Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1997 IMAÍ, baráttudagur verkalýðsins, hefir jafnan skipað sérstakan sess í huga mínum. Allt frá æskuárum ® hefir mér fundist að hann væri einstakur og krefðist athafna og virðingar. Þegar ég varð þess vís að Sjónvarpið ætl- aði ekki að minnast 1. maí hátíðisdags verka- lýðsins og Útvarpið sýndi engan áhuga á því að láta keflið ganga hönd í hendi og flytja þátt, sem fjallaði um einn merkasta atburð í sögu reykvískrar verkalýðsbaráttu, Kola- garðsbardagann eða Blöndalsslaginn sumarið 1923, kom í hugann að nú væru liðin 60 ár frá því að Maístjaman, ljóð Halldórs Laxness birtist á prenti. Morgunblaðið væri kjörinn vettvangur til þess að minnast þeirra tíma- móta. Þar væri á vísan að róa. Mér hefði jafn- an reynst happadijúgt að leita til ritstjóra þess. Gilti einu hvort um væri að ræða Matthí- as skáld Johannessen eða Styrmi hinn fróða Gunnarsson. Þeir höfðu jafnan tekið vel beiðni minni um rúm í blaði sínu þótt viðfangsefnin væru með ýmsum hætti andstæð stefnu þeirra. Þeir félagar eiga heiður skilinn fyrir frjáls- lyndi sitt og víðsýni í ritstjórnarstefnu. Þess vegna dafnar Morgunblaðið. Þjóðviljinn lét líf- ið vegna ofstækis og „Æðsta ráðið“ hafði allt- af rétt fyrir sér. Einstefnu-ritstjóri hans neit- aði um birtingu greina, sem honum féllu ekki, en bauð mönnum uppá stefnumót í kirkjugarð- inum við Suðurgötu. Matthías Johannessen fullvissaði mig um að Morgunblaðið tæki grein til birtingar á degi Maístjörnunnar. Þegar til átti að taka og sækja í bókasafn frumprentun ljóðsins vandaðist málið. Ekkert blað frá því herrans ári 1937 hafði birt kvæð- ið. Var þó gerð ítarleg leit með góðfúsri að- stoð flölda bókavarða. Svo kom í ljós að ljóð- ið birtist hinn 1. maí 1936, ári fyrr en sagt var í athugasemdum Kvæðakversins. Það var prentað á aftari kápusíðu Rauða fánans, mál- gagns Félags ungra kommúnista undir fyrir- sögninni Seinasti apríl. Höfundar er ekki get- ið en blaðið birtir viðtal við Halldór Kiljan Laxness og mynd af skáldinu með alpahúfu á höfði og reykjarpípu í munni. í viðtalinu ræðir Halldór um kjör æskulýðsins og stétta- skiptingu. Honum verður tíðrætt um stétta- þjóðfélagið og ranglæti sem það leiði af sér. Hann vill að „gæði jarðarinnar séu hagnýtt í þágu fólksins". „í ríki sósíalismans verður ekki spurt að því, hvort að verkamenn vinni að framleiðslunni einn tíma á dag eða átta, heldur hvort allir hafi gnægðir þarfa og þæg- inda, andlegra og líkamlegra." Ekki 60 ár heldur 61 í Kvæðakveri Halldórs Laxness eru prentað- ar upplýsingar um tilefni og birtingartíma ljóð- anna í bókinni. Þar segir: „Maístjarnan, ort að mig minnir rétt fyrir 1. maí 1937 og prent- að nafnlaust á kápu æskulýðsblaðs þann dag.“ Samkvæmt þessum upplýsingum voru 50 ár liðin frá birtingu Maístjörnunnar 1. maí 1987. Til þess að minnast þess að hálf öld var liðin síðan ljóðið var kveðið. Það líða þijú ár og gott betur. Nærfellt misseri að auki þar til Halldór fellir ljóð sitt, sem hann hafði nefnt Seinasti apríl, inn í Hús skáldsins. Þá er það ímynd Frelsisins. „Um kvöldið sat skáldið einn uppi í húsi sínu endurreistu, nýr maður, en heitkonan sofnuð, og renndi huganum yfir viðburði dags- ins. Eftir tvo daga átti að grafa dóttur hans, og um leið og rekunum væri kastað - hvað mundi þá binda hann framar þessu auma húsi sem í nótt eð leið hafði verið svift ofan af höfði hans? Það gekk á með koméljum og rofaði til og sá í græna heiðríkju; og hann sá eina stjörnu skína. Hann lokar augunum, en án þess að tíma að sofna, og fmst þessi stjarna stíga ofan af himnum niður til sín, og milli svefns og vöku heyrir hann dansandi fótatak hennar fyrir utan, blandið endurminningunni um sögulegan þys hins umliða dags og við tónlist sem líður fram í ángurværum yndis- þokka heyrir hann djúpt í barmi sínum kvæði súngið um hana sem hann nefnir ímynd Frels- isins.