Morgunblaðið - 01.05.1997, Page 1

Morgunblaðið - 01.05.1997, Page 1
96 SIÐUR B/C 97. TBL. 85. ÁRG. FIMMTUDAGUR1. MAÍ1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Persson fær morð- hótanir GÖRAN Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur á nýjan leik borist morðhótun frá samtökum sem nefna sig „Við sem byggðum Sví- þjóð“. Þau sendu honum morðhót- anir í lok síðasta árs og komu ennfremur fyrir sprengihleðslum í verslanamiðstöðvum, að því er seg- ir í Aftenposten. Hótunin nú tengist 1. maí- hátíðahöldum en Persson verður ræðumaður í göngu í Gautaborg. Var sent bréf til Göteborgs-Posten. „Svíþjóð — sökkvandi skip“ eru upphafsorð bréfsins. „Nú eru liðnir fjórir mánuðir frá því að við kröfð- umst ákveðinna aðgerða af hendi stjórnar jafnaðarmanna, með sprengjuhótunum. Með sínum vanalega hroka hefur forsætisráð- herrann, Göran Persson, hunsað okkur.“ Þvínæst segir að öflug sprengihleðsla muni springa nærri honum. Sænska öryggislögreglan telur fullvíst að stór hluti þeirra sem standa að baki þessum hótunum séu ekki heilir á geði. Þær upplýs- ingar sem hópurinn hefur gefið um sig er að í honum séu aðallega elli- lífeyrisþegar úr verkamannastétt. Nýtt bólu- efni ver apa gegn alnæmi Fíladelfía. Reuter. VÍSINDAMÖNNUM í Banda- ríkjunum hefur tekist að búa til bóluefni, sem ver sjimpansa gegn alnæmisveirunni. Skýra þeir frá þessu í nýjasta hefti af tímaritinu Nature Medicine og telja, að þetta muni ryðja brautina fyrir sams konar bóluefni fyrir menn. David Weiner, einn vísinda- mannanna, sem starfa við Pennsylvaniu-háskóla, sagði, að bóluefnið byggðist á svo- kallaðri DNA-tækni og með því hefði tekist að vetja tvo sjimpansa. Voru þeir sprautaðir með mjög stórum skammti af alnæmisveirum og voru jákvæðir sex til átta vik- um síðar. Var við því búist enda er gangurinn yfírleitt sá með önnur bóluefni en 11 mánuðum síðar fundust engin ummerki um veiruna. Bóluefnið er gert úr 75% af erfðaefni alnæmisveirunnar og er það „veikt" og sprautað í sjúklinginn. Örvar það ónæmiskerfið, mótefnamynd- un og átfrumur, sem leita uppi og ráðast gegn veirunni inni í frumunum. Þetta er sama ferlið og þegar notaðar eru lifandi en veiktar veirur en Weiner segir, að sá sé munurinn, að engin hætta sé á, að DNA-bóluefnið geti breyst í smitefni. Morgunblaðið/RAX Hugsanlegt að 18 ára valdatíð breska Ihaldsflokksins ljúki í dag Kannanir benda til stórsig- urs Yerkamannaflokksins London. Morgunblaðið. EINNI lengstu kosningabaráttu þessarar aldar er lokið á Bretlandi og leiðtogar flokkanna hafa sagt sitt síðasta orð áður en breskir kjósendur ganga að kjörborðinu eftir linnulitla kosninga- fundi í sex vikur. Notuðu John Major forsætis- ráðherra og Tony Blair, leiðtogi Verkamanna- flokksins, tækifærið í gærkvöldi til að höfða til óákveðinna kjósenda. Þeir sögðu, að úrslitin væru ekki ráðin en skoðanakannanir benda hins vegar til þess gangstæða. Samkvæmt þeim er útilokað, að íhaldsmönnum takist að vinna upp forskot Verkamannaflokksins og voru frétta- skýrendur þeirrar skoðunar, að eini óvissuþáttur- inn væri hversu stóran meirihluta Blair fengi í neðri deild breska þingsins. Stórsigur blasir við Blair þótt skoðanakönnun dagblaðsins The Daily Telegraph, sem birtist í dag, bendi til þess, að forskot Verkamanna- flokksins á íhaldsflokkinn hafi minnkað. Blair skoraði í gær á stuðningsmenn sína að slaka hvergi á. Hvatningar leiðtoganna John Major sagði í gær, að örlög Bretlands myndu ráðast í dag og biðlaði til kjósenda: „Ekki Munurinn á stóru flokkunum 10 til 20 prósentustig kasta því sem við höfum afrekað á glæ í augna- blikskæruleysi," sagði forsætisráðherrann og bætti við, að kosningabarátta Verkamanna- flokksins væri eitt blekkingarbragð. Major neitaði í gær að horfast í augu við það, að sennilega væri 18 ára valdatíð Ihalds- flokksins á enda en Robin Oakley, fréttamaður BBC, breska ríkisútvarpsins, sagði í samtali við Morgunbiaðið, að á undanfömum tveimur sólar- hringum hefði íhaldsleiðtoginn gert sér grein fyrir því að úrslitin væru ráðin og allt hans fas bæri því vitni. Blair varaði sína stuðningsmenn enn einu sinni við því að sofna á verðinum en á blaðamannafundi sínum í gærmorgun gat hann ekki varist brosi þegar spurt var um vænt- ingar hans. „Það væri ekki of djúpt í árinni tek- ið að segja að ég fyndi til eftirvæntingar." Þetta er það næsta sem hann hefur komist því að hrósa sigri. Paddy Ashdown, leiðtogi frjálslyndra demó- krata, var kokhraustur í gær og sagði, að í vænd- um væri tímamótasigur flokks síns. Hann neitaði þó að segja hvað hann gerði sér vonir um að vinna mörg sæti en flestir eru sammála um að færri en 30 megi túlka sem ósigur fyrir hann. Munurinn 10 til 20 stig Samkvæmt skoðanakönnunum í Daily Tel- egraph nýtur Verkamannaflokkurinn fylgis 46% og íhaldsflokkurinn 33% og er munurinn sýnu minni en í skoðanakönnun í sama blaði í gær. Samkvæmt skoðanakönnun, sem Guardian birti í dag er munurinn aðeins 10 prósentustig. Sá munur myndi hins vegar nægja Verkamanna- flokknum til að ná 50 sæta meirihluta. Skoðana- kannanir, sem greint var frá í gærkvöldi, sýna allt frá 10 til 20 prósentustiga mun. Verði mun- urinn 12 prósentustig er Verkamannaflokknum spáð 150 sæta meirihluta og standist sú könn- un, sem sýnir 20 prósentustiga mun, mun Verka- mannaflokkurinn ná 285 sæta meirihluta sam- kvæmt útreikningum BBC.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.