Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDÁGUR 1. MAÍ 1997 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT Á ÍSLENSKUM VINNUMARKAÐI í GREIN þessari er fjallað um megineinkenni þróun- ar á vinnumörkuðum í Evrópu á síðustu áratug- um og reynt að gera nokkra grein fyrir því, með fjölþjóðlegum sam- anburði, hvar Islendingar eru á vegi staddir í þróun nútímalegs vinnumarkað- ar. Fjjallað verður einkum um skipulag, átök og árangur í samskiptum aðilanna á vinnumarkaði. I. Langtímaþróun skipulags og átaka á vinnumarkaði á Vesturlöndum Þróun launþegahreyfíngar og sam- skipta á vestrænum vinnumörkuðum % fram að eftirstríðsárunum mótaðist einkum af sjónarmiðum sem skutu rótum á 19. öld. Frá sjónarhóli laun- þega höfðu atvinnurekendur 19. ald- arinnar alla yfirburði í samskiptum við launþega því framboð vinnuafls var nægt og forræði atvinnurekenda yfír atvinnulífínu og vinnutækifærun- um algert. Þeir gátu skammtað mönnum Igor og tækifæri eftir eigin hagsmunasjónarmiðum eða geðþótta. Skilningur launþega var því sá, að fyrir atvinnurekendum gæti ekkert v annað vakað en að fá vinnuaflið sem ódýrast og að geta fengið sem mest vinnumagn út úr því. Viðbrögð launþega voru að beita því eina afli sem þeim var tiltækt, samtakamættinum, og freista þess að bæta þannig samningsaðstöðuna og kjörin. Nýting samtakamáttarins byggði á þeirri hugmynd að þeim mun stærri hluta launþega sem tæk- ist að fylkja undir merki launþega- hreyfingar þvi meira yrði aflið sem hægt væri að beita atvinnurekendur í samningum. Best væri þannig að koma á legg heildarsamtökum laun- þega, alþýðusamtökum, og stefna á heildarsamninga. í tengslum við bar- áttuna fyrir samningaréttinum kom viðast til mikilla átaka, þó það væri *■ auðvitað misjafnt eftir löndum. Að fengnum samningsrétti tóku samtök verkafólks viðast að beijast af nokk- urri hörku fyrir bættum kjörum. Þetta endurspeglaðist í tíðum verk- föllum víðast á Vesturlöndum á fyrri hluta þessarar aldar, og allt fram á eftirstríðsárin. Þá tók við mikið og langvarandi góðærisskeið (1950- 1973) sem skilaði sér í stórlega aukn- um kaupmætti vinnandi fólks og bættum hag. Samhliða því dró úr átökum og upp úr 1960 voru víðkunn- ir vinnumarkaðssérfræðingar famir að spá því að senn myndu verkföll heyra sögunni til. Undir lok sjöunda áratugarins juk- ust verkföll hins vegar víða á ný. Upp úr 1970 varð í mörgum löndum vart aukinnar verðbólgu og vaxandi útgjaldavanda ríkisstjóma. Þegar saman við það fóru auknar efnahags- þrengingar í kjölfar olíuverðshækk- unarinnar miklu 1973 tók atvinnu- leysi að aukast svo um munaði. Þetta setti aukinn þrýsting á samskipti aðilanna á vinnumarkaði og jók hörk- una. Ríkisstjómir sáu víðast hvað ástæðu til að blanda sér í samskiptin á vinnumarkaði til að greiða fyrir friðsamlegum lausnum, og til að halda aftur af verðbólguþrýstingi. Framlag ríkisstjóma fólst ýmist i því að veita leiðsögn fyrir kjarasamninga með hóflegum samningum við opin- bera starfsmenn (sem víða höfðu í fyrstu engan eða takmarkaðan verk- fallsrétt), eða með því að halda aftur af