Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR '1. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR T, 1111 IJ'S1II(£ »Cglia|UtOlonwc i Garðaprestakalli ItffT j ( „Kirkjan okkar 1 1 herkví átaka“ ij’GrMUAJI NEI takk, kirkjan þolir ekki að menn klifri hver eftir bakinu á öðrum upp í predikunar- stólinn til að boða þar frið og sátt. Ný gerð Ariston þvottavéla kemur bráðlega á markað og við seljum eidri gerðirnar með góðum afslætti! ÖARISTON Ck ARISTON ÖARI5TON 4000> tH6if~g 15 4°3(v 1200 Verö áöur kr. 69.800 Verö nú kr. 61.900 555 44117 Almenn afgreiðslá^ IKS33B3E 562 9400y Almenn afgreiBsla' 421-70002 Almenn afgrelðsla* 568 94002 Almenn afgreiðsl^ 800 40002 Grænt númer Ráðstefna um máiefni karla Karlar meta stöðuna Karlar KRUNKA nefnist ráðstefna sem Sólstöðuhóp- urinn stendur fyrir í Borg- arleikhúsinu 2. maí n.k. í samvinnu við karlanefnd Jafnréttisráðs. Þar verða ýmsum málefnum karla gerð skil í fyrirlestrum og pallborðsumræðum. Sig- urður Ragnarsson er fé- lagi í Sólstöðuhópnum. Hann var spurður hvers vegna þessi ráðstefna væri haldin. - Forsaga þessarar ráðstefnu er orð- in nokkur. Við höfum haldið sumarhátíðir þar sem við höfum verið með námskeið um karlhlut- verkið og hafa þau ævin- lega verið fullskipuð. Einnig gengumst við fyrir fyrirlestri í fyrra vetur í Norræna húsinu um svipað efni og fyllti^t salurinn þar út úr dyr- um. Þannig að okkur þótti ein- sýnt að það væri mikil þörf fyrir frekari umræður um þetta efni. — Eru bara karlar í Sólstöðu- hópnum — Nei, Sólstöðuhópurinn er fyrir bæði kynin og hefur sett sér það markmið að stuðla að umræðu í þjóðfélaginu um hvaða lífsgildi við setjum hæst. Við vilj- um vinna á móti hraða nútíma- samfélagsins og reyna að fá fólk til að staldra við og huga að hlut- um eins og tengslum milli fólks, fjölskyldunni, uppeldi barna okk- ar, ástinni og svo mætti lengi telja. — Hvaða efni takið þið fyrir á ráðstefnunni í Borgarleikhúsinu? — Við komum víða við og höf- um fengið til liðs við okkur fjölda öflugra fyrirlesara, þeir eru ellefu talsins og koma víðs vegar að úr þjóðfélaginu. — Eiga karlar í tilvistarkreppu? — Nei, við viljum ekki halda því fram að svo sé og höfum reyndar viljað forðast það píslar- vættistal sem okkur fínnst stund- um hafa einkennt kynjaumræðu. Það er margt í stöðu karla sem vekur athygli og þörf er á að skoða nánar. Ef litið er til töl- fræðinnar má benda á þætti eins og að karlmenn deyja yngri en konur, mun fleiri karlar fara í áfengismeðferð, fleiri karlmenn falla fyrir eigin hendi, fleiri karl- menn en konur eru orðaðir við ofbeldi, drengir eiga erfíðara uppdráttar en stúlkur í skóla og karlmenn hafa almennt lauslegri sambönd við fjölskylduna en kon- ur. Þá má einnig nefna að karl- menn hafa almennt hærri laun en konur, þeir eru mun fleiri í valdastöðum þjóðfélagsins, þeir borða öðruvísi mat og þeir eru meira í íþrótt- um en konur. — Ég sé að einn fyrirlesturinn fjallar um kynlíf karla, er það orðið mikið vandræðamál? — Nei, en kynlífið er auðvitað mál fyrir okkur öll. Að mínu mati er mikil þörf fyrir opna umræðu um þennan þátt í lífi karla. í mínu starfi rekst ég mik- ið á hversu oft karlmenn eru lok- aðir varðandi umræður um kyn- líf. Þeirra máti að tala um kynlíf er oftast í einhveijum hálfkær- ingi eða tvíræðum bröndurum. Það er ýmislegt sem verður karl- mönnum vandasamt, má þar t.d. nefna þær væntingar eða kröfur sem við gerum til sjálfra okkar, þ.e. „folahlutverkið", það er að vera ávallt tilbúinn og fullur löng- unar við öll möguleg og ómögu- Sigurður Ragnarsson ►Sigurður Ragnarsson er fæddur á Akranesi árið 1944. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1964, kennaraprófi 1966 og Cand psyk.-prófi frá Oslóarháskóla árið 1974. Hann hefur starfað við Barna- og unglingageðdeild, Félagsmála- stofnun, rak meðferðarheimili að Torfastöðum ásamt fleirum en er nú sjálfstætt starfandi við Sálfræðiþjónustuna Blæ í Reykjavík. Hann er kvæntur Ingu Stefánsdóttur sálfræð- ingi og eiga þau fjögur börn. leg tækifæri. Það veldur auðvitað mörgum mönnum býsna mikilli kvöl þegar þeir uppgötva að þeir geta ekki staðið undir þessum óraunhæfu væntingum. Þá eru ótrúlega margir karlmenn mjög fákunnandi um eðli kynlífs og fjölbreytileika þess. Þá á ég einn- ig von á að það verði fjallað um ábyrgð í kynlífí en sú undarlega staða hefur verið uppi að kynlíf hefur nær eingöngu verið á ábyrgð konunnar. Þannig er gengið út frá því að á unglingsá- rum sé það hlutverk stúlknanna að segja nei og konurnar eru taldar bera fyrst og fremst ábyrgð á því að böm verði til og hvenær. — Þið ætlið líka að fjalla um karlmenn og heimili? — Já, þar verður lögð til grund- vallar spennandi rannsókn sem Ingólfur Gíslason starfsmaður karlanefndar hefur unnið. Þar skoðar hann stöðu karla inni á heimilinu. Það er stundum talað um að konur rekist á ósýnilegan glervegg þegar þær sækja upp á --------- við í metorðastiga þjóðfélagsins. Svipað virðist vera upp á ten- ingnum þegar karl- menn seilast til “„valda“ innan heimilis- ins. Þeim er treyst fyrir ákveðn- um þáttum en ýmsir hlutir, eins og t.d. þvottavélin, hrærivélin, ábyrgðin á hveiju börnin klæðast og svo framvegis em handan „glerveggsins“. — Hvaða gagn teljið þið vera að svona ráðstefnu? — Við teljum að umræða sem þessi þurfí stöðugt að vera í gangi, hraði nútímans er slíkur að hætta er á að okkur beri af leið ef við reynum ekki stöðugt að meta hvar við erum stödd og hvert skal haldið. Við vonumst til að karlar jafnt sem konur fjöl- menni á ráðstefnu okkar í Borgarleikhúsinu og við sjáum jafnvel heilu starfshópana koma þangað. Hætta er á að okkur beri afleið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.