Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1997 35 LISTIR FYRSTI dagur maímánaðar verður sögulegur fyrir ís- lenskt tónlistarlíf því þann dag kemur hollenski bassa-barítonsöngvarinn Róbert Holl til landsins til að taka þátt í Schubert-hátíðinni sem nú stendur yfir í Garðabæ. Laugardaginn 3. maí mun hann flytja sönglög eftir Franz Schubert í Kirkjuhvoli í Garðabæ og heijast tónleikarnir kl. 17. Astríðufullur aðdáandi þýskrar ljóðlistar Það var einhvern tíma árið 1979 að mér varð gengið inn í eitt af æfingaherbergjum Tónlistarhá- skólans í Rotterdam og rakst þar á Robert Holl við æfingar. Við tók- um tal saman og ákváðum að líta á nokkur sönglög saman að gamni okkar. í ijóra klukkutíma fórum við yfir fjöldann allan af sönglögum og upp úr þessu fórum við að vinna saman reglulega. Ég spilaði undir fyrir hann i öllum söngtímum hans og við eyddum ómældum tíma í að læra hundruð sönglaga og aría. Aðeins fáeinum mánuðum eftir að við hittumst þarna fyrst héldum við okkar fyrstu sameiginlegu tón- leika. Robert hefur alla tíð verið ástríðufullur aðdáandi þýskrar ljóð- listar rómantíska tímabilsins og það leið ekki á löngu þar til ég smitaðist af áhuga hans. Við eydd- um saman mörgum eftirmiðdögum í dimmum og rykugum kjöllurum fornbókabúða þar sem við grófum upp gamlar ljóðaútgáfur sem við eyddum öllum okkar aurum í. Yfir- gripsmikil þekking hans og skiln- ingur á ljóðlist þessa tímabiis er án efa ein helsta ástæðan fyrir því að hann er einn mesti ljóðasöngv- ari okkar tíma. Snemma á áttunda áratugnum fór Robert Holl með sigur af hólmi í tveimur alþjóðleg- um söngkeppnum og upp úr því fór Ótæmandi tónsvið Ljóðatónleikar með bassa-barítonsöngvaran- um Robert Holl verða á Schubert-hátíðinni í Garðabæ á laugardaginn kemur 3. maí. Gerrit Schuil, listrænn stjórnandi og upp- hafsmaður Schubert-hátíðarinnar, segir frá söngvaranum sem hann segir að sé viður- kenndur sem einn sá fremsti í heiminum í dag þótt lítt þekktur sé á Islandi. stjarna hans hækkandi með hveiju árinu sem leið. Um sama leyti hóf hann nám hjá hinum frábæra söngvara Hans Hotter í Miinchen og ég var svo heppinn að fá gjarnan að vera viðstaddur söngtímana og hlusta á kennslu þessa stór- kostlega listamanns. Á þessum árum ferðuð- umst við Robert vítt og breitt um Evrópu og héldum fjölda tón- leika. Enn þann dag í dag eru mér þó minnis- stæðastir debúttónleikar okkar í Brahmssalnum í Musikverein í Vínarborg. Nefndur hinn nýi „Dieskau" Robert var fljótlega ráðinn við Ríkisóperuna i Múnchen og söng þar fjölda hlutverka við hlið margra af mestu söngvurum heims. Hann var einnig mjög eftirsóttur til tónleika- halds og var brátt far- inn að syngja undir stjórn allra helstu hljómsveitarstjóranna, og má þar meðal ann- arra nefna Herbert von Karajan, Wolfgang Sawalisch, Leonard Bernstein, Bemhard Haitink, _ Claudio Abbado. Á þessum tíma debúteraði hann einnig við Ríkisópemna í Vínarborg í hlutverki Sarastros í Töfraflautu Mozarts. En ljóðasöngur er þrátt fyrir þetta mesta ástríða Roberts Holl og hann tók þá ákvörðun að snúa sér að mestu leyti að honum og tónleikahaldi. Á næstu árum hélt hann ljóðatónleika vítt og breitt um Robert Holl heiminn og hvarvetna fékk hann hástemmt lof fyrir söng sinn. Hann er oft nefndur hinn nýi „Dieskau" eða hinn nýi „Hotter“, en þótt hann sé alfarið söngvari af sama gæða- flokki og þeir, hefur hann sinn eig- in sérstaka söngstíl og afar per- sónulega