launahækkunum með hækkun hinna „félagslegu launa“ (aukningu velferðarréttinda og félagslegrar » þjónustu). Á áttunda áratugnum urðu kjarasamningar í mörgum vestrænum löndum þannig mun pólitískari en áður var, og fólu í vaxandi mæli í sér beina aðild samtaka vinnumark- aðarins (launþega og atvinnurekenda) að stefnumótun og lög- gjafarvaldi í þjóðfé- laginu. Þetta var gjaman kallað þrí- hliða samningar, eða ný-samráðsskipan (neo- corporatism). Slík samráðsskipan náði mestri út- breiðslu þar sem launþegahreyfingin var sterk (t.d. á Norðurlöndum, í Þýskalandi og Aust- urríki). í reynd má segja að þessi nýja samráðsskipan hafi falið í sér hámarkshlutverk og hámarksáhrif heildarsamtaka á vinnumarkaði, ígildi ráðherrahlutverks fyrir foiystu- mennina, þó ekki hafi í öllum tilvikum verið sérstaklega sterkt samband milli áhrifa heildarsamtaka og kaup- máttar atvinnutekna launafólks. Um og uppúr 1980 varð hins veg- ar víða mikil stefnubreyting á vest- rænum vinnumörkuðúm með vaxandi áherslu á valddreifingu, sveigjanleika og vinnustaðasamninga. Það fól í raun í sér endurskoðun á hlutverki heildarsamtaka í samskiptum á vinnumarkaði. En áður en við skoðum þau tímamót nánar er rétt að skoða stöðu íslendinga í þeirri almennu þróun sem að framan var lýst. n. Átök og skipulag á íslenska vinnumarkaðinum Miðstýring hefur verið með mesta móti á íslenskum vinnumarkaði, sam- anborið við nágrannalöndin. Það kemur í senn fram í umfangi aðildar launamanna að launþegafélögum og í hlutverki heildarsamninga á ís- lenska vinnumarkaðinum. A töflu 1 má sjá að þátttaka í launþegafélögum á íslandi er með því mesta sem þekk- ist á Vesturlöndum, og hefur svo verið um langt árabil. Norðurlanda- þjóðimar eru almennt efstar á blaði í þessum efnum og íslendingar og Svíar hafa forystuna. Næst koma Belgía og Austurríki með sitt hvoru megin við_ 50%, þá frændþjóðimar Bretar og írar, svo ítalir og Þjóðverj- ar, og loks reka lestina á þessum lista Hollendingar og Frakkar. Frakkar eru með minni þátttöku í launþega- félögum en Bandaríkjamenn og Jap- anir. Á Norðurlöndum hefur ekki dregið úr aðild að launþegafélögum á síð- ustu ámm, í reynd jókst aðildin hlut- fallslega vegna fjölgunar opinberra starfsmanna allt fram á níunda ára- tuginn. Tafla 1 Hlutfall launþega sem em meðlim- ir í launþegafélögum 1986-91 % ísland ..............;...... 85 Sviþjóð ..................... 84 Danmörk ..................... 75 Noregur ..................... 57 Belgía ...................... 56 Austurríki .................. 47 írland ...................... 44 Bretland .................... 41 Ítalía ...................... 38 Þýskaland ................... 34 Kanada ...................... 33 Sviss ....................... 28 Holland ..................... 28 Japan ....................... 26 Bandaríkin .................. 16 Frakkland ................... 