“ Alþjóðareign Maístjaman, ljóð Halldórs Laxness, sem hann birtir í Húsi skáldsins, þriðja bindi hins mikla ritverks um Ólaf Kárason Ljósvíking, er eitt kunnasta ljóð Halldórs og hefir í rás tímans orðið þjóðinni hjartfólgið. Kvæðið er alþjóðareign, hafið yfír kynslóðabil. Efíst ein- hver um þá staðhæfíngu fæst sönnun þeirrar fullyrðingar með því að heimsækja dagheimili eða leikskóla og biðja börnin, sem þar dvelj- ast, sum hver allt frá 5 ára aldri, að syngja Maístjörnuna. Það bregst ekki að þeim tilmæl- um er vel tekið og fyrr en varir óma skærar barnaraddir, sem syngja um vorhret á glugga. Að vísu kunna þau að ruglast dálítið í rímorð- unum „hvín“ og „skín“, en það spillir engu. Stjaman og maísólin bijóta sér leið og sigrast á erfíðum tímum og atvinnuþrefi. Innlifun ungu söngvaranna og einlægnin, sem ljómar af ásjónum þeirra minnir helst á helgimyndir. Um alllangt skeið ómaði söngur barnanna MORGUNBLAÐIÐ 1. MAí SÖGUFRÆG kröfuganga sem í má þekkja marga þjóðkunna borgara frá fyrri tíð. Þetta hefur mað- ur nú ekki verið lengi að yrkja Um þessar mundir er liðið 61 ár frá því að Halldór Laxness orti Maístjömuna sem hann kallaði þá Seinasti aprfl og birti án höfundamafns. Pétur Pétursson rifjar upp heimsókn í Gljúfrastein, þar sem leitað var fregna hjá skáldinu um Maístjömuna. í útvarpshúsinu við Efsta- leiti. Dagheimili og leikskól- ar Reykjavíkurborgar sóttu það fast að fá að koma í heimsókn í hús Ríkisút- varpsins og fræðast um starfsemi stofnunarinnar. í fyrstu var þvi tekið með varúð að leyfa heimsóknir svo ungra útvarpshlust- enda, en svo kom í ljós að áhugasamari og prúðari gestir knúðu ekki dyra þar á bæ. Halldór Laxness hafði snemma á rithöfundarferíi sínum verið starfsmaður Ríkisútvarpsins. Fagnað þar gestum sem komu til þess að flytja erindi, lesa ljóð og sögur eða syngja og leika á hljóðfæri. Skáldið unga tók við yfirhöfnum af gestum, hengdi hatt á snaga og bar þyrstum svala- drykk í söngsal eða að ræðupúlti. Frá þessum tíma er lag Þórarins Guðmundssonar við ljóð Halldórs: „Vor hinsti dagur er hniginn af himnum í saltan mar“. Þar er sungið um sól- brenndar hæðir sem hnípa. Tregi og söknuður er inntak ljóðs og lags. Um Maístjörnuna gegnir öðru. Þar ríkir vongleðin og vísar veg- inn til framtíðarlandsins. Þar er Hamingju- draumurinn stjómarskrá mannfélagsins. Þeg- ar leikskólabörnin komu í heimsókn í Útvarps- húsið var þeim vel fagnað. I anddyrinu hang- ir á suðurvegg fagurt og tilkomumikið vegg- teppi ofið af Asgerði Ester Búadóttur, eigin- konu Björns Th. Bjömssonar listfræðings. Teppið sem gjört er af meistarahöndum er saltfískur, flattur þorskur, merki það sem fyrr- um var einskonar skjaldar- merki íslands. Við kusum að kalla teppið „Saltfískinn hennar Sölku Völku“, því það var hún, sögupersóna HKL, sem sagði: „Lífíð er nú einu sinni saltfískur". Ásgerður Ester lét sér það vel líka er henni var sagt frá því. Teppið höfðu starfs- menn Ríkisútvarpsins gefið stofnuninni í tilefni afmæl- is. Þegar börnin komu í heimsókn vom flutt fáein kynningarorð í anddyri og þeim greint frá dagskrá sem fyrirhuguð var vegna komu þeirra. Svo sungu þau Maístjörnuna, lag Jóns Ásgeirssonar við ljóð Halldórs. Símastúlkur Ríkisútvarpsins, Elínar tvær, Hrefna, Halldóra