Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1997 31 __________LISTIR________ Efni í mikla söngkonu Morgunblaðið/Kristinn JESSICA Tivens við upphaf tónleikanna í gærkvöldi. TONUST Háskólabíó Einsöngstónleikar. Jessica Tivens og Michael Garson fluttu aríur úr ýms- um óperum og spunaverk. Miðviku- dagurinn 30. april, 1997. JESSICA Tivens er, þrátt fyrir ungan aldur, vel fær söngkona, fengið í vöggugjöf einstaklega mikla og fagra rödd, er músikölsk og hef- ur þegar náð töluvert sannfærandi valdi á túlkun og söngtækni. Það sem vantaði fyrir söng hennar var undirleikari, sem er heima í þeirri tónlist, sem Jessica söng, Leikur Garsons var ótrúlega linur, bæði í styrk og hljóðfalli og veitti söngkon- unni nær engan stuðning. Þarna kemur greinileg til reynsluleysi Gar- sons í flutningi óperutónlistar, sem er í senn leikræn og oft sérlega ástríðufull en allt slíkt vantaði í undirleik Garsons, sem í einu orði sagt var „blóðlaus". Þetta er sér- kenniiegt, því í þremur spunaverk- um, sýndi hann sig vera leikinn pían- ista er virkilega þorði að „snerta" nóturnar svo um munaði í leik og tilþrifum. Tónleikarnir hófust á Nobles Seigneurs úr 2. þætti óperunnar Húgenottarnir eftir Meyerbeer og þá tóku við þijár aríur eftir Mozart, Batti, batti úr Don Giovanni, Deh vieni úr Brúðkaupinu og Ach, ich fuhls úr Töfraflautunni. Þrátt fyrir ágætan söng vantaði skerpuna í túlkun Jessicu Tivens en einmitt það atriði kom sérlega fram í tveimur aríum úr La Bohéme, þar sem dauf- ur undirleikurinn gaf henni engan stuðning í kynningararíu Mimíar og Donde lieta, sem þó voru að mörgu leyti mjög vel sungnar. Eftir hlé lék Michael Garson þrjú spunaverk og þá kvað við allt annan tón og var spuni hans á köflum skemmtilegur og kraftmikill, allt annarrar náttúru en undirleikurinn. Valsinn frægi, Je veux vivre, úr Rómeó og Júlíu eftir Gounod vant- aði þann svellandi leik, sem er aðall þessa skemmtilegs söngverks. Besta verk tónleikanna var Signore, asc- olta úr Turandot eftir Puccini, en það vantaði tregann í aríu Michaelu, Je dis que, úr Carmen eftir Bizet. I aríunni, Una voco poco fa, úr Rakar- anum eftir Rossini, sýndi Jessica Tivens að hún þegar býsna slyng söngkona. En aftur og enn, þá var það daufur undirleikur Garsons sem litaði söng stúlkunnar, en þrátt fyrir það er ljóst, að Jessica Tivens er hreint frábært efni í mikla söng- konu, stórsöngkonu á heimsleiksviði óperunnar. Jón Ásgeirsson SfóðHeit afmælistilboð 1 tilefni ai tveggja ára afmæli BT verða ýmsar tölvuvörur á sérstöku afmælisverði út vikuna. Á laugardaginn nk. nær afmælisgleðin hámarki þar sem afmæliskarnival verður haldið í verslun okkar. Ftagfeeppm á laugardag Á afmsBlishátíð BT. Tölva, laugardaginn 3. maí verður háð flugkeppni í BT tölvum Keppnin fer fram milli 12-14 og munu kennarar frá Fhigskólanum Fhigtak dæma keppnina. Fljúgðu vængjum þandum og lækkaðu flugið til skráningar að Grensásvegi Skráning í keppnina fer fram í síma 5885900 eða í verslun okkar. Nokia GSM símar Er ekki kominn tíim til að tengja ? Nokia GSM simamir hafa margsaimað ágæti sitt við isfenskar aðstæður. Nú bjóðum við þessa síma á enn betri kjarum en áður svo að það er engin afsokurt fyrir að vera sambandslaus. Afmælistilboð Nokia 1611 28.990 Nokia 2110 36.990 Penttam 166 166 mhz Intel argjörvi 32 mb innra minni Intel Triton II430VX kubbas. 2 mb Ati Mach skjákort PT-2006 FIC móðurborð 12 hraða geisladrif 1700 mb harður diskur 25 watta hátalarar Soundhlaster 16 hljóðkort Lyklaborð og mús 15' flatur hágæða litaskjár Windnws 35 fydgir með 145.990 kr Grensásvegur 3 -108 Reykjavik Simi: 588 5900 - Fax : 588 5905 Opnunartimi virka daga : 10:00 -19:00 Opnunartimi laugardaga : 10:00 -16:00 Hanna María Karlsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir og Egill Ólafsson í Dómínó. Fáar sýn- ingar eftir á Dómínó SENN lýkur leikári Leikfélags Reykjavíkur og fáar sýningar eru eftir á Dómínó Jökuls Jakobssonar. Á morgun, föstudag, verður 40. sýning á Dómínó. Verkið var frumsýnt 9. janúar sl. og hefur verið uppselt á flestar sýningar. „Dómínó er margslungið leikrit: dularfullt, einfalt og flókið í senn. Líkt og í mörgum öðrum verkum Jökuls er lýst sálarástandi og firr- ingu ráðvillts fólks í þjóðfélagi alls- nægta,“ segir í kynningu. Leikarar eru: Eggert Þorleifsson, Egill Ólafsson, Guðrún Ásmunds- dóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Hanna María Karlsdóttir og Mar- grét Ólafsdóttir. Leikstjóri er Krist- ín Jóhannesdóttir. afslátt af öllum húsgögnum verslunarinnar föstudag laugardag ( sunnudag —Opið--------- föstudag 9.00 -18.00 laugardag 10.00 -17.00 sunnudag 14.00 -17.00 verið leiðandi verslun með húsgögn þar sem verð, ending og gæði hafa farið saman. í tilefni af 35 ára afmæli okkar bjóðum við nú gott úrval af borðstofusettum, sófasettum, hornsófum, hvíldarstólum, rúmum og mörgu fleira á ótrúlegu verði! TVodfull búð af nýjum vörum! húsqöqn Ármúla 8 - 108 Reykjavík Hjá okkur eru Visa- og Euro-raðsamningar ávísun á i sumar Með hækkandi sól breytist afgreiðslutíminn hjá Sjóvá-Almennum. Frá 1. maí verður opið frá klukkan 8 til 16. sjóváSÍoaliviennar Sími 569 2500 • Grænt númer 800 5692
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.