10 Heimild: J. Visser (1994) og R. Bean (1994). Tölur fyrir Island áætlaðar. Hins vegar hefur dregið lítillega úr aðild að launþegafélögum í Aust- urríki, Þýskalandi og Ítalíu. Mest er þó raunfækkunin hjá Bretum og Imm á 9unda áratugnum. Einnig hefur fækkað hjá Hollendingum, Bandaríkjamönnum og Frökkum á síðustu áram. Tafla 2 Þátttaka starfsmanna í einkageira í launþegafélögum og gildi kjara- samninga þeirra Þátttaka Notkun í iaunþ.fél. heildarsam. Svíþjóð 81 83 Þýskaland 31 81 Holland 19 71 Frakkland 8 91 Spánn 9 68 Bretland 37 47 USA 15 18 Japan 23 23 Heimild: J. Visser (1994). Aðild að launþegafélögum segir þó ekki alla söguna um áhrif heild- arsamtaka á vinnumarkaði. í töflu 2 má sjá aðra vísbendingu, en það er umfang starfsmanna í einkageira sem taka laun samkvæmt kjara- samningum launþegafélaganna. Sums staðar þar sem aðild að laun- þegafélögum er lítil taka þó umtals- vert fleiri laun samkvæmt kjara- samningum þeirra, t.d. í Frakklandi, Hollandi og á Spáni. Svíþjóð sýnir hvemig ástandið í þessu efni er að mestu leyti á Norð- urlöndum. Þó ekki liggi fyrir sam- bærilegar tölur frá íslandi er allt sem bendir til þess að nær allir launþeg- ar á almennum markaði hér taki laun samkvæmt heildarsamningum. Um langt árabil hefur tíðkast að láta kjarasamning ASÍ og VSÍ skil- greina rammann um mögulega kja- rasamninga í ppinbera geiranum. í reynd hafa ASÍ og VSÍ þannig sam- ið fyrir lang flesta launþega á ís- lenska vinnumarkaðinum á síðustu áratugum. Sérstaklega athyglisvert er í hve miklum mæli hin fámenna launþega- hreyfing Frakka og Spánveija nær að leggja fyrirmyndir að kjarasamn- ingum fyrir stóran hluta almennra launþega í þeirra löndum. í Banda- ríkjunum og Japan eru það hins vegar í báðum tilvikum fáir sem em í launþegahreyfingum og sem taka laun samkvæmt samningum þeirra. Þar em fyrirtækjasamningar gerðir í meiri mæli óháð heildarsamtökum launþega en víða tíðkast í Evrópu. Þegar allt er saman tekið virðist ljóst að íslenski vinnumarkaðurinn einkennist að mjög miklu leyti af miðstýrðri heildarhyggju, þ.e. mikl- um áhrifum heildarsamtaka atvinnu- rekenda og launþega, og mjög víð- tækri notkun heildarsamninga, sem þó rúma oft frávik í formi sérkjara- samninga einstakra stéttarfélaga. En hvernig hefur sú skipan vinnu- markaðarins tengst átökum og ár- angri samanborið við nágrannalönd- in?_ Á myndum 1 og 2 má sjá yfirlit um þróun átaka á íslenska vinnu- markaðinum frá 1960 til 1996, eins og það birtist í vinnutapi vegna verk- falla á hvert þúsund vinnandi manna. í reynd má lesa hluta af sögu efnahags- og stjómmála á tímabilinu út úr mynd 1. Almennt sýnir myndin að umfang vinnutaps vegna verkfalla hefur minnkað umtalsvert á seinni hluta tímabilsins. Á fyrri hlutanum vom víðtæk verkföll (allsheijarverkföll) algeng, strax í upphafi Viðreisnar- áratugarins (í kjölfar mikilla gengis- fellinga og kjaraskerðinga) og síðan í kjölfar kjarakreppunnar sem fylgdi Hver eru megineinkenni þróunar á vinnumörk- uðum Evrópu? Stefán — —— Olafsson fer ofan í sauma á því efni og gerir grein fyrir því hvar íslendingar eru staddir í þróun til nútímalegs vinnumarkaðar. hmni síldarstofnsins eftir 1967. At- hyglisvert friðartímabil er frá 1971 til 1974, en þá sat vinstri ríkis- stjórn, sem launþegahreyfingin virð- ist hafa haft velþóknun á, en auk