Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ■I*. KOLBEINN INGÓLFSSON + Kolbeinn Ing- ólfsson var fæddur í Reykjavík 20. júlí 1935. Hann lést á Landspítalan- um 23. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Ingólfur Ásmundsson, f. 6.7. 1906 á Akureyri, d. 26.6. 1981, og Guð- rún Pálsdóttir, f. 31.7. 1905 í Reykja- vík, d. 18.12. 1986. Systkini Kolbeins eru Edda Ingólfs- dóttir, f. 24.7. 1931, og Þóra Ingólfsdóttir, f. 14.11. 1939, d. 30.10. 1965. Kolbeinn giftist Sesselju 01- afíu Einarsdóttur hinn 8. des- ember 1956, þau skildu árið 1977. Börn þeirra eru: 1) Sig- ríður f. 16.10. 1956, börn henn- ar Kolbeinn Páll Erlingsson, f. 1.9. 1976 ^>g Ásdís Erla Erl- ingsdóttir, f. 4.10. 1982. 2) Þorbjörgj f. 9.8. 1960, börn hennar Olafur Þór Ólafsson, f. 6.6. 1985, ísak Örn Guð- mundsson, f. 5.2. 1990, og Ingi- mundur Guð- mundsson, f. 29.1. 1992. Sambýlis- rnaður Þorbjargar er Guðmundur Óli Ingimundarson. 3) Ingólfur, f. 11.4. 1966, börn hans: Gunnar Elvar, f. 19.6. og Sonja Björk, f. 6.5. 1994. Kona Ingólfs er Steinunn Þorleifs- dóttir. 4) Ingi- björg, f. 25.8. 1967, sonur hennar er Ingólfur Bjarni Kristinsson, f. 11.5. 1888. Sambýlismaður hennar er Hörður Harðarson. Kolbeinn starfaði hjá Eim- skipafélagi íslands, Stangveiði- félagi Reykjavíkur, Sveinbirni Árnasyni hf. í Garði, Optima í Reykjavík og síðast rak hann ásamt syni sínum Ingólfi versl- unina Vesturröst í Reykjavík. Útför Kolbeins fer fram frá Bústaðakirkju á morgun, föstu- dag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Einhver hæsta einkunn, sem hægt er að gefa, þegar huglægt mat er lagt á mannlegt eðli, er að segja einhvem góðan vin og veiðifé- laga. Með góðum vini er yfirleitt átt við mann, sem maður treystir og ber hlýhug til. En þegar vinur er einnig góður veiðifélagi, þá öðl- ast tengslin nýjar víddir. Góðir vin- ir og veiðifélagar eru nefnilega ein- ing í viðhorfi sínu til mannlegra samskipta og alls lífríkis náttúrunn- ar. Þegar góður vinur og veiðifélagi er auk þessa veiðimaður af æðstu gráðu, hefur hann dúxað og þarf því ekki frekari vitnisburðar við. Einn þeirra manna, sem ég get gefið slíka einkunn, er nú allur eft- ir erfiða baráttu við óvæginn sjúk- dóm. Ég átti því láni að fagna að fá að kynnast Kolbeini Ingólfssyni, eða Kolia eins og við- kölluðum hann, þegar ég fór með Einari Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró íslensk framleiðsla Sendum myndalista MOSAIK Hamarslwfði 4 - Reýkjuvik simi: 587 1960-Jax: 587 1986 heitnum Ólafssyni, móðurbróður mínum, í Grímsá fyrir allmörgum árum. Einar frændi kynnti mig þar fyrir Kolla, fyrrverandi tengdasyni sínum. Ég fann strax, að á milli þeirra Einars frænda lágu gamlir og góðir leyniþræðir og fljótlega var ég tekinn í hópinn, sem fullgild- ur, eftir að Kolli hafði, þögull, skannað nýliðann nógu lengi til að getað gengið úr skugga um innviði hans. Þetta varð upphafið að árleg- um veiðitúrum okkar þriggja í Grímsá og Reykjadalsá. Það tók mig töluverðan tíma að kynnast því, hvaða mann Kolli hafði að geyma. Hann var nokkuð léttur í daglegu fasi og kurteis, en hleypti mönnum ógjarnan langt innfyrir skrápinn. Undir honum var hlýr og viðkvæmur tilfinningamaður. I raun var Koili alvörugefinn, nákvæmur og sérstaklega samviskusamur, en kunni ágætlega að veita þessu eðli sínu nauðsynlegt mótvægi með góð- um húmor. I Kolla sá ég ekki bara vin og veiðifélaga, heldur einnig föður frændsystkina minna. Þannig varð samband okkar. í mörgum og löngum veiðitúrum okkar gafst mér stundum tækifæri til að ræða við hann persónuleg og viðkvæm mál. Á þeim stundum varð mér ljóst, hversu mikla ást og hlýhug hann bar til barna sinna og vinarins litla, hans Ragga, þótt hann ætti hann ekki sjálfur, nema