og Dóra fylgdust með söngn- um og stundum komu gestir, sem áttu leið um anddyrið, námu staðar um stund, hlýddu hugfangnir á sönginn. Þetta var þjóðleg hátíð- arstund. Nonni litli í Sumarhúsum var kominn til þess að syngja fyrir heiminn og Ásta Sól- lilja systir hans tók undir og jafnvel Gvendur Guðbjarts lagði frá sér amboð litla stund. Hrifningin náði hámarki og varð gagnkvæm þegar börnin fengu að tala og syngja í hljóð- nema og hlusta svo á raddir sínar, sem hljóm- uðu undarlega í eyrum þeirra. Flestir starfs- menn sem höfðu af börnum þessum að segja nutu heimsóknanna, söngsins og einlægninn- ar. Fór svo fram um hríð. Dag nokkurn kom orðsending frá yfírmönnum. „Héðan í frá verð- Halldór Laxness árið 1936. ur ekki sinnt óskum um heimsóknir í Útvarps- húsið frá þeim, sem yngri eru en 12 ára. Þeim, sem leiðbeint höfðu börnunum um salar- kynni varð hugsað til meistarans sem sagði: „Leyfíð börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, því að slíkra er guðsríkið." Hann minntist ekkert á aldurstakmark. Nú var búið að breyta. „Leyfið börnunum að koma til mín, en ekki fyrr en þau eru 12 ára því slíkra er ekki Ríkisútvarpið." Haft var eftir Lenin: „Komið með bömin til mín þegar þau eru 5 ára. Áhrifin endast ævilangt. „Þau gleyma því aldrei.“ En Ríkisútvarpið hirti ekki um að ná beinu sambandi við börnin. Allt kapp var lagt á að æra og særa, eins og sagt er í hrollvekjum. Svimháum fjárhæðum varið í öskur og skræki allskyns óhljóðasveita. Barsmíðar þeirra og bumbusláttur, drafandi raddir úr djúpi og dreggjum samfélags fengu nær óheftan að- gang að hljóðnemum, sjónvarpsvélum og hljómflutningstækjum. Skáldið syngur Á undanförnum árum hefír það stundum komið í minn hlut að afla efnis og sjá um dagskrárþætti 1. maí, á hátíðisdegi verkalýðs- ins. Árið 1987 hafði talast svo til að ég sæi um þátt helgaðan þessum baráttudegi. Sam- kvæmt skýringum sem Halldór Laxness hafði birt í kvæðakveri sínu voru 50 ár liðin síðan hann lét æskulýðsblaði í té ljóð sitt um Maí- stjörnuna. Mér þótti því við hæfi að þess yrði minnst í fyrirhugaðri dagskrá. Leitaði til skáldsins. Var það auðsótt og bundið fastmæl- um að gera ferð í Gljúfrastein til hljóðritunar. Var samið við tæknideild um að hún sendi lipran mann, sem kynni vel til verka. Bíll tæknideildar var bundinn við einhveija áður ráðna hljóðritun. Var því leitað til BSR og ráðinn til ferðar reyndur bifreiðastjóri, prúð- menni úr sögufrægu héraði, Bjarni Einarsson frá Varmahlíð undir Eyjafjöllum. Tæknimaður Ríkisútvarpsins var Óskar Ingvason, traustur starfsmaður til margra ára. Bíllinn rann í hlað skáldbóndans á þeim tíma, sem um hafði sam- ist. Vegna fjarlægðar frá höfuðstaðnum og óvissu um erindislok var talið ráðlegast að biðja bílstjórann að bíða í stað þess að senda hann á brott og þurfa að kalla á annan bíl. Enda vandséð, að það heyrði til kurteisi og góðra siða, að gerast langsetumaður að loknu erindi, meðan beðið væri komu annarrar bif- reiðar. Húsfrúin, Auður, bauð líka af sinni rausn til kaffidrykkju. Svo var hafist handa um viðtal og frásögn skáldsins um Maístjörn- una. Er það birt hér eins og það fór fram fyrir 10 árum og með þeim skýringum sem varpa ljósi á sitthvað er gerðist í tengslum við tíma. Afraksturinn af ferð okkar félaga í Gljúfra- stein þennan apríldag, 29. dag mánaðarins, var meiri en við höfðum leyft okkur að vona. Halldór söng ljóð sitt og kryddaði frásögn sína með þeim hætti að ógleymanlegt verður. Fréttastofa Ríkisútvarpsins varð svo gagntek-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.