þess hækkaði kaup umtalsvert á þeim tíma. Verðbólga jókst hins veg- ar stórlega í kjölfarið, einkum eftir að harðnaði á dalnum í efnahagslíf- inu eftir 1973. Fram að ni'unda áratugnum var ASÍ yfirleitt mest afgerandi í verk- fallsátökum. Eftir 1980 dró hins vegar mjög úr beitingu stórra verk- falla að hálfu ASÍ. Stærstu toppana í vinnutapinu eftir 1980 má rekja til verkfallsaðgerða að hálfu opin- berra starfsmanna (BSRB 1984 og kennara 1995), en einnig voru far- menn og sjómenn nokkuð í verkföll- um ásamt minni starfshópum. Þessi aukna þátttaka opinberra starfs- manna í kjarabaráttu með verkföll- um hér á landi á sér einnig samsvör- un í nágrannalöndunum, og byijaði þar reyndar nokkru fyrr þó ekki hafi hún víða verið jafn víðtæk og hér á landi. Á heildina litið hefur því verulega dregið úr vinnutapi vegna verkfalla ASI á síðustu tæpum tveimur ára- tugum, um leið og opinberir starfs- menn hafa orðið mikilvirkari í slíkri baráttu. En hvernig koma íslending- ar út úr samanburði á umfangi verk- fallsátaka samanborið við nágranna- löndin á þessu tímabili. Það má sjá á mynd 2. Sýnd eru 5 ára meðaltöl verkfalls- daga á hvert þúsund vinnandi manna á Islandi, samsvarandi meðaltal fyr- ir 14 Evrópulönd, samsvarandi með- altal fyrir Norðurlöndin að íslandi undanskildu, en auk þess er sýnd útkoman fyrir þau lönd sem versta útkomu hafa ásamt með íslandi, en það em Ítalía, Bretland og Finnland. Vinnutapið vegna verkfalla á íslandi á sjöunda áratugnum (1961-70) var ekki í nokkru samræmi við það sem tíðkaðist í Evrópu almennt á þeim tíma, einmitt þegar menn vom farn- ir að spá því að verkföll fæm senn að heyra sögunni til. Þrátt fyrir umtalsverða fækkun verkfallsdaga hér á landi á síðustu ámm em íslend- ingar samt með rúmlega þrisvar sinnum meira hlutfallslegt vinnutap en Evrópuþjóðimar 14 og meira en helmingi meira tap en frændþjóðirn- ar á Norðurlöndum 1986-90. (Meðal- tal íslendinga 1991- 1995 er ívið hærra en meðaltalið fyrir 1986-90, einkum vegna kennaraverkfallsins 1995.) Italir, sem ásamt Bretum og Finnum eru frægir fyrir verkfalla- vandamál sín, hafa dregið mun meira úr verkfallsátökum sínum en Islendingar á níunda áratugnum. Finnar vom einnig með minni verk- fallsátök en íslendingar 1986-90. Þær þjóðir sem mestan frið hafa almennt haft á vinnumarkaði á síð- ustu áratugum eru Þjóðvetjar, Svíar, Norðmenn, Danir, Austurríkismenn, Svisslendingar, Belgar og Hollend- ingar. Stefán Ólafsson Niðurstaðan er því sú, að beiting verkfallsvopnsins hefur verið miklu víðtækari hér en í öðrum Evrópu- löndum. Þó ástandið hafi mikið batn- að á síðustu tveimur áratugum eru íslendingar samt enn með mun meira vinnutap vegna verkfalia en nágrannaþjóðirnar. En hvernig hef- ur þetta tengst árangri í kjaramál- um? III. Árangur í kjaramálum Rannsóknir hafa sýnt að íslend- ingar hafa um langt árabil búið við tiltölulega lágt grunnkaup og langan vinnutíma miðað við það sem tíðkast meðal álíka hagsælla þjóða. Hvom tveggja, hækkun grunnkaups og stytting vinnutíma, eru meðal elstu markmiða á umbótalistum verka- lýðsfélaga á