tilfinningalega. En Kolli lýsti hugarþeli sínu frekar með atferli en orðum. Þannig var hann. Kolli var afburða stangveiðimað- ur. Hann hafði stundað þá íþrótt frá biautu barnsbeini. Kolli kom víða við í sínum veiðiskap og stund- aði bæði vötn og ár. Það væri efni- viður í heila bók að rekja allan fer- il hans í þeim efnum, en þegar ég kynnist Kolla, er hann löngu orðinn þekktur fyrir færni sína og kunn- áttu. Að öðrum ólöstuðum tel ég H H H H H H H H H H Öl Erfídrykkjur Simi S62 0200 IIIIIIIXI H H H H H H H H H H JÖ > lÖtANLfó 1. mai í og útifundur Reykjavík Safnast verður saman við Hlemm kl. 13.30. Gangan leggur af stað kl. 14.00, Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika fyrir göngu. Útifundur verður á Ingólfstorgi. Aðalræðumenn dagsins verða Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ og Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. Ávarp flytur Drífa Snædal, formaður Iðnnemasambands íslands. Bubbi Morthens flytur nokkur lög milli atriða. í lok fundar mun sönghópur úr kór Trésmiðafélags Reykjavíkur syngja nokkur lög. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja. Iðnnemasamband íslands. Kennarasamband íslands. Kolla hafa verið með allra_ bestu stangveiðimönnum landsins. í veiði- mennsku lagði Kolli meira uppúr gæðum en magni. Hann átti ekki til græðgi. Hann sýndi allri náttúr- unni ávallt tilhlýðilega virðingu og umgekkst hana af nærgætni. Það var öllum bæði lærdómsríkt og ánægjulegt að fylgjast með Kolla, þegar hann var að þreyta og síðar landa stærstu löxum ársins úr Grímsá þijú ár í röð. Og það jafnvel í kolniðamyrkri með aðstoð bílljósa. Þannig sló hann met, ár eftir ár, án þess að gera það að umtalsefni að fyrra bragði. En Kolli átti líka sitt skuggatíma- bil. Hann kvaddi Bakkus endanlega um páskaleytið fyrir um fimmtán árum. Þá höfðu þeir félagar stundað veiðar saman í mörg ár. Félags- skapur þeirra tveggja hafði áður lagt hjónaband Kolla og frænku minnar í rúst nokkrum árum áður. Kolli kvæntist ekki aftur. Hann tók sig sjálfur á og losaði sig undan Bakkusi, án aðstoðar. Og féll ekki aftur, svo ég vissi til, en syrgði öll glötuðu árin i kyrrþey. Kolli greindist með krabbamein í maga á síðastliðnu ári. Hann gekkst undir stóra aðgerð þá um sumarið. Aðgerðin tókst vel, en við rannsókn kom í ljós, að meinvörp höfðu komist í lifrina. Við fórum saman í Grímsá sl. haust og þá hafði hann náð sér allvel eftir að- gerðina og meinvörpin ekki farin að segja til sín að ráði. Sú veiðiferð varð Kolla sérstaklega ánægjuleg fyrir þær sakir, að litli vinur hans, hann Raggi, setti í og dró á land átján punda hæng, eftir mikla yfir- ferð og langa baráttu. Þetta gladdi Kolla sérstaklega. Kolli fékk að vita það sl. vetur, að við hraðvaxandi krabbameininu væri ekkert að gera. Því tók hann af stöku æðruleysi og valdi þann kostinn, að ræða næstu ferð okkar í Grímsá. Við höfðum ætlað okkur að fara saman í vor, bæði til að heilsa uppá Sturlu á Fossatúni og kíkja á Grímsána í undirfatnaði vetrarskrúðans. Kolli vildi bíða eftir meiri birtu, en þegar hún varð við- unandi vorum við fallnir á tíma. Þegar ég sendi Kolla á Landspítal- ann, nokkrum dögum áður en hann lést, hafði hann lengi harkað af sér heimafyrir, máttfarinn og næring- arlítill. Hann hafði verið að lesa um fluguhnýtingar, skoðað veiðibækur og horft á myndbönd. Síðast, þegar ég sat með honum heimafyrir, horfðum við á myndband frá Vatns- dalsá. Ég sá þá, að það var fyrst og fremst veiðimaðurinn í Kolla, sem hélt við lífsloganum. Þarna sat fársjúkur maður og hélt í þá lífs- þræði, sem enn voru óslitnir. Þessir þræðir voru ekki sjúkir, heldur frískir og raunar ódrepandi hlutar þeirrar hugarorku, sem fékk ekki að búa öllu lengur í deyjandi