Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1997 39 Ljósm./Helgi Hróbjartsson vera vinur fólks, svo að það geti kynnst kristnum náungakærleika. Ég vann að því að stofna nýja söfnuði en einnig að þróunarstörf- um. Við vorum með heilbrigðis- þjónustu og ýmislegt tengt land- búnaði og svo grófum við brunna. Það hefur sýnt sig að það er mikil- vægt að reka þróunarstarf sam- hliða kirkjustarfi á meðal múha- meðstrúarmanna. Við fengum að starfa í friði. Þarna starfaði ég í fjögur ár, frá 1987 til 1991.“ Eþíópía eftir 17 ára fjarveru ! „Ég hafði farið þrisvar í heim- sókn til Eþíópíu eftir að ég þurfti að fara þaðan árið 1975 og fylgd- ist alltaf með þróun mála í Wadd- era og Negellí og hafði gott sam- band við fólkið þar. Mér fannst ég hafa köllun til að fara þangað. Þegar stjórn Sam- bands íslenskra kristniboðsfélaga spurði mig hvort ég vildi fara aft- ur til Waddera eftir að kristniboðs- stöðinni hafði verið skilað aftur til kirkjunnar, en kommúnistar tóku hana í byltingunni og notuðu hana sem herstöð í mörg ár, gat ég ekki sagt nei. Enginn kristniboði hefur verið eins lengi á þessu svæði og ég. Ég fór í janúar 1992. Kommúnistar máluðu Lenín, Marx og Engels yfir altaristöfluna sem ég hafði málað í kirkjunni í Waddera. Myndin var af Kristi með útréttar hendur. Þeir gerðu kirkjuna að samkomuhúsi þar sem predikað var að enginn guð væri til. Ég kom til Waddera í febrúar ’92. Það var stórkostlegt að hitta fólkið aftur, en skrýtið að koma inn á stöðina og sjá hana alla í niðurníðslu. Þegar ég var búinn ,að ganga um stöðina fann ég loks- ins herbergi sem var aðeins 2x3 m að flatarmáli. Þar gat ég búið fyrstu mánuðina. Ég valdi það vegna þess að ég gat lokað hurð- inni og læst! Nú fór í hönd tími uppbyggingar og um síðir gat ég flutt inn í gamla húsið mitt. Það tilheyrði uppbyggingunni að gera við kirkjuna. Ég málaði yfír Lenín og félaga og gerði nýja altaristöflu sem var svipuð þeirri fyrri. Þegar allt var tilbúið endur- vígði forseti kirkjunnar hana vorið 1993. Þegar ég kom árið 1992 til- heyrðu 13 söfnuðir Waddera. Kristnir menn höfðu þolað miklar ofsóknir á tíma kommúnistanna og starfið hafði staðnað. Ég man að eitt sinn, er ég heimsótti Eþíóp- íu, voru allir leiðtogar kirkjunnar á þessu svæði í fangelsi. En þrátt fyrir þessa erfiðleika hafði starfið haldið áfram og vaxið. En margir þeirra sem fóru í fangelsi þurftu að þola ýmiss konar pyndingar og sumir misstu jafnvel heilsuna vegna þess. Samt voru þeir glaðir í trúnni. Það var mjög mikil eftirvænting hjá fólkinu í Waddera þegar ég kom og eftir að við vorum búin að fá stöðina. Það vildi fá að heyra Guðs orð. Það varð slíkur vöxtur í starfinu að síðastliðið sumar (1996), þegar ég fór heim, voru söfnuðirnir orðnir 45. Það var starfsfriður allan tím- ann en samt voru fulltrúar yfir- valda sums staðar til vandræða. Einn þeirra lét eitt sinn fangelsa 30-40 kristna menn í einu. Hann stóð gegn því að við byggðum upp kirkju á hans slóðum og lét t.d. brjóta niður kirkjuhús, sem við höfðum byggt, og notaði efnivið- inn í sitt eigið hús. Engin lög náðu yfir hann. Svona mál gátu komið upp og valdið erfiðleikum, en þeg- ar á heildina er litið var þróunin á þessum árum stórkostleg og hún heldur áfram enn þann dag í dag. Maður fyllist bara undrun yfir öll- um þessum kirkjuvexti. Auk starfsins í Waddera, langar okkur til að ná fólkinu á svæðinu austan við Waddera, báðum megin við Ganale-fljótið. Þar er töluvert af múhameðstrúarmönnum sem tilheyra Oromo-þjóðinni. Nú erum við búnir að ná fótfestu á þessu svæði og koma á fót 5-7 söfnuð- um. Margir múhameðstrúarmenn hafa gengið yfir til kristni. Kjarkurinn óx til að fara enn lengra þegar við sáum svona mik- inn vöxt og fórum að nota flugvéi- ar. Vegna þess að ég tók þátt í hjálparstarfi gafst mér kostur á að nota flugvél og komst því allt suður til landamæra Sómalíu." - Varla predikaðirðu eingöngu? „Nei. Mikið þróunarhjálparstarf fer fram á þessu svæði, ekki síst uppbygging skóla. Eftir að borga- rastríðið braust út í Sómalíu hafa tugir þúsunda flóttafólks flætt yfir landamærin til Eþíópíu ásamt Eþíópum sem flýðu heimalandið á tíma kommúnismans en eru nú að snúa heim vegna þess að ný ríkisstjórn heldur um stjórnartau- mana. Hálparstofnun norsku kirkjunnar ákvað að gera eitthvað fyrir fólkið og ég var fenginn til að stjórna þessu starfi. Hjálparstarfið felst aðallega í því að koma landbúnaði í gang. Við lögðum vatnsveitur og notuð- um vatn úr ánum, því að rigning er af skornum skammti á þessum slóðum. Bæði var gert við gamlar vatnsveitur og nýjar gerðar. Við kenndum fólkinu einnig fískveið- ar.