túlkun svo að samanburð- ur við aðra söngvara á varla rétt á sér. Rödd hans er ákaflega fögur og hljómmikil og hann hefur yfir að ráða slíkri tæknilegri fullkomn- un að litbrigði raddarinnar og tón- svið virðast ótæmandi. Þegar við bætist hinn djúpi og næmi ljóðskiln- ingur hans og einstök hæfni til að túlka dýpstu og innilegustu tilfinn- ingar ljóðanna, er ljóst að Robert Holl hlýtur að teljast einn af allra fremstu ljóðasöngvurum heims í dag. Á seinni árum hefur óperuheim- urinn æ meir farið þess á leit við hann að hann kæmi aftur á óperu- sviðið og nú syngur hann oft í óper- unni í Zúrich og á síðasta ári sló hann eftirminnilega í gegn í hlut- verki Hans Sachs í Meistarasöngv- urum Wagners á Óperuhátíðinni í Bayreuth og mun hann syngja það hlutverk þar næstu ijögur árin. Hljómplötufyrirtæki eru líka ákaf- lega áfram um að vinna með honum og hann hefur þegar sungið inn á plötur fyrir Philips, Deutsche Grammophone, Decca og fleiri und- ir stjórn ofannefndra hljómsveitar- stjóra. Einstæður tónlistarviðburður Við undirbúning og skipulagn- ingu Schubert-hátíðarinnar hér í Garðabæ kom sú staðreynd fljót- lega upp á borðið að hátíðin yrði ekki svipur hjá sjón án tveggja helstu Schubert-túlkenda heimsins í dag: Elly Ameling og Robert Holl. Elly Ameling hélt hér nám- skeið (masterclass) fyrir unga söngvara fyrir fáeinum vikum og allir þeir unnendur ljóðasöngs sem þar komu til að hlusta luku upp einum rómi um hve frábær reynsla það hefði verið og nú eigum við von á Robert Holl eins og áður sagði og ég þori að lofa því að tón- leikar hans verði áheyrendum ekki síðri upplifun. Mér hefur þótt undarlegt hve Robert Holl er lítið þekktur meðal tónlistarfólks og söngunnenda hér á landi. Það er reyndar satt að hann hefur sjaldan eða jafnvel aldr- ei sungið á Norðurlöndum en það er því meiri ástæða tii að gleðjast yfir því að hann skuli nú vera að koma hingað. Fáir þekktu rúss- neska píanóleikarann Dimitri Hor- ostovsky áður en hann kom hingað á síðustu Listahátíð, en aliir vita hvernig hann heillaði áheyrendur gjörsamlega með snilldarlegum leik sínum. Grundvallarhugmyndin að baki Schubert-hátíðarinnar er að flytja bæði þekkt verk eftir Schu- bert en ekki síður ýmis sjaldheyrð verk eftir hann og þó nokkur sem jafnvel hafa aldrei verið flutt hér á landi fyrr. Robert Holl mun flytja nokkur af þekktustu verkum Schu- berts, svo sem „Schwanengesang", sönglög við samnefndan ljóðaflokk Heinrich Heines, en einnig verða á efnisskránni mörg af sönglögum Schuberts sem sjaldan eða aldrei hafa heyrst hér á landi fyrr. Ég leyfi mér að halda því fram að koma Roberts Holl hingað til lands sé einstæður tónlistarvið- burður sem tónlistarunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara því hér býðst einstætt tækifæri til að hlusta á frábæran ljóðasöngvara og stórkostlegan listamann. sumarhatio Fjölskylduhátíð eldri borgara verður haldin í DACSKRÁ Ávarp borgarstjóra i^jpí Spaugstofan Kórar Félags eldri borgara og Leikhópurinn félagsmiðst. Reykjavíkurborgap „Snúður & Snælda" Þórarinn Egill Ólafsson ■ Nýi Tónlistarskólinn með fiaddi|p5jr/ 'WéJmk atriði úr Meyjarskemmunni Raggi Bjarna Árni Johnsen Hljómsveit Arngríms Dansj^gf -"'fflfi*- Stjórnandi Páll Gíslason formaður FEB Allir velkomnir húsið opnar kl. 12.30 - miðaverð kr. 300,- Félag eldri borgara í Reykjavík Félags- og þjónustumiðstöðvar í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.