líkama veiðimannsins. Það er með söknuð í hjarta, að ég kveð nú vin minn og veiðifélaga um leið og ég lofa honum því, að hann skuli ávallt eiga örugga sam- leið með mér í Grímsá um öll ókom- in ár, ef hann vill ferðast með mér þangað á huglægu plani. Gunnar Ingi Gunnarsson. Mig langar að kveðja frænda minn, Kolbein Ingólfsson, með þess- um fáu línum. Það eru orðin 25 ár síðan við kynntumst. Hann var með borgfirska laxveiðiá á leigu og ég var unglingur með veiðidellu og vildi í ána. Þó að færri kæmust að en vildu í umrædda á, var hann sérlega greiðugur við mig og föður minn, lét okkur hafa þá daga sem við báðum um og var seinn til að rukka okkur. Smám saman kynntumst við bet- ur og fyrir kom að við lentum sam- an í veiði, t.d. á Brennunni og í Grímsá. Þá leyndi sér ekki að Kol- beinn var einn af þessum fágætu snillingum í fluguveiði. Ekki aðeins hvað veiðni og tækni varðaði heldur einnig í viðhorfum til sportsins. Það hefði verið gott að læra meira af honum, en ég er þakklátur fyrir það sem ég fékk. Þegar ég frétti að Kolbeinn væri kominn á spítala, lögðum við pabbi á. ráðin um að heimsækja hann. Örfáum dögum seinna kom loks stund að við gátum farið saman. Konan í afgreiðslunni á Landspítal- anum svaraði okkur vandræðalega að hann væri þar ekki lengur. Frá og með umræddum degi. Við geng- um brosandi út og héldum að hann væri útskrifaður og þá væntanlega hressari. Daginn eftir mátti lesa andlátsfregnina í Morgunblaðinu og þá rann það loks upp fyrir mér að kunningsskapurinn var í áranna rás orðinn að vináttu. Ég veit að pabbi tekur undir með mér er ég votta nánustu aðstand- endum Kolbeins hugheila samúð. Guðmundur Guðjónsson. Með hlýhug og virðingu minnist ég vinar míns Kolbeins Ingólfsson- ar, sem nú er fallinn frá langt um aldur fram eftir erfið veikindi. Fyrir meira en þrjátíu árum lágu leiðir okkar Kolla saman og þá í sambandi við stangveiði, en þær áttu hug hans allan. Kolli var einn af þeim albestu fluguveiðimönnum sem ég hef kynnst á lífsleiðinni og stíll hans og leikni sérstök. Fyrir utan þær stundir sem við áttum saman í veiði, átti ég því láni að OSKAR SOEBECK + Óskar P. Söe- beck var fædd- ur á Halldórsstöð- um í Reykjafirði á Ströndum 7. júlí 1904. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 26. apríl síð- astliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Pétur Söebeck, f. 1. nóvember 1848, d. 1. september 1905, og _ seinni kona hans Ágústín, f. 24. ágúst 1867, d. 29. desember 1938, Benediktsdóttir. Hinn 27. maí 1933 kvæntist Óskar eftirlifandi konu sinni, Lilju, f. 7. nóvember 1901, Jónsdóttur (Níels) verkstjóra á Bíldudal, f. 9. júní 1859, d. 4. mars 1921, Sigurðssonar, og konu hans Halldóru, f. 12. október 1869, d. 17. apríl 1937, Magnúsdóttur. Kúvíkur sem upphaflega eru byggðar úr landi Halldórsstaða voru lengi aðalverslunarstaður við vest- anverðan Húnaflóa. Þar var útgerð og þangað kemur afi Óskars frá Óskar lauk prent- námi 1926 í Prent- smiðju Björns Jónssonar á Akur- eyri og vann þar þangað til hann fór til Ameríku haust- ið 1928. Var hann þar hjá Columbia Press (við Lög- berg) þar til hann kom heim aftur vorið 1930. Hann vann í Herberts- prenti 1931-39, hjá Isafoldarprent- smiðju þar til Morgunblaðið stofnaði sína eigin prentsmiðju 1. júlí 1946 og vann þar til ársins 1958, en eftir það og þar til hann fór á eftirlaun í Isafoldar- prentsmiðju. Útför Öskars fer fram frá Áskirkju í Reykjavík á morg- un, föstudag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Danmörku um miðja síðustu öld og starfar þar sem beykir sem sýnir að þarna hafa verið þónokkur um- svif á þeim tíma. Upp úr aldamótun- um var þar reist síldarsöltunarstöð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.