“ - Hvað liggur þér á hjarta núna eftir starf síðustu fímm ára? „Garrí-þjóðflokkurinn. Ég var í sambandi við hann þegar ég var í fýrst í Eþíópíu. Þeir eru hirðingj- ar og hafa dvalið m.a. innan landa- mæra Kenýu. Ég frétti af því í fyrra sumar að þeir væru að koma aftur til Eþíópíu. Mig langar að reyna að komast í samband við þennan þjóðfiokk, þegar ég fer aftur til Eþíópíu, og taka upp þráð- inn þar sem frá var horfið fyrir 20 árum. Þetta fólk er múhameðs- trúar. Reynslan frá Senegal mun koma að góðu haldi við að ná til þess. Starfið í Waddera er að komast í það horf að þörfin fyrir kristni- boða hefur minnkað mikið. Því mun ég ekki þurfa að vera eins mikið þar og áður. Það er gleði- efni þegar við kristniboðarnir verðum óþarfir.“ Hættur - Hefurðu aldrei komist í hann krappan? „Jú. Eitt sinn á síðasta starfs- tímabili var ég stöðvaður af hópi vel vopnaðra ræningja. Þá hélt ég að mín síðasta stund væri runnin upp. Þetta var um hábjartan dag. Mér fannst ég sjá morðglampa í augum þeirra og það var greini- legt að þeir ætluðu að drepa mig. Það bjargaði mér að einhver kall- aði utan úr skóginum: „Þeir til- heyra okkur, þessir. Látið þá fara.“ Það var einn maður með mér. Hann sagði mér eftir á að hann hefði þekkt einhvern í ræn- ingjahópnum. Það hefur e.t.v. hjálpað. Ekkert var tekið af okkur og við fengum að fara.“ - Hvers vegna skyldu þeir hafa haft áhuga á því að drepa þig? „Það var framið fjöldamorð á þessu svæði daginn áður og 25 manns af þeirra þjóðflokki höfðu verið drepnir. Sennilega voru þeir í hefndarhug og vildu ná til fólks sem var á vegum ríkisstjórnarinn- ar. Ef ég hefði verið á vegum hennar væri ég sennilega ekki héma núna. En það gilti öðru máli um mig vegna þess að ég var kristniboði sem starfaði á þessum slóðum. Þetta er bara eitt dæmi.“ Samkomuröð til 4. maí - Hvernig verður samkomum þínum háttað? „Samkomuraðir eru e.t.v. ekki mjög algengar á íslandi, en ég hef haldið margar slíkar erlendis og var beðinn um að reyna það einn- ig hér á landi. Ég mun segja frá kristniboðsstarfinu okkar, en boð- un orðsins verður í öndvegi. Það þarf að glæða áhuga og skilning á kristniboðsstarfinu okkar. Ef við viljum halda áfram að vera kristin þjóð og kristin kirkja ætti okkur að vera eðlilegt, út frá kristniboðsskipun Jesú, að hugsa ekki bara um hólmann hér heldur um heimskristniboð, þó að við getum ekki gert mikið. Boðskapur Jesú Krists á að ná til allra manna. Yið öðlumst meiri víðsýni við að taka þátt í kristniboði og ég álít að kirkjan okkar á íslandi fái blessun við að hugsa ekki bara um sjálfa sig.“ Höfundur er kristniboði. MOSFELLSPRESTAKALL Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup flytur síðara erindi sitt um trúarlíf í safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3, nk. laugardag 3. maí kl. 10:30. Allir velkomnir. Sóknarnefnd Lágafellssóknar Hef flutt læknastofu mína í Domus Medica 3. hæð. Tímapantanir í síma 563 1033. Birkir Sveinsson, húð- og kynsjúkdómalæknir; Álnabúðin opnar a morgun á nýjum stað Verið velkomin Opið laugardaga 10-14 v: Álnabúðin Miðbær, Háaleitisbraut, sími 588 9440. Stökktu til Benidorm 21. maí frá kr. 29.932 0eins 20 sotti Tryggðu þér síðustu sætin þann 21. maí til Benidorm á sérstöku tilboðsverði. Vistamar, einn okkar vinsælasti gististaður býður nú sértilboð þann 21. maí í 1, 2 eða 3 vikur. Gott íbúðarhótel með móttöku, garði með sundlaug, verslun, veitingastað og allar íbúðir með sjónvarpi, síma, baði, svefnherbergi, stofu og svölum. Bókaðu meðan en er laust Verð kr. 29.932 Verð m.v. hjón m. 2 börn, 2-11 ára, Vistamar, vika, 21. maí. Verð kr. 39.960 M.v. 2 í íbúð, vika á Vistamar, 21 maí Verð kr. 39.932 Verð m.v. hjón m. 2 börn, 2-11 ára, Vistamar, 2 vikur, 21. maí. Bókunarstaða 6. maí - 11 sæti 21. maí - 18 sæti 28. maí - 19 sæti 4. júní - uppselt 11. júní- 17 sæti r m HEIMSFERÐIR 1992 C 1997 w Austurstræti 17,2. hæð • Sími 562 4600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.