutverki heildar- samtaka, sem og af virkri þátttöku í stefnumótun stjórnvalda sem víð- tækt samráðskerfi veitir, og leitast því við að útfæra vinnustaðasamn- ingana innan ramma fyrirliggjandi skipulags í stað þess að reyna að sniðganga það eða bijóta niður eins og gerðist að hluta til í Bretlandi. í Belgíu, Hollandi og Sviss er launþegahreyfing veik fyrir, en rík- isvaldið hefur hins vegar beitt sér Fjögur ólík skipulagsform vinnumarkaðar Skýringar- mynd 1: Veik samstillingarskipan Sterk samstillingarskipan I. Óstöðugir heildarsamningar III. Víðtæk og stöðug samráðsskipan Sterk launþega- hreyfing Bretland (talía írland Svíþjóð Noregur Danmörk Finnland ÍSLAND Þýskaland Austurríki II. Áhrifalítil launþegahreyfing IV. Stöðug samráðsskipan, stýrð Veik launþega- hreyfing Frakkland Spánn Portúgal Belgía Holland Sviss fyrir virkum samráðum við aðila vinnumarkaðarins. Þar hefur sömu- leiðis tekist ágætlega að útfæra vinnustaðasamninga að fyrirliggj- andi háttum á vinnumarkaði, án röskunar á vinnufriði. Niðurstaðan af þessu yfirliti er ' sú, að útfærsla vinnustaðasamninga er ekki aðeins möguleg án þess að raska stöðu heildarsamtaka heldur virðist hún jafnvel hafa gengið betur í löndum þar sem launþegahreyfing er sterk og samráðsskipan heildar- samtaka virk. V. Tímamót á íslenskum vinnumarkaði íslenskur vinnumarkaðar hefur um áratugaskeið verið fastur í öng- stræti lágra launa, langs vinnutíma og lítillar framleiðni á vinnustöðum. Samanborið við nágrannalöndin eru skipulag og samskipti á íslenska vinnumarkaðinum mjög miðstýrð og átök hafa verið mun meiri en meðal annarra Evrópuþjóða, og svo er enn. ítrekaðar tilraunir til að bijótast út úr þessum ógöngum leiddu á áttunda og níunda áratugnum einungis til óðaverðbólgu og óstöðugleika, vegna þess að ekki fóru saman kauphækk- anir og aðgerðir til framleiðniaukn- ingar. Með þjóðarsáttarsamningunum 1990 sýndu forystuaðilar vinnu- markaðarins, beggja vegna borðsins, að þeir höfðu dregið réttar ályktanir af vandanum á vinnumarkaðinum og leituðu nýrra leiða. í þeim kjara- . samningum sem nú liggja fyrir er samið um verulegar kauphækkanir til óvenju langs tíma, sem þó ættu ekki að stefna stöðugleikanum í mikla hættu, vegna þess góðæris sem nú ríkir í þjóðarbúskapnum. Líkur eru á að kaupmáttaraukning tímabilsins frá 1995 til 2000 verði meiri og haldbærari en orðið hefur í áratugi. í því felast merk tímamót. Að auki er í þessum kjarasamn- ingum farið inn á nýja braut með útfærslu vinnustaða- eða fýrirtækja- samninga. Þar er með formlegum hætti stefnt að því að tengja kjara- bætur við hagræðingaraðgerðir á vinnustöðum. Sú leið er til þess fall- in að ijúfa vítahring lágra launa og lítillar framleiðni á komandi árum. í henni felast því einnig mjög merk tímamót. Fyrirtækjasamningar tóku að breiðast út á evrópskum vinnumörk- uðum um og uppúr 1980. Reynslan þar sýnir að framleiðni hefur aukist og úr verkfallsátökum hefur dregið á sama tíma. Best hefur tekist til um útfærslu fyrirtækjasamninganna þar sem heildarsamtökin eru sterk og samráð þeirra í millum virk, svo sem í Danmörku, Þýskalandi og Svíþjóð. Fyrirtækjasamningar geta því fallið vel að virku, en breyttu, hlutverki heildarsamtaka og sam- ráðskerfa þeirra. Án efa hefur þessi stefnubreyting styrkt stöðu viðkom- andi landa í heimi sívaxandi sam- keppni. Launþegafélög hér á landi hafa því enga ástæðu til að óttast útbreiðslu þeirri, hvorki á almennum vinnumarkaði né hjá hinu opinbera. I reynd skapa vinnustaðasamningar kjörin tækifæri fyrir launþegahreyf- inguna til þess að gæða hana nýju lífi með eflingu trúnaðarmannakerf- is og auknum tengslum við vinnu- staði. Atvinnurekendur fá hins vegar aukið svigrúm til þess að beita hinum nýju stjórnunaraðferðum sem uppi eru í nágrannalöndunum. Fyrirtækjasamningar endur- spegla þannig nýja og álitlegri stjórnunar- og samskiptahætti á vinnustöðum sem eru líklegir til að færa bæði launþegum og eigendum atvinnufyrirtækja aukna hagsæld á komandi árum. Vegna þess miðstýrða skipulags og viðvarandi vítahrings mikilla átaka og ófullnægjandi árangurs sem ríkt hefur á íslenskum vinnu- markaði eru fyrirtækjasamningar sérstaklega tímabærir á íslandi. Að öllu samanlögðu má því ætla að þegar fram líða stundir muni fyrir- tækjasamningarnir 1997 teljast meiri tímamótasamningar en þjóð- arsáttarsamningarnir frá 1990. Höfundur er prófessor við Háskóla íslands og forstöðumaður Félagsvísindastofnunar háskólans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.