Vesturlöndum. Almenn- ingur á íslandi hefur þó komist tii þokkalegra lífskjara þrátt fyrir þennan laka árangur hinnar miklu kjarabaráttu sem fram hefur farið með verkfallsátökum hér á landi frá 1960, einkum fyrir tilstilli mikillar vinnu (tvær fyrirvinnur og langur vinnutími karla) og hóflegrar skatt- heimtu stjórnvalda, samanborið við nágrannalöndin. Hin hörðu verk- fallsátök sjöunda og áttunda áratug- arins hér á landi skiluðu sér eins og kunnugt er einkum í mikilli verð- bólgu og aukningu opinberra út- gjalda. Mikill samtakamáttur heild- arsamtaka, mikil notkun heildar- samninga og víðtækar verkfallsað- gerðir mjög sterkrar launþegahreyf- ingar voru þess ekki megnugar að ná sambærilegum kjarabótum og systursamtökin náðu í nágranna- löndunum, t.d. á Norðurlöndum. Hetjulegir kjarasamningar með miklum kauphækkunum orsökuðuð einfaldlega verðbólgusprengingar í efnahagslífinu, vegna þess að þeim tengdust engar þær framleiðniauk- andi aðgerðir sem gerðu atvinnulíf- inu kleift að takast á við kostnaðar- aukann. Skipulag og stjórnun íslenska vinnumarkaðarins var einfaldlega í öngstræti sem stóð bæði gegn hags- munum launþega og atvinnurekenda og festi þjóðfélagið í láglaunastefnu, löngum vinnutíma og litilli fram- leiðni atvinnulífsins. Það má færa rök fyrir því, að til að komast inn á farsælli brautir hafi aðilar íslenska vinnumarkaðarins þurft að bijótast út úr þeim hömlum sem heildar- hyggja vinnumarkaðarins setur þeim. Allt bendir til þess að þeim sé einmitt að takast það um þessar mundir. Þjóðarsáttarsamningarnir frá 1990 sýndu að aðilarnir vom búnir að draga réttar ályktanir af biturri reynslu kjarabaráttu liðinna áratuga. Þeir sameinuðust um að freista þess að hafa kauphækkanir það hóflegar að treysta mætti því að kaupmáttaraukningin héldi án þess að stofna efnahagslegum stöð- ugleika í tvísýnu. Það var vissulega stórt framfaraspor og án efa í sam- ræmi við ríkjandi sjónarmið almenn- ings í dag. Gallinn við samningana var hins vegar sá, að þeim fylgdi ekkert sjálfstætt aðhald til hagræð- ingar og framleiðniaukningar í at- vinnulífínu, auk þess sem þröngur rammi heildarsamninganna stóð gegn sveigjanleika I útfærslu árang- urstengdra launakerfa á vinnustöð- um. í yfirstandandi kjarasamningum er hins vegar myndarlega tekið á þessu með hugmyndum um vinnu- staðasamninga eða fyrirtækjasamn- inga. Sú stefna opnar glufur í höml- ur heildarhyggjunnar á vinnumark- aðinum sem geta nýst bæði launþeg- um og atvinnurekendum til mikilla framfara. Sú stefna er ekki sérís- lensk og heldur er ekki sjálfgefið hvernig best er að útfæra hana. í öllum nágrannalöndunum hefur hennar gætt í vaxandi mæli frá því upp úr 1980 og víða hefur hún skil- að miklum árangri, bæði til launþega og fyrirtækja. Tengsl vinnustaða- samninga við heildarskipulag vinnu- markaðarins skiptir höfuðmáli til að útfærslan verði farsæl. Lítum nánar á þróun vinnustaðasamninga í ná- grannalöndunum. IV. Þróun vinnustaðasamninga í nágrannalöndunum Ástæðurnar fyrir vexti vinnu- staðasamninga á Vesturlöndum upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.